Fréttablaðið - 30.01.2006, Síða 6
6 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR
SKIPULAGSMÁL „Afstaða mín er
alveg skýr, ég vil að flugvöllur-
inn fari úr Vatnsmýrinni og að
innanlandsfluginu verði fundinn
nýr staður í Reykjavík eða næsta
nágrenni en ekki í Keflavík,“ segir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félagsmenn Samtaka um betri
byggð hafa skorað á borgarstjórn-
arflokk og frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins að koma fram með
skýra og einarða afstöðu í Vatns-
mýrarmálinu. Þeir segja að Vil-
hjálmur hafi sagst vilja flugvöllinn
burt úr Vatnsmýrinni en svo bætt
því við að borgaryfirvöld yrðu að
vinna málið í samvinnu við sam-
gönguyfirvöld ríkisins sem hefðu
yfirstjórn og ábyrgð á þessum
málum og ættu 40 prósent af land-
inu í Vatnsmýri. Segja félagsmenn
samtakanna að þar hafi Vilhjálmur
slævt fyrirheitið og því næst gefið
samgönguyfirvöldum sjálfdæmi í
málinu.
„Þetta er byggt á misskilningi,“
svarar Vilhjálmur. „Samgöng-
uyfirvöld bera ábyrgð á rekstri
flugvallarins og ábyrgð á kostnaði
byggingar nýs flugvallar og einnig
á ríkið 40 prósent af landinu svo við
hljótum að vinna þessi mál í sam-
vinnu við þau. Hins vegar er það
alveg skýrt að skipulagsvaldið er í
höndum borgarinnar.“ Hann segir
ekki hægt að nefna ákveðið ár sem
flugvöllurinn ætti að vera farinn en
hann kysi þó að það yrði innan tíu
ára.
- jse
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um Vatnsmýrina:
Flugvöllurinn fari
burt innan tíu ára
GEÐHEILBRIGÐI Það er þörf fyrir
græðandi mannleg samskipti og
það verður að rjúfa vítahring-
inn sem geðsjúkir lifa í með fjöl-
breyttum úrræðum og fjármagni.
Þetta er meðal þess sem kom fram
í máli dr. Páls Biering, geðhjúkr-
unarfræðings, þegar hann ásamt
meðhöfundum sínum, Guðbjörgu
Daníelsdóttur og Arndísi Jónsdótt-
ur, kynntu niðurstöðu rannsóknar
á þjónustuþörfum geðsjúkra og
reynslu þeirra af geðheilbrigðis-
þjónustu á Íslandi, sem unnin var
á vegum Rauða kross Íslands og
Geðhjálpar.
Dr. Páll lagði á það þunga
áherslu að geðsjúkir væri sá hópur
í samfélaginu sem minnst má sín.
Mikill meirihluti þátttakenda í
rannsókninni, eða 80,3 prósent,
hafði minna en 150.000 krónur í
tekjur á mánuði og tekjur margra
ná ekki 100.000 þúsund krónum á
mánuði. Sterk tengsl voru á milli
menntunar og tekna en 10,1 pró-
sent höfðu ekki lokið grunnskóla-
menntun og aðeins 11,7 prósent
höfðu háskólamenntun. Það ein-
kennir líka félagslegar aðstæður
geðsjúkra að einungis þriðjungur
var giftur eða í sambúð.
Rannsóknin leiddi í ljós að
félagsleg einangrun geðsjúkra er
mikil og þeir mæta víða fordómum.
Þeir sem búa einir standa þó verr
í þessu tilliti en sá hópur sem var
giftur eða í sambúð. Einangrunin
og fordómarnir bitna líka frekar
á þeim sem hafa minnstu tekjurn-
ar og þeim sem búa á höfuðborg-
arsvæðinu. Hugsanleg skýring á
minni einangrun á landsbyggð-
inni er að nánd fólks er þar meiri.
Sama gildir um fordóma.
Rannsóknin var unnin til þess
að afla þekkingar sem styðjast
má við til að bæta þjónustuna við
geðsjúka og aðstandendur þeirra.
Einnig var ætlunin að afla upplýs-
inga sem hið opinbera og fagaðilar
gætu haft til hliðsjónar við stefnu-
mótun og setningu markmiða.
„Hér er um það að ræða að
stilla saman strengi og að þeir sem
glíma við vandamálið sem og fag-
fólk vinni saman. Við sjáum mörg
úrræði um allt samfélagið, en þau
eru hist og her, eylönd sem þarf að
tengja saman til að snúa málum til
betri vegar,“ sagði Sveinn Magnús-
son, framkvæmdastjóri Geðhjálp-
ar, og kallar til allra sem að þessu
máli koma um samstillt átak til
úrbóta. svavar@frettabladid.is
Geðsjúkir fastir í vítahring
Brýnt er að rjúfa félagslega einangrun, uppræta fordóma og bæta menntun og efnahag geðsjúkra á Íslandi.
Þetta er meðal þess kemur fram í rannsókn á þjónustuþörfum geðsjúkra.
SVEINN MAGNÚSSON Framkvæmdastjóri
Geðhjálpar kallar á samstillt átak til úrbóta.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GEÐHJÁLP Margir geðsjúkir einstaklingar eru hjálparþurfi. Stærstur hluti geðsjúkra hefur
minna en 150.000 krónur í mánaðartekjur og einungis þriðjungur er giftur eða í sambúð.
NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Vilhjálmur
segir stefnu sína og Sjálfstæðisflokksins
skýra í Vatnsmýrarmálinu en það verði hins
vegar að vinna það með samgönguyfir-
völdum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKOÐANAKÖNNUN Niðurstöður nýrr-
ar skoðanakönnunar um fylgi flokk-
anna sýna að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur 44,7 prósenta fylgi og er það
mesta fylgi sem flokkurinn hefur
mælst með á kjörtímabilinu. Spurt
var hvað menn myndu kjósa ef
gengið væri til kosinga á morgun.
Sama könnun sýndi að Sam-
fylkingin fengi 23,6 prósenta
fylgi, Vinstrihreyfingin - grænt
Framboð 18,1 prósent, Framsókn-
arflokkurinn 9,6 prósent og Frjáls-
lyndi flokkurinn fengi 3,2 prósenta
fylgi.
Könnunin var gerð af Félagsvís-
indastofnun fyrir Morgunblaðið og
fór fram dagana 18. til 25. janúar.
Svarhlutfall var 70,6 prósent. - jóa
Fylgi Sjálfstæðisflokks:
Ekki meira á
kjörtímabilinu
KJÖRKASSINN
Var rétt að svipta Ólaf Geir Jóns-
syni titlinum Herra Ísland?
Já 62,3%
Nei 37,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG?
Kaust þú í undankeppni Eurov-
ision á laugardag?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
SVEITASTJÓRNARMÁL „Þetta aum-
ingja fólk á bágt,“ segir Gunnar
I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi um ásakanir bæjarfulltrúa
Samfylkingarinnar þess efnis að
meirihluti Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks í bæjarstjórn fari
með blekkingar og rangfærslur í
bæklingi sem dreift var í öll hús í
bænum í síðustu viku.
Bæklingurinn var í nafni bæj-
arstjórnar Kópavogs og hafði
yfirskriftina Skattar lækka í
Kópavogi. Sem dæmi nefna bæj-
arfulltrúar Samfylkingarinnar að
það sé ekki rétt að fasteignagjöld
hafi lækkað í Kópavogi eins og
haldið er fram í bæklingnum.
„Við erum einfaldlega að
útskýra fyrir bæjarbúum hvern-
ig fasteignaskattar eru lækkaðir.
Það er della að halda því fram
að fasteignagjöld hafi ekki lækk-
að. Þetta fólk þarf einfaldlega að
læra að reikna,“ segir Gunnar. -bs
Saka Gunnar um blekkingar:
Fólkið á bágt
GUNNAR I. BIRGISSON Vísar ásökunum
minnihlutans til föðurhúsanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA
ÍTALÍA, AP Var Jesús Kristur til?
Ítalskur dómstóll mun í dag, mánu-
dag, úrskurða hvort 76 ára gamall
ítalskur prestur þurfi að mæta
fyrir rétt fyrir að halda því fram að
Jesús hafi verið til.
Luigi Cascioli, gamall skóla-
bróðir prestsins og svarinn guð-
leysingi, segir kaþólsku kirkjuna
hafa blekkt fólk í 2.000 ár með sög-
unni um Jesú, og hefur hann kært
séra Enrico Righi fyrir að styðja þá
blekkingu.
Cascioli kærði Righi árið 2002
eftir að presturinn skrifaði í frétta-
bréf sóknarinnar að Jesús hafi
verið til og hafi verið sonur hjón-
anna Maríu og Jóseps. Cascioli
heldur því fram að Righi hafi brotið
tvenn ítölsk lög - hann hafi blekkt
fólk í sviksamlegum tilgangi og
hagnast á því að gefa öðrum aðila
rangt nafn. Jafnframt segir hann
kaþólsku kirkjuna hafa grætt fé á
blekkingunni.
Cascioli sjálfur hefur ekki mikla
trú á framgangi málsins í hinu
kaþólska heimalandi sínu, en seg-
ist hins vegar vera að fylgja þeim
lagalegum skrefum sem honum ber
svo hann geti kært kirkjuna fyrir
Mannréttindadómstól Evrópu. - smk
Deilumál ítalsks prests og skólabróður hans:
Réttur sker úr um tilveru Jesú
JESÚS KRISTUR Málverk af Jesú. Ítalski
guðleysinginn Luigi Cascioli segir talsmenn
kaþólsku kirkjunnar ljúga að fólki þegar
þeir halda því fram að Jesús hafi verið til.
Vöruflutningabíll brann Eldur
varð laus í vöruflutningabíl á bænum
Svínavatni í Árnessýslu um miðjan dag í
gær og skemmdist hann mikið. Lögregla
og slökkvilið komu fljótt á vettvang og
gekk slökkvistarf vel. Engin slys urðu á
fólki en talið er að eldurinn hafi kviknað
út frá rafmagni.
LÖGREGLUFRÉTT
Stefán vann Skeljungsmótið Stef-
án Kristjánsson sigraði á Skeljungsmót-
inu í skák sem haldið var á skákþingi
Reykjavíkur um helgina. Stefán hlaut
átta vinninga af níu mögulegum en í
öðru sæti varð Bragi Þorfinnsson úr
Taflfélagi Reykjavíkur með sjö og hálfan
vinning.
SKÁK
TÍFLIS, AP Jarðgas frá Rússlandi tók
aftur að berast til Georgíu í gær
eftir að viðgerð lauk á stærstu
gasleiðslunni þangað. Leiðslan
rofnaði vikuna áður í sprengingu
sem ekki hefur enn verið upplýst
hvernig atvikaðist.
Gasskorturinn og rofnar raf-
línur af völdum vetraróveðurs
hafa valdið mikilli orkukreppu
í landinu. Forsætisráðherrann
Zurab Nogaideli endurtók í gær
ásakanir í garð Rússa um að þeir
hefðu vísvitandi farið sér hægt í
að gera við gasleiðsluna. Georg-
íustjórn samdi í millitíðinni við
Írana um að kaup á neyðarbirgð-
um af gasi. ■
Orkukreppan í Georgíu:
Rússneskt gas
berst á ný