Fréttablaðið - 14.01.2006, Page 10
14. janúar 2006 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hægri grænir?
Eru að verða breytingar á viðhorfum
fólks til vatnsaflsvirkjana og stóriðju?
Eru æ fleiri að komast á þá skoðun í
kjölfar Kárahnjúkavirkjunar að nú sé
nóg komið? Umræður manna á meðal
benda í þessa átt. Jafnvel er talað um að
slík viðhorfsbreyting eigi sér hljómgrunn
meðal áhrifamanna í stjórnarflokkun-
um. Ýmsir telja að mikil gerjun sé þar í
gangi, ekki síst innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Íhaldsmenn í Bretlandi hafa gert
umhverfismál og náttúruvernd að einu
höfuðmáli sínu eftir að David Cameron
var kjörinn formaður flokksins. Ýmsir
sjálfstæðismenn eru sagðir vilja feta í
sömu fótspor. Kannski verður farið að
tala um „hægri græna“ innan skamms.
Framsókn líka
Í Framsóknarflokknum er líka gerjun
á þessu sviði, sérstaklega í Reykjavík.
Þar eru önnur sjónarmið en úti á landi
um atvinnuskapandi áhrif stóriðju og
virkjana. Segja má að Gestur Gestsson,
rúmlega þrítugur umhverfisverkfræð-
ingur, ríði á vaðið með grein á vefsíðu
sinni, gestur.is. Gestur, sem er fram-
bjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokksins
vegna komandi borgarstjórnarkosninga,
vill að borgin beiti sínum áhrifum innan
stjórnar Landsvirkjunar til „að vernda þá
perlu íslenskrar náttúru
sem Þjórsárverin
eru“, eins og hann
kemst að orði.
„Þjórsárverin hafa
mikla alþjóðlega
þýðingu, bæði hvað
gróðurfar varðar sem
og vegna dýralífs. Öll
röskun á þessu
svæði hefur mikil
áhrif á þetta
viðkvæma vistkerfi og má ekki gera neitt
sem rýrir það eða gæti rýrt það. Gildir
einu um hvort svæði sé innan einhverr-
ar línu á korti eður ei“, skrifar hann.
Löglegar leiðir
Gestur skrifar: „Stóru fjallasvæðin sem
hafa verið mest nýtt fram að þessu,
Þórsmörk og Landmannalaugasvæðið
eru orðin afar ásetin og mega varla við
meiri ágangi frá okkur útivistarfólkinu. Er
því eðlilegt að horft verði til Kerlingar-
fjalla og svæðisins sunnan Hofsjökuls
þegar leitað er leiða til að draga úr
því álagi og taka við þeirri aukningu í
ferðamennsku sem fyrirsjáanleg er. Þar
gegna Þjórsárverin lykilhlutverki. Er því
ljóst að þetta svæði kemur til með að
hafa sífellt meira gildi í náttúruvernd og
útivist. Það fer ekki saman við virkjun
svæðisins, því miður.“
gm@frettabladid.is
Nú eru liðin rétt tuttugu ár frá
fyrstu ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um þann umhverfisvanda
sem stafar af losun klórflúorkol-
efna (CFC) sem eyða ósonlaginu.
Sem betur fer náðist víðtæk sam-
staða um að taka á vandanum og á
einum áratug tókst að minnka losun
þeirra um 80%. Þetta dæmi sýnir
glöggt hvílíku grettistaki hægt er
að lyfta í umhverfismálum þegar
samstaða næst og almennur skiln-
ingur ríkir á umfangi vandans. En
þrátt fyrir einstæðan árangur á
stuttum tíma var heilmikill skaði
skeður. Talið er að ósonlagið muni
ekki ná jafnvægi aftur fyrr en um
2070. Við sem nú erum á besta
aldri og börnin okkar munum því
lifa á „útfjólubláu öldinni“.
Af þessu dæmi má draga ýmis
konar lærdóm, góðan sem slæm-
an. Það sýnir í fyrsta lagi hversu
miklu er hægt að áorka í umhverf-
isvernd á skömmum tíma ef pólit-
ískur vilji er fyrir hendi. En það
sýnir líka að sinnuleysi um lengri
eða skemmri tíma getur dreg-
ið langan dilk á eftir sér. Ýmis
önnur efni eiga það sameiginlegt
með CFC-efnum að þegar umfang
þeirra eykst í andrúmsloftinu er
ekki auðvelt að snúa þeirri þróun
við. Ef koltvísýringsútblástur
heldur áfram að aukast mun það
t.d. taka margar aldir að snúa
þeirri þróun við. Afleiðingarnar
fyrir vistkerfi jarðar eru ófyrir-
sjáanlegar, en eitt er ljóst: Þær
verða bæði miklar og afdrifaríkar.
Aðeins ein raunhæf leið til þess
er fær að svo komnu: Að draga úr
orkunotkun. Og þar má gera ýmis-
legt betur en nú er gert.
Langsamlega stærsti þátturinn
í útblæstri koltvísýrings á heims-
vísu er bílaumferð. Alls mun um
fimmtungur hans stafa af notkun
fólksbíla. Þetta bætist ofan á alla
þá mengun aðra sem stafar af bíla-
umferð, hið gríðarlega landflæmi
sem fer í umferðarmannvirki
og öll þau mannslíf sem farast í
umferðinni á ári hverju. Hingað
til hafa stjórnmálamenn hunsað
allar neikvæðar afleiðingar sem
stafa af noktun fólksbíla, en þeir
geta ekki komist upp með það öllu
lengur. Ábyrgir stjórnmálamenn
um allan heim eiga þann kost
einan að beita öllum mögulegum
ráðum til þess að ýta undir sam-
neyslu á þessu sviði. Þetta skilja
borgaryfirvöld víða, t.d. í London
og París.
Í maí verður kosið í sveita-
stjórnir á Íslandi. Á verksviði
sveitastjórna er að skipuleggja
þéttbýli, m.a. með tilliti til umferð-
armannvirkja. Á sveitastjórnar-
mönnum um allt land, en þó allra
helst á höfuðborgarsvæðinu, hvíl-
ir nú sú ábyrgð að skipuleggja
umferð með nýjum hætti, með það
að markmið að draga sem mest úr
henni. Það væri beinlínis glæp-
samlegt við núverandi aðstæður
að velja til forystu fólk sem ekki
vill horfast í augu við þann vanda
sem hvílir á allri heimsbyggðinni
vegna óhóflegs koltvísýringsút-
blásturs. Stjórnmálamenn sem
leggja stein í götu almennings-
samgangna og kalla sig „vini
einkabílsins“ eru ekki vænlegur
kostur fyrir fólk sem vill horfa
til framtíðar. Það blasir við að 21.
öldin verður ekki öld einkabílsins
og því fyrr sem gerum okkur grein
fyrir því, þeim mun betri framtíð
sköpum við okkur sjálfum.
Enda þótt okkur tækist að gera
róttækar breytingar á umferð-
armenningu Íslendinga standa
eftir sem áður eftir mengunar-
vandamál sem fyrirhyggjulitli-
ir stjórnmálamenn hafa skapað.
Höfum í huga að fyrirhugað álver
á Reyðarfirði kemur til að með að
losa sama magn koltvísýrings út í
andrúmsloftið og allir fólksbílar á
Íslandi. Samt sem áður var bygg-
ing Kárahnjúkavirkjunar sam-
þykkt með 44 atkvæðum gegn 9
á alþingi, en tveir þingmenn sátu
hjá. Aðeins einn stjórnmálaflokk-
ur, Vinstri hreyfingin - grænt
framboð, stóð einarður á móti og
lét framtíðarsjónarmið ráða. Þessi
niðurstaða olli vonbrigðum og enn
er fólk að láta heyra í sér til að
mótmæla þessu. Það er ekki ábyrg
afstaða fyrir Íslendinga að sker-
ast úr leik þegar tekist skal á við
alheimsvalda sem varðar okkar
litla eyjarsamfélag afar miklu.
Enn sem komið er hefur losun
koltvísýrings ekki breytt lífi
okkar jarðarbúa að verulegu leyti.
Hugsanlega er það ein ástæða
fyrir sinnuleysinu. Það breytir
hins vegar ekki því að ef sama
þróun heldur áfram verða afleið-
ingarnar miklar og langvarandi.
Ef einhver kynslóð ætti að skilja
það þá erum það við sem lifum á
útfjólubláu öldinni. ■
Líf á útfjólublárri öld
Í DAG
UMHVERFISMÁL
SVERRIR
JAKOBSSON
Langsamlega stærsti þáttur-
inn í útblæstri koltvísýrings á
heimsvísu er bílaumferð. Alls
mun um fimmtungur hans
stafa af notkun fólksbíla.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Þetta hefur verið undarleg vika. Það gerist ekki oft að við-líka uppnám grípi þjóðina og varð við þau hörmulegu tíðindi sem bárust á þriðjudag, að maður hefði svipt sig lífi í kjölfar
fréttaflutnings DV. Á eftir fylgdu viðbrögð sem eiga sér fá for-
dæmi. Ritstjórar DV, útgefendur og eigendur fyrirtæksins, sem
gefur blaðið út, fengu yfir sig skriðu af ásökunum, þar á meðal
féllu þung orð sem voru í eðli og inntaki af nákvæmlega sama
toga og blaðið var sakað um að nota í fréttaflutningi sínum.
Ekki er hægt að segja að DV-menn hafi brugðist vel við gagnrýn-
inni. Það var sorglegt að horfa á ritstjóra blaðsins neita viðtölum við
fréttakonu NFS og vísa henni á dyr með þeim orðum að ekki mætti
mynda á ritstjórninni, hún hefði átt að hringja á undan sér og svör
þeirra gæti hún heyrt í Ríkissjónvarpinu síðar um kvöldið. Ef það
eru einhverjir sem geta ekki leyft sér að láta ágengan fréttaflutning
fara í taugarnar á sér eru það þeir sem réðu ríkjum á DV.
Það hefur verið stór galli á DV hvað það hefur átt erfitt með að
viðurkenna og biðjast afsökunar þegar blaðinu hafa orðið á mistök.
Þegar ekið er hratt og glannalega, missa menn stundum af beygjum
og enda úti í skurði. Mistök eru nánast óhjákvæmilega fylgifiskur
blaðamennsku eins og hefur verið stunduð á DV. Eitt megineinkenni
DV hefur verið þrálátar fréttir og harmsögur af algjörlega óþekktu
ógæfufólki og einstaklingum sem sumt hvert gat illa borið hönd
fyrir höfuð sér, jafnvel vegna andlegra veikinda. Og fyrir þá stefnu
hafa Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson goldið með störfum
sínum.
Hins vegar má fyrir alla muni ekki gleyma því að DV réðst langt
í frá einungis á garðinn þar sem hann er lægstur. Blaðið flutti líka
hik- og refjalaust fréttir sem komu illa við auðmenn, frægðarfólk,
stjórnmálamenn og aðra sem eiga mikið undir sér. Og DV þeirra
Mikaels og Jónasar á sér ekki síður merkilega sögu við að fletta ofan
af hættulegum ofbeldis- og glæpamönnum á beinskeyttari hátt en
aðrir íslenskir fjölmiðlar. Lögðu þeir þar með sjálfa sig og fjölskyld-
ur sínar í hættu sem þurfti að taka mjög alvarlega. Það þarf góðan
skammt af hugrekki og þreki til að vera í forsvari við blað eins og
DV hefur verið, og hafa Mikael og Jónas nóg af hvoru tveggja.
Undanfarna daga hefur verið klifað á því sem aldrei fyrr að
Ísland sé of lítið fyrir blað eins og DV. Ég er þvert á móti sannfærð-
ur um að það sé ekki aðeins pláss heldur beinlínis þörf fyrir ágengt
og harðsnúið dagblað hér á landi.
Ef nota má orðið jákvætt um einhverja atburði þessarar vikur
þá er það sú þverpólitíska samstaða sem skapaðist allt frá ungliða-
hreyfingum til þingflokka stjórnmálahreyfinga landsins. Og það er
ekki meint í þeim skilningi að það hafi verið jákvætt að þessir hópar
skyldu taka höndum saman gegn DV, þvert á móti var sú aðkoma
stjórnmálalífsins ankannaleg. Nei, það sem var jákvætt var sú ein-
dregna þverpólitíska samstaða upprennandi og núverandi stjórn-
málamanna um að menn verði að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Hingað til hefur það ekki beinlínis verið stíll íslenskra stjórn-
málaforingja að axla ábyrgð. Venja þeirra er að setja undir sig
höfuðið og bíða af sér vond veður þegar þeir hafa orðið uppvísir
að einhverjum afglöpum. Þannig sitja til dæmis sem fastast tveir
ráðherrar í ríkisstjórn landsins sem hafa gerst sig seka um embætt-
isfærslur sem kærunefndir og dómstólar hafa úrskurðað gegn og
kostað skattborgara tugi milljóna.
Þeir sem krefjast þess af öðrum að taka ábyrgð verða að gera það
sjálfir. Það færi aldrei sem svo að viðbrögð flokkanna í þessari viku
væru ávísun á siðbót í íslenskum stjórnmálum?
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Þeir sem kröfðust þess að ritstjórar DV sættu
ábyrgð verða að gera sömu kröfur til sjálfs sín.
Ný viðmið
um ábyrgð