Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 14.01.2006, Qupperneq 66
 14. janúar 2006 LAUGARDAGUR50 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 0 0 8 TVEIR STÓRLEIKIR Í BEINNI Á LAUGARDAG! MAN.CITY – MAN.UTD KL. 12.45 LIVERPOOL – TOTTENHAM KL. 15 KÖRFUBOLTI Orlando Magic hefur fengið nóg af hegðun ólátabelgs- ins Steve Francis og hefur því ákveðið að setja hann í ótímabund- ið bann. Ástæðan er óásættanleg hegðun við liðsfélaga hans að því er talsmaður félagsins segir en hann vildi ekki tjá sig frekar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Francis lendir í vandræðum á sínum ferli en hann fékk meðal annars bann í fyrra fyrir að sparka í ljósmyndara á hliðarlín- unni. - hbg Orlando tekur í taumana: Francis í bann KÖRFUBOLTI Vandræðagemsinn Dennis Rodman gæti verið á leið til breska félagsins Sheffield Sharks. Rodman, sem er orðinn 44 ára, er tilbúinn að spila fyrir félagið en hann vill fá 40 þúsund pund greitt fyrir hvern leik eða tæplega fjóra og hálfa milljón króna. Talsmaður Sharks sagði félag- ið vera að skoða málið af fullri alvöru þessa dagana og ákvörðun lægi fyrir innan skamms. - hbg Dennis Rodman: Á leið í breska körfuboltann? DENNIS RODMAN Gæti spilað körfubolta í Sheffield. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Brasilíski framherjinn Ronaldo kveðst vera afar hrifinn af argentínska ungstirninu Lion- el Messi hjá Argentínu og segir hann vera áhugaverðasta leik- mann heims um þessar mundir. „Ég vildi að Messi væri brasilísk- ur. Hann er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Ronaldo. Messi hefur slegið í gegn með Barcelona á tímabilinu og hefur verið nefndur sem næsti Mara- dona – svo miklum hæfileikum búi hann yfir. Ronaldo segir það viðurnefni ekki fjarri lagi. „Af þeirri kynslóð knattspyrnumanna sem er nú að komast á sjónar- sviðið er hann sá besti. Og hann á aðeins eftir að verða betri,“ segir Ronaldo. - vig Ronaldo hrifinn af Messi: Hann er stórkostlegur HANDBOLTI Sænski landsliðs- markvörðurinn góðkunni Thom- as Svensson mun spila sinn 300. landsleik í kvöld þegar Svíþjóð tekur á móti Belgíu í æfingaleik. Svensson er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hafa spilað með lands- liðinu í meira en áratug en hann vantar ennþá nokkuð upp á að ná landsleikjameti Magnus Wis- lander, sem á sínum ferli lék 384 landsleiki. „Þetta er vissulega mikill áfangi en það skiptir mig meira máli að Svíþjóð spili vel í leikn- um gegn Belgíu,“ sagði Svensson hógvær við sænska fjölmiðla í gær. Þess má geta að Guðmund- ur Hrafnkelsson lék á sínum ferli rétt rúmlega 400 landsleiki fyrir Ísland og verður að teljast ólíklegt að Svensson nái nokkurn tíma að toppa þann kollega sinn. - vig Thomas Svensson: Spilar landsleik númer 300 FÓTBOLTI Hinn 16 ára gamli fram- herji hjá Southampton, Theo Wal- catt, er að öllum líkindum á förum til Arsenal áður en félagsskipta- glugginn lokast um mánaðamótin. Í gærmorgun bárust af því fréttir að þegar væri búið að komast að samkomulagi um kaupverð upp á rúma 1,7 milljarða en það var þó fljótlega borið til baka. Verðið er talið vera nær einum milljarði sléttum og segir Arsene Weng- er, stjóri Arsenal, að það sé rétt að félagið vilji fá Walcott í sínar raðir. „Mér líkar vel við hann og hef áhuga á að fá hann. Hann er mjög hættulegur framherji sem mörg lið eru á höttunum á eftir og við erum eitt af þeim. Ég get ekki sagt mikið meira í augnablikinu,“ sagði Wenger í gær. - vig Táningurinn Theo Walcatt: Á förum til Arsenal HANDBOLTI Leikmenn íslenska landsliðsins lögðu arfaslakt lands- lið Katar 41-20 í gærkvöld. Leikur- inn var einstefna nánast frá byrj- un og voru íslensku leikmennirnir miklu betri á öllum sviðum hand- boltans. Snemma var ljóst í hvað stefndi og fengu þeir leikmenn að spreyta sig sem minna höfðu leikið undanfarið. Ísland komst strax yfir og staðan snemma í leiknum var 6-1 og hálfleikstölur 22-10, Íslandi í vil. Að sögn Vigg- ós Sigurðssonar var um að ræða leik kattarins að músinni. „Leik- menn Katar voru vægast sagt arfa- slakir hér í kvöld og engir afger- andi leikmenn í þeirra röðum. Ég leyfði þeim að spreyta sig sem spiluðu minna í fyrradag á móti Norðmönnum og þeir stóðu sig bara nokkuð vel. Auðvitað er þessi leikur að mínu mati ómarktækur þar sem þeir eru einfaldlega ekki á sama plani og okkar leikmenn.“ Að sögn Viggós gerðu leikmenn íslenska liðsins nokkuð af tæknileg- um mistökum þar sem mótspyrnan var ekki mikil. „Við klikkuðum líka á nokkrum vítum þar sem um var að ræða hálfgert kæruleysi. Það er auðvitað eðlilegt þegar getumun- urinn er eins og raun bar vitni hér í kvöld. En við héldum samt haus út allan leikinn sem er að mínu mati gott gegn svona liði. Hitt er annað mál að eftir á að hyggja hefði ég sjálfur ekki kosið að spila æfinga- leik við Katar, þar sem við fengum nú ekki mjög mikið út úr honum.“ Guðjón Valur Sigurðsson átti sannkallaðan stórleik í kvöld og skoraði mörk í öllum regnbogans litum. Jafnaði hann þar með árang- ur Hermanns Gunnarssonar sem skoraði 17 mörk í landsleik gegn Bandaríkjunum árið 1966. Þórir Ólafsson og Alexander Petters- son áttu einnig ágætis spretti og Hreiðar Guðmundsson var góður í markinu. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Norðmönnum á sunnudag. tomas@frettabladid.is Ísland rótburstaði Katar Íslenska landsliðið í handbolta vann sannfærandi sigur á slöku liði Katar 41-20. Munurinn var síst of stór þar sem íslenska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Átti sannkallaðan stórleik gegn lélegum leikmönnum Katar. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Vináttuleikur í handbolta: ÍSLAND-KATAR 41-20 Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 17, Þórir Ólafsson 8, Alexander Pettersson 5, Sigurður Egg- ertsson 3, Vignir Svavarsson 3, Heimir Örn Árna- son 2, Róbert Gunnarsson 1, Einar Hólmgeirsson 1, Arnór Atlason 1 Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 18/38 ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.