Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 10
10 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR
SAMGÖNGUR Lenging Akureyr-
arflugvallar er forsenda fyrir
millilandaflugi frá Akureyri yfir
vetrarmánuðina. Iceland Express
mun fljúga á milli Akureryar og
Kaupmannahafnar í sumar og
stefnir á flug á milli Akureryar og
London með haustinu.
Í sumar hefst beint áætlun-
arflug Iceland Express á milli
Akureyrar og Kaupmannahafnar.
Flogið verður tvisvar í viku fram
á haust en Birgir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Express,
segir félagið hafa vilja til að nýta
Akureyrarflugvöll árið um kring.
„Við stefnum á að bjóða upp á
beint flug á milli Akureyrar og
London með haustinu og fljúga
þá hugsanlega einu sinni í viku til
Kaupmannahafnar og einu sinni
til London. Því er mikilvægt að
huga nú þegar að lengingu flug-
brautarinnar. Slík framkvæmd
er allt að því forsenda fyrir milli-
landaflugi frá Akureyri yfir vetr-
armánuðina en þá geta aðstæður
kallað á lengri flugbraut vegna
bremsuskilyrða,“ segir Birgir.
Njáll Trausti Friðbertsson, við-
skiptafræðingur og flugumferð-
arstjóri, hefur kannað möguleika
á millilandaflugi til og frá Akur-
eyri. Niðurstaða hans er að Akur-
eyrarflugvöllur sé vannýttur og
nauðsynlegt að lengja flugbraut-
ina til að skapa forsendur fyrir
aukinni nýtingu. „Akureyrarflug-
völlur uppfyllir allar helstu kröf-
ur flugrekstraraðila aðrar en flug-
brautarlengd. Völlurinn er 1.940
metrar en með því að lengja hann
í 2.400 metra munu fleiri tegundir
flugvéla geta notað völlinn og þar
með yrði hann til dæmis hentugri
fyrir lággjaldaflugfélög. Leng-
ingin kostar 300 til 350 milljónir
króna eða svipað og tíu til fimmt-
án kílómetra vegaspotti,“ segir
Njáll Trausti.
Iceland Express hyggst nota
Boeing MD 90 í millilandaflugið
frá Akureyri en þær vélar taka
167 manns í sæti. „Eins og staðan
er núna þurfum við að fá undan-
þágu fyrir vélarnar okkar en unnið
er að því að hækka burðarþolsmat
brautarinnar,“ segir Birgir.
Til að fullnægja alþjóðlegum
kröfum um endaöryggissvæði
verður í ár byggt 90 metra langt
og 90 metra breitt svæði við suð-
urenda flugvallarins og sambæri-
legt svæði við norðurendann á
næsta ári.
Í Samgönguáætlun 2005 til 2008
er hins vegar ekki gert ráð fyrir
lengingu flugbrautarinnar; ein-
ungis að gerð verði könnun á þörf
fyrir lengingu flugbrautarinnar
ásamt fyrstu áætlun um kostnað
við slíka framkvæmd.
kk@frettabladid.is
Akureyri tengist Evrópu
Nauðsynlegt er að lengja Akureyrarflugvöll til að hægt sé að fljúga millilandaflug frá Akureyri yfir vetrar-
mánuðina. Iceland Express mun fljúga á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar og stefnir á flug til
London með haustinu.
AKUREYRARFLUGVÖLLUR Njáll Trausti
Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flug-
umferðarstjóri, segir nauðsynlegt að lengja
flugbrautina um 460 metra. Kostnaður við
slíka framkvæmd er áætlaður 300 til 350
milljónir króna.
AKUREYRI Á TOPPNUM Bigir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir félagið
hafa vilja til að nýta Akureyrarflugvöll árið um kring. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á
Akureyri, fagnar því og bendir á að Akureyri tróni nú á toppnum á áætlunarkorti Iceland
Express. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
LÖGREGLA Skráðum fíkniefnabrot-
um í umdæmi lögreglunnar í Hafn-
arfirði fjölgaði um 102 prósent frá
árinu 2002 til 2005, úr 126 málum
í 254. Ástæða þessarar fjölgunar
er sú að árið 2003 var ákveðið að
breyta áherslum í þessum mála-
flokki og taka af meiri festu á því
alvarlega ástandi sem þá var að
verða í umdæminu.
Að sögn Ásgeirs Ó. Guðnasonar
varayfirlögregluþjóns var ákveð-
ið að allir lögreglumenn embætt-
isins kæmu að þessum málaflokki
og rannsökuðu þau mál sem upp
kæmu. Enn fremur að snúa vörn
í sókn með því að efla forvarnir
og fyrirbyggjandi aðgerðir í sam-
vinnu við félagsmálayfirvöld,
skólana á svæðinu og foreldra.
Markmiðið var að finna einstakl-
inga í vanda og koma í veg fyrir
að þeir leiddust út í aukna neyslu
og glæpi.
Ásgeir segir að það sé alltaf
erfitt að meta árangur aðgerða
sem þessara en hafa beri í huga
að fjöldi skráðra mála sé ekki
sönnun þess að vandinn sé að auk-
ast heldur er hann sýnilegri vegna
aðgerða lögreglu. Þetta hafi verið
markmiðið; að fá betri mynd af
vandanum. Það sé líka uppörv-
andi að tölur frá Rannsóknum
& greiningu, sem sérhæfir sig í
rannsóknum á ungu fólki, bendi til
minnkandi vímuefnaneyslu barna
og unglinga í Hafnarfirði.
- shá
Átak lögreglu í Hafnarfirði í fíknefnamálum skilar góðum árangri:
Tvöfalt fleiri fíkniefnamál
FJÖLDI FÍKNAEFNAMÁLA 2000 - 2005
BIRGIR JÓNSSON Framkvæmdastjóri
Iceland Express segir að félagið muni
ekki guggna á fluginu á milli Akureyrar
og Kaupmannahafnar þótt sætanýtingin
verði ekki fullnægjandi í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/KK
SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hefur fellt úr
gildi fyrri úrskurð Samkeppnis-
eftirlitsins frá því í haust að heil-
brigðisyfirvöldum beri að ganga
til samninga við klíníska sálfræð-
inga.
Var það mat Samkeppniseftir-
litsins að ellegar myndi samkeppni
skaðast, en áfrýjunarnefndin
komst að annarri niðurstöðu og
felldi úrskurðinn úr gildi. Segir
nefndin að heilbrigðisráðherra sé
í sjálfsvald sett hvort samið verði
við sálfræðinga. Tryggingastofn-
un greiðir hluta kostnaðar þeirra
er leita til geðlækna en ekkert til
þeirra er sækja þjónustu sálfræð-
inga utan stofnana.
- aöe
Klínískir sálfræðingar:
Úrskurður
felldur úr gildi
FÍKNIEFNI Neysla barna og unglinga í Hafn-
arfirði fer minnkandi. Þetta er sameiginlegu
átaki að þakka.
16
9
12
6
15
7
2003
2002
2000
96
2001
20
1
2004
25
4
2005
Þrátt fyrir að farmiðasala í áætlunarflug
Iceland Express á milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar hefjist ekki fyrr en
á næstu dögum segist Birgir Jónsson,
framkvæmdastjóri félagsins, þegar
verða var við mikinn áhuga erlendis.
„Við höfum fengið mikla svörun frá
samstarfsaðilum okkar í Þýskalandi og
ljóst að margir Þjóðverjar munu nýta
sér flugið á milli Kaupmannahafnar og
Akureyrar,“ segir Birgir.
Fyrsta brottför frá Akureyri verður
30. maí og binda hagsmunaaðilar á
Akureyri miklar vonir við flugið. „Þetta
mun styrkja ferðaþjónustuna á Akur-
eyri verulega og mikilvægt að hægt
sé að fljúga út frá Akureyri og enda í
Keflavík eða öfugt,“ segir Páll Sigurjóns-
son, framkvæmdastjóri KEA hótela.
Birgir segir Iceland Express tilbúið til
samstarfs við heimamenn við markaðs-
setningu erlendis. „Við hugsum þetta
verkefni til lengri tíma og munum ekki
gefast upp þótt sætanýtingin verði ekki
fullnægjandi í sumar,“ segir Birgir.
- kk
Beint flug Iceland Express um Akureyrarflugvöll:
Þjóðverjar áhugasamir
MÚSLIMABRÚÐUR Á INDLANDI Brúður í
fjöldabrúðkaupi múslima í Admadabad á
Indlandi í gær. 151 par var gefið saman í
einu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FERÐAMÁL Um 2000 Kínverjar munu
líklega koma hingað til lands í brúð-
kaupsferð á tímabilinu mars til maí
nú í vor. Þetta kemur fram á frétta-
vef Félags leiðsögumanna. Sérstök
samninganefnd er nú í Kína að
leggja lokahönd á samningana.
Stefán Helgi Valsson, ritstjóri
fréttavefsins, segir að þeir muni
koma hingað í 200 manna hópum í
hverri viku á tímabilinu og gista á
Hótel Loftleiðum.
Hann segir að mikil hjátrú fylgi
brúðkaupum þar í landi þar sem
tölur og litir skipa mikilvægan sess.
Þessu verða gestgjafarnir að mæta
og skaffa rauð rúmföt fyrir pörin
nýgiftu og einnig verður að passa
upp á að hótelhæðin og númer á
herbergjunum stangist ekki á við
kínverskar hefðir. Einnig segir
Stefán að gestgjafarnir munu mæta
matarvenjum kínverjanna með því
að bjóða upp á kínverskan mat.
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
hótelstýra staðfestir að þessar við-
ræður séu í gangi en þær verða til
lykta leiddar á mánudag.
Ef af verður koma brúðhjónin
væntanlega með leiguflugi Flug-
leiða á vegum Íslandsferða. - jse
Sérstakar brúðkaupsferðir til Íslands í vor:
Von á 2000 Kínverjum
KÍNVERSKT PAR Ísland virðist skipa
rómantískan sess í Kína. Um tvö þúsund
brúðhjón hyggjast koma hingað til lands í
brúðkaupsferð.
HLUTABRÉF Nýskráningum hluta-
og einkahlutafélaga fjölgaði um
tæp sautján prósent frá árinu 2004
til og með 2005.
Rúmlega sjötíu prósent
nýskráninga félaga eru með lög-
heimili á höfuborgarsvæðinu en
nýskráningum hefur þó fjölgað
mest á Suðurlandi og Suðurnesj-
um, eða um tæp fjörutíu prósent.
Nýskráð hluta- og einkahluta-
félög voru 2938 á síðasta ári en
2517 árið 2004. Búist er við því að
skráning nýrra félaga verði áfram
mikil á þessu ári.
- mh
Nýskráning hlutafélaga:
Fjölgað um
sautján prósent
Náðist með milljónir Þjóðverji, sem
var á flótta undan réttvísinni með 2,1
milljónir evra, andvirði um 157 milljóna
króna, í farteskinu, náðist í rúmensku
höfuðborginni Búkarest í gær. Að sögn
lögreglu stýrði maðurinn, Michael
Schmidt, peningaflutningafyrirtæki í
Wiesbaden og stal fénu þaðan.
RÚMENÍA