Fréttablaðið - 14.01.2006, Page 64
48 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JANÚAR
11 12 13 14 15 16 17
Laugardagur
■ ■ LEIKIR
14.00 ÍBV og Fram mætast í DHL-
deild kvenna í handbolta.
15.00 Valur og Víkingur mætast í
DHL-deild kvenna.
15.00 KA/Þór og Stjarnan mætast
í DHL-deild kvenna.
16.15 FH og Haukar mætast í DHL-
deild kvenna.
16.15 Grótta og HK mætast í DHL-
deild kvenna í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
11.30 Heimsbikarinn á skíðum
á Rúv.
13.30 Körfuboltahátið í
Frostaskjóli á Rúv..
18.50 Spænski boltinn á Sýn.
22.50 NFL á Sýn. Úrslitakeppnin.
Á undanförnum árum hafa kanadískir
sykursjúklingar komið til Íslands til þess
eins að hlaupa í hinu árlega Reykja-
víkurmaraþoni sem fer fram í ágúst
ár hvert. Landssamband sykursjúkra
í Kanada hefur á undanförnum árum
sent hlaupara til fjölmargra borga um
allan heim í þeim tilgangi að safna fé til
handa sambandinu.
Hundruðir sykursjúkra Kanadamanna
hlaupa á hverju ári í borgum eins og
Róm, Dublin og Amsterdam. Hlaupar-
arnir sjálfir skuldbinda sig til þess að afla
tiltekinni fjárhæð og sambandið borgar
kostnaðinn af æfingum, ráðgjöf og
ferðalögum. Undanfarin ár hefur sam-
bandið sent hlaupara til Íslands til þess
að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.
Samkvæmt Kelly Webb, framkvæmda-
stjóra sérverkefna fyrir Landssam-
band sykursjúkra í Kanada, er
þetta fjórða árið sem sambandið
sendir hlaupara til Íslands.
„Þetta er okkar uppáhaldsmaraþ-
on af öllum þeim sem við tökum
þátt í um allan heim. Það er
ekki mjög stórt en er aftur á
móti einstakt í sinni röð þar sem
það er ekki þessi stórborgarbragur
á því eins og mörgum öðrum.“
Samkvæmt Frímanni Ara
Ferdinandssyni, framkvæmda-
stjóra Reykjavíkurmaraþ-
onsins, er þetta eini erlendi
hópurinn sem kemur hingað gagngert
til þess að safna fyrir einhverjum
ákveðnum málstað.
„Við erum reyndar með aðila í Þýska-
landi og Bandaríkjunum sem koma
hingað með hópa á hverju ári en það er
enginn sem kemur í sömu erindagjörð-
um og kanadísku sykursjúklingarnir.“
Frímann segir að metþátttaka hafi
verið í Reykjavíkurmaraþoninu
undanfarin ár og fjöldi erlendra
keppenda aukist ár frá ári. í fyrra
tóku þátt í hlaupinu rúmlega 4.200
manns og er von á að enn fleiri taki
þátt í ár.
Á þessu ári munu um 300 Kan-
adamenn taka þátt á vegum
landssambandsins sem er met-
þátttaka. Það lítur því allt út fyrir
að kanadískir sykursjúklingar verði
á hverju strái hér á landi í ágúst á
þessu ári.
SYKURSJÚKIR KANADAMENN: KEPPA Í REYKJAVÍKURMARAÞONI
300 sykursjúklingar á leið til Íslands
> Allir á völlinn
Við mælum með að körfuboltaáhuga-
menn fjölmenni í DHL-höllina í dag
þegar Stjörnuleikir KKÍ
fara fram. Ásamt
leikjunum tveimur
verður keppt í
þriggja stiga keppni
og troðslukeppni.
Einnig munu
starfs-
menn
KKÍ
mæta
íþrótta-
frétta-
mönnum í
stuttum leik.
Þetta ætti að
verða veisla fyrir
augað sem allir
hafa gaman af.
Ólafur og Sigfús meiddir
Þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sig-
urðsson gátu ekki leikið með íslenska
landsliðinu gegn Katar í gær vegna
smávægilegra meiðsla. Þeir verða vænt-
anlega báðir með gegn Norðmönnum
á morgun.
HANDBOLTI Arnór Atlason minnti
rækilega á sig þegar Ísland
lagði Noreg á fimmtudag. Hann
fékk tækifæri til þess að leysa
vandræðastöðu liðsins, sem er
skyttustaðan vinstra megin, og
má segja að hann hafi gripið
tækifærið báðum höndum. Hann
skoraði sex falleg mörk og átti
þar að auki nokkrar línusending-
ar sem gáfu mörk.
Alfreð Gíslason hefur verið að
móta Arnór sem handboltamann
síðustu ár og hann gleðst yfir því
að strákurinn sé að grípa tæki-
færið.
„Hann kemur úr þessari stöðu
upprunalega þannig að hann
þekkir hana vel,“ sagði Alfreð
sem notaði Arnór aðallega sem
miðju- og hornamann. Hann
segir að Arnór geti engu að síður
vel leikið sem skytta. „Hann átti
frábæran leik í þessari stöðu hjá
mér í fyrra gegn Hamburg og
skoraði átta mörk. Það segir sína
sögu.“
Það er eitt að eiga góðan leik
í æfingaleik en annað að standa
sig á stórmóti þegar mikið liggur
við. Telur Alfreð að Arnór geti
valdið þessu erfiða hlutverki?
„Það er erfitt að leika aðra
stöðu ef enginn er til að leysa
mann af. Það á ekki bara við um
Arnór heldur flesta leikmenn.
Þetta eru margir leikir á skömm-
um tíma en Arnór getur klár-
lega hjálpað mikið og lagt sitt af
mörkum. Arnór er sterkur kar-
akter sem er vel treystandi og
hann er sérstaklega sterkur gegn
aggressívri vörn .“
henry@frettabladid.is
Arnór getur leyst skyttuhlutverkið
Alfreð Gíslason, fyrrum þjálfari Magdeburg og lærifaðir Arnórs Atlasonar, segir að Akureyringurinn ungi
geti vel leyst skyttustöðuna vinstra megin hjá íslenska handboltalandsliðinu.
ARNÓR Í FÍNU FORMI Skyttan unga sló í gegn í Túnis fyrir ári og fær gott tækifæri til að
sanna sig aftur í Sviss.FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS