Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 4
4 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR Skeifan 4 S. 588 1818 Fjögur minniháttar umferðaróhöpp urðu á Akureyri í gær en engin slys urðu á fólki í óhöppunum. Töluvert hefur verið um umferðaróhöpp á Akureyri að undanförnu en mikil hálka hefur verið á götum Akureyrarbæjar sem gert hefur ökumönnum erfitt fyrir. LÖGREGLUFRÉTT LONDON, AP Sérfræðingur í sjávar- spendýrum mun kryfja andarnefj- una, sem synti upp ána Thames um helgina, til að staðfesta dán- arorsök. Dýrið drapst þegar reynt var að flytja það á báti til sjávar. Ekki er ljóst hvað það var sem dró dýrið til dauða en vonast er eftir því að bráðabirgðaniðurstöður verði kynntar á miðvikudag. Um 23 milljónir manna fylgd- ust með björgunartilraunum í sjónvarpi á laugardag en þetta var í fyrsta sinn sem andarnefja hafði sést á sundi í Thames frá því að skráningar hófust árið 1913. ■ Andarnefjan í Thames: Dánarorsök rannsökuð BJÖRGUNARTILRAUN Vonast er eftir bráða birgðaniðurstöðum úr krufningunni á miðvikudag. SKOÐANAKÖNNUN Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja flestir sjá Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokks, sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur og nefna tæplega 38 prósent þeirra sem tóku afstöðu nafn hans. Í könnun Fréttablaðsins í ágúst, fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokks, vildu 18 prósent Vilhjálm sem næsta borgarstjóra. Þá vildu flestir, eða tæp 24 prósent, sjá Gísla Martein Baldursson, sem bauð sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks en endaði í þriðja sæti í prókjörinu. Nú nefna rúm fimm prósent nafn Gísla Marteins og er hann í fimmta sæti yfir þá sem Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra. Næstflestir nefna nú Dag B. Eggertsson, Samfylkingu, sem vænlegan borgarstjóra, eða 21 prósent. Í síðustu könnun nefndu rúm fjögur prósent nafn hans. Tæp fjórtán prósent vilja að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, haldi áfram sem borgarstjóri, en í síðustu könnun var hún nefnd í tæplega ellefu prósentum tilvika. Í fjórða sæti er nú Stefán Jón Hafstein, með tíu prósenta stuðn- ing. Í síðustu könnun var hann næstefstur, þar sem tæplega 21 prósent nefndi nafn hans. Í sjötta sæti er nú Björn Ingi Hrafnsson og nefna rúm tvö prósent nafn hans. Nokkur munur er á vali kynj- anna. Heldur fleiri karlmenn, tæplega 50 prósent, vilja Vil- hjálm sem næsta borgarstjóra en 34 prósent kvenna. Þá vilja 24 prósent karla fá Dag sem næsta borgarstjóra en rúm 17 prósent kvenna. Tæp tíu prósent karla vilja að Steinunn Valdís haldi áfram sem borgarstjóri en tæp 19 prósent kvenna. Könnunin ber þess merki að prófkjör Samfylkingar hefur enn ekki farið fram, en leiða má að því líkur að prófkjör þeirra hafi svipuð áhrif og prófkjör Sjálfstæðisflokks, þar sem megin þungi stuðningsins fer frá Gísla Marteini á milli kannana til Vilhjálms. Frambjóðendurnir þrír sem óska eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar raðast í annað til fjórða sæti. Ef reiknaður er stuðning- ur við hvern flokk vilja flestir að einhver úr Samfylkingunni verði næsti borgarstjóri og nefna rúm 46 prósent nafn einhvers sem starfar innan þess flokks. Í síðustu könnun nefndu rúm 39 prósent nafn einhvers úr Sam- fylkingunni. Fleiri vilja því ein- hvern úr Samfylkingunni sem borgarstjóra en segjast myndu kjósa flokkinn í borgarstjórnar- kosningum, því í könnun Frétta- blaðsins sem birt var í gær sagð- ist tæpt 31 prósent myndu kjósa flokkinn. Tæp 46 prósent nefna nafn einhvers úr Sjálfstæðisflokkn- um, en í síðustu könnun vildu tæp 47 prósent að einhver úr Sjálf- stæðisflokknum yrði næsti borg- arstjóri. Það eru því færri sem vilja að sjálfstæðismaður verði næsti borgarstjóri en segjast myndu kjósa flokkinn, því sam- kvæmt könnuninni sem birt var í gær sögðust 53 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Tæp þrjú prósent vilja fram- sóknarmann sem borgarstjóra, tæp tvö prósent nefna einhvern úr Frjálslynda flokknum en ein- ungis 0,3 prósent nefna einhvern úr Vinstri grænum. Tæp þrjú prósent nefndu nafn einhvers sem ekki er opinberlega tengdur einhverjum flokki. Í þeim flokki var nafn Þórólfs Árnasonar oft- ast nefnt, en einnig voru nokkrir svarendur sem töldu sjálfan sig besta aðilann í starfið. Hringt var í 600 íbúa í Reykja- vík 21. janúar, og skiptust svar- endur jafnt milli kynja. Spurt var: Hver vilt þú að verði næsti borgarstjóri í Reykjavík? 51,5 prósent tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. svanborg@frettabladid.is Reykvíkingar vilja Vilhjálm Flestir Reykvíkingar nefna nafn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar þegar spurðir eru hvern þeir vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Fleiri vilja Samfylkingarfólk sem borgarstjóra en fólk úr Sjálfstæðisflokki. Fimm pró- sent vilja nú Gísla Martein Baldursson, sem var oftast nefndur í síðustu könnun Fréttablaðsins. ÞESSIR VORU EINNIG NEFNDIR Björn Ingi Hrafnsson Þórólfur Árnason Hanna Birna Kristjánsdóttir Ólafur F. Magnússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Geir H. Haarde Guðmundur Árni Stefánsson Árni Þór Sigfússon Guðlaugur Þór Þórðarson Svandís Svavarsdóttir Margrét Sverrisdóttir Óskar Bergsson Jón Baldvin Hannibalsson Halldór Ásgrímsson Könnun 29. ágúst 2005 Könnun 21. janúar 2006 Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Dagur B. Eggertsson Stefán Jón Hafstein Gísli Marteinn Baldursson HVER VILT ÞÚ AÐ VERÐI NÆSTI BORGARSTJÓRI?37,9% 4,3% 21,0% 10,9% 13,9% 20,8% 10,0% 23,9% 5,2% 18,0% VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í samtölum við breska fjölmiðla að fyrirtækið hafi hug á því að auka fjárfesting- ar sínar í Bretlandi. Independent telur að Baugur muni í vaxandi mæli beina spjótum sínum að fast- eignamarkaði í stað verslunar- geirans og dreifa þar með áhættu. Vitað er að stjórnendur Baugs hafa haft áhuga á að skrásetja skóverslunarkeðjuna Shoe Stu- dio Group á markað en keðjan á einnig tískumerkin Principles og Warehouse. Hún er meðal annars í eigu stjórnenda fyrirtækisins, Baugs og KB banka. - eþa Félag í eigu Baugs á markað: Frekari kaup á Bretlandi Eldur í námu Tveir námuverkamenn sem lokast höfðu inni í kolanámu í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum, þegar eldur braust þar út á fimmtudag, fundust látnir að kvöldi laugardags. Þar með hafa fjórtán látist í slysum í kola- námum í Bandaríkjunum það sem af er árinu en tólf menn létust í hörmulegu slysi í Sago-námunum fyrir stuttu. BANDARÍKIN GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 20.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,58 61,88 Sterlingspund 108,34 108,86 Evra 74,38 74,80 Dönsk króna 9,996 10,024 Norsk króna 9,192 9,246 Sænsk króna 7,98 8,026 Japanskt jen 0,5339 0,5371 SDR 89,16 89,70 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,1561 RÓM, AP Vatíkanið hélt í gær upp á að fimm hundruð ár eru liðin síðan fyrstu svissnesku lífverðirnir komu til Rómar til að þjóna páfan- um. Síðan þá hafa lífverðirnir stað- ið vörð um öryggi 42 páfa. Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi örygg- isvarsla Vatíkansins í meira mæli verið í höndum ítalskra öryggis- sveita og óeinkennisklæddra lög- reglumanna er persónulegt öryggi páfans enn á ábyrgð hinna fjöl- skrúðugu Svisslendinga. Í dag starfa 110 svissneskir lífverðir í Vatíkaninu og er fjöldi þeirra takmarkaður með lögum. Vísa þarf fjölda umsækjenda frá á hverju ári en töluverðar kröfur eru gerðar til þeirra. Þeir verða að vera kaþólskir Svisslending- ar, hafa lokið grunnþjálfun í svissneska hernum og vera í það minnsta 1,73 metrar á hæð. Gamlir félagar í lífvarðasveit- unum munu taka þátt í hátíða- höldunum sem hófust síðastliðinn september og standa fram á vor. Í gær var haldin sérstök messa í sixtínsku kapellunni til að minnast þessara tímamóta. Svissneska lífvarðasveit páfa stendur á tímamótum: Hafa þjónað páfa í 500 ár LITRÍKIR EN HARÐIR Í HORN AÐ TAKA Sér- stök messa var haldin í sixtínsku kapellunni í gær til að minnast þess að fimm hundruð ár eru liðin síðan fyrstu svissnesku lífverð- irnir komu til Rómar til að þjóna páfanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.