Fréttablaðið - 23.01.2006, Page 8
8 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR
Númer eitt í notuðum bílum
Audi A6 1,8 T sjálfsk.
árg. 03 ek. 74.000
verð 2.750.000 kr.
MMC Outlander 2,4 sjálfsk.
árg. 04 ek. 32.000
verð 2.290.000 kr.
MMC Pajero Sport 2,5 D. beinsk.
árg. 05 ek. 8.500
verð 3.370.000 kr.
Skoda Octavia 2,0 beinsk.
árg. 04 ek. 30.000
verð 1.690.000 kr.
VW Passat 4Motion beinsk.
árg. 03 ek. 63.000
verð 1.890.000 kr.
MMC Pajero GLX 3,2 D. sjálfsk.
árg. 04 ek. 53.000
verð 3.690.000 kr.
MMC Pajero GLS 3,5 sjálfsk.
árg. 04 ek. 10.500
verð 4.690.000 kr.
VW Bora Highline 1,6 sjálfsk.
árg. 03 ek. 25.000
verð 1.590.000 kr.
Nokkrir góðir á Laugaveginum!
Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletthálsi 11 sími 590 5040 www.bilathing.is
Opið mánudaga til föstudaga 10–18 • Laugardaga 12–16
VEISTU SVARIÐ
1 Hvað hét forseti Kosovo sem lést á laugardag?
2 Hver náði fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi?
3 Hvernig fór landsleikur Íslands og Frakklands í handknattleik?
SVÖR Á BLS. 30
MENNING Fjögur lög eru komin
áfram í undankeppni Söngva-
keppni Sjónvarpsins en sigur-
lag keppninnar verður framlag
Íslands í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva í maí.
Lögin sem komust áfram
eru: Strengjadans eftir Davíð Þ.
Olgeirsson, Stundin – staðurinn
eftir Ómar Ragnarsson, Það sem
verður eftir Hallgrím Óskars-
son og Þér við hlið eftir Trausta
Bjarnason.
Undankeppnin heldur áfram
næstu tvo laugardaga og úrslita-
keppnin fer fram 18. febrúar. - bþs
Söngvakeppni Sjónvarpsins:
Fjögur lög áfram
SÖNGVAKEPPNIN Kynnar voru Brynhildur
Guðjónsdóttir og Garðar Thor Cortes.
SAMEININGARMÁL Íbúar fjögurra
sveitarfélaga á Norðurlandi,
Raufarhafnarhrepps, Öxarfjarðar-
hrepps, Kelduneshrepps og Húsa-
víkurbæjar, samþykktu í kosn-
ingu um helgina að sameina skuli
sveitarfélögin í eitt sveitarfélag.
Reinhard Reynisson, bæjar-
stjóri Húsavíkurbæjar, er sann-
færður um að sameining sveitar-
félaganna fjögurra muni reynast
gæfuspor til framtíðar. „Þetta
er ánægjulegur áfangi og niður-
staðan í kosningunni sýnir skýr-
an vilja íbúa á svæðinu til þess
að sameina sveitarfélögin. Það er
alveg ljóst að með þessari samein-
ingu mun slagkrafturinn á svæð-
inu, á öllum mögulegum sviðum,
aukast til muna. Við höfum verið
að reka saman umsvifamikla þjón-
ustu í gegnum héraðsnefndina en
þetta mun hjálpa okkur við að
gera stjórnsýsluna á svæðinu öllu
skilvirkari. Þetta er mikilvægt
skref í áttina að því að sameina
sveitarfélögin enn frekar hér á
Norðurlandi.“
Kosningin í Öxarfjarðarhreppi
var fyrirfram talin tvísýnust en
í kosningunum í haust munaði
aðeins sex atkvæðum á því að sam-
einingartillaga yrði felld í hreppn-
um. Rúnar Þórarinsson, oddviti í
Öxarfjarðarhreppi, segir niður-
stöðuna í kosningunum nú sýna
að hugarfar fólks til sameiningar
sé að breytast en 96 samþykktu
nú sameininguna en 77 voru á
móti. „Niðurstaðan að þessu sinni
var nú betri en ég þorði að vona.
Ég er sannfærður um að þjón-
ustan í Öxarfjarðarhreppi mun
ekki skerðast. Þvert á móti er ég
sannfærður um þjónustan í hér-
aðinu sé byggð á traustari grunni
í stærra og öflugra sameinuðu
sveitarfélagi.“ - mh
Forsvarsmenn sveitarfélaga fagna sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi eystra:
Sameining öllum íbúum til hagsbóta
DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri
var á föstudag dæmdur í 2 mán-
aða fangelsi fyrir að hafa rúm 300
grömm af hassi í fórum sínum en
lögreglan gerði húsleit á heimili
hans í Garðabæ og fann þar fíkni-
efnin.
Að auki var maðurinn sak-
felldur fyrir að hafa eyðilagt
umferðarljós á Hafnarfjarðar-
vegi í desember í fyrra og stolið
verkjalyfjum og sjúkragögnum,
ásamt öðrum manni, úr báti við
smábátahöfnina í Hafnarfirði.
Maðurinn fékk tólf mánaða
fangelsisdóm en fullnustu tíu mán-
aða af refsingunni var frestað.
- mh
Fíkniefnasali dæmdur:
Fékk tveggja
ára fangelsisvist
SKEMMTANIR „Við stóðum nú ekki
að þessu sjálfir en þetta var flutt
hér yfir götuna á annan skemmti-
stað og haldið þar undir nafninu
„Blátt kvöld“, segir Jósep Þor-
björnsson, rekstaraðili Traffic í
Keflavík.
Staðurinn auglýsti fyrr í vik-
unni sérstakt „Klámkvöld“ sem
halda átti í gærkvöld en af því
varð ekki vegna mótmæla íbúa í
bænum auk þess sem lögregla aft-
urkallaði skemmtanaleyfi staðar-
ins nýlega. Það var í staðinn haldið
hinu megin við götuna frá Traffic
á skemmtistaðnum Hápunktinum
undir nafninu „Blátt kvöld“ og
gekk að óskum. Þar komu fram
fáklæddar dansmeyjar og boðið
var upp á önnur atriði sem sér-
staklega voru fyrir karlmenn en
kvöld sem þessi hafa reglulega
verið haldin á Traffic án vand-
ræða að sögn Jóseps.
Þrátt fyrir að ekkert skemmt-
analeyfi væri fyrir hendi var opið
á Traffic í gærkvöld og taldi rekst-
araðilinn að leyfið fengist aftur
eftir helgi enda ekkert ólöglegt í
gangi og engin lög verið brotin.
- aöe
TRAFFIC Í KEFLAVÍK Klámkvöldið breyttist
í Blátt kvöld og var haldið gegnt skemmti-
staðnum Traffic þar sem skemmtanaleyfi
Traffic var afturkallað af lögreglu.VÍKURFRÉTTIR
„Klámkvöldi“ á skemmtistaðnum Traffic aflýst:
Skiptu klámi út fyrir blátt