Tíminn - 17.03.1977, Page 11
Fimmtudagur 17. marz 1977
ri
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, simar 18300 — 18306: Skrifstofur I Aöai-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingá-
' simi 19523.. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f..
Málgagn framsóknar-
stefnunnar
í dag eru liðin 60 ár siðan Timinn hóf göngu
sina. í tilefni af þvi er eðlilegt að horft sé til baka
og minnzt sérstaklega þeirra manna, sem höfðu
forustu um útgáfu Timans og mörkuðu stefnu
hans. Hér var um hóp manna að ræða, sem voru
vaxnir upp i ungmennafélögunum, kaupfélög-
unum og búnaðarsamtökunum. Gamla flokka-
kerfið, sem markaðist af pólitisku sjálfstæðis-
baráttunni við Dani, var að leysast upp og þörfin
orðin brýn fyrir nýja flokkaskiptingu. Það var
sjónarmið þess áhugamannaliðs, sem stóð að
stofnun Timans, að hér þyrfti að risa upp þjóð-
legur umbótaflokkur, er byggði stefnu sina á
hugsjónum samvinnu og einstaklingsfrelsi.
Timinn var stofnaður til að vera málgagn sliks
flokks.
1 fyrstu forystugrein Timans er þetta rakið i
stuttu máli, en höfundur hennar mun hafa verið
Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var aðalforustu-
maður að stofnun blaðsins. í greininni segir á
þessa leið:
„Erlendis hefur reynslan orðið sú i flestum
þingræðislöndum, að þjóðirnar skiptast i tvo
höfuðflokka, framsóknarmenn og ihaldsmenn.
Að visu gætir allajafna nokkurrar uudirskipting-
ar, en þó marka þessir tveir skoðanahættir aðál-
linur. Og svo þarf einnig að verða hér á landi, ef
stjórnarform það, sem þjóðin býr við, á að verða
sæmilega hagstætt landsfólkinu.
Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heil-
brigðri framfarastefnu i landsmálunum. Þar
þarf að gæta samræmis, hvorki hlynna um of að
einum atvinnuveginum á kostnað annars, né
hefja einn bæ eða eitt hérað á kostnað annarra
landshluta, þvi að takmarkið er framför alls
landsins og allrar þjóðarinnar.”
Hér er mörkuð sú höfuðstefna, sem Timinn
hefur leitazt við að fylgja fram á þennan dag.
Barátta hans hefur verið fólgin i þvi að vinna að
framför alls landsins og allrar þjóðarinnar.
Stundum kann sumum hafa þótt, að barátta hans
fyrir viðhaldi og eflingu hinna dreifðu byggða
hafi ekki verið i þessum anda. Það er misskiln-
ingur. Það er hagur allra landsmanna, að blóm-
leg byggð haldist i landinu öllu. Svo sigild er
byggðastefnan, sem hafin var hérlendis með
stofnun Timans, að nú er lögð meiri áherzla á
hana viða um lönd en flest annað. Það er gleði-
legur árangur af starfi Timans og annarra aðila,
sem hafa beitt sér fyrir byggðastefnunni, að
siðustu árin hefur dregið úr óeðlilegum fólks-
flutningum til aðalþéttbýlis og fólki fjölgað meira
á stöðum utan þess en um langt árabil áður.
ísland er vissulega orðið betra land en það var
fyrir 60 árum. Þvi valda ræktunin, vegabætum-
ar, hafnarbæturnar, bættur skipastóll og marg-
vislegur iðnaður, að ógleymdri nýtingu vatnsork-
unnar. íslenzkt þjóðfélag er stórum betra þjóðfé-
lag en það var fyrir 60 árum, stéttamunur minni,
jöfnuður meiri og samvinna hefur þróazt á
mörgum sviðum. En þrátt fyrir þetta, er þó
margt óunnið til að gera landið og þjóðfélagið
betra. Oft má lika segja, að einstök framför kalli
á margar aðrar. Þvi hefur framsóknarstefnan
alltaf mikið verk að vinna. Þvi biða Timans enn
mikil verkefni i þágu lands og þjóðar.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Haukar snúast
Warnke
Peir telja hann of samningsfúsan
SIÐASTLIÐINN fimmtudag
lauk haröri deilu, sem búin
var aö standa vikum saman I
öldungadeild Bandarikja-
þings, fyrst i utanrikismála-
nefnd og varnarmálanefnd
deildarinnar og siöan i deild-
inni sjálfri. Þessi deila stóö
um, hvort deildin ætti aö sam-
þykkja tilnefningu Carters
forseta á Paul C. Warnke sem
forstööumanni þeirrar stofn-
unar, sem fjallar um afvopn-
unarmál, og jafnframt sem
aöalsamningamanni Banda-
rikjanna i viöræöumviö Sov-
étrikinum takmörkun kjam-
orkuvopna. I utanrikismála-
nefndinni hlaut tilnefningin á
Warnke i bæöi þessi embætti
nær einróma stuöning, en hins
vegar hlaut Warnke mikinn
mótbyr i varnarmálanefnd-
inni. Einkum mætti þaö and-
spyrnu, aö hann yröi aöal-
samningamaöur Bandarlkj-
anna I viöræöunum viö Sovét-
rikin. Carter forseti studdi
Warnke mjög eindregiö og
lagöi mikiö kapp á, aö hann
fengi a.m.k. tvo þriöju hluta
atkvæöa, þegar atkvæða-
greiösla færi fram i deildinni
og lágu til þess ástæöur, sem
siöar verður vikiö aö. Orslit
atkvæðagreíöslunnar, sem fór
fram siöastl. fimmtudag, uröu
þau, að tilnefningin á Warnke
istööu yfirmanns afvopnunar-
stofnunarinnar var samþykkt
meö 70 atkvæðum gegn 29.
Þetta mátti teljast sæmileg
niöurstaöa, en hiö sama verö-
ur ekki sagt um hina atkvæöa-
greiðsluna,sem sneristum til-
nefninguna á honum sem
aðalsamningamanni Banda-
rikjanna i áöurnefndum viö-
ræðum viö Sovétrikin. Sú til-
nefning var samþykkt meö 58
gegn 40 atkvæöum og vantaöi
þvi mikiö á, aö hann fengi tvo
þriöju hluta atkvæða. Úrslit
þess eru ekki aöeins talin ósig-
ur fyrir Warnke, heldur engu
siöur fyrir Carter, sem beitti
sér mjög eindregiö Warnke til
stuönings.
ÞAÐ RÉÐI mestu um þessa
niðurstööu, aö tveir áhrifa-
miklir demókratar i öldunga-
deildinni beittu sér harkalega
gegn Wamke eða þeir Henry
Jackson frá Washingtonriki og
Moynihan frá New York.
Astæöan var sú aö Warnke
hefur um nokkurt skeiö haldiö
fram skoöun, sem ekki fellur i
Paul Culliton Warnke
geö haukunum svonefndu,
sem tortryggja alla samninga
viö Sovétrikin, en leggja I
staöinn kapp á sem mestan
vigbúnaö. Markmiö þeirra er,
aö Bandarikin veröi alltaf
mun hernaöarlega sterkari en
Sovétrikin. Warnke hefur i
ræöum og timaritsgreinum
haldiöþvifram, aö aöalatriöiö
sé ekki aö stefna aö algerum
yfirburöum, heldur nægum
styrk til aö geta mætt árásum
og endurgoldið þær. Stefna
haukanna mun aöeins leiöa til
þess, aö Sovétrikin reyni einn-
ig aö ná yfirburöum og þannig
auki þetta vigbúnaðarkapp-
hlaupiö. Warnke hefur m.a.
gengiö svo langt að halda þvi
fram, aö Bandarikin ættu aö
fara sér hægt i framleiðslu
nýrra vopnategunda og sjá
hvort sltkt fordæmi gæti ekki
orðiö til þess, aö Rússar geröu
slikt hiö sama. Vegna þessara
skoðana Warnke snerust
haukarnir gegn honum sem
aöalsamningamanni Banda-
Henry Jackson
rikjanna. Þeir lögöu allt kapp
á, aö hann fengi ekki tvo
þriöju hluta atkvæöanna I öld-
ungadeildinni, en þaö er þaö
atkvæðamagn, sem þarf til aö
fullgilda væntanlega afvopn-
unarsamninga viö Sovétrikin
ef til kemur. Meö þessu töldu
þeir sig veita bæöi Warnke og
Carter viövörun um aö halda
fast á málum viö Rússa.
Afstaöa Jacksons leiddi til
þess, aö 12 demókratar
greiddu atkvæöi gegn Warnke
ogréði þaö úrslitum. Meö hon-
um greiddu atkvæöi 48 demó-
kratar og 10 repúblikaar, en á
móti 28 repúblikanar og 12
demókratar. Tveir demókrat-
ar voru fjarverandi.
ÞÓTT útnefning Warnke
sætti slikri andstöðu, viöur-
kenna allir mikla hæfileika
hans, enda haföi oft veriö
gizkað á, aö hann yröi annaö
hvort utanrikisráöherra eða
varnarmálaráðherra I stjórn
Carters. Warnke er nýlega
oröinn 57 ára. Hann haföi lokiö
laganámi viö Yale College,
þegar hann var skráöur i her-
inn og var hann i sjóhernum
um fjögurra ára skeió. Hann
hélt siðan áfram laganámi viö
Columbiaháskólann. Aö laga-
námi loknu varö hann starfs-
maöur hjá þekktri lögfræöi-
skrifstofu i New York og voru
þeirDean Acheson samstarfs-
menn þar um alllangt skeiö
eöa eftir að Acheson lét af ráö-
herrastörfum. Ariö 1966 fékk
McNamara hann tilaö ganga i
þjónustu varnarmálaráöu-
neytisins og var hann aö-
stoöarvarnarmálaráöherra á
árunum 1967-1969. Hann vann
sér þar gott orö, en hers-
höföingjunum likaöi þó oft
ekki skoöanir hans. Hann var I
hópi þeirra fyrstu, sem lýstu
sig andviga loftárásum á
Noröur-VIetnam. Eftir aö
hann lét af ráöherraembætt-
inu, þegar Nixon varö forseti,
stofnaði hann lögfræöiskrif-
stofu meö Clark Clifford, sem
var varnarmálaráöherra siö-
ustu stjórnarár Johnson, og
hefur hún unniö sér mikiö álit.
Þ.Þ.