Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. marz 1977 13 Sigriöur Björnsdóttir meö hluta verka sinna. annað litakort sé I Spánverjum, en Skandinövum, en væri þó langsótt skýring. Svipaða sögu er að segja af landslagsmyndum Baltasars, þær eru all hávaöasamar i litn- um, a.m.k. ef boriö er saman viö nákvæmnina f teikningunni. Myndin af Lómagnúpi er of lfk hinni frægu Lomagnúpsmynd Jóhannesar Kjarvals, þvi þaö er nú einu sinni til staöir á íslandi, sem búiö er ao mála. Þetta eiga þó ékki aö vera neinar aöfinnslur, þetta er stór og glæsileg sýning, heldur ao- eins hugsao sem ábending. Bezt virftist Baltasar takast upp viö mannamyndirnar, hvort sem um er aö ræöa „venjuleg" portret, eöa óvenjuleg, eins og t.d.myndina af Thor Vilhjálms- syni. í þessum myndum er ávallt eitthvaft ekta og traust- vekjandi. Sama er að segja um skipa- myndir. Þaft kann aö hljóma eins og fjarstæða, aft málarigeti veriö i vissri hættu staddur, vegna leikandi kunnáttu og mikillar tækni. Svo er þó ekki, sá sem kemst of létt frá verki sinu stofnarekki alltaf tilheilabrota, eöa gefur sér tima til djúpra huglei&inga. Yfir sýningunni sem heild er glæsileiki, og vil ég hvetja menn til þess ao skoða hana. Sigriður Björnsdóttir Sigriður Björnsdóttir opnaði málverkasýningu I Norræna húsinu 19. þessa mánaðar, en hún hefur þrlvegis á&ur haldi& einkasýningar i Reykjavik. Sá sem þessar linur ritar hef- ur þó ekki fyrr komiö & syningu á verkum hennar, en myndir hefur hún átt á ýmsum samsýn- ingum. Sigrlöur Björnsdóttir málar yfirleitt ljóörænar abstrakt- myndir og hún gefur þeim engin nöfn. 1 yfirlýsingu eöa ljó&i, sem birt er I sýningarskrá stendur þetta: ,,Barn er gætt frjórri forvitni hugmyndaflugi og sköpunar- gleöi. Hversu niikiö af þessum upprunalegu ver&mætum mannsins tekst okkur ao var&veita o'g rækta? Listin er svi& fyrir óheft hug- myndaflug, sem samfélagið leitast við a& bæla og beina 1 þrönga farvegi. Ég gef myndum minum engin nöfn. A& gefa þeim nöfn væri a& þröngva minni eigin reynslu og sýn upp á áhorfandann. Heldur vildi ég, að þær gætu verið hvati fyrir frjálst hugmyndaflug ann- arra." Margar af myndum Sigriöar Björnsdóttur eru skinandi vel ger&ar, en I þær skortir þó ákve&in, persónuleg einkenni höfundar. Yfir sýningunni er léttleiki og gleði. Sýning Sigriöar Björnsdóttur verður opin til 28. þessa mánaðar. Jónas Guðmundsson Frá vinstri: Jón Proctor/ Kristján E. Jónasson, Abigael Williams/ Sigrún Sigurbjörnsdöttir, BettyParris/Anna Asmundsdóttir, séra Samiiel Parris/ Ingimundur Jonsson Leikf élag Húsavíkur í deiglunni Leikfélag Húsavikur 1 deiglunni, höfundur: Arthur Miller Leikstjóri: Haukur J. Gunnars- son Leikmynd: Sveinbjörn Magmís- sonHaukur J. Gunnarsson Leikfélag Húsavfkur frum- sýndi þriðjudagskvöldið 15. þ.m. sjónlcikinn t deiglunni, eft- ir Arthur Miller. Frumsýning- argestir f ylltu húsið og þökkuðu leikurum og leikst jóra i leikslok me& aköf u lófataki fyrir gó&a og áhrifamikla sýningu. Ekkert skorti á a& fram kæmi, svo sem Arthur Miller ætlast til, a& mik- ill er máttur þess illa á okkar jörð, enn fremur og eigi siður boðskapur leikritsins um mann- lega fegurð. Gamla konan, Re- bekka Nurse, og ungi bóndinn, Jón Proctor, fórna Ufi sinu vegna sannleikans og til styrkt- arþeim.sem eftirlifa. Ef tilvill ris glæsileiki og mannleg fegurð hæst hjá konu Jóns, Elisabetu Proctor. Hún ann mjög manni sinum og vill samt ekki, að hann bjargi llfi sinu með þvi að bregðast sannleikanum. Leikritið er byggt á sannsögu- legum atburðum, er gerðust i Salem i Massachusetts-fylki i Bandarikjum Norður-Ameriku arift 1692. Þar bjuggu púrltanar, strangtrúað fólk, sem flúift hafði frá Englandi vegna trtiarof- sókna tæpum f jórum áratugum áöur en þeir atburöir gerðust, sem leikritið fjallar um. Yfir- völd og prestar héldu aO fólkinu galdratrú og þeir sem ásakaðir voru um ástundun galdrakonst- ar voru hengdir. Þeir, sem ásakaðir voru áttu sér þó eina leift til aft bjarga lifi sinu, þá leift aft vifturkenna sök sina um sam- neyti vi& hann i ne&ra og ásaka aðra samborgara um galdra. Ekki voru geröar miklar kröfur um sannanir, ákæran nægði. Því var tilvalið, ef manni þótti að náungi manns væri til óþæg- inda með einhverjum hætti að ákæra hann fyrir galdra. Sá ákærði varft aft sanna sakleysi sitt og þaft gat hann ekki, þvi aft sökin var ósýnileg. Stúlkan, Abigael Williams, girntist bónd- ann, Jón Proctor, hún greip tækifærift þegar þaö bau&st og ákær&i konu hans. Ýmsum kann a& finnast, aft efni leikritsins eigi ekki erindi til Islenzkra lesenda árið 1977, enþegarMillerskrifa&iþa& arift 1952, mun hann hafa haft I huga atbur&i, sem þá voru aft g'erast i Bandarikjunum. Þeir atbur&ir nafa löngum verið kenndir við bandariska þingmanninn McCarthy, sem sá óviní Banda- rlkjanna i hverju horni. Hann ofsótti fjölda manns, þeirra á meðal ýmsa þekkta mennta- menn og rithöfunda, og mun Arthur Miller sjálfur hafa orðið fyrir baröinu á þessum ofsókn- um. Þessir atburðir eiga sér hliðstæður á öllum timum og alls staðar i veröldinni. A ls- landi lenda menn i fangelsi vegna ákæru án saka og stór- kostlega rógsherferð er gerð að mönnum I f jölmiðlum I þeim til- gangi einum að myrða mannorð þeirra. Abigael Williams geng- ur laus meðal okkar íslendinga, þess vegna kemur hún okkur við. Heildarsvipur leiksins hjá Leikfélagi Husavikur er sterkúr og áhrifamikill. Hin veigameiri hlutverk i leiknum eru þannig skipuft: Séra Samuel Parr- is/Ingimundur Jónsson, Abigael Williams, ung frænka hans/Sig- rún Sigurbjörnsdóttir, Jón Proctor, bóndi/Kristján E. Jónasson, Elisabet Proctor kona hans/Kristjana Helgadótt- ir, Maria Warren/Guörún K. Jónsdóttir, Francis Nurse, aldraftur bóndi/Bjarni Sigurjónsson, Rebekka Nurse, kona hans/Herdis Birgisdóttir, séra Jón Hale/Einar Njálsson, Danforth, varalandstjóri/ Sig- urður Hallmarsson. Hinir reyndu leikarar leik- félagsins, Sigurður Hallmars- son, Einar Njálsson, Herdis Birgisdóttir, Bjarni Sigurjðns- son, Kristjana Helgadóttir og Ingimundur Jónsson gera allir hlutverkum sinum góð skil svo sem af þeim mátti vænta. Kristján E. Jónasson hefur oft áftur verið á f jölunum en I hlut- verki Jóns Proctors vinnur hann mikinn leiksigur. Ungu stúlk- umar, Guörún K. Jóhannsdóttir og Sigrún Sigurbjörnsdóttir sýna mjög góftan leik i erfiðum hlutverkum sinum. Þau, sem f ara að horfa á sjón- leikinn, I deiglunni, hjá Leikfé- lagi Húsavikur verða óhjá- kvæmilega fyrir miklum áhrif- um og fá efni til ihugunar. Þorm.J. Frá vinstri: Jón Proctor/ Kristján E. Jdnasson, Herrick, fdgeti/ Þorsteinn Jónsson, Rebekka/ Ingimundur Jónsson, Danforth varalandstjóri/ Sigurður HallmarssonNurse/ Herdls Birgisdóttir, Hathorne, dómari/ Ingimar S. Hjálmarsson, séra Samúel Parris

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.