Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 61
LAUGARDAGUR 14. janúar 2006 45 Hin smáa en knáa leikkona Rachel Bilson hefur vakið nokkra athygli fyrir leik í þáttunum The O.C. en í þáttunum er lögð töluverð áhersla á flott föt. Rachel er einnig ein af þeim sem á hrós skilið fyrir klæðaburð utan þáttanna. Hún klæðir sig í örlítið gamal- dags stíl dagsdaglega og verslar mikið á mörkuðum og í búðum sem selja notaðar flíkur. Hún notar einnig mikið gallabuxur og hlýraboli sem hún notar perlufest- ar við. Þegar hún mætir á rauða dreg- ilinn er hún hins vegar oft í falleg- um kjólum frá hönnuðum eins og Stellu McCartn- ey eða Marc Jacobs og oftar en ekki skartar hún tösku frá Chanel. Hún leggur einnig mikla áherslu á skóna og er ekki feimin við að ganga í fal- legum skóm í áberandi litum. Í tilefni af frambo›i og opnun kosningaskrifstofu Ármanns Kr. Ólafssonar efna stu›ningsmenn hans til hófs í dag, laugardag frá kl. 17-19 a› Bæjarlind 4. Stu›ningsmenn allir velkomnir! www.armannkr.is Kosningaskrifstofa Bæjarlind 4 - Símar: 586 9090 og 899 9490. Opi› frá kl. 16.00 virka daga og frá kl. 13.00 um helgina. ÁRÆ‹I OG UMHYGGJA ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Forseti bæjarstjórnar Kópavogs Sty›jum framtí›armann til forystu LITRÍKIR SKÓR Hún er hrifin af skó í sterk- um litum og oftar en ekki eru þeir opnir í tána, svakalega smart. Litla stúlkan í O.C. GÓÐ LITASAMSETNING Rachel er ófeimin við að raða saman ólíkum litum og fá skemmtilega útkomu. SVART Liturinn hefur sjaldan verið vinsælli og Rachel kann á hann. MARC JACOBS Eins og persónan sem Rachel leikur í þáttunum er hún afar hrifin af Marc Jacobs og er hér mætt við opnun nýrrar Marc Jacobs- búðar. SÆTUR Hvítur blúndukjóll við svartar sokkabuxur. Tískuvikan í Rio De Janeiro stend- ur nú sem hæst og hafa brasilísk- ir hönnuðir farið á kostum þar sem þeir sýndu hönnun sína fyrir haust og vetur þessa árs. Nýjasta línan frá Drosofilia skar sig að vissu leyti úr þar sem hönnuðirn- ir notuðu nánast aðeins svartan og hvítan lit í flíkurnar. Annars hafa ráðandi litir á tískuvikunni í Brasilíu verið brúnn, fölbleikur, appelsínugulur, grænn og fleiri hlýir litir. Fötin í línu Drosofilia voru þó síður en svo venjuleg eða leiðinleg þótt lítið hafi verið um liti. Þarna mátti sjá ýmis konar tímabilaáhrif og þar á meðal frá sjötta áratugnum, þeim sjöunda og níunda. Breið gervileðurbelti yfir sætan fiftískjól með stóru pilsi úr mörgum lögum mátti meðal annars sjá á tískupallinum. Einnig skörtuðu sumir kjólarnir afar fallegum svörtum og hvítum blómamunstrum en flestar fyrir- sæturnar voru í svörtum sokka- buxum við. Uppreimaðir og örlítið tuskulegir leðurskórnir voru svo fullkomið mótvægi við glæsilega kjólana og komu í veg fyrir að glamúrinn yrði yfirdrifinn. Tískan í Rio GERVI LEÐUR Belti utan um mittið minnir á sjötta áratuginn. SIXTÍS Sætur kjóll með blómamunstri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.