Fréttablaðið - 30.01.2006, Síða 60
30. janúar 2006 MÁNUDAGUR24
menning@frettabladid.is
!
3. feb.
4. feb.
10. feb.
11. feb.
Mind Camp
eftir Jón Atla Jónasson
2. feb.
5. feb.
Ef
eftir Valgeir Skagfjörð/
Einar Má Guðmundsson
Vestmanneyjar:
21. feb kl. 9 uppselt
kl. 11 uppselt
kl. 13 uppselt
Námsmenn og
Vörðufélagar fá miðann á
Mind Camp á 1000 kr.
í boði Landsbankans
Sýnt á NASA við Austurvöll
Föstudagur 27 . janúar - Örfá sæti
Laugardagur 28 . janúar - Örfá sæti
Fimmtudagur 2 . febrúar - Örfá sæti
Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti
Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti
Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti
Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum Skífunnar,
www.midi.is og í síma: 575 1550
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������������������������������������
��������������������������������� ��������������
����������������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
�������� ���������������������������������������������
����������������������������������������������������������������
������������������������������������������� ���������
Kl. 17.15
Magnús H. Jóhannsson, líffræðing-
ur hjá Landgræðslu ríkisins, flytur
fræðsluerindi um jarðvegseyðingu
á Grænlandi og landgræðslurann-
sóknir. Erindið er haldið í stofu 132
í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands, á vegum Hins íslenska nátt-
úrufræðafélags.
> Ekki missa af ...
... tónleikum í Salnum í Kópavogi
annað kvöld þar sem þau Sólrún
Bragadóttir sópran, Thomas
Lander bariton og Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikari
flytja lög og aríur sem sænska
sópransöngkonan Jenny Lind flutti
gjarnan. Tónleikarnir eru helgaðir
Jenny Lind og danska ævintýra-
skáldinu H.C.Andersen, sem var
heillaður af henni.
... djasstríótónleikum í Þjóðleik-
hús kjallaranum á miðvikudags-
kvöldið þar sem þau Helga Laufey
Finnbogadóttir píanóleikari,
Guðjón Steinar Þorláksson
bassaleikari og Birgir Baldurs-
son trommuleikari flytja meðal
annars lög eftir John Coltrane, Luiz
Bonfia, Michel Legrand, Jón Múla
og Megas.
Gunnhildur Halla Guð-
mundsdóttir og Julien Riem
ætla að flytja tónlist eftir
fjögur tónskáld, sem öll áttu
sér merkilega sögu. Lík-
lega hefur ekkert verkanna
verið flutt áður hér á landi.
„Fyrir okkur er þetta ekki eins og
að setjast niður til að spila Brahms,
sem allir þekkja og spurningin er
bara hvort flutningurinn tekst vel
eða illa. Þetta er tónlist sem við
viljum virkilega koma á framfæri
vegna þess að hún er svo stórkost-
leg,“ segir Gunnhildur Halla Guð-
mundsdóttir sellóleikari.
Hún ætlar ásamt Julien Riem
píanóleikara að flytja sellóverk
eftir Leo Ornstein, Joachim Stuts-
chewsky, Paul Ben-Haim og Felix
Mendelssohn á tónleikum í Hafn-
arborg, menningar- og listamið-
stöð Hafnarfjarðar.
Tónskáldin fjögur eru öll Gyð-
ingar sem þurftu á einn eða annan
hátt að líða fyrir þann bakgrunn
sinn. Mendelsohn var uppi á fyrri
hluta nítjándu aldar, en hinir þrír
voru allir fæddir á síðasta áratug
nítjándu aldar. Stutschewsky og
Ben-Haim lifðu fram á níunda ára-
tug síðustu aldar en Leo Ornstein
var hundrað og tíu ára gamall
þegar hann lést árið 2002.
„Það er svo mikil saga á bak við
þessa tónlist. Ornstein, til dæmis,
var á undan sinni samtíð og var
gífurlega frægur á milli 1911 og
1930, var álitinn standa jafnfætis
Schönberg og Stravinsky. Hann
skrifaði til dæmis píanóverk árið
1913 sem heitir Suicide on an
Airplane. En hann átti það til að
skrifa ljóðræn og hefðbundin verk
og þá sagði fólk að broddurinn
væri farinn úr honum.“
Tónleikarnir í Hafnarborg
hefjast klukkan 20 í kvöld. ■
JULIAN RIEM PÍANÓLEIKARI OG GUNNHILDUR HALLA GUÐMUNDSDÓTTIR SELLÓLEIKARI
Þau leggja hug og hjarta í flutning á tónlist fjögurra gyðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fjórir gegn straumnum
Á miðvikudagskvöldið verða tónleikar á Nasa við
Austurvöll þar sem Samúel Jón Samúelsson, Sammi
í Jagúar, stjórnar Stórsveit Reykjavíkur. Á tónleikun-
um verður frumflutt tónlist sem Samúel hefur samið
sérstaklega fyrir Stórsveitina og útsett.
Samúel hlaut á síðasta ári starfslaun úr Tón-
skáldasjóði Menntamálaráðuneytisins til að vinna að
efnisskrá nýrrar tónlistar fyrir Stórsveit Reykjavíkur, en
þetta er í fyrsta skipti sem Samúel stjórnar Stórsveit
Reykjavíkur eingöngu með eigið efni.
Samúel hefur áður stjórnað Stórsveit Reykjavík-
ur við ýmis tækifæri, meðal annars í Idol-stjörnuleit
og á árlegum jólatónleikum sveitarinnar. Þess má
geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut nýlega íslensku
tónlistar verðlaunin sem djassflytjandi ársins.
Samúel hefur verið meðlimur í hljómsveitinni
Jagúar frá 1998, bæði sem söngvari og básúnuleik-
ari, og jafnframt er hann einn helsti útsetjari og laga-
smiður hljómsveitarinnar.
Hann hefur einnig starfað með fjölmörgum
öðrum hljómsveitum og verið afkastamikill útsetjari í
margvíslegri tónlist. Fyrsta sólóplatan hans, Lego land,
hafði að geyma frumsamda tónlist sem hann útsetti
fyrir sautján manna hljómsveit. Sú hljómsveit kom
fram á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2000 undir stjórn
Samúels.
Sammi stjórnar Stórsveit
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI