Fréttablaðið - 23.01.2006, Síða 56
23. janúar 2006 MÁNUDAGUR40
Lítið er af lausum bygginga-
lóðum á Akureyri en óvenju
mörgum var úthlutað á síðasta
ári.
Lóðir liggja ekki á lausu á Akur-
eyri eins og er en þó telst ekki vera
skortur á þeim. Í desember voru
tilbúnar lóðir fyrir um 630 íbúðir
sem ekki var byrjað að smíða en
þeim hafði verið úthlutað til bygg-
ingafyrirtækja og einstaklinga.
Unnið er að deiliskipulagi tveggja
nýrra íbúðareita í Naustahverfi og
er áformað að úthluta lóðum undir
30 einbýlishús í öðrum þeirra á
þessu ári og um mitt ár verða
væntanlega auglýstar nokkrar
atvinnulóðir í Krossaneshaga,
sem verða byggingahæfar síðar á
árinu. Einnig er deiliskipulag nýs
athafnasvæðis nyrst í bænum í
vinnslu, næst Lónsá og þjóðvegi.
Á síðasta ári var úthlutað
lóðum fyrir um 660 íbúðir á
Akureyri sem er um ferfalt með-
altal næstu fjögurra ára á undan.
Svipaða sögu er að segja af lóðum
fyrir atvinnuhúsnæði. Af www.
akureyri.is.
Lóðir ekki
á lausu
Margir vilja byggja á Akureyri.
Á árunum 1956 til 1966 var Árbæjarskóli starfræktur í samkomuhúsi á Árbæjar-
blettinum þar sem kennt var í þremur deildum. Haustið 1967 hóf skólinn göngu
sína í nýju húsi með 421 nemanda. Þá fjölgaði nemendum hratt og náði nem-
endafjöldi hámarki á fimm ára afmæli skólans en þá voru nemendur 1.081 talsins.
Í ár eru nemendur hins vegar rúmlega 800 en jafnvægi hefur verið á nemendatölu
skólans frá 1986. Um 400 nemendur eru á hvoru skólastigi fyrir sig en skólinn
er einsetinn. Skólinn er safnskóli á unglingastigi sem felur í sér að við upphaf
áttunda bekkjar koma nemendur Ártúnsskóla og Selásskóla til náms í Árbæjar-
skóla. Frá árinu 1997 til ársins 2003 fóru fram miklar umbætur á húsi skólans þar
sem meðal annars var smíðuð ný viðbygging við skólann. Arkitektinn að henni var
Ingimundur Sveinsson. Skólastjóri Árbæjarskóla er Þorsteinn Sæberg.
,,Það er nokkuð ljóst, það væri tréhús
inni í einhverjum skógi,“ segir Ellen Kristj-
ánsdóttir aðspurð um uppáhaldshúsið.
,,Það væri bara æðislegt tréhús, helst
með hesti líka. Eins og Lína Langsokkur
og húsið hennar.“
Ellen segir ekki skipta máli að það sé
friður í kringum hana en það verði að
vera tré. ,,Húsið má þess vegna vera inni
í stórborg en það verða að vera há og
falleg tré svo það sé alveg umkringt.“
Húsið er gamaldags með súlum og
Ellen segir það vera eins og maður sjái
í amerísku bíómyndunum. ,,Ætli þetta
séu ekki einhverjar leifar í mér síðan ég
bjó í Ameríku. Í San Fransisco eru byggð
svona gömul hús, frá því um 1920. Það
er svo rómantískt að vera í tréhúsi.“
Blaðamaður spyr hvort eitthvað
annað eigi að fylgja húsinu en hestur.
,,Á undan honum kemur náttúrlega fjöl-
skyldan mín. Inni í húsinu á að vera sem
minnst, bara þægileg húsgögn og góðar
bækur. Gluggarnir stórir og útsýnið fal-
legt.“
Garðurinn við húsið væri stór og
fallegur með alls konar trjám. ,,Ég myndi
samt helst ekki vilja gera neitt sjálf í
honum. Ég væri með garðyrkjumann,“
segir Ellen að lokum.
DRAUMAHÚSIÐ ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
Rómantísk tréhús
Ellen dreymir um tréhús umkringt trjám.
FRÉTTABLAÐIÐ / HARI
ÁRBÆJARSKÓLI
SELDAR EIGNIR Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
300
250
200
150
100
50
0
FJÖLDI
30/12-
5/1
108
2/12-
8/12
141
9/12-
15/12
136
16/12-
22/12
185
23/12-
29/12
104
6/1-
12/1
88