Fréttablaðið - 14.01.2006, Page 18

Fréttablaðið - 14.01.2006, Page 18
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR18 Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar■ HELGIN 7.- 8. JAN. Sjötugsafmæli Í dag, 8. jan. hefði Elvis Aaron Presly orðið 71 árs. Von- andi dvelst hann núna á Heart- break Hotel, flott- asta gistihúsinu í Himnaríki og nær- ist á diet-nektar og sykurskertri ambrósíu og lýsi og er steinhættur í ruslfæðinu. ■ MÁNUDAGUR, 9. JAN. Loksins, loksins! Síðan klukkan 7 í morgun eru til 300 þúsund Íslendingar í veröld- inni. Heildaríbúatala heimsins er talin vera 6.491.105.371. Af einhverjum ástæðum er gæðum jarðarinnar dáldið misskipt milli íbúanna: til dæmis hefur 1% jarð- arbúa jafnmikla peninga milli handanna og þau 57% sem minnst hafa. Mörgum finnst þessi ójöfn- uður hið besta mál, einkum ef þeir tilheyra litla forréttindahópnum. Verra með hina. Vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð segja að fuglaflensan sé ekki eins hættu- leg og af er látið. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 10. JAN. Prentvillupúkinn og fleiri djöflar Nú eru Norðmenn farnir að deila við Svía um fuglaflensuna. Norð- menn eru svartsýnir og segja að flensan sé lífshættuleg. Kannski maður fái þá bráðum að heyra í Elvis. Fór á fund upp á Frétta- blað. Ekki tókst mér samt að hafa uppi á prentvillu- púkanum sem eyðilagði síðustu dagbókar- færslu fyrir lesendum og mér. Fyrirsögn- in á Kæra Dagbók í síðustu viku frá minni hendi hljóð- aði svona: ÓKEYP- IS BRENNIVÍN – LAUSN Á ÞJÓÐFÉ- LAGSVANDA. Ég var nefnilega að benda á þá mannúðarstefnu að sjá ólæknandi áfengissjúklingum fyrir ókeypis mat og áfengi (nóg bruðlar nú ríkið með vín og veislu- föng handa þeim sem hafa efni á að kaupa sér þetta sjálfir), en fyrirsögnin sem birtist var svona: ÓKEYPIS FRÉTT – LAUSN Á ÞJÓÐFÉLAGSVANDA. Það getur vel verið að það sé ekki í tísku lengur að trúa á ljóta kallinn, en ég fyrir mína parta er sannfærð- ur um að prentvillupúkinn lifir góðu lífi, hvort sem hús- bóndi hans er sálaður eða ekki. Nýjustu fréttir af kjaramálum lands- manna sé ég á visir.is: „Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslands- banka, keypti í gær hlutabréf í bankanum fyrir tæpan milljarð króna. Bjarni keypti bréfin í gær á genginu 18,6 en nú síðdegis var skráð gengi þeirra 19,1. Það þýðir að bara á þessum eina skammti hefur Bjarni hagnast um 25 milljónir króna á einum sólarhring.“ Sennilega finnst ein- hverjum stæll á svona. En það finnst mér ekki. Það stóð ekki nema innvígðum og inn- múruðum til boða að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Mér hefði verið kastað út ef ég hefði labbað þar inn í gær og beðið þá að lána mér millj- arð eða svo til fyrramáls svo að ég gæti grætt líka. Samt hef ég verið í viðskiptum við þá síðan forfaðir Íslandsbanka hét Verzlunarbankinn. Það grasséra fleiri djöflar í samfélaginu en prentvillupúkinn. Reyndar geri ég ráð fyrir að láta duga að hrista hausinn yfir þessu með vandlætingarsvip þangað til upp er runnin sú tíð að mis- skipting peninga verður svo mikil að börn þeirra sem eiga auðinn ganga í góða skóla en börn okkar hinna í lélega skóla, og ríkt fólk sem þarf á heilsugæslu að halda fær hana fljótt og vel, en við hin seint og illa. Þá verður friðurinn úti. Að því takmarki stefnum við núna. ■ MIÐVIKUDAGUR, 11. JAN. Harmsaga Nú eru fjölmiðlar uppfullir af sínu uppáhaldsumræðuefni: Fréttum og greinum um sjálfa sig. Harmsagan sem er tilefni þessarar naflaskoðunar er sú að í gær birti DV risafrétt um mann, nafngreindi hann og birti mynd af honum á forsíðu, og sagði að ungmenni hefðu kært hann til lög- reglu fyrir kynferðislega misnotk- un og lögreglan hafi gert húsleit á heimili mannsins. Daginn sem blaðið kom út batt þessi maður enda á líf sitt. Þetta er sorgarsaga. Uppslátturinn í DV var ósmekklegur, um það þarf ekki að ræða. En innihald frétta- rinnar segjast ritstjórar DV geta staðið við: Lögreglurannsókn sem beindist að meintum barnaníð- ingi. „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd- ir“, segir í góðri bók. Ég ætla alla vega ekki að kveða upp dóm í þessu máli. Aðrir eru dómglaðari: A lþingismaður segir blákalt á heimasíðu sinni að ritstjórar DV séu morðingjar. Það er undirskriftalisti í gangi gegn ritstjórnarstefnu DV. Vonandi skrifa menn undir eftir skynsam- lega yfirvegun, en ekki af múg- sefjun. Þetta er sorgarsaga. Jónas Kristjánsson sem kenndi mér það sem ég kann í blaðamennsku fyrir fjórum áratugum segir að fyrsta skylda hvers fjölmiðils sé að segja sannleikann. Siðareglur blaða- mannafélagsins segja að menn eigi að segja sannleikann án þess að valda fólki sárindum. Þarna er vandrataður meðalvegur. Sannleikurinn er því miður ekki jafn þægilegur fyrir alla. Fjöl- miðlar á Íslandi eru viðskiptafyr- irtæki. Meira að segja á að breyta ríkisútvarpinu okkar í hlutafélag. Sú vara sem þessi fyrirtæki fram- leiða og reyna að græða á með einum eða öðrum hætti er þvi væntanlega sannleikur. Sannleik- urinn er mjög hættuleg söluvara. Þegar menn leika sér að eldinum er hætt við að einhver brenni sig að lokum. ■ FIMMTUDAGUR, 12. JAN. Af blóði og pyntingum Stundum finnst manni þetta þjóð- félag okkar skrýtið. Siðblinda og siðleysi veður uppi. Á vísir.is stendur: „Ekki missa af hryllings- myndin (sic!) Hostel. Það er að segja ef þið eruð fyrir blóð, pynt- ingar og almennan viðbjóð.“ Blóð, pyntingar og almennur viðbjóður er greinilega í tísku. Mjög greini- lega. Og talandi um almennan við- bjóð: Ríkisútvarpið segir að Björgólfsfeðgar hafa tvívegis reynt að kaupa DV til að leggja Paraskevidekatriaphobia! Í Dagbók Þráins Bertelssonar er að þessu sinni meðal annars fjallað um sannleikann – sem stórhættulega söluvöru. Svo er sagt frá fuglaflensu, múgsefjun, ritskoðun, prentvillupúkanum og fleiri djöflum sem ganga ljósum logum í samfélaginu. það niður. Var það ekki sá eldri þessara feðga sem lét breyta forsíðu DV fyrir jól af því að honum lík- aði ekki það sem DV ætlaði að birta um kon- una hans? Sá sami og lét eyða heilu upplagi af bók fyrir síðustu jól af því að honum mislíkaði einhver umfjöllun um fjöl- skyldu sína? Var það ekki sá yngri þeirra sem sagði í viðtali við tímaritið Forbes þegar það var tilkynnt að hann væri 488. ríkasti jarðarbúinn að til að öðlast virðingu þyrfti tvennt: Power and Money. Peninga og vald? Björgólfur Thor í við- tali við Forbes. Ekki Tony í Sopranos. Ritskoðun í krafti valds og peninga er siðlaus. Þeir sem hana stunda eru siðblindir. Þetta er skrýtið þjóðfélag. ■ FÖSTUDAGUR, 13. JAN. Paraskevidekatriaphobia! Í dag er föstudagur 13. Lengi hafa hjátrúarfullir menn haft þá skoð- un að þegar föstudag ber upp á 13. dag mánaðarins sé ekki góðra hluta von. Ótti við svoleiðis föstu- daga er viðurkennd fóbía og heitir á fræðimáli: Paraskevidekatriap- hobia! Stutt og laggott. Ritstjórar DV hafa sagt upp störfum. Þeir hafa viðurkennt mistök. Þeir hafa axlað ábyrgð. Fáheyrður siðferðisstyrkur í íslensku þjóðfélagi. Vonandi sýna eigendur blaðsins þann sið- ferðisstyrk að endurráða þá og gefa þeim kost á að þróa áfram athyglisverðasta fjölmiðil Íslands í augnablikinu – hafandi lært þá lexíu að sannleikann á maður að umgangast ekki bara af blindri undirgefni heldur af virðingu, kurteisi og smekkvísi. Jónas Kristjánsson hefur af öðrum núlifandi blaðamönnum ólöstuðum þjónað sannleikanum af meiri staðfestu og heiðarleik en flestir. Er ég alltaf sammála honum? Nei. Vil ég njóta starfs- krafta hans áfram? Já.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.