Tíminn - 16.01.1977, Blaðsíða 35

Tíminn - 16.01.1977, Blaðsíða 35
Sunnudagur 16. janúar 1977 35 Akranes: 352 hús í byggingu árið 1976 F.I. Reykjavik.AUs voru I bygg- ingu á Akranesi árið 1976 352 hús, ibúðarhús, opinberar bygg- ingar og fl., og fer heildarrúm- metrafjöldi þessara bygginga upp I 218.347 rúmm. Af 352 húsum var fulllokið við 71 hús á árinu, og er samanlagður rúm- metrafjöldi þeirra 46.367 rúmm. Auk þessa var i byggingu alls 261 ibúö, og voru 54 þeirra full- geröar á árinu, en til saman- burðar má geta þess, að full- gerðar ibúðir á árinu 1975 voru 19 talsins. Þessar tölur voru fengnar i byggingaskýrsiu Akraneskaupstaðar fyrir áriö 1976. Þessi þrjú hundruö fimmtiu og tvö hús i byggingu á Akranesi á siðastliönu ári skiptast sam- kvæmt áöurnefndri skýrslu þannig: 150 ibúðarhús, 179 bil- geymslur, 13 iðnaðarhús, 2 verzlanir og 8 opinberar bygg- ingar. Þau 71 hús, sem lokið var viö, felaaftur á mótii sér, 21 ibúðar- hús, 42 bilgeymslur, 4 iðnaöar- hús, 1 verzlun og 5 opinberar byggingar. Iþróttahús var tekið i notkun i febrúar 1976, bama- bókasafn i marz og ný heilsu- gæzlustöð i april. Af öðrum verklegum fram- kvæmdum má nefna það, að varanlegt slitlag var borið á 2428 m vegakafla. Holræsa- og vatnsveituframkvæmdir voru einnig mikið á döfinni, og unniö var á vegum hitaveitunnar á jarðvegsrannsóknum að Leirá. Lögfræðingur óskast Staða löglærðs fulltrúa við sýslumanns- embættið i Barðastrandarsýslu er laus til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist undirrituðum, sem gefur allar nánari upplýsingar fyrir 1. febrúar n.k. Sýslumaðurinn i Barðastrandarsýslu 14. janúar 1977 Jóhannes Árnason. BÆNDUR varanleg álklædning, á þök, loft og veggi-úti og inni. Álplötur með innbrenndum litum sem þarf aldrei að mála, gott er að þrifa og auövelt i uppsetningu. Hentar vel á ibúðarhús, gripahús, skemmur, hlöður og þá staði, sem þörf er á góðri varanlegri klæðningu. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S, Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við islenskar aðstæður. Hafið samband við okkur og við gefum þér verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. INNKAUP HF /IXilSCiÖ l lI 7 ItliYKI AVÍK. SÍMI 22000-l’ÓSTHÓI.F 1012 TEI.F.X 2025 SÖLUSTfÓRI: IIEIMASlMI 71400. söffnun A77 A þingi Alþýöuflokksins siðastliðið haust var gerð ftarleg úttekt á eignum, skuldum og fjárhagslegum rekstri flokksins. Var þetta gert á opnum fundi, og fengu fjölmiölar öll gögn um máliö. Hefur enginn stjórnmálaflokkur gert fjárhagslega hreint fyrir sinum dyrum á þann hátt, sem þarna var gert. Það kom i Ijós, að Alþýðuflokkurinn ber allþunga byrði gamalla skulda vegna Alþýðu- blaðsins. Nú um áramótin námu þær 8,4 milljónum króna að meötöldum vangreiddum vöxtum. liappdrætti flokksins hefur varið mestu af ágóða sinum til að greiða af iánunum. Þaö hefur hinsvegar valdið þvi, aö mjög hefur skort fé til aö standa undir eölilegri starfsemi flokksins, skrifstofu meö þrjá starfsmenn, skipulags- og fræðslustarfi. Kramkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur samþykkt að hefja söfnun fjár til aö greiöa þessar gömlu skuldir að svo miklu leyti sem framast er unnt. Verður þetta átak nefnt ..Söfnun A 77” og er ætlunin að leita til sem flestra aðila um land allt. Stjórn söfnunar- innar annast Garöar Sveinn Arnason frarakvæmdastjóri flokksins. Má senda framlög til hans á skrifstofu flokksins i Alþýöuhúsinu, en framlög má einnig senda til gjaldkera flokksins, Kristinar Guðmundsdóttur eða formanns flokksins, Benedikts Gröndal. Þaö er von framkvæmdastjórnarinnar, að sem flcstir vinir og stuðningsmenn Alþýðu- flokksins og jafnaöarstefnunnar leggi sinn skerf I þessa söfnun, svo aö starfsemi flokks- ins komist sém fyrst i eðlilegt horf. Alþýöuflokkurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.