Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 54
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR38 Íslensk tónlist hefur sigrað heiminn. Björk kom landinu á kortið, og skyndilega var ekki lengur hlegið að þér þegar þú sagð- ist vera frá Íslandi, eins og Her- bert söng í laginu um Hollywood. Útlendingar hópast á Airwaves- hátíðina til að verða vitni að hinni goðsagnakenndu tónlistarmenn- ingu Íslands. En um leið og útlend- ingarnir fara af landi brott hverf- ur tónlistin aftur inn í bílskúrinn, og Idol-stjörnunar og ballböndin taka við. Hvers vegna virðist sem hin framsækna íslenska tónlist eigi greiðari aðgang að hjörtum útlendinga en Íslendinga? Sena, áður þekkt sem Skífan, er langstærsta tónlistarútgáf- ufyrirtæki landsins. Sena gaf út 87 íslenska titla á árinu. Af þeim innihéldu tuttugu nýja tónlist. Af nýrri tónlist má nefna plötuna Jónsa með Jónsa, Írafár með Íra- fár og plötur með Nylon og Sálinni. Af hinum plötunum 64 (þrír af titl- unum voru DVD-diskar) innihéldu sautján þeirra tökulög að mestu eða öllu leyti. Sem dæmi má nefna flaggskip fyrirtækisins, Cortes með Garðari Thor Cortes, Idol- þátttakendurna Hildi Völu, Heiðu og Heitar lummur. Hinar plöturn- ar 47 innihéldu endurútgefin lög, þar á meðal Svona var-röðin, sem ein og sér telur 15 titla. Hvað er „mainstream“? „Við gefum út álíka mikið af kóver- lögum og flestir aðrir útgefendur, og gefum gríðarlega mikið út af tónlist almennt. Þetta eru ekki bara tuttugu nýjar plötur af 87, heldur er talan 87 mjög há tala í heildina. Það væri því mjög skrít- in niðurstaða að segja að það væru einungis tuttugu nýjar plötur. Dótturfyrirtækið Dennis er fyrir tónlist sem ekki er „mainstream“, og gefur út eina til fjórar plötur á ári. Við gefum út fleiri „leftfield“- plötur en aðrir, svo sem Ampop, Worm is Green og Helga Val. Við gáfum út ellefu fyrstu plötur tón- listarmanna í ár.“ En hversu miklu púðri er eytt í að auglýsa hina nýju tónlist? „Við reynum að prómótera Dennis-efnið frekar en að aug- lýsa það, enda virðist það hafa meiri áhrif en auglýsingar. Við reynum frekar að kynna það með plöggi, að reyna að koma henni að sem plötu vikunnar og mun fleiri tónlistarmyndbönd eru gerð fyrir Dennis-hljómsveitirnar. „Mainstream“-plötur eiga meira erindi í auglýsingar. Oftast virð- ist það niðurstaðan að auglýsing- ar ná illa til jaðarhópsins, en þar eru meiri áhugamenn um tónlist. Sá hópur veit meira hvað hann vill. Það sama gildir um klassík og djass.“ En hvernig ákveða menn hvaða bönd teljast „mainstream“? „Eitt af því sem mér leiðist mest er að draga í dilka. „Mainstream“ er eitthvað sem höfðar til breiðs hóps. Þetta eru mjög ónákvæm vísindi og maður metur þetta með „common sense“. Dæmigerð „mainstream“ tónlist er til dæmis tónlist Írafárs. Hjálmar eru skil- greindir sem jaðar, en þeir seljast hins vegar mjög vel. Það er til „mainstream“ sem virkar ekki í sölu. Að einhverju leyti miðast þetta við hvað er spilað í útvarpi. Útvarpsstöðvar eins og Bylgjan, FM og Létt spila „mainstream“ tónlist, en Rás tvö er alveg æðis- lega fordómalaus.“ Refsað fyrir útrás Ein ástæðan fyrir hinni miklu endurútgáfu fyrirtæksins er sú að Sena á flesta íslenska tónlist sem gefin hefur verið út. „Við erum líka að sinna okkar hlutverki sem stærsti eigandi útgáfuréttar. Við eigum mjög mik- inn útgáfurétt, í kringum helming af öllu íslensku efni. En það er vissulega meira áberandi helm- ingurinn og vinsælustu lögin,“ segir Eiður. „Ég get vel skilið að menn séu að ráðast á þessar kóverplötur sem eru misgóðar. En öðru máli gildir um endurútgáfur. Þær taka ekkert pláss frá nýrri tónlist og við auglýsum þetta ekki neitt. Ef þú ferð inn í plötubúð sérðu þær varla. Annars er skrítið að einhver skuli gagnrýna okkur fyrir að gefa út of mikla tónlist, artistarnir okkar vildu frekar að við gæfum út minna og einbeitt- um okkur að þeim.“ En hvers vegna eru þessar miklu tekjur ekki notaðar í mark- aðssetningu íslenskrar tónlistar erlendis? „Við eyddum hundrað milljón- um í útrás á undanförnum áratug í 10-12 verkefni, svo við ákváð- um að taka okkur frí frá því. Við náðum að forðast mikið tap, en þetta var ofboðslega mikil vinna sem skilaði litlu.“ Jaðar sem selst En hvers vegna gekk ekki betur? „Þetta er allt svo dýrt, og þegar maður kemur til útlanda er maður að keppa við listamenn eins og Britney Spears sem marg- falt meiri peningum er eytt í. Við erum ekki að ýta á eftir okkar tón- listarmönnum að fara í útrás, og þeir sýna því lítinn áhuga, enda hafa þeir það fínt hér heima. Það er líka eins og mönnum sé refsað fyrir það hérna heima þegar þeir fara út og meikið mistekst, eins og gerðist með Land og syni, Selmu og Svölu, en einnig Unun, svo við tökum einhvern frá hinum kantin- um.“ Það sem er kannski einna merkilegast er að þeir Íslendingar sem notið hafa mestrar velgegni á alþjóðagrundvelli, þau Björk, Sigurrós og Emiliana Torrini, eru öll gefin út hérlendis af minni fyrirtækjunum og myndu telj- ast til jaðartónlistar. Sena seldi samanlagt 300.000 plötur á árinu, sem er ekki nema rétt rúma hálfa leiðina upp í gull í Bandaríkjun- um. Ekki þarf nema eina Björk eða Sigurrós til að selja meira en sem því nemur. Svo virðist sem jaðartónlist frá jaðarlöndum eins og Íslandi eigi greiðari aðgang að erlendum mörkuðum en „mains- tream“ tónlist smáríkja. „Jaðar- inn á sér ekki nógu stóran markað á sínu heimasvæði, og því sækir hann út,“ segir Eiður enn fremur. En hefur Sena áhuga á því að taka meiri þátt í því, eins og Smekk- leysa og 12 Tónar gera? „Við erum ekki stórtækastir í því, við erum fyrst og fremst að sinna innlend- um markaði. Ég myndi spyrja þá hjá 12 Tónum og Smekkleysu hvort þeir ætli ekki að verða duglegri að gefa út meiri „mainstream“ tónlist.“ Balkantónlist og Keflavíkurköntrí Smekkleysa gaf út átján plötur á árinu, þar af tólf plötur með nýju efni, meðal annars með Megasi, Björk og Sigurrós. „Endurupp- tökur eru góðra gjalda verðar, en þær eru ekkert nýtt. Ný íslensk músík á erfitt uppdráttar.“ segir Ási hjá Smekkleysu. „12 Tónar gáfu út fjórtán plötur á árinu, þar af tíu með nýrri tónlist, og má þar nefna Þóri, Ragnheiði Gröndal og Trabant. „Við reynum að fara með listamennina í meira ferðalag og gefa þeim möguleika á að þró- ast en að miða allt við næstu jól,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson í 12 Tónum. Geimsteinn gaf út fimm plötur á árinu. Fjórar þeirra innihéldu nýtt efni með Hjálmum, Baggalút, Deep Jimi og Rúnari Júlíussyni, en á plötu Idol-keppandans Guð- rúnar Helgu voru endurunnin lög. Benni Hemm Hemm gaf út plötu undir eigin merkjum sem uppskar ríkulega í tilnefningum til tónlist- arverðlauna. Aðrir sem gáfu út plötur sjálfstætt eru meðal ann- ars Nilfisk og Amina, en plötunum var dreift af 12 Tónum. Ein mest selda plata ársins var Fisherman‘s Daughter með Emelíönu Torrini, sem 12 Tónar dreifðu einnig. Vafa- laust gáfu margir fleiri listamenn út eigin verk á árinu sem leið, og þurftu að fjármagna þá útgáfu sjálfir. valurg@frettabladid.is Heimsyfirráð eða dauði MUGISON: Gefur út hjá 12 Tónum.NYLON OG GARÐAR THOR CORTES: Gefa út hjá Senu. BENNI HEMM HEMM: Bjartasta vonin gefur út plötu sína sjálfur. MEGASUKK: Gefa út hjá Smekkleysu. SIGUR RÓS: Gefur út hjá Smekkleysu. RAGNHEIÐUR GRÖNDAL: Gefur út hjá 12 Tónum. Hvers vegna virðist hin framsækna íslenska tónlist eiga greiðari aðgang að hjörtum útlendinga en eyrum Íslendinga? Valur Gunnarsson tekur púls- inn á tónlistarútgáfu Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.