Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 70
 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR34 Íslenskar kvikmyndir eru að gera það gott víðsvegar um heiminn. Nýverið fékk Töframaður Reynis Lyngdal sín fyrstu erlendu verð- laun, Síðasti bærinn í dalnum er tal- inn líklegur til að hreppa óskarinn og á dögunum fékk Slavek the Shit eftir Grím Hákonarson fyrstu verð- laun á Triesta-hátíðinni sem haldin er á Ítalíu. Grímur komst reyndar ekki sjálfur til að veita verðlaununum viðtöku en að sögn leikstjórans þykir hátíðin nokkuð stór. „Ég ætl- aði að fara en komst ekki,“ segir hann. Verðlaunin á Triesta eru fyrstu „alvöru“ verðlaunin sem myndin fær en hún hefur áður fengið áhorfendaverðlaun. Slavek hefur nú verið á stanslausu ferða- lagi í tæpt ár sem hófst á Cannes hátíðinni síðasta vor. Grímur sagð- ist reikna með að nú yrði tekið upp úr ferðatöskunum. „Slavek hefur reyndar verið boðið á hátíð í Kos- ovo og ætli það verði ekki endastöð- in,“ bætir leikstjórinn við. Stuttmyndin hefur gert víðreist á kvikmyndahátíðum um mest alla Evrópu en til gamans má geta að þýskar hátíðir hafa allar hafnað henni. Grímur hefur sínar skýring- ar á því. „Í myndinni er gert góð- látlegt grín að hægðarhegðun Þjóð- verja en sá brandari hefur farið fyrir brjóstið á þeim,“ segir hann og hlær. Grímur hefur ekki setið aðgerð- arlaus að undanförnu en tvö ár eru liðin síðan tökum á Slavek lauk. Hann undirbýr nú af kappi stuttmynd um tvo samkynhneigða glímukappa úti á landi og er það söguþráður sem minnir eilítið á Brokeback Mountain eftir Ang Lee. „Hún er búin að vera þrjú ár í vinnslu en kvikmyndagerð snýst heldur ekki um að vera alltaf að finna upp hjólið,“ segir Grímur. Myndin verður í lengri kantinum af stuttmynd að vera en leikstjórinn telur þetta vera eðlilegt framhald af Slavek, því báðar myndirnar séu óvenjulegar ástarsögur. -fgg SLAVEK THE SHIT Klósettvörðurinn Slavek sló í gegn á Ítalíu og sigraði á Triesta-kvikmynda- hátíðinni. Samkynhneigðir glímukappar ...fá Hr. Örlygur og Samtónn fyrir að kynna íslenskt tónlistarlíf með ítarlegum hætti í hinu virta fagtímariti Music Week í tilefni tónlistarkaupstefnunnar MIDEM í Cannes á dögunum og láta fylgja með kaupunum 22 laga disk með því besta frá Airwaves undanfar- in ár. HRÓSIÐ... Einn af öðrum falla landsmenn nú í valinn fyrir kvefpest- um og inflúensu, eins og heyra má af mæli margra sem þrauka daginn með stíflaðan nebba og særindi í hálsi. Þrautalendingin er oftast sú að fara til læknis og þaðan í apótekið, en sýklalyf eru gjarnan síðasta úrræðið. „Náttúran á fullt af dugandi ráðum,“ segir Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir í Jurtaapótekinu við Laugaveg 2. „Ég á í fórum mínum mjög fína blöndu sem heitir Mímir og samanstendur af mismunandi jurtum sem eru bakteríudrepandi, þau örva blóðflæðið, láta menn svitna og losna við kvef. Í Mími er cayenne-pipar, engi- fer og hvítlaukur og er blandan sérstaklega árangursrík ef hún er notuð um leið og menn finna kvefið ná tökum á sér. Hún er afar góð við flensukvefi, ekki bara bakter- íukvefi, heldur líka víruskvefi,“ segir Kolbrún sem lumar á fleiri úrræðum náttúrunnar hvað varðar kvefpestir og aðra kvilla. „Ólífulauf má nota í stærri skömmtum þegar komið er að þeim tímapunkti að menn sjá enga aðra leið en sýklalyf. Þá er tekinn þrefaldur skammtur í tíu daga samfleytt og fengin nákvæmlega sama virkni og með sýklalyfjum,“ segir Kolbrún sem hefur tröllatrú á svörum náttúrunnar þegar kemur að veikindum mannanna. „Orsök veikinda er oftast sú að við höfum gert eitt- hvað vitlaust. Við vanrækjum okkur, vinnum of mikið, borðum ekki rétt, höfum of miklar áhyggjur og lifum í of mikilli streitu og álagi. Þegar kemur að ónæmiskerfi lík- amans uppskera menn eins og þeir sá, og það er aðal- ástæða þess að fólk leggst í flensu og kvefpestir. En þótt flensa smitist líka milli manna fer það eftir líkamlegu ástandi hvers og eins hversu sterkur hann er gagnvart smiti,“ segir Kolbrún sem einnig á öflugar jurtablöndur fyrir ungviði landsins. „Mímir er of sterkur fyrir börn en þeim er óhætt að nota ólífulauf. Ég hef útbúið sérstaka blöndu fyrir börn sem heitir Kveðrungur með slímlosandi, svitaörvandi og hitalækkandi jurtum sem virka. Fólk kemur aftur og aftur til að ná sér í Kveðrung því það er svo margt sem á að duga gegn kvefi en gerir það ekki. Fólk er því hissa að finna loks lausn sem dugar strax,“ segir Kolbrún sem hefur í nógu að snúast í Jurtaapótek- inu, því Íslendingar verða sér æ meðvit- aðri um lækningu náttúrunnar. „Fólk hefur upp- götvað þegar það notar náttúrulyf að þá læknar líkaminn sig sjálfur, í stað þess að nota kemískar lyfjablöndur sem vinna fyrir líkamann. Með kemískum lyfjum setja menn pottlok ofan á vandamálið í stað þess að leysa rót vandans, og þá skjóta veikindin upp kollinum aftur og aftur.“ SÉRFRÆÐINGURINN KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR GRASALÆKNIR ÞEKKIR LÆKNAGALDRA JARÐAR Dugandi ráð frá móður náttúru FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Myndband við nýtt lag stúlkna- sveitarinnar Nylon verður tekið upp hér á landi á vegum Saga film í næsta mánuði. Hópur fólks mun koma með Nylon-stúlkunum heim til Íslands frá London, þar á meðal frá bresk- um tónlistartímaritum og blöðum. Myndbandið verður við fyrsta smáskífulag Nylons í Bretlandi sem kemur út í mars en enn hefur ekki verið ákveðið hvaða lag verð- ur fyrir valinu. Líklegast er þó að um verði að ræða útgáfu þeirra á gamla Rolling Stones-slagaranum Have You Seen Your Mother, Baby, Standing in the Shadow? sem með- limir Stones hafa sjálfir lýst yfir ánægju sinni með. Leikstjóri nýja myndbandsins verður Ragnar Agnarsson sem hefur meðal annars stýrt tveimur myndböndum með norsku Evrov- isjon-söngkonunni Mariu Mena og hljómsveitinni Í svörtum fötum. „Við erum að vinna hugmyndina. Lagið er ekki endanlega komið en hugmyndin er að þetta verði „beauty“-myndband tekið á fal- legum stað enda eigum við til nóg af þeim hérna heima,“ segir Ragnar. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Það er verið að leggja nokkurn metnað í þetta og nú ætla þær í útrás, þannig að þetta verður spennandi.“ Skömmu eftir gerð myndbands- ins, þann 20. febrúar, fer Nylon í sex vikna tónleikaferðalag um Bretland. Einar Bárðarson, umboðsmaður Nylons, er nýkominn frá tónlistar- ráðstefnu í Cannes í Frakklandi þar sem hann var að kynna Nylon enn frekar fyrir ýmsum hljómplötufyr- irtækjum. „Ef þú slærð í gegn í Bretlandi er auðvelt að taka næstu skref. Dreif- ingasamningar eru klárir við ýmsa aðila en það fer eftir því hvernig plötunni gengur í Bretlandi hvort eitthvað verður af þeim,“ segir Einar. Nefnir hann meðal annars Þýskaland, Holland, Asíu, Skandin- avíu og Lúxemborg sem væntanleg dreifingasvæði fyrir plötuna. „Það voru fullt af fyrirtækjum sem voru til í að kaupa plötuna og gefa hana út sjálf en það er ekki á dagskrá. Við erum með ákveðið plan í gangi og það þarf að fylgja því á meðan aðrir hlutir líta ekki betur út,“ segir hann. Þeir sem vilja heyra Nylon syngja á ensku er bent á heimasíð- una nylon.is. Þar er einnig að finna ýmislegt efni sem þýtt hefur verið á ensku fyrir erlenda aðdáendur sveitarinnar, sem væntanlega á eftir að fjölga mikið á næstunni. Spurður um framvindu mála hjá söngvaranum Garðari Cortés, sem sló í gegn fyrir síðustu jól, svarar Einar því að stefnan sé sett á að gefa fyrstu sólóplötu hans út í Bretlandi en ekki sé ljóst hvenær af því verð- ur. Bætir hann því við að ólíklegt sé að ný plata með Garðari komi út hér heima fyrir næstu jól. freyr@frettabladid.is STÚLKNASVEITIN NYLON: NÝTT MYNDBAND TEKIÐ UPP Í FEBRÚAR Næstu skref auðveld ef þær slá í gegn í Bretlandi NYLON Nýtt myndband með stúlknasveitinni Nylon verður tekið upp hér á landi í næsta mánuði. �������� �� �� ��� ��� ��� ��� �� �� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������� �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 starf 6 guð 8 kopar 9 geislahjúpur 11 dreifa 12 kryddblanda 14 mont 16 rykkorn 17 rotnun 18 viljugur 20 tveir eins 21 leikni. LÓÐRÉTT 1 fituskán 3 tveir eins 4 þakíbúð 5 knæpa 7 mergð 10 urrdan 13 skarð 15 þvo 16 kraftur 19 vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2 verk, 6 ra, 8 eir, 9 ára, 11 sá, 12 karrí, 14 grobb, 16 ar, 17 fúa, 18 fús, 20 ðð, 21 list. LÓÐRÉTT: 1 brák, 3 ee, 4 risíbúð, 5 krá, 7 aragrúi, 10 arr, 13 rof, 15 baða, 16 afl, 19 ss. 1. Björn Ingi Hrafnsson. 2. Baldvin H. Sigurðsson. 3. Dagur B. Eggertsson SVÖRIN og Oddný Sturludóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.