Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 6
6 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR
* Netsmellur til Glasgow.
Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
www.icelandair.is
Evrópa
Verð frá
20.900 kr.*
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
30
92
7
0
1/
20
06
Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta
SEM NÝTIST
Kynntu þér fjölbreytt námsframbo› á
www.endurmenntun.is
e›a hringdu í síma 525 4444.
Mozart, 23.01.–20.02.
Skyggnst í klassíska tímabil tónlistarsög unnar og ferill Mozarts
rakinn frá æskuárum til dánardags. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu -
hljómsveit Íslands leika úr verkum meistarans.
Jómsvíkingasaga, 25.01.–01.03.
Sagan hefur oft verið talin til konungasagna en ekki er ólíklegt að
bókmenntalegra áhrifa gæti frá fornaldarsögum. Einstaklega
skemmtileg lesning sem víða er getið í íslenskum fornritum.
Verkefnastjórnun I, 30.01.–31.01.
Markmiðið er að kenna hvernig á að gera verkefnis áætlun sem
leggur grunn að framkvæmd verkefnis og eftirfylgni. AR
G
US
/
06
-0
01
7
NÁM
FJÖLMIÐLAR Páll Baldvin Baldvins-
son og Björgvin Guðmundsson
hafa verið ráðnir ritstjórar DV
í stað þeirra Jónasar Kristjáns-
sonar og Mikaels Torfasonar sem
sögðu upp störfum í gærmorgun.
Páll Baldvin segir að DV verði
gefið út þannig að fréttaflutning-
ur blaðsins skipti máli en þó í sátt
við lesendur og umhverfi þess.
„Við munum leggja áherslu á
og móta ritstjórnarstefnu sem
rúmast innan siðareglna Blaða-
mannafélags Íslands og segja
fréttir sem snerta daglegt líf fólks
og auka fjölbreytni í fréttaflutn-
ingi landsins. Ég hef sjálfur sagt
fréttir af pólitík og viðskiptum og
með innkomu minni mun kannski
vægi þeirra frétta aukast,“ segir
Björgvin.
Málefni DV voru til umræðu á
stjórnarfundi Dagsbrúnar í gær-
morgun. Gunnar Smári Egilsson,
forstjóri Dagsbrúnar, segir að
stjórn félagsins virði þá ákvörðun
ritstjóra DV að láta af störfum.
Stjórnin tók fram í gær að hún
ynni eftir starfsreglum þar sem
meðal annars væri kveðið á um
að stjórnarmönnum væri óheimilt
að hlutast til um einstök umfjöll-
unarefni fjölmiðla í eigu félags-
ins. Stjórnin væri bara í almennri
stefnumótun innan fyrirtækisins.
„Ég tel viðbrögð við þessu máli
á réttum stað í fyrirtækinu,“ segir
Gunnar Smári um afsögn ritstjór-
anna. „Það verður oft ófriður um
tiltekna starfsemi og þeir sem
bera ábyrgð á henni hafa axlað
hana og vikið í von um að friður
skapist um starfsemina.“
Gunnar Smári telur umræðuna
síðustu daga þar sem „hrópað hafi
verið að eigendum að hafa afskipti
af ritstjórn DV“ vera á skjön við
þá umræðu sem hefur verið í sam-
félaginu síðustu ár um að tryggja
það að eigendur hafi ekki afskipti
af fjölmiðlum í sinni eigu.
„Af mörgu finnst mér líka það
sérstæðasta síðustu daga að menn
hafa gengið fram og sagt frá því
að þeir hafi ætlað að kaupa DV út
af markaðnum vegna ósættis við
umfjöllun um sjálfa sig. Við hljót-
um að vilja að 365 starfi í anda
fjölmiðlafyrirtækja í opnum, lýð-
ræðislegum vestrænum samfé-
lögum. Þau séu óháð eigendum og
stórum hagsmunahópum og geti
staðist það þegar efnuðustu menn
á Íslandi bjóðast til að kaupa
blaðið,“ segir Gunnar Smári.
ghs@frettabladid.is
Nýir ritstjórar hafa
verið ráðnir á DV
Nýir ritstjórar DV ætla að móta ritstjórnarstefnu sem rúmast innan siðareglna
Blaðamannafélagsins en þó þannig að fréttaflutningur blaðsins skipti máli.
Stjórn Dagsbrúnar virðir ákvörðun gömlu ritstjóranna um að láta af störfum.
RITSTJÓRAR DV Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson hafa verið ráðnir ritstjórar DV í stað Mikaels Torfasonar og Jónasar
Kristjánssonar. Þeir hafa þegar tekið við störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
RÉTTINDAMÁL „Guðsþjónustan í Frí-
kirkjunni á morgun verður helguð
baráttumáli samkynhneigðra,“
segir Hjörtur Magni Jóhannsson
fríkirkjuprestur.
Hann segir að undanfarið ár
hafi fjölgun sóknarbarna aldrei
verið meiri í Fríkirkjunni en um
fjögur hundruð hafa gengið í
söfnuðinn. „Ég tel nokkuð víst að
áhersla okkar á jafnrétti eins og
í málefnum samkynhneigðra og
trúfélaga sé að ná til fólks. Víðsýn-
in og umburðarlyndið sem höfum
að leiðarljósi nær til fólksins, ekki
síst á þessum tímum,“ bætir hann
við.
Í guðsþjónustunni munu þau
Sigursteinn Másson, formaður
Öryrkjabandalagsins, og Ragn-
hildur Sverrisdóttir, fyrrum blaða-
maður, stíga í stól en þau eru bæði
samkynhneigð.
Fríkirkjupresturinn hefur
margt við málflutning Karls Sig-
urbjörnssonar biskups að segja
varðandi þessi málefni. „Til dæmis
kom það illa við marga að hann
skyldi segja að við mættum ekki
henda hjónabandinu á haugana
en ég skil ekki hvaða atlaga það
ætti að vera við mitt hjónaband
eða annarra ef samkynhneigðir
fengju að giftast,“ segir hann.
Guðsþjónustan hefst klukkan
tvö og munu þekktir tónlistar-
menn leika og syngja. - jse
Fríkirkjan helgar guðsþjónustu baráttu samkynhneigðra:
Samkynhneigðir predika
HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON FRÍKIRKJU-
PRESTUR Fríkirkjuprestur verður ekki einn
um predikunarstólinn á morgun því Sigur-
steinn Másson og Ragnhildur Sverrisdóttir
verða einnig þess heiðurs aðnjótandi.
VIÐSKIPTI Formaður Kaupmanna-
félags Akureyrar segir kaup-
menn í félaginu æfa vegna
ákvörðunar stjórnenda Kaupfé-
lags Eyfirðinga að hunsa kröfu
kaupmannafélagsins þess efnis
að hætt verði við útgáfu fríð-
indakorts fyrir félagsmenn KEA.
„Ég vil ekki tala í nafni stjórnar
félagsins fyrr en hún hefur fjall-
að um viðbrögð KEA en mér per-
sónulega finnst koma til greina
að kaupmenn hætti að auglýsa í
Dagskránni og Vikudegi en báðir
þessir miðlar eru að megni til í
eigu KEA,“ segir Ragnar Sverris-
son, formaður Kaupmannafélags
Akureyrar.
KEA áformar að senda öllum
9.500 félagsmönnum sínum fríð-
indakortið í febrúar, þeim að
kostnaðarlausu, en gegn fram-
vísun þess geta félagsmenn notið
afslátta í verslunum sem KEA á í
samstarfi við.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,
markaðs- og kynningarfulltrúi
KEA, segir að félagið hafi boðið
á þriðja þúsund verslunum og
þjónustufyrirtækjum í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum upp
á samstarf vegna kortsins. Um
100 hafi sýnt því áhuga og í til-
kynningu frá KEA segir að þau
viðbrögð séu framar björtustu
vonum félagsins. - kk
Kaupmenn æfir vegna fríðindakorts Kaupfélags Eyfirðinga:
Hóta að auglýsa ekki hjá KEA
RAGNAR SVERRISSON Formaður Kaup-
mannafélags Akureyrar segir koma til
greina að kaupmenn hætti að auglýsa í
fjölmiðlum sem KEA á eignarhlut í.
FRÉTTABLAÐIÐ/KK
DANMÖRK Jóhannes Jónsson í
Bónus segist tilbúinn til sam-
starfs við danska verslunarfyrir-
tækið Dagrofa um opnun Bónus-
verslana í Danmörku. Þetta kom
fram í frétt Berlingske Tidende í
gær.
Dagrofa leitar þessi misserin
að alþjóðlegum samstarfsaðila og
hefur franska fyrirtækið Carref-
our verið nefnt í því samhengi.
Forstjóri fyrirtækisins segir hug-
myndafræðina á bak við Bónus
vera góða en hann hafi meiri áhuga
á samstarfi við stóran alþjóðleg-
an aðila. Enda sé markmiðið með
samstarfinu að fá betra verð hjá
birgjum. - ks
Jóhannes Jónsson:
Vill opna Bón-
us í Danmörku
KJÖRKASSINN
Hefurðu áhyggjur af því að
fuglaflensa berist hingað til
lands?
Já 63%
Nei 37%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telurðu að Íranar séu að þróa
kjarnorkuvopn?
Segðu skoðun þína á visir.is