Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 46

Fréttablaðið - 14.01.2006, Side 46
Það er vonlaust að vera grænmetisæta á þessari eyju,“ sagði einn erlendur skiptinemi sem yfirgaf Ísland um áramótin. „Það er ekki hægt að fá kjötlausa rétti nema maður eldi heima öll kvöld, og ég neyddist til að byrja að borða fisk hérna. Það er þörf á byltingu í þessum efnum,“ bætir hún við. Byltingin er reyndar þegar hafin þótt lítið hafi farið fyrir henni. „Þegar ég byrjaði fyrir 20 árum þótti ég skrýtin að ætla að vinna í svona búð,“ segir Lína í Heilsuhúsinu, búð sem selur eingöngu lífrænt ræktaðar vörur. Lífrænt merkir að engin gerviefni eða skordýraeitur eru notuð við framleiðslu þeirra. „Þættir eins og You Are What You Eat hafa áhrif. Mannskepnan hefur ekki breyst undanfarin ár, en það er búið að bæta um 300 aukaefnum í matinn á ekki löngum tíma. Sumir segja að maður þurfi að skera ysta sentimetrann af eplinu til að losna við eiturefnin.“ Guð og svín Lína segist þó ekki vera græn- metisæta eingöngu og María sam- starfskona hennar samsinnir því: „Ég er búin að henda út svíni og nauti, og borða bara kjöt af kjúklingi og fiski. Þegar ég fór að kynna mér málið komst ég að því að svín voru áður full af ormum, en eru nú alin á penisillíni. Einnig svitna þau ekki. Það er ekki að ástæðulausu að mörg trúarbrögð banna svínakjötsát.“ Þær leggja líka áherslu á end- urnýjun. „Við skiptum um ávexti vikulega, en margir aðrir gera það bara mánaðarlega.“ Hún segir að viðskiptavinum hafi fjölgað gífurlega undanfarin 5-7 ár. „Og með eftirspurninni eykst úrvalið, sem eykur svo aftur eftirspurn- ina,“ segir Lína. Hún segir konur einnig vera áberandi fleiri. „En þó eru mun fleiri karlmenn af yngri kynslóðinni en þeirri eldri. Svo virðist sem listaspírurnar í 101 borði síður kjöt.“ Heilsuhúsið selur einnig lífrænar hreinlætisvörur, snyrtivörur og fleira. Auk versl- unarinnar á Skólavörðustíg er ein í Kringlunni, ein á Smáratorgi og ein á Selfossi. Rétt ofar í götunni er búðin Yggdrasill, sem flutti í maí síð- astliðnum úr sínum gamla stað, en nýja rýmið er mun stærra en hið gamla. „Búðin var bókstaflega að springa utan af okkur,“ segir afgreiðslustúlkan þar. Ekki mikið af strákum „Mér finnst eins og hópurinn sé að stækka. Fyrst var þetta mest sama fólkið sem kom hingað aftur og aftur og sumir þeirra voru með ofnæmi fyrir kjötvörum. En nú eru það ekki bara grænmetisæturnar, heldur alls konar fólk sem vill ná sér í hollan skyndibita,“ segir Hjör- dís Gísladóttir á Grænum kosti. „Nú eru farnar að koma hingað dætur kvennanna sem komu hingað þegar staðurinn byrjaði fyrir ellefu árum. Hingað kemur mikið af ungum stúlkum sem eru að byrja að búa, en enn ekki mikið af strákum. Stelpur virðast hafa meiri áhuga á því hvað þær setja ofan í sig.“ Hún segist þó ekki vera græn- metisæta sjálf. „En hlutfall græn- metis af því sem ég borða er alltaf að verða meira og er nú orðið um 70-80 prósent. Það er bragðgott og fer vel í mann.“ Hjördís hefur lengi verið skóla- stjóri hjá heilsuskóla Náttúru- lækningafélagsins, og því kvikn- aði áhugi hennar á grænmetisfæði er hún var í heilsuátaki. „Þegar ég opnaði staðinn voru aðeins tveir grænmetisstaðir í bænum, en aukinn fjöldi þeirra virðist ýta undir eftirspurnina.“ Villibráð besta kjötið „Þessi lífstíll hentar mér vel. Ég er þó ekki 100% grænmetisæta, og borða rautt kjöt einu sinni til tvisvar í mánuði, og þá helst villibráð, segir Sæmundur Kristjánsson, eigandi Á næstu grösum á Klapparstíg, sem einnig er með útibú í Fossvoginum. „Það er stígandi á hverju ári. Ég myndi segja að hlutfall karla á móti konum væri svona 40 á móti 60 prósent.“ Sæmundur var áður yfirkokkur á Borginni. „Lúxusmatreiðsla er í sjálfu sér óholl, þar sem maður getur leyft sér hvað sem er. En ég vildi prófa eitthvað nýtt og stökk því í djúpu laugina ósyndur. En þetta lærist eins og annað.“ Svo virðist að flestir sem taka upp grænmetisát geri það af heilsufarsástæðum, og aukin grænmetisneysla á Íslandi sé fyrst og fremst sökum aukins hlutfalls grænmetis í mataræði frekar en vegna aukins fjölda grænmetisætna. Sumir eru þó meiri hugsjóna- menn hvað matarvenjur varðar. Svínum látið blæða út „Ég drekk mjólk en borða ekki egg,“ segir Einar Hrafn Þórhalls- son í Kaffi Hljómalind. „En það er svonefnd bio-mjólk, úr kúm sem fá að fara út og hreyfa sig, og er fram- leidd af bio-búi í Hvalfirðinum. Í Bandaríkjunum nota menn mikið af hormónum sem fara illa með skepnuna, og það er séð til þess að hún hreyfi sig sem minnst svo hún fitni sem mest. Meira að segja á Íslandi eru lifandi svín hengd upp á krók og látið blæða út.“ Það voru þó ekki hugsjónaástæður sem gerðu hann að grænmetisætu til að byrja með. „Ég hafði engar áhyggjur af að vera að drepa dýr og var fasta- gestur á Nonnabátum. Ég ákvað að gerast grænmetisæta fyrir nokkrum árum og fann fyrir því að skapið batnaði, ég varð minna pirraður og mér leið betur. Og smám saman fór ég einnig að hafa meiri áhuga á réttindum dýra. Dýr hafa sama rétt á því að lifa og við, og við höfum möguleikann á því að sleppa kjötáti.“ Hann klæðist heldur ekki fötum úr dýraafurðum, og eru þannig skór fáanlegir í Hljómalind. „Þeir eru búnir til úr iðnaðar- hampi og endurunnum dekkjum. Þetta er frá kanadísku fyrirtæki sem sér til þess að fólkinu sem býr skóna til eru borguð mannsæmandi laun, en efnið kemur frá Rúmeníu og þeir eru framleiddir í Portúgal. Í stað þess að vera með lógó eru þeir með hvítan blett svo þú getir búið til eigið lógó. Þetta eru svona siðferðilega réttir skór.“ Tommaborgarar úr grænmeti Honum finnst ekkert sérstaklega erfitt að vera grænmetisæta í Reykjavík. „Þetta er að verða auðveldara og auðveldara. Grænmetisstöðum hefur fjölgað mikið upp á síðkastið, og Hagkaup og Bónus eru komin með sér heilsuhorn. En eftir að Yggdrasill flutti í stærra húsnæði er í raun hægt að fá allt sem maður þarfnast þar. Það er svo jafnvel hægt að fá grænmetisborgara á Hamborgarabúllunni.“ Einar hefur ekki einungis hætt að borða kjöt og fisk. „Ég stunda jógamataræði, sem þýðir að ég borða ekki heldur lauk, sveppi eða mygluost, vegna eiturefnanna sem í þeim eru.“ Einar er einn af stækkandi hópi ungra manna sem hætt hefur að borða kjöt, en meðal annarra má nefna harðkjarnatónlistarmenn eins og Sigga pönk og Birki í I Adapt, trúbadorinn Þóri og flesta meðlimi í hljómsveitinni Hjálmum. Það kraumar í Grænu byltingunni. valurg@frettabladid.is 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR30 Vinningar verða afhentir hjá SonyCenter Kringlunni. Rvk. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. Viltu það besta? Taktu þátt! Sendu SMS skeytið BTC FSC á númerið 1900 12. hver vinnur ÖLLUM SEM TAKA ÞÁTT VERÐUR BOÐIÐ Á SÉRSTAKA FORÚTSÖLU HJÁ SONY CENTER KRINGLUNNI Fullt af aukavinningum Aðalvinningu r 30" Sony LC D sjónvarp KLV30HR3S Sony Heim abíó DAV-DZ500 Græna byltingin YGGDRASILL HEFUR FLUTT Í STÆRRA OG BETRA HÚSNÆÐI. Nú er hægt að kaupa þar allt sem þarf í matinn. EINAR HRAFN ÞÓRHALLSSON í Kaffi Hljómalind gengur í gúmmískóm SÆMUNDUR KRISTJÁNSSON segir fjölda grænmetisætna fara stigvaxandi með hverju ári. HJÁLMAR, eitt af harðkjarnaböndunum. Finnst ungum landsmönnum siðferðislega rangt að borða kjöt? Eru Íslend- ingar að vakna til heilsuvitundar? Valur Gunnarsson athugar málið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.