Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 10
10 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUR Lenging Akureyr- arflugvallar er forsenda fyrir millilandaflugi frá Akureyri yfir vetrarmánuðina. Iceland Express mun fljúga á milli Akureryar og Kaupmannahafnar í sumar og stefnir á flug á milli Akureryar og London með haustinu. Í sumar hefst beint áætlun- arflug Iceland Express á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Flogið verður tvisvar í viku fram á haust en Birgir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, segir félagið hafa vilja til að nýta Akureyrarflugvöll árið um kring. „Við stefnum á að bjóða upp á beint flug á milli Akureyrar og London með haustinu og fljúga þá hugsanlega einu sinni í viku til Kaupmannahafnar og einu sinni til London. Því er mikilvægt að huga nú þegar að lengingu flug- brautarinnar. Slík framkvæmd er allt að því forsenda fyrir milli- landaflugi frá Akureyri yfir vetr- armánuðina en þá geta aðstæður kallað á lengri flugbraut vegna bremsuskilyrða,“ segir Birgir. Njáll Trausti Friðbertsson, við- skiptafræðingur og flugumferð- arstjóri, hefur kannað möguleika á millilandaflugi til og frá Akur- eyri. Niðurstaða hans er að Akur- eyrarflugvöllur sé vannýttur og nauðsynlegt að lengja flugbraut- ina til að skapa forsendur fyrir aukinni nýtingu. „Akureyrarflug- völlur uppfyllir allar helstu kröf- ur flugrekstraraðila aðrar en flug- brautarlengd. Völlurinn er 1.940 metrar en með því að lengja hann í 2.400 metra munu fleiri tegundir flugvéla geta notað völlinn og þar með yrði hann til dæmis hentugri fyrir lággjaldaflugfélög. Leng- ingin kostar 300 til 350 milljónir króna eða svipað og tíu til fimmt- án kílómetra vegaspotti,“ segir Njáll Trausti. Iceland Express hyggst nota Boeing MD 90 í millilandaflugið frá Akureyri en þær vélar taka 167 manns í sæti. „Eins og staðan er núna þurfum við að fá undan- þágu fyrir vélarnar okkar en unnið er að því að hækka burðarþolsmat brautarinnar,“ segir Birgir. Til að fullnægja alþjóðlegum kröfum um endaöryggissvæði verður í ár byggt 90 metra langt og 90 metra breitt svæði við suð- urenda flugvallarins og sambæri- legt svæði við norðurendann á næsta ári. Í Samgönguáætlun 2005 til 2008 er hins vegar ekki gert ráð fyrir lengingu flugbrautarinnar; ein- ungis að gerð verði könnun á þörf fyrir lengingu flugbrautarinnar ásamt fyrstu áætlun um kostnað við slíka framkvæmd. kk@frettabladid.is Akureyri tengist Evrópu Nauðsynlegt er að lengja Akureyrarflugvöll til að hægt sé að fljúga millilandaflug frá Akureyri yfir vetrar- mánuðina. Iceland Express mun fljúga á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar og stefnir á flug til London með haustinu. AKUREYRARFLUGVÖLLUR Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flug- umferðarstjóri, segir nauðsynlegt að lengja flugbrautina um 460 metra. Kostnaður við slíka framkvæmd er áætlaður 300 til 350 milljónir króna. AKUREYRI Á TOPPNUM Bigir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir félagið hafa vilja til að nýta Akureyrarflugvöll árið um kring. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar því og bendir á að Akureyri tróni nú á toppnum á áætlunarkorti Iceland Express. FRÉTTABLAÐIÐ/KK LÖGREGLA Skráðum fíkniefnabrot- um í umdæmi lögreglunnar í Hafn- arfirði fjölgaði um 102 prósent frá árinu 2002 til 2005, úr 126 málum í 254. Ástæða þessarar fjölgunar er sú að árið 2003 var ákveðið að breyta áherslum í þessum mála- flokki og taka af meiri festu á því alvarlega ástandi sem þá var að verða í umdæminu. Að sögn Ásgeirs Ó. Guðnasonar varayfirlögregluþjóns var ákveð- ið að allir lögreglumenn embætt- isins kæmu að þessum málaflokki og rannsökuðu þau mál sem upp kæmu. Enn fremur að snúa vörn í sókn með því að efla forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir í sam- vinnu við félagsmálayfirvöld, skólana á svæðinu og foreldra. Markmiðið var að finna einstakl- inga í vanda og koma í veg fyrir að þeir leiddust út í aukna neyslu og glæpi. Ásgeir segir að það sé alltaf erfitt að meta árangur aðgerða sem þessara en hafa beri í huga að fjöldi skráðra mála sé ekki sönnun þess að vandinn sé að auk- ast heldur er hann sýnilegri vegna aðgerða lögreglu. Þetta hafi verið markmiðið; að fá betri mynd af vandanum. Það sé líka uppörv- andi að tölur frá Rannsóknum & greiningu, sem sérhæfir sig í rannsóknum á ungu fólki, bendi til minnkandi vímuefnaneyslu barna og unglinga í Hafnarfirði. - shá Átak lögreglu í Hafnarfirði í fíknefnamálum skilar góðum árangri: Tvöfalt fleiri fíkniefnamál FJÖLDI FÍKNAEFNAMÁLA 2000 - 2005 BIRGIR JÓNSSON Framkvæmdastjóri Iceland Express segir að félagið muni ekki guggna á fluginu á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar þótt sætanýtingin verði ekki fullnægjandi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi fyrri úrskurð Samkeppnis- eftirlitsins frá því í haust að heil- brigðisyfirvöldum beri að ganga til samninga við klíníska sálfræð- inga. Var það mat Samkeppniseftir- litsins að ellegar myndi samkeppni skaðast, en áfrýjunarnefndin komst að annarri niðurstöðu og felldi úrskurðinn úr gildi. Segir nefndin að heilbrigðisráðherra sé í sjálfsvald sett hvort samið verði við sálfræðinga. Tryggingastofn- un greiðir hluta kostnaðar þeirra er leita til geðlækna en ekkert til þeirra er sækja þjónustu sálfræð- inga utan stofnana. - aöe Klínískir sálfræðingar: Úrskurður felldur úr gildi FÍKNIEFNI Neysla barna og unglinga í Hafn- arfirði fer minnkandi. Þetta er sameiginlegu átaki að þakka. 16 9 12 6 15 7 2003 2002 2000 96 2001 20 1 2004 25 4 2005 Þrátt fyrir að farmiðasala í áætlunarflug Iceland Express á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hefjist ekki fyrr en á næstu dögum segist Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, þegar verða var við mikinn áhuga erlendis. „Við höfum fengið mikla svörun frá samstarfsaðilum okkar í Þýskalandi og ljóst að margir Þjóðverjar munu nýta sér flugið á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar,“ segir Birgir. Fyrsta brottför frá Akureyri verður 30. maí og binda hagsmunaaðilar á Akureyri miklar vonir við flugið. „Þetta mun styrkja ferðaþjónustuna á Akur- eyri verulega og mikilvægt að hægt sé að fljúga út frá Akureyri og enda í Keflavík eða öfugt,“ segir Páll Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri KEA hótela. Birgir segir Iceland Express tilbúið til samstarfs við heimamenn við markaðs- setningu erlendis. „Við hugsum þetta verkefni til lengri tíma og munum ekki gefast upp þótt sætanýtingin verði ekki fullnægjandi í sumar,“ segir Birgir. - kk Beint flug Iceland Express um Akureyrarflugvöll: Þjóðverjar áhugasamir MÚSLIMABRÚÐUR Á INDLANDI Brúður í fjöldabrúðkaupi múslima í Admadabad á Indlandi í gær. 151 par var gefið saman í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAMÁL Um 2000 Kínverjar munu líklega koma hingað til lands í brúð- kaupsferð á tímabilinu mars til maí nú í vor. Þetta kemur fram á frétta- vef Félags leiðsögumanna. Sérstök samninganefnd er nú í Kína að leggja lokahönd á samningana. Stefán Helgi Valsson, ritstjóri fréttavefsins, segir að þeir muni koma hingað í 200 manna hópum í hverri viku á tímabilinu og gista á Hótel Loftleiðum. Hann segir að mikil hjátrú fylgi brúðkaupum þar í landi þar sem tölur og litir skipa mikilvægan sess. Þessu verða gestgjafarnir að mæta og skaffa rauð rúmföt fyrir pörin nýgiftu og einnig verður að passa upp á að hótelhæðin og númer á herbergjunum stangist ekki á við kínverskar hefðir. Einnig segir Stefán að gestgjafarnir munu mæta matarvenjum kínverjanna með því að bjóða upp á kínverskan mat. Sólborg Lilja Steinþórsdóttir hótelstýra staðfestir að þessar við- ræður séu í gangi en þær verða til lykta leiddar á mánudag. Ef af verður koma brúðhjónin væntanlega með leiguflugi Flug- leiða á vegum Íslandsferða. - jse Sérstakar brúðkaupsferðir til Íslands í vor: Von á 2000 Kínverjum KÍNVERSKT PAR Ísland virðist skipa rómantískan sess í Kína. Um tvö þúsund brúðhjón hyggjast koma hingað til lands í brúðkaupsferð. HLUTABRÉF Nýskráningum hluta- og einkahlutafélaga fjölgaði um tæp sautján prósent frá árinu 2004 til og með 2005. Rúmlega sjötíu prósent nýskráninga félaga eru með lög- heimili á höfuborgarsvæðinu en nýskráningum hefur þó fjölgað mest á Suðurlandi og Suðurnesj- um, eða um tæp fjörutíu prósent. Nýskráð hluta- og einkahluta- félög voru 2938 á síðasta ári en 2517 árið 2004. Búist er við því að skráning nýrra félaga verði áfram mikil á þessu ári. - mh Nýskráning hlutafélaga: Fjölgað um sautján prósent Náðist með milljónir Þjóðverji, sem var á flótta undan réttvísinni með 2,1 milljónir evra, andvirði um 157 milljóna króna, í farteskinu, náðist í rúmensku höfuðborginni Búkarest í gær. Að sögn lögreglu stýrði maðurinn, Michael Schmidt, peningaflutningafyrirtæki í Wiesbaden og stal fénu þaðan. RÚMENÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.