Fréttablaðið - 23.01.2006, Page 20

Fréttablaðið - 23.01.2006, Page 20
 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR4 RÝMINGARSALA Gegnheilar flísar frá kr. 1.090.- m Smellt plastparket frá kr. 790.- m Verðdæmi: 2 2 Skútuvogi 6 Sími 568 6755 www.alfaborg.is� � 25% afsláttur af Nordsjö málningu Flísaafgangar frá kr. 600 m2 Þúsundir fermetra af flísum á lækkuðu verði Einhver merkasti arkitekt sög- unnar er án efa Svisslending- urinn Le Corbusier. Áhrif hans á módernisma og uppbyggingu borga eru gífurleg og víða eru þau auðsjáanleg. Húsgögn sem hann hannaði eru löngu orðin sígild. Le Corbusier hét í raun Charles- Edouard Jeanneret og fæddist í bænum Le Chaux-de-Fonds í sviss- neska hluta Júralfjalla árið 1887. Er hann hóf nám við listháskóla byrjaði hann strax að kynna sér hinar ýmsu stefnur og hafði þá sér- stakan áhuga á því sem var nýtt og ferskt. Arkitektúr Le Corbusier er erf- itt að lýsa í örfáum orðum. Það sem var kannski helst byltingarkennt við hugmyndir hans var heildar- skipulag sem hann lagði mikla áherslu á. Hann var einn af þeim fyrstu sem sá fyrir byltingu bílsins og vildi byggja borgir með miklu rými, bæði fyrir bílaumferð og umfram allt með svæði fyrir úti- veru. Corbusier vildi byggja háhýsi á stultum eða burðarbitum þannig að nýta mætti svæðið undir þeim. Hann vildi ekki að borgir yrðu skítugur og of iðnvæddar heldur ættu þær vera rúmar og aðlaðandi. Höfuðborg Brasilíu, Brasilía, var byggð frá grunni um miðja síðustu öld og voru hugmyndir Le Corbusi- ers hafðar að leiðarljósi við skipu- lag hennar. Í þeirri borg birtist einnig sú hugmynd Corbusiers að allar byggingar ættu að vera hvítar samkvæmt lögum. Fáir eða jafnvel enginn hönn- uður eða arkitekt hefur haft jafn mikil áhrif á módernisma sem var allsráðandi á seinasta fjórðungi á öldinni sem leið. Hugmyndir hans um hönnum sem bætti lífskilyrði var byltingarkennd auk þess sem þær hugmyndir komust vel til skila. Enn ein rósin í hnappagat Le Corbusier var glæsileg hönnun. Le Corbusier er enn þann dag í dag einhver almerkasti arki- tekt sögunnar og er auk þess einn þekktasti einstaklingur sem Sviss hefur alið þó að Frakkar hafi ítrekað reynt að eigna sér hann. Einn áhrifamesti arkitekt 20. aldarinnar Húsgagnahönnun Le Corbusier var ekki síður merkileg og er þessi legustóll án efa hans þekktasta verk á því sviði. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Chapel of Notre Dame du Haut, kirkja sem sýnir vel módernískan stíl Le Corbusier. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Fjölbýlishús í Marseilles sem í eru meðal annars 337 íbúðir, verslanir, skóli á þakinu, hlaupabraut og útileikhús. NORDICPHOTOS/AFP Frá húsi hæstaréttar í Punjab-fylki á Indlandi sem ber margs konar einkenni hönnunar Le Corbusier. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Svisslendingurinn Le Corbusier hugsaði mikið um heildarskipulag og vildi bæta almenn lífsskilyrði með hönnun sinni. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.