Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 11
Miövikudagur 23. marz 1977 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306: Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — auglýsingá- ' simi 19523.. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Norrænn dagur í dag er haldinn um öll Norðurlönd sérstakur norrænn dagur i tilefni af þvi, að 25 ár eru liðin siðan Norðurlandaráð hóf starf sitt. A öðrum stað i blaðinu eru birt viðtöl við þá Bertil Ohlin, sem hefur verið einn fremsti stjórnmálaleiðtogi Svia á þessum tima og mikill áhugamaður um norrænt samstarf, og Jón Skaftason alþingismann, sem hefur lengi átt sæti i Norðurlandaráði sem fulltrúi Framsóknarflokksins og skipað þar margvisleg trúnaðarstörf. Visast til þessara viðtala um störf ráðsins á undangengnum aldarfjórðungi. Þótt benda megi á, að Norðurlandaráð hafi i verki komið ýmsu góðu til vegar, er hinn sýnilegi árangur af störfum þess ekki mikilvægastur. Þótt ýmsum kunni að þykja það undarlega til orða tekið, er hinn ósýnilegi árangur miklu meiri. Hér er átt við þau margvislegu áhrif, sem starf Norðurlandaráðs hefur haft til að efla og auka norrænan samhug og samstarfsvilja. Norður- landaráð hefur aukið virðinguna fyrir sameigin- legum uppruna, sameiginlegum menningarerfð- um og sameiginlegum hugsjónum norrænna þjóða. í>að hefur styrkt skilninginn á þvi, að norrænum þ jóðum er hollt á óvissum timum i við- sjárverðum heimi að halda sem mest hópinn og veita hverri annarri styrk þegar þörf krefur og mögulegt er. Þátttaka i norrænni samvinnu hefur vafalitið reynzt Finnum mikill styrkur i erfiðri stöðuþeirra. A sama hátt hefur hún óbeint sporn- að gegn þvi, að Sögueyjan dragist um of i vestur- átt, heldur héldi hinni mikilvægu stöðu sinni að vera „jafnvig á báðar hendur”, eins og Einar Benediktsson lagði áherzlu á. Alveg sérstaklega munu þó íslendingar minnast yfirlýsingar sið- asta þings Norðurlandaráðs um landhelgismálið, þvi að hún var þeim sannarlega mikill styrkur bæði inn á við og út á við. Vegna þess, að menn greina ekki hinn mikla ósýnilega árangur af störfum Norðurlandaráðs, gera þeir oft minna úr störfum þess en vera ber. Þetta gildir raunar um mörg önnur alþjóðleg samtök, t.d. Sameinuðu þjóðirnar. óhætt er að fullyrða, að hin miklu ósýnilegu áhrif, sem hlotizt hafa af starfsemi Sameinuðu þjóðanna, hafa átt sinn rika þátt i að friðvænlegra er nú i heiminum en um langt skeið. Islendingar eru þakklátir fyrir það samstarf, sem lagður var grundvöllur að með störfum Norðurlandaráðs, og vilja áfram leggja fram sinn skerf til þess að það megi eflast og aukast. Fæðingarorlof Talsvert hefur verið rætt um fæðingarorlofs- málin á Alþingi að undanförnu. Tilefnið er það, að Alþingi samþykkti vorið 1975, að útivinnandi kon- ur, sem eru i verkalýðsfélögum, skuli fá sérstakt fæðingarorlof greitt úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði. Áður nutu konur, sem vinna hjá rikinu, hliðstæðra réttinda. Nokkur smiðisgalli hefur komið fram á lögunum frá 1975, og er nú verið að bæta úr honum. í lögunum frá 1975 var sérstakt, bráðabirgðaákvæði þess efnis, að rikisstjórnin léti kanna fyrir árslok 1976 hvernig tryggja mætti öllum konum i landinu sambærilegt fæðingaror- lof og á hvern hátt væri eðlilegast að afla fjár til þess. Enn hefur ekki orðið úr framkvæmd á þessu fyrirmæli Alþingis. öllu lengur ætti það ekki að dragast, að allar konur sætu hér við sama borð. Annað er óeðlilegur misréttur. Þ.Þ. n ERLENT YFIRLIT Hvað tekur við í Indlandi? Ósignr Indiru skapar óvissu Morarji Desai ekki alveg fullkunn, þegar þetta er ritaö, viröist það ljóst aö hinir sameinuöu andstöðu- flokkar Indiru, hafi fengið hreinan meirihluta. Sjálf beið Indira Gandhi mikinn ósigur i kjördæmi sinu, en ósigur San- jay varð þó enn meiri. Margir áhrifarikir ráöherrar Kongr- essflokksins féllu. Það var eitt helzta áróðurs- efni Indiru og fylgismanna hennar, aö stjórnarandstæð- ingar ættu ekki nema eitt sameiginlegt áhugamál. Þetta áhugamál þeirra væri að fella Indiru. Þegar þvi sleppti, væru þeir ósammála um flest eða allt. Þeir gætu þvl ekki stjórnað, ef til kæmi. Þaö kemur nú á daginn, hvort þetta reynist réttur spádómur. En margt bendir til , aö hann eigi við veruleg rök að styðj- ast. Af þeim ástæðum er lika ÞAÐ ER nú komiö i ljós, að Indira Gandhi og Sanjay sonur hennar hafa misreiknaö sig illa, þegar þau ákváðu að ganga til þingkosninga, án þess að aflétta áður neyðará- standi þvi sem hún haföi fyrir- skipað fyrir 19 mánuðum og gilt hafði siðan. Aö visu hafði hún slakaði mjög á framkvæmd þess, svo að kosningarnar fóru nokkurn veginn frjálslega fram, eins og úrslitinbera lika merkium. Stjórnarandstæðingar gátu eigi að siður gert afléttingu neyðarástandsins að aðalmáli kosninganna. Það er verið að kjósa um, hvort frelsi eigi að vera I landinu eða ekki, sögðu þeir. Indira og Sanjay hafa bersýnilega staðið i þeirri trú að kjósendur mætu meira þá ró og reglu sem neyöará- standsskipunin hafði skapað i landinu og virtist hafa mælzt vel fyrir hjá mörgum. Þegar til kosninga kom, voru þeir þó fleiri sem tóku frelsiö fram yf- ir. Þess vegna má segja, aö ó- sigur Indiru og flokks hennar hafi verið sigur fyrir frelsi og lýðræði. Það átti svo sinn þátt I Ur- slitunum, að neyðarástandið hafði sameinað alla helztu andstöðuflokka Indiru I eina fylkingu og þannig nýttist at- kvæðamagn þeirra miklu bet- ur en áöur. I þau fimm skipti sem áöur hefur verið kosiö til þings I Indlandi eftir aö landiö hlaut sjálfstæði, hefur Kongr- essflokkurinn aldrei fengiö meirihluta greiddra atkvæöa, þótt hann hlyti meirihluta þingsætanna. 1 kosningunum 1971 fékk hann ekki nema um 43% greiddra atkvæða, en hins vegar nær tvo þriðju hluta þingsætanna. Það var sundr- ung andstæðinga hans, sem öðru fremur tryggði honum sigurinn. Nú naut hann ekki þess klofnings andstæöing- anna lengur. Andstæðingarnir gengu fram sameinaöir. Ind- ira hafði ekki aðeins sameinað þá með þvi að viðhalda neyð- arástandinu, heldur gefið þeim bezta áróðursvopnið. Þetta átti mestan þátt I sigri þeirra og ósigri hennar. ÞÓTT úrslit kosninganna séu Jagjivan Ram erfitt að segja fyrir um, hver stjórnarstefnan veröur. Likur benda þó frekar til þess, aö hún verði ihaldssöm. Flestir af leiðtogunum eru orðnir gamlir og tilheyröu áður hægra armi Kongressflokks- ins. Þetta gildir t.d. um þá Desai og Ram, sem þykja lUc- legir til að veröa einna áhrifa- mestir fyrst um sinn. Desai verður sennilega forsætisráð- herra, en hann er orðinn 81 árs. Ram er aöeins fáum ár- um yngri. Liklegasta spáin um stjórn- málaástandiö I Indlandi i ná- inni framtið, virðist sú, aö það verði ótryggt, og ekki liklegt, að Indland fái þá stjórn, sem það þarfnast til þess að geta þróazt eölilega og haldiö hlut sinum i Asiu við hlið hins kin- verska keppinauts. ÞAÐ GETUR svo haft mikil á- hrif á stjórnmálaþróunina i Indlandi, hvernig Kongress- flokkurinn bregzt viö þvi hlut- verki sinu að vera i stjórnar- andstöðu. Flokkurinn er i sár- um eftir ósigurinn. Þvi hefur oft verið spáð um Kongress- flokkinn, að hann myndi ekki þola stjórnarandstöðuna, þar sem innan hans gætti ólikra sjónarmiða. Hætta væri á, að hann gæti þá sundrazt. Þó hef- ur þetta breytzt nokkuð viö brottför hinna ihaldssamari leiötoga úr flokknum. Undir forystu Indiru hefur flokkur- innfærztmeira til vinstri. Þaö getur ráöiö miklu um framtíð flokksins, hvernig forustu hans verður háttað, t.d. hvort Indira dregur sig i hlé eöa heldur forustunni áfram. Ef forustu flokksins tekst aö halda honum saman og hinni nýju stjórn tekst ekki vel, get- ur Kongressflokkurinn átt eft- ir að komast til valda. En um þetta rikir nú óvissa, eins og flest annað i indverskum stjórnmálum. Þvl hefur jafn- an verið spáð, aö óráðnir tim- ar myndu hefjast i Indlandi, þegar Kongressflokkurinn missti völdin og margt bendir til að sú spá sé að rætast. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.