Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 62
 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR22 menning@frettabladid.is ! Fös. 20. Jan. kl.20 Lau. 21. Jan. kl.20 örfá sæti laus Lau. 28. Jan. kl.20 Fös. 3. Feb. kl. 20 Lau. 4. Feb. kl. 20 Mind Camp eftir Jón Atla Jónasson Hátíðaropnun Sun . 22. Jan. kl 19.57 Fös. 27. Jan. kl. 19.57 Sun. 29. Jan. kl. 19.57 Námsmenn og Vörðufélagar fá miðann á Mind Camp á 1000 kr. í boði Landsbankans Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Þrið. 24. Jan.kl. 9 og 11 Uppsellt Mið. 25. Jan.kl. 9 og 11 Uppsellt Sýnt á NASA við Austurvöll Fimmtudagur 26 . janúar - Laus sæti Föstudagur 27 . janúar - Laus sæti Laugardagur 28 . janúar - Laus sæti Fimmtudagur 2 . febrúar - Laus sæti Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og í síma: 575 1550 ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ��������������������������������� �������������� ���������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ���������������������� �� ��� ������������ �������������� �� ����������� Kl. 12.30 Sigurjón Haraldsson, markaðs- og þróunarstjóri hjá AMBIA ehf., flytur fyrirlestur hjá Opna listaháskól- anum um það hvernig hægt er að gera hugverk að markaðsvöru. LHÍ, Laugarnesvegi 91, í stofu 024. „Útrás og innrás í sögulegu ljósi“ nefnist erindi sem Þór Sigfússon hagfræðingur flytur í Þjóðminjasafn- inu á morgun. Fyrirlesturinn er annar í röðinni í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands, sem hefur yfirskriftina „Hvað er útrás?“ Í erindinu mun Þór rekja hin stórauknu umsvif íslenskra fyrirtækja í útlöndum undanfarin ár og vekja máls á sögulegum forsendum þeirra. Einnig mun hann fjalla um aukna „innrás“ erlendra fyrir- tækja í íslenskt hagkerfi. Fyrir hálfum mánuði vakti upphafserindi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í fundaröðinni mikla athygli og talsvert umtal. Forseti fór fögrum orðum um „útrásina“ og verður fróðlegt að heyra næst mat hagfræðings á eðli hennar og umfangi. Þór Sigfússon er forstjóri Sjóvár. Hann er með meistaragráðu í hagfræði og hefur skrifað þrjár bækur um Ísland í útrás og alþjóðavæðingu. Hádegisfundurinn er að venju í Þjóðminjasafni Íslands og hefst klukkan 12.10. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Dagskrá fundaraðarinnar „Hvað er útrás?“ má finna á heimasíðu Sagnfræðingafélags Íslands, www.akademia.is/saga. Útrás og innrás í sögunni > Ekki missa af ... ... fyrirlestri Ilmar Stefánsdóttur myndlistarmanns hjá Opna listaháskólanum í hádeginu á morgun. Hún ætlar að fjalla um verk sín síðustu fimm árin og sýna videoverk og ljósmyndir. ... næstsíðustu óperu Mozarts, La Clemenzia di Tito, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur á tónleikum sínum á fimmtu- dagskvöldið. Með tónleikunum minnist Sinfónían þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónsnillingsins. ... sýningu Kristínar Þorkelsdóttur í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem hún sýnir tvo heima, annars vegar grafíska hönnun sína, hins vegar vatnslitamyndir. MYNDLIST LISTASAFN REYKJAVÍKUR Gabríela Friðriksdóttir Versations/Tetralogía Niðurstaða: Þetta er sýning til þess að fara einn á og vera lengi að skoða. Þessi verk Gabríelu voru sýnd sem framlag Íslands á Feneyja- tvíæringnum á síðastliðnu ári. Það eru ýmsar hugrenningar sem koma upp við skoðun á þessari sýningu. Í fyrsta lagi rennur það upp fyrir mér að Gabríela er lík- lega formóðir nýrrar kynslóðar í íslenskri myndlist. Hún var sú fyrsta sem sló tóninn sem við kennum við krúttkynslóðina, kyn- slóðina sem neitar að verða full- orðin, blandar saman há-tækni og lág-tækni og er að takast að móta okkar menningarumhverfi á nánast öllum sviðum í dag – kvikmyndagerð, tónlist, bók- menntum og myndlist. Kynslóð- in sem þráir það ekta og hafnar glóbalismanum. Það sem Gabríela á svo sann- arlega kemur skýrast fram í línuteikningum hennar. Þar er hennar mesti styrkur. Þar fel- ast miklir áhrifavaldar dagsins í dag og auðvitað er hún ekkert ein á báti þar frekar en aðrir lista- menn. Þar er verðandi sem alls ekki hafur náð fullu risi. Þar er miklu meiri frásaga og sannari en í vídeóverkunum fyrir minn smekk. Heimur myndbandanna er samt merkilegur, hluti af umfangs- mikilli hefð þar sem ræturnar liggja í einhverskonar gotík, frá Hieronymus Bosch, gegnum rómantík 19. aldar – Grimms- ævintýri. Hryllingsmyndahefðinni á tuttugustu öld, bókmenntum rómönsku ameríku, í austur-evr- ópskum kvikmyndum – eins og Jodorowsky (Kvikmynd hans Holy Mountain var einmitt mynduð í Mexíkó í þessum anda) eða Jan Swankmeyer. Þetta er allt skylt. Samtímalistamönnum eins og Gelatin hópnum og mörgum fleir- um. Þetta er nánast út um allt ef maður bara opnar augun. Það ganga kenningar um að nútíminn sé að verða eins og miðaldir í merkingunni að áhugi okkar beinist inn á við – oftar en ekki undir leiðsögn Virgils. Á svæði óra, kynjamynda, martraða og ofskynjana. Þar voru Grimms- ævintýrin. Þar er Harry Potter og Hringadróttinssaga. Mér er sagt að uppáhaldsmynd krúttanna sé Gremlin – allt voða sætt fram að miðnætti en þá breytist allt í... Það sem mér finnst óþarfi á þessari annars um margt merki- legu sýningu er þegar lakkhjúpur- inn er of þykkur – eins og í hátöl- urunum sem hanga í glugganum. Þeir hafa misst sakleysi sitt, eru of hannaðir. Gabríela er klárlega einn mik- ilvægasti myndlistamaður sam- tímans á Íslandi en það sem er ekta verður minna eftir því sem „hæpið“ í kringum hana verður meira. Þetta er sýning til þess að fara einn á og vera lengi að skoða. Krúttmamman VERSATIONS/TETRALOGIA Hluti úr verki Gabríelu Friðriksdóttur, sem nú er til sýnis í Hafnarhúsinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.