Fréttablaðið - 23.01.2006, Side 67

Fréttablaðið - 23.01.2006, Side 67
MÁNUDAGUR 23. janúar 2006 27 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 20 21 22 23 24 25 26 Mánudagur ■ ■ LEIKIR  19.00 ÍS fær Breiðablik í heim- sókn í Iceland-Express-deild kvenna í körfubolta.  20.00 Skallagrímur og Keflavík mætast í kvennaflokki í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. ■ ■ SJÓNVARP  16.00 Ensku mörkin á Rúv. Svipmyndir úr leikjum helgarinnar úr ensku úrvalsdeildinni.  18.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Leikur Seattle Seahawks og Carolina Panthers.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.00 Ensku mörkin á Sýn. Sýnt verður úr leikjum ensku 1. deildar- innar.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn. TENNIS Andy Roddick var sleginn út á Opna ástralska mótinu í tenn- is en hann tapaði í fjórum sett- um fyrir lítt þekktum Kýpurbúa, Marcos Baghdatis. Kýpverjinn lék við hvern sinn fingur og vann Roddick sem er í öðru sæti heims- listans í tennis en Baghdatis er aðeins tvítugur að aldri. „Þetta er besti leikur sem ég hef spilað,“ sagði Baghdatis eftir sig- urinn. „Ég er algjörlega í mínum eigin heimi og þar næ ég að spila minn besta tennis. Stuðningur áhorfenda hjálpaði líka mikið og ég gæti ekki verið ánægðari með leikinn minn,“ sagði Kýpurbúinn knái í sjöunda himni eftir viður- eignina. - hþh Óvænt tíðindi á Opna ástralska: Roddick úr leik í ÁstralíuBikarkeppni KKÍ: KR-KEFLAVÍK 74-98 Stig KR: Fannar Ólafsson 19, Omari Westley 18, Pálmi Sigurgeirsson 16, Steinar Kaldal 12, Brynj- ar Þór Björnsson 9, Niels Dungal 4, Skarphéðinn Ingason 2. Stig Keflavíkur: A.J Moye 25, Magnús Þór Gunn- arsson 23, Arnar Jónsson 20, Sverrir Þór Sverrisson 9, Halldór Halldórsson 8, Guðjón Skúlason 5. SNÆFELL-NJARÐVÍK 94-98 Stig Snæfells: Nate Brown 29, Magni Hafsteins- son 23, Igor Beljanski 20, Jón Ólafur Jónsson 16. Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 39, Egill Jónasson 15, Brenton Birmingham 15, Friðrik Stefánsson 14. SKALLAGRÍMUR-ÞÓR 93-81 Stig Skallagríms: Joe Stravinski 33, George Byrd 21, Dimitar Karadsovzki 16, Pétur Már Sigurðsson 13. Stig Þórs: Mark Woodhause 19, Mario Miles 15, Jón Orri Kristjánsson 14, Helgi Freyr Margeirsson 11. DHL-deild kvenna: STJARNAN-FH 25-21 Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kærnested 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5/2, Hind Hannesdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 3/3, Kristín Clausen 3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Elizabet Kowal, 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 22. Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 6, Maja Grön- bæk 6/2, Þóra B. Helgadóttir 3, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 2, Arna Gunnarsdóttir 2/1, Eva Albrechtsen 1, Sigrún Gilsdóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 5, Laima Milia- skaite 8. VALUR-GRÓTTA 29-18 VÍKINGUR-KA/ÞÓR 24-19 STAÐAN HAUKAR 10 9 0 1 313-251 18 ÍBV 11 8 1 2 303-254 17 STJARNAN 11 8 1 2 289-247 17 Enska úrvalsdeildin: CHELSEA- CHARLTON 1-1 1-0 Eiður Smári Guðjohnsen (19.), 1-1 Marcus Bent (59.). MAN. UTD. -LIVERPOOL 1-0 1-0 Rio Ferdinand (90.). STAÐA EFSTU LIÐA CHELSEA 23 20 2 1 49-12 62 MAN UTD 23 14 6 3 42-20 48 LIVERPOOL 21 13 5 3 29-12 44 TOTTENHAM 23 11 8 4 31-19 41 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Leikur Stjörnunnar og FH í Ásgarði var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik og var staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leik- urinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum hand- boltans. Staðan í hálfleik var 11- 10, Stjörnunni í vil. Stjörnustúlkur komu gríðarlega sterkar inn í seinni hálfleik og komust í 16-11 á fyrstu tíu mín- útum leiksins. Þar skipti mestu góð vörn og frábær markvarsla Jelenu Jovanovic. Eftir þetta var ekki spurning hvar sigurinn myndi enda og unnu Stjörnustúlk- ur sannfærandi sigur 25-21. Aðalsteinn Eyjólfsson var að vonum ánægður með sína leik- menn eftir leikinn. „Það var frá- bært að sjá stelpurnar hér í kvöld. Þær tóku sig verulega á eftir tvo slaka leiki og ég er hæstánægð- ur með þær. Við spiluðum góða vörn og markvarslan var einnig frábær. Mér fannst við vera mun betri allan seinni hálfleikinn og að mínu mati verðskulduðum við þennan sigur.“ - toh Baráttuglaðar Stjörnustúlkur innbyrtu góðan sigur á liði FH 25-21: Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri FÓTBOLTI Leikurinn á Old Traff- ord var kaflaskiptur en lánleysi Liverpool-manna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirð- ur á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasek- úndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd. ekki ætla að ofmetnast með þessum sigri. „Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda,“ sagði Ferd- inand. Ryan Giggs, sem átti snilldar- legu aukaspyrnuna sem gaf mark Ferdinand, sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um að það mætti aldrei gefast upp. „Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmti- legra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslit- um,“ sagði Giggs. Rafael Benítez, stjóri Liver- pool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. „Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndi- sóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leik- inn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna,“ sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn. - hþh Ferdinand afgreiddi Liverpool Rio Ferdinand skoraði eina markið á Old Trafford í stórslag helgarinnar í enska boltanum. Manchester United er því fjórum sigum á undan Liverpool. SIGURMARKIÐ Rio Ferdinand sést hér stanga boltann glæsilega inn í mark Liverpool á síðustu mínútu leiksins í gær. Jose Reina var með fingurna í boltanum en skallinn var einfaldlega of fastur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.