Fréttablaðið - 23.01.2006, Síða 62
23. janúar 2006 MÁNUDAGUR22
menning@frettabladid.is
!
Fös. 20. Jan. kl.20
Lau. 21. Jan. kl.20 örfá sæti laus
Lau. 28. Jan. kl.20
Fös. 3. Feb. kl. 20
Lau. 4. Feb. kl. 20
Mind Camp
eftir Jón Atla Jónasson
Hátíðaropnun
Sun . 22. Jan. kl 19.57
Fös. 27. Jan. kl. 19.57
Sun. 29. Jan. kl. 19.57
Námsmenn og Vörðufélagar fá
miðann á Mind Camp á 1000 kr.
í boði Landsbankans
Ef
eftir Valgeir Skagfjörð/
Einar Má Guðmundsson
Þrið. 24. Jan.kl. 9 og 11 Uppsellt
Mið. 25. Jan.kl. 9 og 11 Uppsellt
Sýnt á NASA við Austurvöll
Fimmtudagur 26 . janúar - Laus sæti
Föstudagur 27 . janúar - Laus sæti
Laugardagur 28 . janúar - Laus sæti
Fimmtudagur 2 . febrúar - Laus sæti
Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti
Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti
Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti
Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum Skífunnar,
www.midi.is og í síma: 575 1550
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������������������������������������
��������������������������������� ��������������
����������������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������
���������������������� �� ���
������������ �������������� �� �����������
Kl. 12.30
Sigurjón Haraldsson, markaðs- og
þróunarstjóri hjá AMBIA ehf., flytur
fyrirlestur hjá Opna listaháskól-
anum um það hvernig hægt er að
gera hugverk að markaðsvöru. LHÍ,
Laugarnesvegi 91, í stofu 024.
„Útrás og innrás í sögulegu ljósi“ nefnist erindi sem
Þór Sigfússon hagfræðingur flytur í Þjóðminjasafn-
inu á morgun. Fyrirlesturinn er annar í röðinni í
hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands, sem
hefur yfirskriftina „Hvað er útrás?“
Í erindinu mun Þór rekja hin stórauknu umsvif
íslenskra fyrirtækja í útlöndum undanfarin ár og
vekja máls á sögulegum forsendum þeirra. Einnig
mun hann fjalla um aukna „innrás“ erlendra fyrir-
tækja í íslenskt hagkerfi.
Fyrir hálfum mánuði vakti upphafserindi Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í fundaröðinni
mikla athygli og talsvert umtal. Forseti fór fögrum
orðum um „útrásina“ og verður fróðlegt að heyra
næst mat hagfræðings á eðli hennar og umfangi.
Þór Sigfússon er forstjóri Sjóvár. Hann er með
meistaragráðu í hagfræði og hefur skrifað þrjár
bækur um Ísland í útrás og alþjóðavæðingu.
Hádegisfundurinn er að venju í Þjóðminjasafni
Íslands og hefst klukkan 12.10. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill. Dagskrá fundaraðarinnar „Hvað er
útrás?“ má finna á heimasíðu Sagnfræðingafélags
Íslands, www.akademia.is/saga.
Útrás og innrás í sögunni > Ekki missa af ...
... fyrirlestri Ilmar Stefánsdóttur
myndlistarmanns hjá Opna
listaháskólanum í hádeginu á
morgun. Hún ætlar að fjalla um
verk sín síðustu fimm árin og
sýna videoverk og ljósmyndir.
... næstsíðustu óperu Mozarts,
La Clemenzia di Tito, sem
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur
á tónleikum sínum á fimmtu-
dagskvöldið. Með tónleikunum
minnist Sinfónían þess að
250 ár eru liðin frá fæðingu
tónsnillingsins.
... sýningu Kristínar Þorkelsdóttur
í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem
hún sýnir tvo heima, annars
vegar grafíska hönnun sína, hins
vegar vatnslitamyndir.
MYNDLIST
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
Gabríela Friðriksdóttir
Versations/Tetralogía
Niðurstaða: Þetta er sýning til þess að
fara einn á og vera lengi að skoða.
Þessi verk Gabríelu voru sýnd
sem framlag Íslands á Feneyja-
tvíæringnum á síðastliðnu ári.
Það eru ýmsar hugrenningar sem
koma upp við skoðun á þessari
sýningu.
Í fyrsta lagi rennur það upp
fyrir mér að Gabríela er lík-
lega formóðir nýrrar kynslóðar
í íslenskri myndlist. Hún var sú
fyrsta sem sló tóninn sem við
kennum við krúttkynslóðina, kyn-
slóðina sem neitar að verða full-
orðin, blandar saman há-tækni
og lág-tækni og er að takast að
móta okkar menningarumhverfi
á nánast öllum sviðum í dag
– kvikmyndagerð, tónlist, bók-
menntum og myndlist. Kynslóð-
in sem þráir það ekta og hafnar
glóbalismanum.
Það sem Gabríela á svo sann-
arlega kemur skýrast fram í
línuteikningum hennar. Þar er
hennar mesti styrkur. Þar fel-
ast miklir áhrifavaldar dagsins í
dag og auðvitað er hún ekkert ein
á báti þar frekar en aðrir lista-
menn. Þar er verðandi sem alls
ekki hafur náð fullu risi. Þar er
miklu meiri frásaga og sannari
en í vídeóverkunum fyrir minn
smekk.
Heimur myndbandanna er samt
merkilegur, hluti af umfangs-
mikilli hefð þar sem ræturnar
liggja í einhverskonar gotík,
frá Hieronymus Bosch, gegnum
rómantík 19. aldar – Grimms-
ævintýri.
Hryllingsmyndahefðinni á
tuttugustu öld, bókmenntum
rómönsku ameríku, í austur-evr-
ópskum kvikmyndum – eins og
Jodorowsky (Kvikmynd hans Holy
Mountain var einmitt mynduð í
Mexíkó í þessum anda) eða Jan
Swankmeyer. Þetta er allt skylt.
Samtímalistamönnum eins og
Gelatin hópnum og mörgum fleir-
um. Þetta er nánast út um allt ef
maður bara opnar augun.
Það ganga kenningar um að
nútíminn sé að verða eins og
miðaldir í merkingunni að áhugi
okkar beinist inn á við – oftar
en ekki undir leiðsögn Virgils. Á
svæði óra, kynjamynda, martraða
og ofskynjana. Þar voru Grimms-
ævintýrin. Þar er Harry Potter og
Hringadróttinssaga. Mér er sagt
að uppáhaldsmynd krúttanna sé
Gremlin – allt voða sætt fram að
miðnætti en þá breytist allt í...
Það sem mér finnst óþarfi á
þessari annars um margt merki-
legu sýningu er þegar lakkhjúpur-
inn er of þykkur – eins og í hátöl-
urunum sem hanga í glugganum.
Þeir hafa misst sakleysi sitt, eru
of hannaðir.
Gabríela er klárlega einn mik-
ilvægasti myndlistamaður sam-
tímans á Íslandi en það sem er
ekta verður minna eftir því sem
„hæpið“ í kringum hana verður
meira.
Þetta er sýning til þess að fara
einn á og vera lengi að skoða.
Krúttmamman
VERSATIONS/TETRALOGIA Hluti úr verki Gabríelu Friðriksdóttur, sem nú er til sýnis í
Hafnarhúsinu.