Tíminn - 16.01.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.01.1977, Blaðsíða 20
ii'Mnm'ii'f. Sunnudagur 16. janúar 1977 21 20 Sunnudagur 16. janúar 1977 Að Hjarðarhaga 26 i Reykjavik er merkilegt safn i mótun. Þeir sem kunnugastir þvi eru, munu kalla það Kvennasögusafnið, en ef við viljum nota hátiðlegri orð, getum við sagt Safn til sögu is- lenzkra kvenna. Hér má sjá þykk bréfabindi i röðum og stóra skjalaskápa á gólfi, þar sem hvert hólf hefur sinn sérstaka fróðleik að geyma. Til þess að veita ofurlitla hugmynd um fjöl- breytnina, má nefna heimildir um vinnukonur, nunnur, ljós- mseður og rjómabústýrur. Sér- hver stétt og hver hópur islenzkra kvenna mun fá hér „sinn deildan verð”, — sinn sérstaka kapitula i sögunni. Aldur safnsins er ekki hár. Stofnskrá hans hefst á þessum oröum: ,,I dag — 1. janúar 1975 — á fyrsta degi alþjóöakvennaárs Sameinuðu þjóðanna stofnum við undirritaðar heimildasafn til sögu islenzkra kvenna, sem ber heitiö: Kvennasögusafn lslands.” 1 stofnskránni er hlutverk og markmið safnsins siðan skil- greint i mörgum liðum. Undir stofnskrána rita þrjár konur nöfn sin, þær Anna Siguröardóttir, Else Mia Einarsdóttir og Svan- laug Baldursdóttir. Tímaritagreinar á spjald- skrá Timinn leitaði til önnu Siguröardóttur og bað hana aö veita lesendum okkar upplýsing- ar um safnið og ýmislegt sem þvi er tengt, en Kvennasögusafn Is- lands er enn til húsa á heimili önnu, og hún hefur borið hita og þunga uppbyggingarstarfsins. Þegar undirritaöur hafði litazt um I hibýlum frú önnu Siguröar- dóttur um stund, skrapp út úr honum heldur ófróðleg setning: — Þetta er strax orðið stærftar safn hjá ykkur. — Kvennasögusafn Islands er ekki fyrirferðarmikiö ennþá, en þó kemst það ekki lengur fyrir i herberginu, sem þvi er ætlað. Það er alltaf að bætast við. Fólk kemur færandi eða sendir safninu ýmislegt, bækur, timarit, bréf, úrklippur, ljósrit af greinum eða ritgerðum o.s.frv. Hérna á ganginum er spjaldskrárskápur- inn og skápur með bókahillum og geymslu fyrir dagblöö, sem ekki hefur veriö timi til að athuga og klippa úr. Safnið er reyndar drýgra að efni en það litur út fyrir, og spjaldskráin veröur margföld á við venjulegt bókasafn, þar sem hver bók eða timarit fær aðeins tvö spjöld, þaö er að segja annað fyrir höfund, en hitt fyrir heitiö. Hér verður hver einstök timarits- grein um málefni kvenna jafn- gildi bókar. Tökum til dæmis eitt hefti af 19. júni, ársriti Kvenrétt- indafélags Islands. Það gæti auð- veldlega komið á fjörutiu til fimmtiu spjöldum, aö minnsta kosti tvö spjöld fyrir hverja grein, kvæöi eða sögu. — Þaö eru nokkur blöð og tlmarit kvenna, sem veröa þannig tekin á spjaldskrá i smáatriðum. — Hver eru þau? — Fyrst skal fræga telja, Framsókn, sem var fyrsta kvennablaðið, sem kom út hér á landi, og var gefið út af mæögun- um Sigriði Þorsteinsdóttur og Ingibjörgu Skaftadóttur á Seyðis- firði i nokkur ár, en svo tóku viö blaðinu þær ólafia Jóhannsdóttir og Jarþrúður Jónsdóttir. Þá er það Kvennablaö Brietar Bjarn- héðinsdóttur, sem hóf göngu sina nokkrum vikum seinna sama ár, 1895, og kom út i aldarfjórðung, og Hlin, sem Halldóra Bjarna- dóttir gaf út i næstum hálfa öld. Enn má nefna 19. júni, mánaöar- blað Ingu Láru Lárusdóttur, Nýtt kvennablað, Húsfreyjuna, Mel- korku, 19. júni, ársrit KRFt og Forvitin rauö. — Or öðrum tima- ritum verða aðeins teknar grein- ar, sem á einhvern hátt snerta konur sérstaklega. — Getur þú nefnt mér nokkur Anna Siguröardóttir f Kvennasögusafninu. Timamynd GE. SAFN TIL SOGU TQf 1?1V7¥P A irviswiv A löLljli/ilViiA JvVlLiiiiA — Rætt við Önnu Sigurðardóttur dæmi um timaritsgreinar, sem þift munuft skrá? — A árunum 1907-1909 birtust i Skirni nokkrar greinar efti Brieti Bjarnhéðinsdóttur um kven- réttindabaráttuna viða um heim, og grein, sem Björg Blöndal skrifaöi 1906 um barnsmæður, þ.e. mæður óskilgetinna barna, verður tilefni þess að Kvenrétt- indafélag Islands (KRFl), sem þá var nýstofnaö, fer að hyggja að kjörum þessara barna og mæðra þeirra og gera kröfur um að bæta hag þeirra og réttindi. 1 Timariti Hins islenzka bók- menntafélags 1892 er grein, sem heitir Fyrir 40 árum, og er eftir Þorkel Bjarnason. Þar segir frá^ heimilisháttum og siðum manna, til dæmis er langur kafli um klæðnað, matarhæfi og vinnu- brögö. Tveim árum siðar, eða i 15. árg., svarar Ólafur dbrm. Sigurðsson i Asi grein Þorkels og þeir halda svo áfram að deila um þessi mál i 16. og 17. árgangi. 1 17. árg. er löng og mjög fróðleg grein eftir Sæmund Eyjólfsson, sem heitir Um minni i brúðkaups- veizlum og helztu brúðkaupssiði á tslandi á 16. og 17. öld. Ásynjur og mennskar fornkonur — Er þaft ekki rétt, sem mér hefur skilizt, aö þú hafir lika mik- inn áhuga á enn eldri heimildum, til dæmis i Eddunum? — Jú, það hefi ég. Ég fór að lesa Snorra Eddu i leit að kvennasögu i heimi goöanna, sem Islendingar trúðu á foröum daga. Þar sést, að „eigi eru ásynjur óhelgari, ok eigi megu þær minna.” Jafnhliða Snorra-Eddu las ég svo Eddukvæöin, og Fornaldsög- ur Norðurlanda reyndar lika. Þaft er nauftsynlegt, þvi aö þar fæst oft nánari skýring á þvi, sem fram kemur i kvæðunum, svo sem i sumum köflum Völsunga- sögu, til dæmis um Brynhildi Buðladóttur, Sigurð Fáfnisbana og Guftrúnu Gjúkadóttur. Ég tók saman mikið efni um goðin, sem forfeöurokkarog formæftur trúftu á. Ég safnafti saman öllum atriö- um um hverja einstaka ásynju og setti saman smákafla um sumar þeirra, en heillanga um aörar, svo sem um Freyju og Frigg. Ég var vist búin aft gera öllum helztu ásynjunum skil i útvarpinu, og auk þess ræöa um nokkur ein- kennileg atrifti i ásatrúnni, til dæmis um töluna niu, einkum i sambandi vift Heimdall, þegar fólk virtist vera farift aft óttast að ég kynni að afkristna þjóðina með þessum þáttum minum, og einn nafnlaus blaðamaöur kallaði mig auk þess kvenheiftingja. Ég gat þá ekki stillt mig um aft benda karlblaftamanninum á, aft samantekt min heffti oft og tiftum verift orðréttar tilvitnanir i rit Snorra Sturlusonar, og að kalla mætti kariheiftingja ýmsa þá fræöimenn, innlenda og útlenda, sem fjallað hefðu um þessi mál „i alvöru”. — Hafa mennskar konur i forn- ritum okkar þá ekki vakift áhuga þinn eins og ásynjurnar? — Asatrúin er forfeðra- og for- mæðradýrkun, eins og glöggt má sjá af Prologus Snorra-Eddu, Is- lendingabók, og i ýmsum ættar- tölum I fornritum, svo að áhugi minn á ásynjunum er aðeins undanfari áhuga mins á afkom- endum þeirra, fornkonunum. Ari fróði telur sig vera, — aö mig minnir — þritugasta og fjórða mann frá Yngva Tyrkja- konungi, syni Óöins, svo dæmi sé nefnt. joftast eru ættartölurnar i beinan karllegg, en stundum bregður þó út af þvi, þegar nauö- syn krefur, eins og til dæmis kem- ur fram i ættartölum Haraldar hárfagra. Ein af ættartölum hans er frá Burra, afa Óöins, en svo er aftur önnur frá Adam, sem eftir þeirri ættartölu var reyndar ætt- faöir Burra. Ættin er ekki talin i beinan karllegg, nokkrar konur koma þar inn i: Ragnar loöbrók, hans sonur, Sigurður ormur i auga, hans dóttir Aslaug, hennar sonur Sigurður hjörtur, hans dótt- ir Ragnhildur, hennar sonur Har- aldur konungur inn hárfagri. Gg siðan er bætt viö: Verftur þessi tala einum manni fátt i sjö tugi aft mefttöldum bæði Adam og Har- aldi. Ég á ættartölu, þar sem ætt min er rakin til Ragnars loftbrókar, og reyndar nokkru lengra. Langafi Ragnars loftbrókar á aö heita Ráftbarftur Ragnarsson konungur og vera ættaftur austan úr Garða- riki, af ætt Randvers sonar Jör- munreks konungs. Annars er ég ekki enn farin aft hafa áhuga á ættfræöi, þótt ég sé orðin 68 ára gömul. — En nú er ég vist komin út af laginu i samtali okkar. Eftir karlmenn, um karlmenn og fyrir karlmenn — Hafa sögupersónur ís- lendingasagna ekki orftift þér lif- andi verule'iki, eins og manneskj- ur af holdi og blófti? — Jú, ég er eins og margir á minum aldri, og eldri, aö þvi leyti, að allar helztu persónur fornsagna okkar eru mér eins og aðrir gamlir kunningjar frá bernsku minni og æsku. Og jafn- vel enn nákomnari mér en sumt fólkið á bæjunum i kring um mig. Að visu las ég þá ekki tslendinga- sögurnar, en ég las Fornsögu- þættina, sem þeir Pálmi Pálsson og Þórhallur Bjarnarson bjuggu til prentunar i fjórum litlum bind- um, og auk þess voru fornmenn daglegt umræðuefni á æsku- heimili minu, miklu fremur en nágrannarnir. Islandssaga var ein aðal- kennslugreinin á lýðháskólanum á Hvitárbakka i Borgarfirði, sem faðir minn setti á stofn árið 1905 og rak i fimmtán ár, eða til 1920. Pabbi kenndi aðallega i fyrir- lestrum, eins og siður var, þá að minnsta kosti, i lýðháskólum á Norðurlöndum. Úr fyrirlestrum sinum gerði hann svo kennslubók i Islandssögu og gaf út i tveim bindum 1909 og 1910: Minningar feðra vorra hét hún. Þýzkur sagnfræðingur, Rolf Heller, segir að karlmenn hafi skrifað sögurnar um karlmenn og fyrir karlmenn, og að kvenna sé þar aöeins getið þegar með þurfi til þess að gera hetjuhlutverk karlmanna enn glæsilegra. Eina undantekningu gerir hann þó: Guðrún ósvifursdóttir leiki aðal- hlutverkið i Laxdæla sögu. Þetta er talsverður galli á Is- lendingasögunum, eins og skáldift Johannes V. Jensen segir lika i bók sinni Kvinder i Sagatiden. Og Helgi Hjörvar segir i bók sinni, Konur á Sturlungaöld, aft Sturl- unga sé saga karlmanna um karl- menn. Hafi sagnaritararnir skrif- aft sögurnar fyrst og fremst fyrir karlmenn, er ekki aö undra, þótt þeir hafi yfirleitt gert sér far um að haga frásögninni þannig aft hún væri i samræmi vift áhuga- mál karlmanna á þeirri tift: Gjaforft meft gildum heiman- mundi og arfafé, hólmgöngur og bardaga, manndráp og gull- brydda skildi skáldskap og skarl- atsskikkjur, og gullhringa kon- ungsnauta, eins og ég hef minnzt á i greinarkorni, sem ég skrifafti um klæöabúnap i Laxdælu. Eftir aö hafa tint saman, og næstum finkembt allar Islend- ingasögurnar um klæðnað manna, komst ég aö þeirri niður- stöftu, að frásagnir af búningi manna eru aft mestu leyti um karlklæði. 1 aðeins fáum sögum er klæðnaði kvenna lýst að ráöi. Klæðnaður Hallgerftar lang- brókar er alveg sér á parti, og sömuleiftis búningur Þorbjargar litilvölvu i Þorfinns sögu karls- efnis. Búningi Guörúnar ósvifursdóttur er ekki lýst ná- kvæmlega, en þó er Laxdæla regluleg fatasaga. Draumar Guð rúnar snúast allir eitthvað um föt, moturinn er örlagavaldur, Auður gengur i setgeirabrókum, smal- inn lýsir klæðabúnaði og yfir- bragði manna, sem hann var sendur til að njósna um, svo glögglega, að Helgi Harðbeinsson vissi hverjir þeir voru. Auðséð er, hve höfundi Laxdælu — og sögu- persónum hans — eru litklæði hugstæft. Þetta sést ekki hvaft slzt á lýsingunni á klæönaöi Bolla Bollasonar, þegar hann kemur heim frá útlöndum. Ég hef aldrei haft rænu á þvi aft koma þessu greinarkorni minu um klæðabúnað manna i Laxdælu á framfæri neins staðar, enda á ég nóg efni i annað, að minnsta kosti jafnlangt erindi um sama efni, eins og það birtist i öðrum Islendingasögum. Kvenlæknar fyrr og nú • — Ef ég man rétt, þá fluttir þú einhvern tima útvarpserindi um Mannamein og lækningar til forna, — efta hét þaft ekki svo? — Jú, rétt er þaft, nafnift var Mannamein og lækningar til forna. Þaft var sama sagan og þegar ég ætlafti einungis að skrifa um ásynjurnar i goðafræöinni, aó ég fékk áhuga á ásunum lika. Ég ætlaði að leita i sögunum að þeim konum, sem þar voru sagöar læknar góðir. Ég hafði lesift, aö þaö heföu aöallega verift konur, sem fengust við lækningar á fyrri öldum. Lýsingar á sjúkdómum og lækningum þeirra reyndust jafn áhugaverðar, hvort sem karlar eða konur sinntu þeim, svo ég tók flest af þvi, sem ég fann. En þá komst ég að raun um, að þrátt fyrir fullyrðingar sagnfræðinga um að það hefðu aöallega verið konur, sem fengust við lækningar þá var þessu alls ekki svo fariö. Aðeins i goðafræðinni eru karl- læknar færri, þar sem Óftinn er einn á móti þeim Iftunni, yngingarlækninum meft eplin, Eir, sem Snorri segir aft hafi verið læknir beztur, og Gró, sem var að föndra við heinina i höffti Þórs, og missti læknismátt sinn. 1 heimi Islendingsagnanna eru þeir karlmenn, sem fást vift lækn- ingar, fleiri en konur. Mér reiknaðist svo, að þær væru um fjörutiu hundraðshlutar, en þeir sextiu. A Sturlungaöld fara kon- urnar niður i 32%, en frá þvi aft Háskóli tslands var stofnaftur, og til þess tima, er ég flutti erindi min áriö 1971 voru konurnar, sem útksrifuöust i læknisfræfti, afteins sex afhundraði. Slfk haföi nú framvinda málanna verið i þús- und ár. Merkilegustu læknisaðgerð- ina, sem ég fann frá- sagnir um, gerði kona ein, sem ekki er einu sinni naf ngreind. Hún gerði við höfuökúpubrot, og sjúkl- ingnum batnaði alveg, en reyndar var henni ekki þakkað þaö, nema aö nokkru leyti, heldur var batinn þakkaður vatni, sem Guftmundur góði hafði vigt. Heimildir um skólagöngu og menntun islenzkra kvenna — 1 bókinni Jafnrétti kynj- anna er getið um erindi eftir þig, sem nefnist Menntun og skóla- ganga islcnzkra kvenna, og þú munt hafa samið það vegna al- þjóðakvennaárs Sameinuðu þjóft- anna 1970. — Já, ég samdi þetta fyrir fyrsta fund KRFI á alþjóða- kvennaárinu. Á fundinum var skorað á stjórn félagsins að fjölrita erindið og senda það að- ildarfélögunum, en þau voru þá á milli fimmtiu og sextiu, ef ég man rétt. Áður en við Lára Sigur- björnsdóttir vorum búnar að fjöl- rita erindið, flutti ég það i útvarp i tvennu lagi, og var það endur- tekið. Hluta af erindinu samdi ég fyrst á ensku, af sérstökum ástæðum, i flýti fyrir áramót 1969, og sá hluti kom iðar i Inter- national Women’s News, sem er blað alþjóðasambands kvenna, sem KRFI er i sambandi við, og hefur verið að kalla frá upphafi, og þar voru’þær á fundum, Briet og Laufey dóttir hennar, Inga Lára Lárusdðttir og fleiri. Briet var mjög dáö þarna, eins og sjá má i hálfrar aldar afmælisriti um fundi sambandsins. Þar er mynd af Brieti næst á eftir aðalstofn- anda sambandsins, Carrie Chap- man Catt, og Susan B. Anthony. Tvær islenzkar konur hafa verið kosnar i stjórn sambandsins, þær Sigriður J. Magnússon og Björg Einarsdóttir, sem kosin var i stjórnina i sumar, á fundinum sem haldinn var i New York. Það var i fyrsta skipti, sem fundurinn hefur verið haldinn i USA, enda átti sambandið ekki nein aðildar- félög þar fyrr en nú. — Hefur þú ekki verift á þessum fundum? — Jú. Ég var á fundinum i London 1967, meft frú Sigrifti J. Magnússon, og á næsta fundi á eftir, en hann var haldinn i König- stein i Þýzkalandi, skammt frá Frankfurt. Þá voru lika á fund- inum Sigurbjörg Lárusdóttir og dóttir hennar, Kristin Braga- dóttir. Þú varst áöan að spyrja mig um erindi mitt Menntun og skóla- ganga islenzkra kvenna. Þetta er aðeins örstutt yfirlit, en á eftir fylgir alllangur heimildalisti. Eins og á ýmsum öðrum sviðum erég með hálfkaraðan ártalalista um áfanga i menntun á skóla- göngu kvenna hér á landi. Ég trúi þvi, að ártalalistarnir minir geti komiö öðrum að gagni, þótt mér endist ekki aldur til þess aö vinna betur úr þeim, semja erindi og gera grein fyrir hverjum áfanga, sem ártalið visar til. Ljósmæður fá föst laun ár- ið 1766. — Hvað ertu með i takinu núna? — Það er aðallega tvennt: Ljós- mæður á liðnum öldum, og nunnurog abbadisir. I hitteðfyrra setti ég saman nokkuð langt erindi, sem ég kallafti Ljósmæftur á liðnum öldum. Erindið var samið fyrir fund hjá Ljósmæðra- íélagi íslands, en það varð miklu lengra en svo, að hægt væri að flytja það allt á fundinum. Nú ætla ég að fara að taka til við þetta aftur, og reyndar kemur bráðum i Ljósmæðrablaðinu dalitill hluti úr erindinu með yfir- skriftinni Fyrsta stétt islenzkra kvenna i opinberri þjónustu. — Þær hafa auðvitaö veriö opinberir starfsmcnn frá þvi aö stéttin varð til? — Já. Ljósmæður eru opinber- lega launaðar frá árinu 1766, og Bjarna Pálssyni landlækni var gert skylt, samkvæmt skipunar- bréfi 1760, að kenna ljósmæðrum. Aður höfðu dönsk yfirvöld reyndar látið þýöa á islenzku kennslubók i ljósmóðurfræðum, og hét hún SA NIIE YFIRSETU- KVENNA SKOOLE, ENDUR STUTT UNDERVIISUN UMM YFERSETU KVENNA KON- STENA. Bókin kom út árið 1749, en litið mun hún hafa verið notuð, og þótti vist eitthvað djörf, svo að notað sé nútima- orðalag. Af þvi að Bjarni land- læknir hafði ekki tima til að sinna ljósmæðrunum sem skyldi, vildi hann að konur, sem tækju að sér ljósmóöurstörf, hefðu áður verið orðnar sæmilega kunnugar Yfir- setukvennaskólanum, og skyldi presturinn fara „leynilega” yfir skólann með þeim. Samkvæmt Kirkjuordinanziu Kristjáns kon- ungs III. Frá 1537, áttu prestarnir að „undirvisa yfirsetukonum”. Að visu var þar ekki um ljós- móöurfræði aö ræöa i okkar skiln- ingi, heldur áttu þeir m.a. að kenna ljósmæðrunum aö' hugga barnshafandi konur og minna þær á að þakka guöi fyrir, aö gefa þeim ávöxt kviðar sins. Og þær áttu einnig að gera konunum skiljanlegt, að sú neyft og harm- kvæli sem þær liöa i barnsburð- inum sé kross, sem guö leggur á þær. Þó að ljósmæður fengju fyrst laun af almannafé frá 1766, var þó ekki ætlazt til þess áöur, að þær hjálpuðu öðrum en fátækum „fyrir guðs sakir”. Aðfir áttu að greiða þeim „sanngjarnlega” Gerftur Steinþórsdóttir meft úrklippusafniö, þegar verift var aft binda þaft inn. Eise Mia Einarsdóttir tekur vift úrkllppubókunum úr hendi Gerftar Steinþórsdóttur. fyrir ómak sitt. Þvi má og bæta við, að langalengi var sú fjárveit- ing, sem ætluð var til þess að greiða ljósmæðrum, óbreytt. Sama var hvort þær voru sautján eða sextiu og fimm, upphæðin var hin sama, og þvi fleiri sem þær voru, þeim mun minna kom i hlut hverrar. Hafði nunnan hæðzt að páfanum? — En hvaö um nunnur og abbadisir á isiandi. Er ekki litinn fróðleik uin þær aö finna? — Ekki get ég nú sagt, að það sé beinlinis mikið, sem ég finn um þær, en samt getur þaö orðið tal- svert langt mál, sem ég skrifa um klausturlif kvenna á Islandi. Margir halda, að nunnurnar, sem þjóðsagan segir aö jarðsettar væru á Systrastapa á Kirkjubæ, séu einu nunnurnar, sem ekki hafi gleymzt á Islandi. Það er kannski ekki aö undra, þar sem nunnan, sem sumir annálar herma að Jón biskup Sigurðsson i Skálholti hafi látið brenna áriö 1343, er vist eina nunnan, sem nefnd er i kennslu- bókum. Þeir voru grimmir við klausturbúa, biskuparnir i Skálholti og á Hólum, nýkomnir frá vigslu árið 1343, og að minnsta kosti næsta ár á eftir, aö þvi er annálar herma. Þegar Jón biskup kom að austan, þar sem hann kom aö landi, kom hann við bæði á Kirkjubæ, sem var nunnu- klaustur, og i Þykkvabæ, sem var munkaklaustr. Þá herma sumir annálar, að hann hafi látið brenna nunnu Katrinu að nafni, sem átti að hafa hæðzt að páfanum og skrifað bréf til skrattans og gefið sig honum á vald. En tveim Þykkvabæjarmunkum lét hann refsa harðlega fyrir að þeir börðu á ábóta sinum. Þessir munkar urðu merkir menn siðar. Annar þeirra var Eysteinn Asgrimsson, sá er orti Lilju, sem „öll skáld vildu kveðið hafa”. En sagan um nunnuna, sem á. að hafa verið brennd, varð að þjóðsögu, sem reyndar gerði hana að tveim nunnum, þeim er eiga að hafa verið jarðaðar uppi á Systrastapa við Kirkjubæ á Siðu. En þjóðsagan á rætur að rekja til Giovanni Boccaccio, sem uppi var á þeim tima, sem Jón biskup á að hafa látið brenna nunnuna i Kirkjubæ. Sagan Systurnar i Kirkjubæ, kom út á prenti i Is- lenzkum þjóðsögum II. bindi i Leipzig 1864. Um hana segir Þórhallur Þorgilsson, og nefnir um leið eina sögu eftir Boccaccio: „Þjóðsagan er auðsjáanlega orð- in til upp úr sögu Boccaccios eða af sama stofni og hún, eftir munnlegri frásögn manna, sem hefur fundizt hún góð og þótzt geta svalað meinfýsni sinni með staðfærslu til islenzkra að- stæðna.” Eitt var það i annálunum um Katrinu nunnu i Kirkjubæ, sem vakti athygli mina: Hún kunni að skrifa. Ef til vill hefur hún veriö að afskrifa bækur, þegar henni varð það á aö hæðast aft páfanum, og hefur þá kannski skrifaö eitt- hvað, sem hefur ekki verið abba- disinni að skapi og hún þess vegna sýnt það biskupnum nýja. Menningarstarfsemi nunnanna i Kirkjubæ Árið 1397 voru til i Kirkjubæ, samkvæmt Vilkinsannál, tuttugu latinubækur og norrænu, auk guðsþjónustu- og söngbóka. Þetta var áriö, sem Gutenberg fæddist, svo vist er um þaö, að ekki hafa þær verið prentaöar, heldur handskrifaðar, og trúlegast er, að þetta hafi allt veriö afskriftir eftir nunnurnar i klaustrinu. Um þessar mundir var Vilkin biskup i Skálholti. Hann kom oft i Kirkjubæ. 1 annálum, þar sem segir frá andláti hans og þvi, sem hann haföi gert eða látið gera fyrir kirkjuna og staðinn i Skál- holti i biskupstið sinni, stendur Framhald á bls. 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.