Tíminn - 16.01.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.01.1977, Blaðsíða 1
Tíminn heimsækir Siglufjörð — bls. 10-12 TÆNGIRf Aætlunarstaöir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Giögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug 'AaJ*J ■ um allt land .Aj'" \ 'Símar: 2-60-60 oq 2-60-66 ^ 12. tölublað —Sunnudagur 16. janúar 1977 — 61. árgangur Verslunin & verkstæðiö FLUTT á Smiðjuveg 66 Kóp. (Beint andspænis Olis i neðra Breiöholti.- þú skilur?) Síminn er 76600 . LANDVÉLARHF. Nettógjaldeyrisstaðan: 3,4 milljarða bati drið 1976 — eftir rýrnun upp d 16,4 milljarða tvö næstu drin d undan Nettógjaldeyrisstaðan batn- aði á árinu 1976 um rúmar 3.400 milljónir miðað við gengi I árslok til samanburðar við rýrnun um 6.201 millj. kr. 1975og 10.227 millj. kr. á árinu 1974, einnig reiknað á gengi i árslok 1976, segir I frétt frá Seðlabankanum. Batinn 1976 ber þannig meö sér mjög veruleg umskipti frá óhag- stæðari framvindu áranna á undan. Eigi aö slöur er nettó- staðan enn neikvæö um 430 millj. kr. Ennfremur er gjald- eyrisforöinn ásamt nettóstöðu viðskiptabankanna nærri þvl lágmarki, sem nauösynlegt er til tryggingar eðlilegum gjald- eyrisviðskiptum, eða sem svarar almennum vöruinn-. flutningi I hálfan þriðja mán- uð. Þótt upplýsingar um aðra þætti greiöslujafnaðarins við útlönd séu enn ekki fyrir hendi fyrír árið I heild, má ætla, að langar erlendar lántökur hafi numið alls um 20.000 millj. kr., en nettóaukning langra lána, þ.e. lántökur að frádregnum endurgreiðslum, hafi orðið ná- lægt 12.000 millj. kr. Framan- greindar tölur um breytingu á gjaldeyrisstöðu og hreyfingu langtlmalána benda til þess, að siðasta áætlun um 8.800 millj. kr. viðskiptahalla á ár- inu 1976 sé ekki fjarri lagi, sem er um þriöjungur hallans árið áður, segir I fréttinni. Seðlabankinn: Neitar að upplýsa um kostnað vegna athug- ana á ávísanamálinu Gsal-Reykjavlk. — Rann- sóknir vegna ávlsanakeðju- málsins, bæði á vegum Seðlabankans og annarra opinberra aðila, hafa verið mjög kostnaðarsamar, eins og Hrafn Bragason umboðs- dómari I málinu hefur sagt. Timinn náði tali af Birni Tryggvasyni aðstoðar- bankastjóra Seðlabankans og innti hann eftir þvi, hvað Seðlabankinn hefði variö miklu fé vegna þessa máls. Björn kvaöst ekki vilja upplýsa um það hvað þessi rannsókn hefði kostaö Seðlabankann, enda væri ekki búið að ákveða um þaö, hvort rfkið tæki að einhverju leyti þátt i greiöslu kostnaðar vegna málsins hjá Seðlabankanum. — Þetta var mjög mikil vinna allt sl. sumar, frá 9. maler við fengum gögnin, og eftir aö Hrafn Bragason kom til skjalanna fóru fram mikl- ar athuganir á okkar vegum til viðbótar að beiöni hans. Við uröum að setja vant fólk I þetta og þessar athuganir voru mikið unnar á kvöldin og um helgar. Komið hefur til tals, að svonefndur gúmmltékkainn- heimtusjóður bankanna greiði þann kostnað, sem orðið hefur vegna rannsókn- ar I Seðlabankanum á ávis- anakeöjumálinu, en ákvörð- un hefur ekki verið tekin, og kvað Björn heldur óllklegt, að sjóðurinn tæki að sér þessa greiðslu. Taldi hann liklegast, aö Seðlabankinn sjálfur tæki á sig greiðslu kostnaðar á móti Sakadómi. Varðandi þennan sjóð, sagði Björn Tryggvason, aö Frh. á bls. 39 INNLAN JUKUST UM 32,6% EN ÚTLÁN UM 25,8% Loðnumjöl: FYRIRFRAMSAMNINGAR UM SÖLU Á 50-60 ÞÚSUND TONNUM gébéRvIk. — Samkvæmt upp- lýsingum Stefáns Gunnlaugs- sonar deildarstjóra I viö- skiptaráðuneytinu, hafa nú verið gerðir fyrirframsamn- ingar um sölu á 50-60 þúsund tonnum af loðnumjöli. Magn þetta er selt til Sovétríkjanna, Bretlands, Finnlands, Ung- verjalands og Póllands. — Eftir þvi sem næst veröur komizt, þarf um 300-400 tonn af loönuhráefni til þessarar mjölframleiðslu. Er þá miöað við 16% þurrefnismagn loðn- unnar. Eins og skýrt var frá i blað- inu I gær, var undirritaður samningur við Pólverja um söiu á 12.300 tonnum af loönu- mjöli, en skv. þeim samningi getur magnið hækkað ef selj- endur vilja, um 2.700 tonn, þannig að i rauninni hljóðar samningurinn upp á 15 þúsund tonn af loðnumjöli. AUKNING heildarinnlána bankanna nam 32,6% á ár- inu 1976 og er það talsvert meiri aukning enáriö áður, er hún nam 28,3%, segir i frétt frá Seðlabankanum. Aukning spariinnlána varð um 36,3%, til samanburðar við 26,4% árið áöur. Að nokkru leyti viröist mega þakka þennan árangur hinu nýja vaxtaaukareikn- ingsfyrirkomulagi, en i árslok höfðu safnazt 8.651 millj. kr. á váxtaauka- reikninga bankans. Útlán viðskiptabankanna , jukust um 12.587 millj. kr. á árinu, eða um 25,8%, en ár- ið áður hækkuðu útlánin 26,2% að meðtöldum um lánum til lausaskulda breytilegra sjávarútvegs- ins I löng lán. Hin svoköll- uöu þaklán jukust til muna minna en heildarútlánin, eða um 21,6%, en þá eru undanskilin afuröalán og reglubundin viðbótarlán bankanna. Varö útlána- aukningin mun minni en á horfðist fram eftir árinu, þar sem veruleg útlána- lækkun varð I desember. Stefnt haföi veriö að þvi, að útlánaaukning bank- anna yrði um 20% á árinu, en þótt ofangreindar tölur sýni, að farið hafi verið um 6% fram úr þvi marki, kemur þar á móti, að þróun spariinnlána hefur reynzt mun hagstæöari en undan- farinár. Sæmilegt jafnvægi náðist þvl í heildarviðskipt- um bankanna á árinu, segir i frétt frá Seðlabankanum. • Safn til sögu íslenzkra kvenna — bls. 20-21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.