Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 14.01.2006, Qupperneq 52
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR36 Stúlkur eins og Ziyi Zhang eru ekki á hverju strái. Meira að segja stærðfræðin ýtir undir þá kenningu að hún sé all sérstök. Hún kemur frá Kína, fjölmennasta ríki heims, og þar hljóta líkurnar á því að komast áfram í skemmtanaiðnaðinum að vera hverfandi litlar. Samt náði hún heimsathygli eftir aðra myndina sem hún lék í, Crouching Tiger Hidden Dragon sem leikstýrt var af Ang Lee.Hún hefur bjarta nærveru, brosir og hlær mikið þegar hún talar og virðist mjög metnaðarfull. Að minnsta kosti afþakkar hún að að hafa túlk með sér í viðtölum við vestræna blaðamenn, þrátt fyrir að hafa aðeins talað ensku í þrjú ár. Mótleikari hennar í myndinni, Japaninn Ken Watanabe, er algjörlega ósjálfbjarga án túlks þrátt fyrir að hafa meðal annars fengið tilnefningu til óskars- verðlauna fyrir enskumælandi leik sinn í myndinni The Last Samurai. Viltu ráða mig í vinnu? Ziyi hefur aðeins einu sinni áður leikið á ensku, í myndinni Rush Hour 2, en þar þurfti hún ekki að segja mikið. Fyrir fimm árum, þegar hún hafði nýlokið við gerð stórmyndar Ang Lee, talaði hún ekki orð í ensku. Þá hitti hún fyrst Steven Spielberg, framleiðanda Memoirs of a Geisha, sem þá hafði hug á því að leikstýra myndinni sjálfur. Leikstjórinn hafði þá séð stúlkuna í mynd Ang Lee og vildi sjá hvort hún hæfði hlutverki Sayuri, bláeygðu geishunnar sem skáldsaga Arthur Golden fjallar um. „Það var gegnum umboðsmanninn minn og ég var svo upp með mér því ég elskaði E.T. þegar ég var lítil,“ segir Zhang og ljómar við endurminninguna. „Þá kunni ég ekki eitt einasta orð í ensku. Það eina sem mér var kennt að segja fyrir fundinn var: „viltu ráða mig í vinnu?“. Svo þegar ég hitti hann tók ég í höndina á honum og sagði þetta. Hann var mjög hissa, hló mikið og spurði hver hefði kennt mér þetta.“ Myndinni var stöðugt frestað en Ziyi var staðráðin í því að fá hlutverkið og hóf því strax að læra ensku. Það er hreint út sagt ótrúlegt hversu góðum tökum hún hefur náð á tungumálinu á jafn stuttum tíma. Þarf aldrei neina aðstoð, þó svo að hún staldri stundum lengur við á erfiðum orðum. Var neydd í dansskóla „Ég bý í Beijing og kem úr mjög venjulegri miðstéttarfjölskyldu,“ segir Zhang þegar hún er spurð um uppruna sinn. „Mamma mín var leikskólakennari. Ég þótti sérstaklega mjó þegar ég var ung og vegna þess vildi hún að ég byggði upp smá vöðvamassa. Þess vegna sendi hún mig í danskennslu í sex ár. Ég þoldi það ekki! Þetta var svo erfitt. Þess vegna get ég tengt mig við persónu mína í myndinni. Hún átti mjög erfiða æsku. Það var bæði líkamlega og andlega erfitt að alast upp með þessu fólki. Það var ekki mín ákvörðun að fara í þennan skóla, en þar lærði ég aga og stundum þurftum við að æfa undir mjög erfiðum kringumstæðum. Ég var 17 ára þegar ég kláraði dansskólann. Þá sá ég að þetta væri ekki það sem mig langaði að eyða ævinni í og ákvað að fara í leiklistarskóla. Á öðru ári fékk ég tækifæri til að leika í minni fyrstu kvikmynd. Árið eftir var mér boðið að leika fyrir Ang Lee í Crouching Tiger, Hidden Dragon og síðan þá hef ég haft nóg að gera.“ Þekktir þú mikið til um heim geishunnar, áður en þú tókst að þér hlutverkið? „Nei. Ég las bókina stuttu eftir fund minn við Spielberg. Eftir það ákvað ég að heimsækja Kyoto til að sjá og tala við alvöru geishur. Mig langaði að vita af hverju stúlkur taka að sér þetta hlutverk. Það var mjög áhugavert. Þær sögðu að það væri algjörlega þeirra eigin ákvörðun og að fjölskyldur þeirra væru mjög stoltar af þeim vegna þess að þær væru að halda lífi í aldagamalli japanskri hefð. Geishur í dag geta gifst og átt kærasta. Líf þeirra hefur breyst mjög mikið frá þeim tímum sem myndin gerist.“ Geishu-herbúðirnar Hversu erfitt var að læra listir geishunnar? Og skilja lífsstíl hennar? „Við kölluðum æfingarferlið geishu-herbúðir. Við urðum að æfa mjög stíft til þess að geta orðið geishur og höfðum bara sex vikur til þess að læra allt saman. Alvöru geishur fá kannski tíu ár, eða alla ævi, til þess að fullkomna list sína. Við vöknuðum klukkan níu á hverjum morgni og æfðum til sex á kvöldin, stundum lengur ef þurfti. Við lærðum smáatriði eins og að ganga rétt, beygja sig og hvernig ætti að brjóta saman vasaklút. Við þurftum að kunna þetta allt svo að við gætum einbeitt okkur að persónu okkar þegar kæmi að tökum við myndina. Þessi tími var virkilega erfiður fyrir mig.“ Í einu lykilatriði myndarinnar þarf Sayuri að sanna fyrir hópi útvaldra aðalsborgara í Kyoto að hún sé efni í alvöru geishu. Dansatriðið er stórglæsilegt en undarlegt, því stúlkan þarf að sýna kúnstir sínar á þungum klossum með um 20 sentímetra trébotni. „Ég sá þá fyrst þegar ég gekk inn á fyrstu æfingu fyrir þetta atriði og var bara viss um að skórnir væru eitthvað sem kæmi sviðsmyndinni við,“ segir hún og hlær. „Eða einhvers konar taska. Svo þegar danshöfundurinn sagði mér að ég þyrfti að dansa í þeim runnu á mig tvær grímur. Hvernig er það hægt? Ég hafði auðvitað enga valkosti. Það var mjög erfitt að læra þann dans, þrátt fyrir að ég komi úr dansheiminum. Persóna mín í myndinni er þannig séð að leika aðra persónu. Á sama tíma er hún að hugsa um samband sitt við Formanninn. Þetta verður allt svo tilfinningaþrungið og fullt af meiningu.“ Þú gast nú varla hafa séð mikið þegar atriðið var tekið, með ljósið í augunum og snjóinn í andlitinu? „Þetta var nokkuð hættulegt. Það var ekki fyrr en kom að tökunni sjálfri sem ég áttaði mig á því að ég yrði að dansa í myrkri. Ég var búin að leggja mig svo mikið fram við að ná þessu rétt, en ég var alls ekki reiðubúin til þess að dansa í myrkri. Ég missti nánast jafnvægið nokkrum sinnum. Ég hefði getað dottið af sviðinu og hálsbrotnað. Þar komu árin í dansskólanum að góðum notum.“ Frjáls í Kína Þrátt fyrir að vera ein frægasta kona í Kína segist Ziyi Zhang lifa mjög frjálsu lífi þar. „Fólk spyr mig kannski hvernig ég hafi það. Stundum er kallað á mig með nafni og svoleiðis. Þegar ég fer með mömmu út að versla bið ég hana alltaf um að nota eitthvað annað nafn því undantekningarlaust, um leið og fólk heyrir nafn mitt og sér mig, verður allt vitlaust. Hún kallar mig þá „litla blómið sitt“ eða eitthvað álíka. Ég var stöðvuð af lögreglunni um daginn. Um leið og þeir áttuðu sig á því hver ég var urðu þeir mjög vingjarnlegir, brostu mikið og sögðu mér bara að fara varlega næst og leyfðu mér að fara.“ Myndir þú frekar vilja vinna í Hollywood en í heimalandi þínu? „Ég prófaði að leika í Rush Hour 2. Eftir hana áttaði ég mig á því að öll hlutverk sem eru í boði fyrir ungar, asískar stelpur í Hollywood eru mjög einhæf og keimlík. Yfirleitt er um að ræða fátæka stelpu frá Kína, vændiskonu eða einhverskonar fórnarlamb á flótta undan kínversku mafíunni í Kínahverfi. Ég get leikið miklu erfiðari hlutverk en það. Eftir Rush Hour 2 ákvað ég að halda mig bara við asískar myndir. Svo var mér boðið hlutverk geishunnar. Stundum hljóða boðin upp á mikla peninga og þá er erfitt að afþakka. Ég elska vinnuna mína. Það sem skiptir mig mestu máli er að gera kvikmyndir sem fólk á eftir að tala um eftir tíu ár. Það skiptir mig litlu máli hvort myndirnar eru gerðar í Kína, Japan eða Hollywood. Ég tek bara að mér hlutverk ef ég held að það reyni á mig sem leikkonu.“ Þú myndir þá aldrei vilja búa í Hollywood? „Nei. Ég kann vel við það frelsi sem ég hef núna. Mér finnst Hollywood vera mjög langt í burtu. Ég veit hvernig myndir ég get gert í Asíu og hvernig myndir ég get gert þar. Mig langar ekki að leika vændiskonur í Hollywood.“ Það var eitthvað skrifað um það í Kína að þú værir að taka að þér hlutverk í bandarískri stórmynd og lékir „japanska vændiskonu“? „Svoleiðis skrif eru nú ekki algeng. Ég er atvinnuleikkona og þetta er vinnan mín. Sá sem skrifar svona hefur greinilega ekki hugmynd um hvað geishur eru. Maður lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. Þess vegna er þessi mynd svo góð til fræðslu fyrir þá sem ekkert vita um heim geishunnar.“ Tilfinningarnar faldar Nokkur blöð eru þegar byrjuð að spá þér óskarsverðlauna- tilnefningu. Hvað finnst þér um það? „Ég er mjög stolt af þessari mynd. Ég hafði mjög gaman af því að gera hana. Það voru verðlaunin mín. Það sem gerist eftir það er ekki á mínu valdi. Mér finnst myndin mjög góð og hún á alveg eins möguleika og hver önnur. Það sem var kannski erfiðast við gerð myndarinnar var að ég lék á öðru tungumáli en mínu eigin. Það var ekki svo auðvelt, því persónan er svo lokuð. Hún talar nánast aldrei um tilfinningar sínar. Hún þarf að fela þær fyrir Maó formanni. Auðveldast hefði verið að skæla sífellt, en mér fannst það ekki rétt því hún er mjög sterk persóna. Auk þess að að leika á öðru tungumáli varð ég tala enskuna með japönskan hreim, sem er öðruvísi en kínverskur.“ Hvort er mikilvægara fyrir leikkonur í dag, fegurð eða hæfileikar? „Hvort tveggja,“ segir hún með mikilli áherslu og hlær. „Maður má ekki vera smeykur við að reyna. Ég var svo stressuð að gera þessa mynd því ég var nýbyrjuð að læra ensku. Ég sagði leikstjóranum þetta og hann sagði mér að hafa ekki of miklar áhyggjur, hann hefði séð allar myndirnar mínar og það væri augljóst að ég áttaði mig ekki alltaf á því hversu mikla hæfileika ég hefði. Það var mjög uppbyggjandi að heyra það.“ biggi@frettabladid.is Vil ekki vera vændiskona í Hollywood Stórmyndin Memoirs of a Geisha verður frum- sýnd í næstu viku. Birgir Örn Steinarsson hitti Ziyi Zhang, aðalleikkonu myndarinnar, í London. Þrátt fyrir stuttan feril hefur Ziyi Zhang náð að festa sig í sessi sem ein skærasta kvikmyndastjarna Kína. Hér eru helstu myndir sem hún hefur leikið í: CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON (1999) Zhang lék Jen Yu, unga dóttur hefðarmanns sem leiðist inn í ógnarlegt ævintýri eftir að heilögu sverði er stolið. Jen Yu er ekki öll þar sem hún er séð. Myndin er í 111. sæti yfir bestu myndir allra tíma hjá imdb.com. RUSH HOUR 2 (2001) Eftir gífurlega velgengni Crouching Tiger var Zhang ráðin í framhalds- mynd Rush Hour með þeim Chris Tucker og Jackie Chan. Reynsla sem fékk Zhang ofan af því að leita sér frekari frama í Hollywood. HERO (2002) Zhang lék Moon, eina af erkifjendum kínverska kóngsins sem vill sameina sex konungsríki Kína undir sín yfirráð. Zhang er í aukahlutverki, en Jet Li fer með aðalhlutverkið. Myndin er í 150. sæti yfir bestu myndir allra tíma hjá imdb. com. ZHANG ZIYI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.