Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 66
26 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Arnar beint í byrjunarliðið
Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn
fyrir Twente sem tapaði 3-2 fyrir Ajax í
hollensku úrvalsdeildinni í gær. Arnar
gekk til liðs við félagið frá Lokeren í
vikunni en mistök hans urðu til þess að
Ajax jafnaði á lokamínútunum áður en
liðið hirti öll stigin.
Teitur Þórðarson, þjálfari KR, er hægt og
bítandi að innleiða atvinnumennskuna
í íslenska fótboltann. Hann tók upp
á því að láta leikmenn sína æfa átta
sinnum í viku, bæði morgna og
kvölds en þetta fyrirkomulag
leggst vel í leikmenn liðsins. Teiti
finnst einnig mikilvægt að menn
séu snyrtilegir til fara og því fá
allir leikmenn eins jakkaföt til
að klæðast þegar þeir eru á
vegum liðsins.
„Það getur vel verið
að það sem við
erum að gera sé
nýtt hérna en
þegar leikmenn
eru á vegum
liðsins þá er
mikilvægt að þeir geri það á virðingar-
verðan hátt,“ sagði Teitur við Fréttablað-
ið í gær. „Það er til að mynda verið að
fara út til Spánar í æfingaferð í næsta
mánuði og mér finnst mikilvægt
að liðið líti vel út. Þetta þekkist
vel hjá öllum liðum ytra, sama
hversu stór þau eru.
Mér finnst það mikilvægt að
þegar liðið er að ferðast saman þá
líti það eins út og menn séu ekki
að þvælast um í götóttum
gallabuxum og slíkum
fötum sem eru í tísku í
dag. Í vissum tilfellum
munu leikmenn verða
skyldugir til að klæðast
fötunum en ekki alltaf.
Við erum ekki bara
með jakkafötin heldur eru leikmenn líka
með æfingagalla sem við notum mikið.“
Auk þess að æfa á morgnanna og láta
leikmenn fá jakkaföt hefur hann sett
strangt bann á farsímanotkun innan
búningsherbergisins. „Það er stranglega
bannað að vera með síma í búnings-
klefanum.
Þegar leikmenn koma þangað eiga þeir
að einbeita sér að því sem þeir eru að
fara að gera, hvort sem það er æfing
eða leikur. Það er mjög truflandi og
óviðeigandi að símar séu að hringja
í tíma og ótíma. Menn eru ekki svo
mikilvægir að þeir geti ekki lagt símann
til hliðar þegar þeir eru á æfingu og
einbeitt sér að verkefninu,“ sagði Teitur
að lokum.
TEITUR ÞÓRÐARSON, ÞJÁLFARI KR, ER AÐ INNLEIÐA ATVINNUMENNSKUNA Á ÍSLANDI:
Allir leikmenn KR fá jakkaföt
> Jóhann Birnir á heimleið?
Jóhann Birnir Guðmundsson er á leið-
inni frá Örgryte í Svíþjóð og gæti snúið
heim til Íslands. Jóhann sagði við Frétta-
blaðið í gær að ef ekkert erlent lið sýndi
honum áhuga fljótlega væri líklegast að
hann kæmi heim og spilaði hér næsta
sumar. Hans gamla félag Keflavík hefur
mikinn áhuga á því að fá hann til sín
auk þess sem Íslandsmeistar-
ar FH hafa hug á að krækja í
Jóhann.
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
var á skotskónum fyrir Chelsea en
hann gerði eina mark liðsins í 1-1
jafntefli gegn Charlton. Hermann
Hreiðarsson gat ekkert gert í því
þegar Eiður Smári potaði boltan-
um yfir línuna af stuttu færi og
tók þar með forystuna fyrir Eng-
landsmeistarana.
Marcus Bent jafnaði fyrir
Charlton í síðari hálfleik í sínum
fyrsta leik fyrir félagið og liðin
sættust því á skiptan hlut. - hþh
Chelsea og Charlton skildu jöfn:
Eiður skoraði
FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson, leikmaður ÍA, er á góðum
batavegi eftir aðgerð sem hann
gekkst undir í byrjun desember.
Sigurður sleit krossband á æfingu
hjá Skagamönnum í september en
stefnir ótrauður á að spila næsta
sumar.
„Ég hjóla og lyfti mikið og svo
má ég byrja að skokka í næsta
mánuði,“ sagði Sigurður Ragnar
í gær. „Aðgerðin gekk mjög vel
og allt hefur gengið að óskum hjá
mér auk þess sem ég er í mjög
góðum höndum. Ég stefni á að ná
að spila næsta sumar og það hjálp-
ar mér mikið að hafa markmið í
endurhæfingunni. Það er þó ljóst
að ég byrja ekki að æfa fyrr en ég
hef náð mér alveg.
Það er talað um að menn geti
æft sex mánuðum eftir þessi
meiðsli og sá tími er í byrjun
júní hjá mér. Ég næ því vonandi
nokkrum leikjum í sumar.“ - hþh
Sigurður Ragnar Eyjólfsson:
Stefni á að spila
næsta sumar
EIÐUR SMÁRI Þótti besti maður vallarins í í
leikknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar unnu
öruggan sigur á KR í átta liða
úrslitum bikarkeppni KKÍ og
Lýsingar í gær en lokatölur urðu
74-98 fyrir gestina. Leikurinn var
bráðfjörugur og skemmtilegur en
nokkurs fautaskapar gætti inn á
milli og til að mynda var Omari
Westley sendur í sturtu fyrir að
gefa einum Keflvíkingnum oln-
bogaskot.
„Það er vægt til orða tekið
að segja að þetta hafi ekki verið
okkar dagur. Þetta snerist um það
hvor leikstíllinn hefði betur og
í kvöld unnu þeir og þegar Kefl-
víkingar fá að spila eins og þeir
vilja er ávallt við ramman reip að
draga,“ sagði Herbert Guðmunds-
son, þjálfari KR, eftir leikinn.
„Þeir gerðu það sem þeir vildu
og við leyfðum þeim það, þegar
það gerist verður þetta bara
útkoman. Mínir menn gáfust ekki
upp en það var bara ekki nóg, ekki
gegn toppliði eins og Keflavík,“
sagði Herbert.
„Ég er mjög ánægður með sig-
urinn. Margir spáðu okkur tapi í
þessum leik enda höfum við verið
að spila illa að undanförnu en við
lékum vel og áttum sigurinn skil-
inn,“ sagði Sigurður Ingimund-
arson, þjálfari Keflvíkinga, eftir
leikinn en þetta er hverju orði
sannara þar sem lærisveinar hans
voru fremri á öllum sviðum körfu-
boltans í gær.
„KR-ingar börðust vel og
þeirra möguleiki fólst í því að
hleypa leiknum í einhverja vitl-
eysu en við vorum einbeittir og
tókum ekki þátt í henni.“
hjalti@frettabladid.is
KR auðveld bráð fyrir Keflavík
Keflvíkingar eru komnir áfram í bikarkeppninni í körfubolta eftir öruggan
sigur á KR, 74-98, þar sem A.J. Moye var besti maður vallarins.
AJ MOEY Bandaríkjamaðurinn fór á kostum
í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI