Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 10
10 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR
STÓRIÐJA Íbúar í Fjarðabyggð eru
afar jákvæðir í garð Alcoa Fjarða-
áls, sem nú reisir stærstu álverk-
smiðju landsins á Reyðarfirði.
Yfir níutíu af hverjum hundrað
einstaklingum, sem spurðir voru í
Fjarðabyggð í desember síðastliðn-
um, sögðust vera frekar eða mjög
jákvæðir í garð stórfyrirtækisins.
Í Gallupkönnuninni, sem gerð
var fyrir Alcoa Fjarðaál í seinni-
hluta desember, voru liðlega eitt
þúsund Austfirðingar spurðir.
Þótt mikill meirihluti þeirra
sé jákvæður í garð fyrirtækisins
kemur fram nokkur munur á við-
horfum eftir búsetu. Þannig eru
um sjötíu af hverjum hundrað
íbúum á Egilsstöðum mjög eða
frekar jákvæðir í garð Alcoa
Fjarðaáls eða nokkru færri en í
Fjarðabyggð.
Spurt var einnig hvort fólk teldi
að gott gæti orðið að vinna hjá
Alcoa Fjarðaáli. Nær allir íbúar
Fjarðabyggðar töldu að gott eða
frekar gott yrði að vinna hjá fyr-
irtækinu eða 94 af hverjum 100
íbúum. Hlutfallið er nokkru lægra
utan Fjarðabyggðar. Um áttatíu
prósent íbúa á Fljótsdalshéraði
töldu að gott eða frekar gott yrði
að vinna hjá Alcoa Fjarðaáli.
Í könnun sem IMG Gallup gerði
síðastliðið haust á öllu landinu kom
fram að um 58 prósent landsmanna
voru mjög eða frekar jákvæðir í
garð Alcoa Fjarðaáls. Í Reykjavík-
urkjördæmi voru um 27 prósent
mjög eða frekar neikvæðir í garð
fyrirtækisins en þar reyndist and-
staðan einna mest.
Samkvæmt niðurstöðum nýju
könnunarinnar eru íbúar á Aust-
urlandi jákvæðari gagnvart Alcoa
Fjarðaáli nú en fyrir ári síðan og
nýtur fyrirtækið meira trausts nú
en þá.
Konum á Austurlandi þykir afar
fýsilegt að vinna hjá Alcoa Fjarða-
áli. Nær allar, eða 98,5 prósent
þeirra sem svara í könnuninni,
telja að það gæti orðið mjög eða
frekar gott að vinna hjá fyrirtæk-
inu, en liðlega 90 prósent karla.
Úrtak IMG Gallup var 1.135
íbúar á Austurlandi á aldrinu 16 til
75 ára. Tveir af hverjum þremur
svöruðu spurningunum í könnun-
inni. johannh@frettabladid.is
FRAMKVÆMDIR VIÐ ÁLVERIÐ Í REYÐARFIRÐI Konur á Austurlandi vilja jafnvel enn frekar en
karlar fá vinnu hjá Alcoa Fjarðaáli.
Konur vilja
vinna í álveri
Ný könnun leiðir í ljós að Alcoa Fjarðaál nýtur
meira trausts meðal Austfirðinga en áður.
SAMGÖNGUR Fyrir tilstuðlan Þór-
halls Halldórssonar, deildarstjóra
hjá Strætó, komst John Magnus
Wright, andlega fatlaður fjórtán
ára strákur, í fermingarfræðslu
eftir að hafa verið meinað að taka
strætisvagn.
Sökum þess að John er ekki
orðinn sextán ára fær hann ekki
örorkukort frá Tryggingastofnun
heldur ummönnunarkort og dugði
það ekki til að fá afgreidda stræt-
ómiða á þeim afsláttarfargjöldum
sem gilda eiga um öryrkja þegar
hann þurfti á að halda. Lét hann
móður sína vita að hann sæti því
fastur á Hlemmi. Móðir hans
hringdi í Strætó bs. þar sem fyrir
svörum varð Þórhallur Halldórs-
son deildarstjóri sem gerði sér
lítið fyrir þegar hann heyrði af
vandræðum Johns og sótti hann
á einkabíl á Hlemm og skutlaði
honum upp í Breiðholt.
Elín Magnúsdóttir, móðir
Johns Magnus, sagði að þessi
liðveisla Þórhalls væri aðdáun-
arverð og til eftirbreytni. „Ég er
honum afar þakklát og vildi koma
því á framfæri þar sem ýmislegt
miður hefur verið sagt um Strætó
undanfarin misseri.“ - aöe
LÁN Í ÓLÁNI Vagnstjóri Strætó vildi ekki
selja John Magnus farmiða á öryrkjagjaldi.
Móðir hans segir framkomu deildarstjóra
Strætó til mikils sóma.
Fötluðum pilti á leið í fermingarfræðslu meinað að taka strætó:
Starfsmaður skutlaði stráknum
DÓMSMÁL Meiðyrðamál Bubba
Morthens gegn 365 prentmiðlum
og Garðari Úlfarssyni, fyrrver-
andi ritstjóra Hér og nú, var tekið
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur
á föstudag en Bubbi segir sjálfur
að ofbeldi gegn sér og sinni fjöl-
skyldu í skjóli ritfrelsis, verði
ekki liðið.
„Ég lít á málið með þeim augum
að um ofbeldi hafi verið að ræða,
en ekki bara meiðyrði,“ sagði
Bubbi í gær.
Garðar Örn Úlfarsson, fyrrum
ritstjóri Hér og nú, telur Bubba
ekki hafa neitt til síns máls. „Ég
er handviss um það að við vinnum
þetta mál en við munum færa rök
fyrir okkar sjónarmiðum þegar
þar að kemur í dómssal.“
Bubbi Morthens fer fram á 20
milljónir í skaðabætur.
Aðalmeðferð mun fara fram
þann 10. mars að loknu milliþing-
haldi. - mh
Mál Bubba Morthens gegn Hér og nú og 365 prentmiðlum:
Lítur á málið sem of-
beldi en ekki meiðyrði
BUBBI MORTHENS
Segir grein blaðsins
hafa verið ofbeldi
gegn sér og fjöl-
skyldu sinni.
KÓPAVOGUR Samfylkingin í Kópa-
vogi hefur boðað til fundar um
stöðu mála á svæði hestamannafé-
lagsins Gusts og niðurstöðu launa-
ráðstefnu sveitarfélaga.
Ítrekað hefur verið falast eftir
húsunum og landinu sem þeim
fylgir og háar fjárhæðir boðnar
og er starfsemi félagsins í upp-
námi vegna þess.
Fundurinn er öllum opinn og
verður haldinn í kvöld í Hamra-
borg 11 klukkan 20.30. - sh
Samfylkingin í Kópavogi:
Fundað um
stöðu Gusts
SADDAM SELDUR Götusali í Írak selur
geisladiska með myndbandsupptökum
af fyrrverandi forseta landsins, Saddam
Hussein, á útimarkaði. AP/REUTERS
AIX-EN-PROVINCE, AP Maður, sem
talinn er hafa ætlað að sprengja
skattstofu í Aix-en-Province
í Frakklandi í gær, lést þegar
sprengja sem hann bar innan-
klæða sprakk tuttugu mínútum
á undan áætlun vegna galla í
kveikibúnaði.
Lík mannsins fannst nærri
skattstofunni en sprengingin olli
litlum skemmdum á bygging-
unni.
Ekki liggur fyrir hvers vegna
manninum var svo uppsigað við
skattstofuna en lögreglan í Aix-
en Province hefur handtekið vin
hans sem grunaður er um að eiga
aðild að málinu. ■
Franskur sprengjumaður lést:
Misheppnuð
sjálfsmorðsárás
GARÐAR ÖRN
ÚLFARSSON Kveðst
handviss um að Hér
og nú vinni málið
fyrir dómi.
MALARNÁM Fyrirhuguð efnistaka
úr Ingólfsfjalli mun hafa mikil og
neikvæð varanleg áhrif á ásýnd
og nánasta umhverfi samkvæmt
frummatsskýrslu sem gerð hefur
verið.
Þetta kemur fram í skýrslu
sem unnin var af Fossvélum og
er samkvæmt henni engum vafa
undirorpið að Ingólfsfjall mun
taka sýnilegum breytingum frá
því sem nú er gangi allar hug-
myndir eftir. Þannig mun fjalls-
brúnin breytast á kafla og lækka
um 80 metra. Jafnframt verða
sjáanleg ummerki í klettabelti
fjallsins.
Þó er bent á að framkvæmdin
muni ekki hafa ýkja alvarlegar
afleiðingar hvað mengun varðar
og áhrif á dýralíf og gróðurfar-
verða minniháttar ef nokkur.
Jákvætt þykir að með efn-
istöku úr Ingólfsfjalli minnka
vegalengdir eftir efni til muna
og kostnaður sveitarfélaga
minnkar auk þess sem öll umferð
flutningatækja á vegum verður
minni.
- aöe
MIKIL SJÓNMENGUN Frummatsskýrsla sýnir
að malarnám úr Ingólfsfjalli mun hafa frek-
ari áhrif á ásýnd þess en þegar er orðið.
Efnistaka úr Ingólfsfjalli þykir hafa neikvæð áhrif:
Lækkar um 80 metra
Sundurskotin lík Lögreglan í Bagdad
fann sundurskotin lík 23 manna á
sunnudag. Mönnunum hafði verið rænt
norður af borginni í vikunni en þeir voru
á leið heim eftir að þeim hafði verið
neitað um inngöngu í þjálfunarbúðir
írösku lögreglunnar.
ÍRAK