Tíminn - 16.01.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 16. janúar 1977
37
lesendur segja
Að beriast
við
vindmyllur
„Undrandi innflytjandi” á
Sauðárkróki lætur sina andlegu
ljóstýru glóra á innsiöum Dag-
blaösins 11. janúar s.l. Þessi
nafnlausi huldumaöur hefur
tekiö sér góðan tima til aö sletta
úr skrifklaufunum, þegar svo
langur timi liöur unz hann birtir
sitt áramótaskaup.
Þaö tekur þvi i raun ekki aö
elta ólar viö þær sálarflækjur,
sem bornar eru á borö i
„skýrslu” heimildarmanns
Dagblaðsins. Slikt væri aö berj-
ast við vindmyllur.
Ekki verður þó hjá þvi komizt
að fjalla nokkrum oröum um
þetta lesendabréf blaösins, sem
skrifaö er i eldhúsreyfara stil.
Sjálf yfirskriftin, sem
ábyrgðarmenn dálksins breiða
stórum stöfum yfir heila opnu I
blaðinu, lýsir i sjálfu sér ágæt-
lega, við hvaða vandamál þessi
huldumaöur á Sauöárkróki á aö
striða.
Yfirskriftin hljóöar þannig:
„Aramótagleðin út um þúfur á
Sauðárkróki.” Sem sagt:
„Þarna sjáiö þiö. Þetta sagöi
ég. Nú er ég glaður.”
Siöan upphefst órökstutt
hnútukast og fullyröingar, sem
ekkierfariö dult meö. Má heita,
aö menn séu nefndir meö nafni
og freklega gagnrýndir, en ekki
þorir skriffinnurinn aö láta
nafns sins getið.
Þegar þessi dularfulli skálda-
möröur hefur ausiö úr skálum
reiöi sinnar, og rægt háa sem
lága á Sauðárkróki, eins og
hann hefur þroska og þrek til,
ber hann sér á brjóst eins og
Fariseinn foröum. ,,Þar sem ég
eraðflutturi þennan bæ, og ekki
búinn aö samlagast hugsunar-
hætti bæjarbúa, er ég satt aö
segja undrandi.” Svo mörg eru
þau frómu orö.
Nú getur þaö ekki fariö fram
hjá neinum, sem með nokkurri
athygli les hugmyndarugl bréf-
ritara, að hann hefur veriö tals-
vert á feröinni umrætt kvöld.
Má vera, aö hann hafi þurft aö
sinna skyldustörfum viöa þetta
kvöld, eöa bara veriö svona
fróöleiksfús. Alla vega viröist
hann ekki hafa verið á þeim
buxunum aö skemmta sér, til
dæmis hefur hann horft mjög
skamma hrtð á flugeldasýning-
una.
Staöreyndin er sú, að ára-
mótagleöin fór ekkiút um þúfur
á Sauöárkróki, og ber aö þakka
þeim mörgu sjálfboöaliöum,
ungum sem öldnum, sem unnu
óeigingjarnt starf viö undirbún-
ing og framkvæmd hátiðahald-
anna.
Æskulýösfulltrúinn, sem mjög
nýlega hefur tekiö til starfa á
Sauðárkróki, vann gott starf
eftir beztu getu Samaer aö segja
um þau félagssamtök og nefnd-
ir, sem áttu aöild aö samstarfs-
nefnd, er æskulýösfulltrúikom á
fót i þeim tilgangi aö skipu-
leggja og undirbúa áramóta-
gleðina. Hún var skipuö fulltrú-
um frá skátum, ungmennafé-
lagi, björgunarsveitinni, skóla-
félaginu, vélhjólaklúbbi, ung-
mennasamtökunum Klakk,
Lionsklúbbnum, barnaverndar-
nefnd og lögreglu, eins og rétti-
lega kemur fram i pistli huldu-
mannsins. Segir það sina sögu
um þann áhuga, er rikti fyrir
þvi, að allt mætti fara vel fram,
þegar kveöja átti gamla áriö og
fagna nýju.
Bæjarráö hélt sérstakan fund
með æskulýösfulltrúa og bæjar-
verkstjóra, og samkvæmt venju
aöstoðuðu starfsmenn bæjarins
við söfnun i bálköstinn, sem
áhugasamir drengir unnu dug-
lega að.
Bæjaryfirvöld og lögreglu-
stjóri sýndu málinu fullan skiln-
ing, og voru sammála um aö
gera þær ráöstafanir.sem æski-
legar og eölilegar þóttu, til aö
allir aldursflokkar fengju notiö
hátiöarinnar.
A Sauöárkróki var kalt i veöri
á gamlárskvöld, um 15 stiga
frost, en kyrrt I lofti og hiö
fegursta veöur.
Blysförin frá Sundlaug aö
brennu fór allsæmilega fram,
þótt annað sé sagt i áramóta-
skaupi bréfritara. Leiöin, sem
fara þurfti, er all löng, og I þeim
brunakulda, sem var i lofti, má
vera, aö einhverjir blysberanna
hafi freistazt til aö stytta sér
leiö aö markinu og fariö yfir lóö-
ir syöst i bænum. Hér er þó i
flestum tilvikum um ógirtar og
litt ræktaöar lóöir aö ræöa við
tiltölulega ný hús, og hefur ekki
verið kvartaö af hálfu eigenda
svo kunnugt sé. Undirritaöur
tók þátt I blysförinni þótt blys-
laus væri, og sá ekkert slfkt ske.
Og þótt svo hafi veriö, hefur nú
annaö eins skeö á gamlárskvöld
á Islandi.
Aramótabrennan var vegleg
að vanda, og hlýjaöi þeim fjöl-
mörgu bæjarbúum, er safnazt
höföu saman á gamla flug-
vellinum. Fór þarna fram flug-
eldasýning á vegum björgunar-
sveitarinnar, sem þótti takast
sérlega vel. Stóð sýningin lengi
yfir og vakti óskipta athygli og
almenna ánægju. Var vel til
hennar vandaö. Þess vegna eru
ummæli bréfritara hin furðu-
legustu, en hann virðist ekki
viss um, hvort flugeldasýning
hafi yfirleitt fariö fram.
Tveir áramótadansleikir voru
haldnir á Sauöárkróki, annar
fyrir börn og unglinga i gagn-
fræðaskólanum og hinn I
Félagsheimilinu Bifröst fyrir þá
eldri. Fóru báöir dansleikirnir
vel fram, og mun fólk hafa
skemmt sér vel, eins og gengur
og gerist um áramót.
Ljúft er aö geta þess sérstak-
lega, að unglingadansleikurinn i
gagnfræðaskólanum fór sérlega
velfram i alla staöi. Sá skólafé-
lagið um stjórn og eftirlit, og má
vera stolt af sinni frammistööu.
Lögreglustjóri haföi góöa
stjórn á löggæzlu á gamlárs-
kvöld. Eins og oft vill verða, og
er ekkert einsdæmi fyrir
Sauöárkrók frekar en aöra
kaupstaöi landsins, geröu
nokkrir unglingar tilraun til
minni háttar óspekta.Var þar
um að ræöa þá barnslegu áráttu
unglinga, aö freista þess aö æsa
upp lögreglu og yfirvöld, og
mega margir þeirra, sem full-
orönir eru minnast gömlu dag-
anna i þessu efni.
Löggæzlumenn sýndu gætni
og stillingu viö þessa unglinga,
sem uröu brátt leiðir á öllu sam-
an. Ölgan hjaönaöi niöur, enda
ekki gaman lengur.
Ýmsar getsakir koma fram i
pistli huldumannsins, sem eiga
sérenga stob i veruleikanum, og
varöa samskipti bæjaryfirvalda
og lögreglustjóra. Er full-
yrðingum bréfritara algjörlega
visaö á bug, hvaö þetta snertir.
Bæjaryfirvöld og sýslumaöur
hafa oftlega fundað um ýmis
málefni, bæöi varöandi lög-
gæzlu og önnur sameiginleg
verkefni. Þótt á stundum hafi
meiningar verið skiptar og
ágreiningur um vissa mála-
flokka, eins og gengur og gerist,
þegar fulltrúar sýslu og bæjar
koma saman, eru samskipti
þessara aöila eölileg og snuöru-
laus.
Aö lokum má geta þess, aö
bæjarstjóri ræddi viö lögreglu-
stjóra eftir gamlárskvöld, og
voru þeir sammála um, að
bæjarbragurhafi verið góður og
velhefði tekizt til i öllum megin-
atriðum.
Þórir Hilmarsson
Bæjarstjóri á Sauöárkróki
RAUÐUR LITUR I LITASJONVARPI
Menn bera fram rök með og
móti litasjónvarpi. Ég vil ekki
sjá litasjónvarp. Til þess er á-
stæða, sem ekki hefur verið rit-
að um, en margir nefna:
Hvernig lita sjónvarpsmorðin
út i litum? Ég geri mér i hugar-
lund, að blóðug likin, sem sjón-
varpið hleður fyrir framan okk-
ur daglega, njóti sin óhugnan-
lega vel I litum.
öll þau börn, sem þegar hafa
of oft komizt i geðshræringu
framan við islenzka sjónvarpiö,
fá meir en nóg, ef allt verður
með eðlilegum lit og likist veru-
leika fremur en mynd.
Frægur lærdómsmaður i
Ameriku kveður rannsóknir
leiða i ljós, að sjónvarpið þar I
landi sé stórskaðlegt siðferöis-
hugmyndum barna. Einstöku
karl og kerling hér á Islandi hef-
ur sagt það sama. En nú kemur
áminningin frá Ameriku og með
visindastimpli. Hver veit nema
sjónvarpsráðendur verði nú
mildari i garð óvitanna og hlifi
þeim við meiri sýnikennslu i
óknyttum.
Sjónvarpið hefur um tvennt
aðvelja: Annaðhvort að hætta
sýningu óþverramynda aö fullu
og öllu — eða láta sér ekki til
hugar koma litasjónvarp.
Oddný Guömundsdóttir
Ný samkeppni Takmarks:
Tíu spurningar
um tóbak
TAKMARK efnir nú til nýrrar
verðlaunasamkeppni. Þátttaka
er heimil öllum nemendum á
grunnskólastigi. Svara skal 10
spurningum um tóbak o.fi. sem
fara hér á eftir ásamt svarblaöi.
Lausnir skal senda til
TAKMARKS, Pósthólf 523,
Reykjavik, fyrir 20. þessa
mánaöar.
1. VERÐLAUN: Sambyggt útvarps- og segulbandstæki af Philips
gerö aö verðmæti 42.300 kr. Gefandi er Heimilistæki sf.
2. —21. VERÐLAUN: Hljómplata að eigin vali frá SG-hljómplötum.
Fyrirtækið gefur plöturnar til þessarar keppni.
1. Hvenær er talið að íslend-
ingar hafi fyrst haft kynni af
tóbaksnotkun?
a. Á landnámsöld.
b. Á 16. eða 17. öld.
c. Á þessari öld.
2. „Reykingar eru rudda-
skapur og hin mesta óskamm-
feilni í samkvæmislífinu.” Hver
ritaði þessi hörðu orð um reyk-
ingar?
a. Þýska skáldið Goethe.
b. Breski landkönnuðurinn Sir
Walter Raleigh.
c. Bandaríski kvikmyndaleikar-
inn John Wayne.
3. Hvað eru „óbeinar reyk-
ingar”?
a. Að sjúga reykinn í gegnum
reyksíu (filter)?
b. Að a'nda að sér tóbaksreyk frá
öðrum og þar með ýmsum
hættulegum efnum sem í
reyknum eru.
c. Að reykja sjaldan.
4. í tóbaksreyk eru mörg
hundruð mismunandi efnasam-
bönd, þar á meðal vetnis-sýaníð.
Hvað nefnist það í daglegu tali?
a. C-vítamín.
b. Þungt vant.
c. Blásýra.
5. Hvaða áhrif hafa reykingar
á tennur reykingamannsins?
a. Þær gulna og hætta á tannlosi
eykst.
b. Þær verða hvítari og hvítari.
c. Þær skemmast si'ður.
6. Hvað er best til þess fallið
að minnka líkurnar á að fá
kransæðastíflu eða aðra hjarta-
sjúkdóma?
a. Reykja og hreyfa sig lítið.
b. Reykja og hreyfa sig mikið.
c. Reykja ekki og hreyfa sig
mikið.
7. Hvaða áhrif hefur það á
hættuna á lungnakrabbameini
ef reykingamaður hættir að
reykja?
a. Hættan minnkar.
b. Hættan verður óbreytt.
c. Hættan eykst.
8. Hve hárri upphæð nam
tóbakssala Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins árið 1975?
a. Um 100 milljónum króna.
b. Um 365 milljónum króna.
c. Um 3 milljörðum (3000
milljónum) króna.
9. Reyki maður 20 sígarettur á
dag allt árið 1976, hvað er hann
þá búinn að reykja upp marga
metra í árslok miðað við að
reykja til jafnaðar 5 sm bút af
hverri sígarettu?
a. 20 m.
b. 366 m.
c. 365 m.
10. I tímariti Krabbameinsfé-
lags íslands hefur birst fjöldi
greina um skaðsemi reykinga.
Hvað heitir tímaritið?
a. Fréttabréf um heilbrigðismál.
b Krabbameinsblaðið.
c. Heilsurækt og mannamein.
Merkið með x í þá reiti sem eiga við rétt svör.
1. □ a □ b □ c 6. □ a □ b □ c
2. □ a □ b □ c 7. □ a □ b □ c
3. □ a □ b □ c 8. □ a □ b □ c
4. □ a □ b □ c 9. □ a □ b □ c
5. □ a □ b □ c 10. □ a □ b □ c
Skóli og bekkur
ísland gefur
5 þús. dollara
til aðstoðar
Lfbanon
Hinn 11. janúar s.l. afhenti
Ingvi Ingvarsson, sendiherra, aö-
stoöarframkvæmdastjóra Sam-
einuöu þjóöanna fimm þúsund
dollara, sem eru framlag Islands
i sjóö Sameinuðu þjóöanna til aö-
stoöar Libanon, segir i frétt frá
utanrikisráöuney tinu, sem
Timanum barst i gær.
40sitfur ^
sunnuc^
Hringið -
og við
sendum
blaðið
um leið
aaaammmmé