Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 23. janúar 2006 RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR SKRIFAR UM ELDHÚSMÁL Eru málin í lagi í eldhúsinu? Til eru staðalmál fyrir eldhús sem eiga að henta nútímafólki. Rétt vinnuhæð er talin mjög mikilvæg því of há vinnuhæð veldur þreytu í öxlum og hálsi, en of lág bak- verkjum. Flestir kannast við lágu innréttingarnar sem komu fyrst á markaðinn þar sem þurfti kíki til að horfa niður á eldhúsbekkinn. Margir kannast við brandarann úr sjúkraskýrslum þar sem segir; „sjúk- lingur er karlmaður sem kvartar yfir bakverkjum, einkum ef hann vaskar upp í sumarbústað“. Það þarf nefni- lega ekki að vera að þetta sé afsök- un hjá manninum, heldur getur verið að í bústaðnum sé gömul innrétting sem er ekki af réttri hæð. Fyrstu innréttingarnar voru hannað- ar út frá meðalhæð kvenna, en hún var nokkrum sentimetrum lægri þá en í dag. Eða kannski var maðurinn bara of hávaxinn til að vinna við borð með nútímastaðli. Í dag er stöðluð vinnuborðs- hæð í eldhúsi 90 cm fyrir standandi manneskju. Þetta er hæð sem pass- ar 85% N-Evrópubúa. Hins vegar er þetta of lág vinnuhæð fyrir karl- menn sem þvo upp í höndunum. Hæð á eldavél skiptir ekki eins miklu máli og hæð á vaski, því fólk vinnur meira við vask en eldavél, segja sérfræðingar. 5 cm hækkun myndi þó laða fleiri karlmenn að uppvaskinu, en gera margar konur fráhverfa því. Karlmaður sem er 190 cm eða hærri þyrfti vinnuhæðina 100 cm. Þannig að ennþá hentar vinnuhæðin fleiri konum en körl- um. Til að halda húsfriðinn má nátt- úrulega fá sér uppþvottavél. Það er þó góðs viti að aukinn skilningur framleiðenda hefur orðið til þess að hægt er að panta innréttingar sem henta hverjum og einum. Ef bæði hjónin eru hávaxin er hægt að fá innréttingu með neðriskápum í 95- 100 cm hæð. Til viðmiðunar skal þess getið að dýpt vinnuborða og neðri skápa á að vera 60 cm samkvæmt staðli. Dýpt efriskápa er nokkuð breytileg en má aldrei vera meiri en 37 cm. Sökkulhæð á að vera á bilinu 15-17 cm og sökkuldýpt 50 cm. Bil milli neðri og efri skápa er oftast 45-55 cm og athafnarými fyrir framan eldavél, vask og skápa má ekki vera minni en 110 cm svo að komist verði hjá óþægindum og jafnvel slysum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.