Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 14.01.2006, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 60 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is ÚTSALA 27 desember - 22 janúar AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ��������� ��������������� Mér finnst oft gaman að lesa svokölluð götublöð eða gula pressu eða síðdegisblöð eða hvað sem þau kallast, svona blöð eins og til dæmis The Sun, News of the World, Ekstrabladet og New York Post. Þetta eru svona blöð sem nota stór orð og stórar fyrirsagn- ir, alltaf eins og heimurinn sé að farast. Allt að verða vitlaust, þið vitið. Stórstjörnur skipta um hár- greiðslu og það er komið á forsíðu. Hvað var hann að spá? Maður bítur hund. Blindur maður fær sjónina. Maður í Skotlandi fær fimm réttar í lottóinu og kaupir sér sundlaug. Fótboltamaður klúðrar víti. Kall- aður öllum illum nöfnum. MÉR finnst svona blöð geta verið mjög fyndin. Þegar best lætur endurspegla þau hliðar á mann- lífinu sem önnur, alvörugefnari blöð, láta hjá líða að sinna. Það er gaman að lesa sögur af fólki, sögur sem varða ekki endilega þjóðarhag eða þjóðaröryggi og eru merkilegar einungis fyrir þær sakir að þær varða undarleg hlut- skipti einhvers eða áhugaverða og óvænta röð atburða í hversdagslífi almennings. Hispursleysi þeirra í efnistökum getur líka virkað eins og ferskur vindur í annars daufa umræðu. Stundum getur verið fínt að menn fái það óþvegið, til dæmis fyrir að klúðra víti, í stað þess að tiplað sé á tánum í kringum málin signt og heilagt með tómum leið- indum. SVONA blöð eiga ekki að vera meinlaus. Beinskeytt framsetn- ing þeirra getur oft skilað góðum árangri og hefur margsinnis orðið til þess að stjórnmálamenn og áhrifamenn í viðskiptalífi hafa neyðst til að svara fyrir alls kyns misgjörðir sem þeir hefðu jafnvel komist upp með, óáreittir, ef götu- blaðanna hefði ekki notið við. Daily Mirror í Bretlandi hefur til dæmis verið staðfast í gagnrýni sinni á þátttöku Breta í Íraksstríðinu og margoft komið ráðamönnum þar réttilega í bobba. ÞETTA þýðir þó ekki það að ein- ungis götublöð geti flett ofan af málum og að þeirra sé sannleik- urinn á meðan hin, „virðulegu“ blöðin fáist við eitthvað allt annað. Stærstu skandalarnir eru eftir sem áður, sýnist mér í fljótu bragði, afhjúpaðir með vandlegri yfir- legu blaðamanna á blöðum eins og Washington Post og New York Times. Watergate-hneykslið var dæmi um það. Hér á landi sýnist mér að bæði Mogginn og Frétta- blaðið hafi átt góða spretti í að afhjúpa mál, nú síðast bréfaskipti áhrifamanna út af Baugsmálinu. Götublöð eiga ekki sannleikann. ÉG vona að hér á landi takist að festa í sessi góða og hressilega gula pressu. Mér finnst DV oft hafa verið á réttri leið, en líklega er þetta vandasamt verk. Dáld- ið eins og að drekka vín. Það er mjög oft gaman, en stundum fær maður sér of mikið í glas og gerir skandal. Og ef það gerist of oft, þá verður maður að hætta að drekka. Ég vona að hinum nýju ritstjórum gangi vel á þessari refilstigu, því án góðs DV held ég að fjölmiðla- umhverfið yrði talsvert fátækara. Götublöð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.