Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 10
10 MiðvHiBdagur 23. marz 1877 Norðurlandaráð 25 ára: Bertil Ohlin, sem um langt árabil var leiðtogi Sænska þjóðarflokksins, ætlar að fjalia um nor- ræna samvinnu i næsta bindi endurminninga sinna. Hann var fulltrúi i Norðuriandaráði á árun- um 1955-1966, og var ieiðtogi sænsku sendi- nefndarinnar i heilan áratug. Uno Kaarik rit- stjóri ræöir hér við Ohlin i tilefni af afmæli Norður- landaráðs. Bertii Ohlin. Timamynd GE ekki lengur viðurkennd. Það þyrfti að vinda bráðan bug að þvi að samræma menntamálin á nýj- an leik, ekki með þvi að draga úr kröfum, heldur með þvi að hækka þær, þar sem þær eru of lágar. Ennfremur á að auka styrkveit- ingu fyrir Norðurlandabúa, sem stunda nám á öðrum Norðurlönd- um. En svo að við vikjum að skatta- málunum, þá var það Gunnar Stráng, sem snerist mjög önd- verður gegn tillögu, er lögð hafði verið fram til að samræma skattamálin. Þetta var á fundi i Kaupmannahöfn i byrjun sjöunda áratugarins. Fulltrúar hinna þjóöanna sáu ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um tillögu þessa, þar sem ljóst var, að hún hlyti ekki samþykki. — Tage Erlander, fyrrum for- sætisráðherra hefur lýst yfir þvf i viðtali nýlega, að brostnar vonir f hinu norræna samstarfi hafi leitt til þess, að menn hafi með vax- andi einurð beitt sér fyrir þvi að leysa önnur samnorræn viðfangs- efni. Er þetta raunsönn lýsing? — Já, það er talsvert hæft i þessu. Þvi miður hefur athyglin fremur beinzt að mistökunum en þeim margþætta árangri, sem orðið hefur i norrænu samstarfi. Hér eru ofarlega i huga hug- myndirnar um norrænt varnar- bandalag árið 1949 og efnahags- bandalag Norðurlanda árið 1970 sem við héldum að væri fullmót- að, þegar á daginn kom, að ekkert — Vafalaust. Samstarf stjórn- málaleiðtoganna i Norðurlanda- ráði hefur yfirleitt verið með miklum ágætum. Það er ekkert launungarmál, enda þótt það hafi ekki leitt til byltinga af nokkru tagi. Okkur Tage Erlander tókst ágætlega að vinna saman að nor- rænum viöfangsefnum og i Norðurlandaráði. Tage Erlander hefur ávallt verið mjög hlynntur norrænu samstarfi. Hann naut dyggilegs stuðnings Kling dómsmálaráð- herra, er að þvi kóm að kippa i lag nauðsynlegum atriðum áður en unnt var að hrinda samþykkt- um i framkvæmd, sem ekki var alltaf hlaupið að, þvi að kerfið er oft þungt i vöfum. Þessi góða samvinna varö til þess, að yfir- leittleiö ekki á löngu, þar til sam- þykktir voru komnar til fram- kvæmda. Að sjálfsögðu skipti það miklu máli fyrir norræna sam- vinnu, að stjórnmálaandstæðing- ar létu lönd og leið öll ágreinings- mál heima fyrir, er þeir störfuðu I þágu Norðurlandaráðs. Hins vegar brugðu rikisstjórn- irnar oft ekki nægilega skjótt við til að framkvæma samþykktir, sem fulltrúar i ráðinu knúðu á með. Vitaskuld liggur það i hlut- arins eðli, að auðveldara er að samþykkja en að hrinda i fram- kvæmd. Rikisstjórnirnar voru alls ekki áhugalausar um nor- ræna samvinnu — siður en svo. Ef til vill má fullyröa, að þorri nor- rænna þingmanna hafi litið Mikilsvert að standa að sameiginlegnm áætlunum í mennta- og menningarmálum Það væri gifurlega mikils virði, ef allir heföu aðgang að þvi, sem Norðurlönd hafa fram að færa i menningarlegu tilliti. Við mynd- um stiga drjúgt skref i þessa átt, ef við stæðum að sameiginlegum áætlunum i menntamálum og bókmenntum, svo og dagskrár- gerð fyrir útvarp og sjónvarp. Þetta eru hugmyndir, sem Bertil Ohlin setur fram i tilefni að aldarfjóröungsafmæli Norður- landaráðs. A árunum 1956-1966 var Ohlin leiðtogi sænsku sendi- nefndarinnar, og forseti Noröur- landaráðs var hann um tveggja ára skeið. Hann er mjög hlynntur norrænni samvinnu. Um þessar mundir er honum þó einkum umhugaö um þau verkefni, sem fyrir liggja á sviöi menningar- og menntamála. „Stofnum risa- bókaútgáfu, sem gæfi út fjöldann állan af pappirskiljum með nor- rænum bókmenntaverkum! ” Þannig hljóðar ein tillagan frá Ohlin. — A Skáni og i Vestur-Svlþjóö hefur kunnátta manna og skiln- ingur á norrænum tungum aukizt jafnt og þétt fyrir tilstilli útvarps og sjónvarps. Skólarnir hafa hins vegar ekki haft aðstöðu til að gera stórátök á þessu sviði, og hafa þvi aðeins litillega bætt viö fræösluna um norræn mál og mállýzkur. Norrænu félögin hafa þó unnið hér gott starf. Arleg veiting bókmenntaverö- launa Norðurlandaráös er liður i þvi að auka útbreiðslu norrænna bókmenntaverka, en eigi aö siður hefur ekki tekizt að skapa nægi- lega stóran markað fyrir norræn verk á frummálum vegna þess- ara tungumálaerfiöleika. Ég tel það stórmál, að þessum hömlum verði rutt úr vegi, þannig að nor- ræn bókmenntaverk geti átt greiöan aðgang að fólki hvar sem er á Norðurlöndum. 1 Noröur- landaráði eru og margir sama sinnis. Ég tel, að ráðiö eigi að halda áfram að knýja á með, aö fræðsla um norrænar tungur veröi aukin, og það mætti gjarnan heröa baráttuna fyrir þvi. 1 annan stað ættiað leggja stóraukna áherzlu á útgáfu norrænna bókmennta- verka á Norðurlöndum. Þessar útgáfur ættu að vera pappirskilj- ur og aðgengilegar hvarvetna á Noröurlöndum. Fyrir um það bil áratug var gerð tilraun með slika útgáfu- starfsemi, en i þaö skipti höfðu menn ekki erindi sem erfiði. Að minni hyggju ætti að gera svipaöa tilraun og gerð hefur verið i Sviþjóö, þ.e. útgáfu á pappirskilj- um til aö auka útbreiöslu sænskra bókmennta. Það hlýtur að vera unnt að búa til útgáfu flokk nor- rænna bókmenntaverka, sem ekki væru of tyrfin eða erfið af- lestrar. Sum verkin gætu verið ný, en önnur frá fyrri timum, og þau yrðu gefin út á öllum Noröur- löndum. — Ýmsum verkefnum er sem sé enn ólokið á sviði norrænnar samvinnu, en hvaða hlutverki teljiðþér, að Norðurlandaráð hafi þjónað hingað til fyrir Norðurlönd almennt? — Hlútverk Norðurlandaráðs er margþætt. í fyrsta lagi er það þing, þarsem fulltrúar þjóðþinga og rlkisstjórna hafa hitzt og gengið frá ákvörðunum um sam- vinnu og samstöðu Norðurlanda I miklum fjölda mála. Til dæmis má nefna sameiginlega lagasetn- ingu, samræmingu á sviði menntamála og rannsókna, endurbætur i samgöngumálum, samvinnu I viðskiptamálum og þar fram eftir götunum. Þetta er meginhlutverk ráðsins. En einnig erþaðmjög þungt á metunum, að á fundum Norðurlandaráðs og á nefndarfundum hefur skapazt ná- ið samband milli þingmanna frá öllum Norðurlöndum, og sökum þess hefur reynzt miklu auðveld- ara en ella að búa i haginn fyrir samþykktir Norðurlandaráðs og ljá þeim stuðning hinna ýmsu stjórnmálaafla. — En heföi ekki þróunin orðið á þessa lund, enda þótt Noröur- landaráð hefði aldrei verið stofn- að? — Að minu mati hefði ekki reynzt unnt að ná þeim árangri, sem okkur hefur auðnazt á fjöl- mörgum sviðum, ef við hefðum ekki komið á þessu nána sám- starfi og þeim vettvangi fyrir skoðanaskipti, sem Norðurlanda- ráð hefur reynzt vera. Blöðin hafa oröið okkur að miklu liði með þvl að greina itarlega frá störfum ráösins, og jafnframt hafa þau veitt okkur aöhald meö gagnrýni. Ég tel, að blöðin hafi með skrifum sinum oft og einatt stuðlað að þvl að þjóðþingin samþykktu ákvarð- anir Norðurlandaráðs. 1 skattamálum hefur okkur hins vegar ekki tekizt aö koma á sam- ræmingu, svo að heitið geti. Ég tel þetta mjög miöur, þar sem lagasetningin miöar óneitanlega að þvl að samræma sem flesta þætti, svo sem á sviöi atvinnu- og efnahagsmála, fjölskyldumála o.fl. A sjötta og sjöunda áratugn- um tókst okkur að koma á þeirri tilhögun á sviði menntamála, að stúdentar gátu að nokkru leyti fengið viðurkennd próf frá öðrum háskólum á Norðurlöndum. Að undanförnu hefur verið unniö að endurbótum á sænska skóla- kerfinu, bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, og hafa þær leitt til þess að bilið hefur aftur breikkað, hvaö snertir æðri menntun. Aö þessu leyti hafa Svi- ar fjarlægzt aðrar Norðurlanda- þjóðir, og hefur það valdiö þvl, að samræmingu skólakerfisins hefur fremur miðaö aftur á bak en fram á veg. — Var það stefna Svia, sem leiddi til þess, að leiöir skildu á sviði mennta- og skattamáia? •— Við slökuðum aö vissu leyti á kröfum til undirbúningsmenntun- ar fyrir háskóla i þvi augnamiöi, að m.enntaskólar i Svlþjóð skyldu veita hliðstæöan undirbúning fyrir háskólanám og menntaskól- ar annars staöar á Norðurlönd- um. Varð þetta til þess, að sænsk- irstúdentar fengu ekki lengur að- gang að fjölmörgum erlendum háskólum. Jafngildi ákveðinna prófa á Noröurlöndum eru nú gat orðið úr stofnun þess vegna óllkra hagsmuna landanna I utan- rikismálum. Það er þvi mikiö gleðiefni, að þróun siðustu ára skuli hafa gefið norrænni sam- vinnu byr undir báða vængi. Fri- verzlunarbandalagið og Efna- hagsbandalag Evrópu hafa komið þvi til leiðar, að tollum hefur aö mestu verið létt af I viðskiptum á milli Norðurlandanna, enda þótt einhverjir tollar verði við lýði I nokkur ár. Hins vegar hefur þró- unin ekki náð til landbúnaðar og landbúnaðarafurða. — Aðild Dana að Efnahags- bandalaginu hefur þvl ekki haft slæmar afleiðingar gagnvart hin- um Norðurlöndunum? Hin Norðurlöndin hafa gert samninga um viðtækt samstarf við Efnahagsbandalagiö, og I ljósi þess álit ég, að norræn samvinna verði ekkifyrir áföllum, enda þótt Danir einir hafi gerzt beinir aðil- ar að bandalaginu. Það verður bersýnilega ekki um neina stefnubreytingu að ræða á sviði menningarmála, en einhver vandamál gætu skotiö upp kollin- um varöandi löggjöf i efnahags- málum. Á sumum sviöum gæti það orðið úr, að þau riki, sem utan bandalagsins standa, teldu heppilegast að samræma löggjöf sina löggjöf Efnahagsbandalags- ins að þvl marki, sem Danir hafa þegar orðið að gera. Að öðru leyti gætu Danir haldið sjónarmiðum Noröurlanda á lofti innan Efna- hagsbandalagsins. — En eru hugmyndirnar um Nordek nú endanlega úr sögunni? — Þær áætlanir, sem fyrir lágu um Nordek, verða ekki lengur gjaldgengar. Aðstæður hafa ger- breytzt, þar sem við höfum gert samninga um samstarf við EBE og EFTA. Við yrðum að byggja á nýjum grunni. — Tage Erlander haföi ýmis- legt gott að segja um „andstæð- ing sinn, Bertil Ohlin „vegna samvinnu ykkar i Norðurlanda- ráði. Gekk mönnum betur að lynda saman þar en i stjórnmála- baráttunni heima fyrir? skattamálin og Eyrarsundsbrúna öðrum augum en Stráng fjár- málaráðherra og Skoglund sam- gönguráðherra. — Hver teljiö þér vera þýðing- armestu verkefnin, sem Norður- landaráð á enn óleyst fyrir utan þau, sem þér hafið þegar nefnt á sviði mennta- og menningar- mála? — Við verðum að leysa þau vandamál, er snerta hinn sam- eiginlega norræna vinnumarkað, jafnóöum og þau koma i ljós, svo og vandamál varöandi hinn fé- lagslega norræna borgararétt, en hann allt að þvl jafngildir sam- eiginlegum norrænum borgara- rétti, og tilkoma hans er eitt stærsta framfarasporið, sem stigið hefur verið á norrænum vettvangi. 1 framtiðinni ber okkur að stefna að þvi umfram allt, að leggja ekki dóm á efnahagsmál eða önnur viðfangsefni út frá eigin sjónarmiðum einvörðungu. Okkur ber jafnframt aö hafa i huga hagsmuni Norðurlanda sem heildar. Við verðum að efla sam- kennd okkar á meðal og ekki slzt fyrir tilstilli sameiginlegra menningarverðmæta, sem okkur ber að hafa I hávegum. — Er æskilegt að efla stöðu Norðurlandaráðs þannig, að það verði yfir þjóðþingin hafiö i fram- tiðinni? Að einu leyti er Norðurlandaráð þjóðþingunum æðra. Það ræöur yfir fjárveitingu til norrænna menningarmála. Margir voru þvi mótfallnir, aö rikisstjórnir og þing afsöluöu sér ábyrgð á með- ferð þessarar fjárveitingar, en tilhögun þessi er mér mikið gleði- efni. Á hinn bóginn get ég ekki látið mér detta i hug aðra mála- flokka, þar sem Norðurlandaráð ætti að hafa vald umfram þjóðþingin. Við eigum a.m.k. ekki að koma á fót einhverju rosabákni. Ég er ánægður með, að ráðinn skuli hafa veriö fram- kvæmdastjóri Norðurlandaráðs, og tel, að það mikilvæga hlutverk sé I góðum höndum, þar sem er Helge Seip.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.