Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 16

Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 16
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.071 +1,03% Fjöldi viðskipta: 928 Velta: 16.680 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 56,10 -1,20% ... Atorka 6,85 -0,70% ... Bakkavör 56,30 +0,00% ... Dagsbrún 5,80 +0,90% ... FL Group 22,00 +1,40% ... Flaga 4,30 +0,00% ... Íslandsbanki 20,10 +1,00% ... KB banki 804,00 +1,80% ... Kögun 65,90 +0,80% ... Landsbankinn 27,30 +1,10% ... Marel 71,00 -0,70% ... Mosaic Fashions 19,20 -0,50% ... SÍF 4,29 -1,20% ... Straumur-Burðarás 17,80 +2,30% ... Össur 115,50 -1,70% MESTA HÆKKUN Atlantic Petrole. +2,31% Straumur +2,30% KB banki +1,77% MESTA LÆKKUN Össur -1,70% Actavis -1,23% SÍF -1,15% STARFSMENN STRAUMS-BURÐARÁSS Kaupa bréf fyrir 1,4 milljarða króna og fær sölurétt. Tíu lykilstarfsmenn Straums- Burðaráss hafa fest kaup á hlutabréfum í félaginu fyrir 1,4 milljarða króna. Kaupendunum er skylt að eiga bréfin í tvö ár en kaupin fara fram á genginu 17,4 sem var lokaverð á fimmtudaginn. Þeir sem kaupa mest greiða 261 milljón króna fyrir fimmtán milljónir hluta. Straumur hefur jafnframt veitt starfsmönnunum sölurétt sem ver þá mögulegu tapi. Kaupin eru ekki fjármögnuð af Straumi. - eþa Straumsfólk kaupir hluti Norski ríkislífeyrissjóðurinn, eða olíusjóðurinn eins og hann hefur verið kallaður, hefur sett sjö erlend fyrirtæki á bannlista vegna aðildar þeirra að kjarnork- uvopnaframleiðslu. Meðal þess- ara félaga eru Boeing, BAE Syst- ems og Honeywell International. „Samkvæmt siðareglum Norska ríkislífeyrissjóðsins skal útiloka fjárfestingar í alþjóðleg- um fyrirtækum sem framleiða vopn sem eru skaðleg öllum grundvallar mannúðar-sjónar- miðum,“ segir í tilkynningu frá norska fjármálaráðuneytinu. Fyrirtækjunum var gefinn kostur á að skýra sín sjónarmið en aðeins vopnaframleiðandinn Nort- hrop Grumman gerði svo í bréfi til Norska seðlabankans.Sjóðurinn, sem er annar stærsti lífeyrissjóð- ur Evrópu, mun draga úr fjárfest- ingum sem tengist þessum félög- um fyrir upphæð sem samsvarar 33 milljörðum króna. - eþa Olíusjóðurinn setur Boeing í straff af siðferðisástæðum Alls námu hlutabréfaviðskipti í Kaup- höll Íslands á föstudag rúmum 16,7 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með bréf í Landsbankanum, fyrir rúma 4,2 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum í Atlantic Petroleum, rúmlega 2,3 prósent. Litlu minni hækkun varð á bréfum í Straumi-Burðarási. Bréf í Össuri lækkuðu mest, um 1,3 prósent. 5,4 prósenta verðbólga var í Banda- ríkjunum árið 2005 og hefur hún ekki mælst meiri í fimmtán ár. Mestu mun- aði um verðhækkanir á olíu. Olíuverð hækkaði um tæpan fjórðung á árinu. KB banki hefur selt sex pró- senta hlut í Mosaic Fashions fyrir 3,8 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á geng- inu 18 krónur á hlut en markaðs- gengið á sama tíma var talsvert hærra eða 19,2 krónur. Fer eignarhluturinn bank- ans í Mosaic Fashions niður í þrjú prósent. Þá seldi Employee Trust Fund hluti fyrir 72 millj- ónir. KB banki keypti hlut í Mosa- ic samhliða útboði sem bankinn sá um síðasta sumar og hafa bréfin hækkað um 40 prósent frá útboðinu. Stefna bankans er að fylgja félögum á leið í slík- um kaupum og innleysa hagnað þegar tækifæri gefst. Hlutir KB banka fóru til hóps fjárfesta sem samkvæmt heimildum var ekki flöggunarskyldur, Það er að enginn er innherji sé að fara yfir flöggunarmörk. - eþa KB banki selur í Mosaic FlyMe to the moon Frank Sinatra söng um árið „Fly me to the moon“ og Pálmi Haraldsson hefur tekið þann gamla á orðinu. Gengi bréfa flugfélags Pálma, FlyMe, í Gautaborg hefur tvöfaldast á árinu. Og það er nú ekki eins og mikið sé liðið af því blessuðu. Pálmi og félagar ætla sér miklu lengra en þetta og nú er Ticket, sem Pálmi á reyndar líka í, farið að selja miða fyrir FlyMe af fullum krafti á ný eftir að félagið fékk traust á ný eftir að hafa lent í kuldanum vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stefnan er því klárlega tekin á tunglið, en svo er bara að sjá hvernig til tekst. Lansinn kynnist Svíagrýlunni Lengi var talað um Svíagrýluna þegar íslenskir handboltamenn mættu sænska landslíðinu. Þessi grýla var talin sálræn hindrun í því að sigra lið Svía. Eins og flestir vita er Grýla sennilega ekki til og skýr- ingin á slöku gengi Íslendinga gegn Svíum líklegast sú að þeir eiga afburðaíþróttamenn og sænska handboltalandsliðið er að jafnaði helmingi betra en það íslenska. Ein er sú Svíagrýla sem sennilega er til. Það er stjórnarmenn í sænskum fyrirtækjum sem Íslendingar hafa fjárfest í. Þeir láta stundum ófriðlega og pirra sig á því að örþjóðin sé að ybba sig í útlöndum. Þessu fengu Kaupþingsmenn að kynnast á sínum tíma og Landsbankinn hefur fengið að kynnast Svíagrýlu eða öllu heldur Svíafýlu í samskiptum við stjórnarmenn í valnefnd til stjórnar Carnegie. Peningaskápurinn... MARKAÐSPUNKTAR BOEING 737-800 Flugvélaframleiðandinn hefur verið settur á bannlista hjá Norska ríkislíf- eyrissjóðnum vegna aðildar sinnar að kjarnorkuvopnaframleiðslu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.