Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 23.01.2006, Qupperneq 70
 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR30 Ólafur F. Magnússon, forsprakki Frjálslynda flokksins í borginni, lét sig ekki muna um að standa úti í horni á tónleikum sveitarinnar Ampop á Nasa á fimmtudagskvöldið til að geta fylgst með syni sínum Kjartani Ólafssyni en hann spilar á hljómborð í sveitinni. Rás 2-gengið, Óli Palli og Andrea Jóns, var að sjálfsögðu mætt á staðinn og þá létu þeir handknattleikskapparnir Róbert Gunnarsson, Snorri Steinn Guð- jónsson og Hreiðar Guðmundsson tapið gegn Frökkum ekki á sig fá heldur hlýddu hugfangnir á íslenska tóna. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 bætur 6 íþróttafélag 8 hvers vegna 9 dýrahljóð 11 keyri 12 mjólkurafurð 14 árás 16 til 17 skýra frá 18 almætti 20 kringum 21 nabbi. LÓÐRÉTT 1 ólmur 3 eftir hádegi 4 tundur 5 kven- kyns hundur 7 þjakaður 10 blóm 13 form 15 lærðu 16 siða 19 tveir eins. LAUSN �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� �� ��� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������� �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ HRÓSIÐ ...fær Ágústa Eva Erlendsdóttir fyrir að fá hlutverk í myndinni Mýr- inni. Hún mun leika dóttur Erlends rannsóknarlögreglumanns. FRÉTTIR AF FÓLKI Leikstjórinn Börkur Sigþórsson gerði nýverið tónlistarmyndband við nýjasta smáskífulag Richards Ashcroft, Break the Night with Color. Lagið er tekið af þriðju sólóplötu Ashcrofts, sem áður var í hljómsveitinni The Verve. Börkur er orðinn virtur mynd- bandaleikstjóri úti í Bretlandi því hann hefur áður leikstýrt fyrir Supergrass og Thirteen Senses. Hér heima hefur hann stýrt myndbönd- um fyrir Mínus, Maus og Quarashi. Það má allt eins búast við að götur lands muni tæmast og að sjónvarpssófar fyllast næstkomandi fimmtudag þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur leik í Evrópu- keppni landsliða í Sviss, en landsliðið stefnir nú óðfluga í hæstu stjörnuhæðir „strákanna okkar“ á níunda ára- tugnum.“Þetta er sterkasta handboltamót veraldar, með sextán sterkustu liðum heims,“ segir íþróttafréttamað- urinn Guðjón Guðmundsson, sem einnig er fyrrum aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Bogdans og faðir Snorra Steins Guðjónssonar, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Keppnin er sterkari en bæði heimsmeistaramót- ið og ólympíuleikarnir því í henni eru engin aukalið frá hinum heimsálfunum. Evrópuþjóðirnar hafa enn talsverða yfirburði í handbolta enda íþróttin upprunn- in í Evrópu á síðustu öld. Það voru Danir og Tékkar sem fundu upp handboltann, og á stríðsárunum létu Þjóðverjar hermenn sína spila handbolta til að halda sér í formi,“ segir Guðjón og minnist þess er liðin voru skipuð ellefu leikmönnum og leikir háðir á fótboltavöll- um í kringum 1950, en Danir og Tékkar komu með sjö manna liðin síðar. „Íslendingar teljast nú á bilinu tíu til sextán á heimslistanum. Ég spái því að Ísland komist upp úr riðli sínum sem er afar erfiður, því liðið er bæði gott og afar samkeppnishæft, auk þess að verða alltaf betra og betra,“ segir Guðjón um íslenska landsliðið, en í Evrópukeppninni getur allt gerst. „Úrslitin þykja mér fyrirsjáanleg að því leyti að ég spái því að Frakkland komist örugglega í úrslit og mæti þá annaðhvort Króötum eða Spánverjum, en þetta eru þrjú bestu liðin í dag,“ segir Guðjón, en í riðli með Íslendingum eru Ungverjar, Danir og Serbar og Svart- fellingar. „Þetta verða allt jafnir og erfiðir leikir,“ segir Guðjón sem sér fram á viðlíka áhuga á keppninni nú og var í kringum stjörnulið Íslendinga á árunum 1984 til 1990. „Með fullan mannskap eigum við nú mjög áþekkt lið en reyndar voru í hinu liðinu bæði stærri leikmenn og betri markmenn. Leikmennirnir í dag eru síst lakari og innanborðs eru fleiri atvinnumenn, og því ekkert að ótt- ast enda liðið á mikilli uppleið,“ segir Guðjón um strák- ana sem spila fyrstu leiki sína á fimmtudag, föstudag og sunnudag, þegar riðlinum lýkur. „Í úrslitaleik B-heimsmeistara- keppninnar í Frakklandi 1989 horfðu 89 prósent þjóðarinnar á útsendinguna. Almennt séð hefur handboltalandsliðið topp- að allt í áhorfi og þegar vel gengur liggur þjóðin sem límd við skjáinn. Þetta er bráðnauðsynleg skemmt- un, enda þekkja Íslend- ingar leikinn og skilja vel, auk þess að hafa á honum skemmtilegar skoðanir.“ SÉRFRÆÐINGURINN GUÐJÓN GUÐMUNDSSON SPÁIR ÍSLENSKA LANDSLIÐINU VELGENGNI Áfram Ísland! 1. Ibrahim Rugova. 2. Ásthildur Helgadóttir. 3. 36-30 Frakklandi í vil. [ VESTU SVARÐ ] Stefán Karl Stefánsson heimsótti fimmtu bekkinga í Bunceton-skól- anum í Bandaríkjunum en hann er að undirbúa stofnun Regnboga- samtök þar í landi. Veftímaritið The Sedalia Democrat greindi frá heimsókn leikarans en krakkarn- ir höfðu staðið fyrir söfnun til að leggja samtökunum lið sem og að hjálpa fórnarlömbum fellibyls- ins Katrínu sem reið yfir New Orleans á síðasta ári. Stefán ræddi við þau um einelti og hvatti þau til að láta engan annan segja sér hver þau væru. „Ef einhver segir að þú sért ljótur ekki segja neitt heldur hugsaðu: ég er ekki ljótur heldur sætur,“ hefur blaðið eftir honum. Persóna Stefáns, Glanni glæpur, er í miklum metum hjá bandarísk- um krökkum en Latibær hefur verið sýndur við miklar vinsældir í Bandaríkjunum. Stefán er búsettur í Kaliforníu og þegar Fréttablaðið náði tali af honum var kalt í fylkinu. „Vetur- inn er að klárast hjá okkur núna þannig að þetta er mjög óvenju- legt,“ sagði leikarinn en hann var að drekka morgunkaffið sem reyndar helltist niður meðan á samtalinu stóð. „Samtökin hafa alltaf ætlað sér stóra hluti og nú er þetta að verða að veruleika,“ útskýrir hann en krakkarnir í Bunceton voru þeir fyrstu sem lögðu málstaðnum lið í Bandaríkj- unum. „Það var fyrst og fremst frumkvæði þeirra sem varð til þess að ég fór þangað,“ bætir Stef- án við en gríðarleg fátækt ríkir í þessum bæ sem er mitt á milli Kansas City og St. Louis. „Rúm- lega áttatíu prósent nemenda búa undir fátækramörkum og þrjátíu og fimm prósent hafa átt í ein- hvers konar fíkniefnavandræð- um,“ útskýrir leikarinn og segir jafnframt að mesta heimafram- leiðsla af krakki sé á þessu svæði. Tilefnið hafi því verið ærið sama hvernig litið væri á hlutina. Það hefur ekki farið eins mikið fyrir Regnbogabörnum og oft áður en Stefán hefur sínar skýringar á því. Hann er ómyrkur í máli í garð stjórnvalda hér á landi sem séu markvisst að reyna að bæla niður þessi samtök. „Við tölum fyrir daufum eyrum stjórnvalda en það hefur líka sýnt sig að mál- efni unglinga eru látin sitja á hak- anum enda hlýtur fólk sem vinnur með þeim enga umbun fyrir gott starf,“ segir Stefán og augljóst að honum er mikið niðri fyrir. „Þetta eru samtök fyrir börn, unglinga og fólk sem á um sárt að binda,“ heldur hann áfram. Stefán segir að aðilar í Kanada hafi sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og þá hafi stjórnvöld og fyrirtæki í Banda- ríkjunum verið með fálmarana úti til að finna einhverja leið. „Við stefnum að því að opna samtökin hér úti í haust með pompi og prakt og framhaldið verður síðan að koma í ljós.“ freyrgigja@frettablaðið.is GLANNI GLÆPUR Persóna Stefáns í Latabæ er vinsæl þrátt fyrir illmennsku sína og nú nýtist sú frægð til góðs því Regnbogabörn verða væntanlega stofnuð í Bandaríkjunum með haustinu. STEFÁN KARL STEFÁNSSON: STOFNAR REGNBOGABÖRN Í BANDARÍKJUNUM Nýtir frægð Glanna glæps Útvarpsstöðin X ið – 977 hélt sína árlegu X-mas tónleika fyrir jól. Þótt tilgangurinn hafi vissulega verið sá að skemmta áhorfend- um með nýstárlegum útgáfum af sígildum jólalögum gafst gestum kostur á að styrkja gott málefni. Aðgangseyrinn rann til styrktar Foreldrahúsum og ef fólk vildi gat það látið hærri upphæð af hendi rakna. Á föstudaginn afhentu þeir Frosti Logason og Þorkell Máni, frá útvarpsstöðinni, þeim Þór- dísi Sigurðardóttur og Jórunni Magnúsdóttur, fulltrúum For- eldrahúsa, ávísun að upphæð 350 þúsundum króna. Að sögn Frosta urðu Foreldrahús fyrir valinu vegna þess að þetta fannst þeim vera brýnasti málaflokkurinn. „Þegar við litum yfir hópinn þótti okkur þetta vera besti kosturinn,“ útskýrir Frosti en stöðin hefur sífellt verið að sýna á sér nýja hlið. „Við höfum reyndar alltaf gefið af okkur um jólin en það er rétt, þetta er líka hluti af breyttri ímynd stöðvarinnar. Við viljum sýna að starfsfólk stöðvarinnar sé gott inn við beinið þrátt fyrir kannski hörkulegt útlit.“ Frosti segist vera hrifinn af því að For- eldrahús hvetji unglinga til að láta af vímuefnanotkun og segir góða vísu sjaldan of oft kveðna. Einhverjr breytingar hafa átt sér stað á dagskrá stöðvarinnar en Þorkell Máni er sagður hafa rokið út í fússi úr hljóðveri stöðv- arinnar og sagt skilið við morgun- þáttinn sem hann stjórnaði ásamt Gunnari Sigurðssyni. „Þetta er kannski full sterkt til orða tekið en hann var víst orðinn þreyttur á stjörnustælunum í Gunna eftir að hann byrjaði í Strákunum,“ segir Frosti og hlær. Morgunþættinum hefur því verið úthlutaður nýr liðsmaður en það er Viðar Ingi Pétursson og Máni róaður með eigin þátt þar strax á eftir. Þá segir dagskrárstjórinn að allir sérþættir hafi verið færðir fram um klukkutíma en þeir fjalla um allar stefnur tónlistarinnar, frá hipp hoppi til metalrokks. - fgg Rokkhundarnir láta gott af sér leiða GOTT MÁLEFNI Frosti Logason og Þorkell Máni standa hér með þeim Jórunni Magnúsdóttur og Þórdísi Sigurðardóttur frá Foreldrahúsum. FRÉTTABLAÐIÐ / AÐSEND MYND LÁRÉTT: 2 sekt, 6 fh, 8 hví, 9 urr, 11 ek, 12 rjómi, 14 ásókn, 16 að, 17 tjá, 18 guð, 20 um, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 æfur, 3 eh, 4 kveikju, 5 tík, 7 hrjáður, 10 rós, 13 mót, 15 námu, 16 aga, 19 ðð. Ofurskutlan Andrea Róberts sjón-varpskona er lögð af stað í þriggja mánaða ævintýraferð. Þetta er ekki hefðbundið ferðalag á neinn hátt en daman ætlar að ferðast ein síns liðs um framandi slóðir. Fyrsti áfangastaður er Mumbai á Indlandi en stefnan er að heimsækja Taíland, Laos, Kambódíu og Víetnam. Meðan á ævintýraferðinni stendur heldur Andrea úti bloggsíðu þar sem hún lætur gamminn geisa. Ekki er langt í Andreuhúmorinn eins og glöggir lesendur bloggsíðunnar hafa orðið vitni að: „Í sambandi við skynfærin, það er svo fyndið að hér er mikil lykt af öllu og engu en ef ég tjúna í tónlistinni þá finn ég hana síður - bara smá pæling. Hugsaði einmitt út í þetta lyktardæmi sem allir voru búnir að segja mér frá og hló þegar það var engin lykt í flugvél sem var full af Indverjum en svo kemur Andrea og opnar harð- fiskpoka í vélinni (óvart) og ... jam ... hvað getur maður sagt?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.