Tíminn - 05.04.1977, Síða 15
Þriðjudagur 5. aprll 1977
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Mwgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: SigrúnBjörnsdóttirles
söguna „Strák á kúskinns-
skóm” eftir Gest Hannson
(4). Tilkynningar kl. 9.30.
Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög
milli atriöa. Hin gömlu
kynni kl. 10.25: Valborg
Bentsdóttir sér um þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Suisse Romande hljóm-
sveitin leikur „Thamar”,
sinfóniskt ljóð eftir Milij
Balakireff, Emest Anser-
met stj./ David Oistrakh og
Nýja fllharmonlusveitin i
Lundúnum leika Fiðlukon-
sertnr. 1 i a-moll op. 99 eftir
Dmitri Sjostakovitsj.
Maxim Sjostakovitsj stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Póstur frá útlöndum
Sendandi: Sigmar B.
Hauksson.
15.00 Miðdegistónleikar Fil-
harmoniusveit Vinarborgar
leikur Forleik i C-dúr i
itölskum stil eftir Franz
Schubert, Istvan Kertesz
stj. Felicja Blumental og
Nýja kammersveitin I Prag
leika Pianókonsert i D-dúr
eftir Leopold Kozeluch, Al-
berto Zedda stj. Cleveland-
hljómsveitin leikur Sinfóniu
nr. 95 i c-moll eftir Joseph
Haydn, George Szell stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Litli barnatiminn Guð-
rún Guölaugsdóttir stjórnar
timanum.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hvererréttur þinn
19.35 Hvererréttur þinn?Um-
sjónarmenn þáttarins: Ei-
rikur Tómasson og Jón
Steinar Gunnlaugsson lög-
fræðingar.
20.00 Lögunga fólksinsSverrir
Sverrisson kynnir.
20.50 Frá ýmsum hliðum
Hjálmar Arnason og Guð-
mundur Árni Stefánsson sjá
um þáttinn.
21.30 Trió fyrir fiðlu, selló og
piand eftir Charles Ives
Guðný Guðmundsdóttir,
Hafliði Hallgrimsson og
Philip Jenkins leika.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (48).
22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl-
ar af sjáifum mér” eftir
Matthias Jochumsson Gils
Guðmundsson les úr sjálfs-
ævisögu hans og bréfum
(16).
22.50 Á hljóðbergiMoll Fland-
erseftir Daniel Defoe. Irska
leikkonan Sioban McKenna
les.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Þriðjudagur
5. april
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Þingmál. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
maður Haraldur Blöndal.
21.10 Colditz. Bresk-banda-
riskur framhaldsmynda-
flokkur. Svikarinn. Þýöandi
Jón Thor Haraldsson.
22.00 Utan úr heimi.Þáttur um
erlend málefni. Umsjónar-
maður Jón Hákon Magnús-
son.
22.30 Dagskrárlok.
Hættulegt ferðalag
eftir Maris Carr
Báturinn átti að fara strax eftir morgunverð daginn
eftir og Penny fór snemma á fætur til að hjálpa Grace
með barnið. Nær allt starfsfólk plantekrunnar var á
bryggjunni til að kveðja. Fanný og Nellie voru svo
niðurdregnar, að Penny hló og sagði að þær myndu hitt-
ast allar, niðri í bænum. Þær hresstust svolítið við þá
tilhugsun.
— Við verðum í Belem í að minnsta kosti mánuð,
sagði Grace áköf. — Þið hin verðið komin þangað á
þeim tíma. Þú veizt heimilisfangið, Fanný. Hringdu
um leið og þú getur.
Allir voru komnir um borð. Brian stóð við stýrið,
brosandi og í sólskinsskapi að venju. Mike var klæddur
hvítum stuttbuxum og skyrtu og leit glæsilega út eins og
jafnan. Hann gaf innfæddu piltunum síðustu skipanir
sínar og skyndilega kom einhver leiðinda tilf inning yf ir
Pennýju. Bara, að hún gæti farið lika! Hún hafði ekki
fengið eitt einasta tækifæri til að tala við Mike og hann
tók alls ekki eftir henni núna, svo bezt væri fyrir hana
að fara. Henni fannst hún alein í heiminum og var í
þann veginn að leggja af stað upp í þorpið, þegar hún
heyrði einhvern stökkva niður á bakkann. Hún sneri sér
við aftur og þarna stóð Mike og brosti breitt niður til
hennar. Langt andartak starði hún aftur og fann blóðið
ólga í æðum sér. Og áður en hún vissi af, greip hann
báðum handleggjunum utan um hana og lyfti henni upp
frá jörðinni. Varir hans þrýstust fast að hennar skjálf-
andi og þegar hann loks setti hana aftur niður, náði hún
ekki andanum til að segja eitt einasta orð.
— Husaðu um þetta....Það ætti að hjálpa þér til að
gleyma Roy, sagði hann snöggt. — Sjáumst eftir sex
daga. Hann brosti glettnislega til hennar og stökk aftur
um borð í bátinn. Piltarnir leystu landfestarnar og hróp
og köll kváðu við, þegar báturinn skreiðfrá bryggjunni.
Fanný kom til Pennýjar og það var forvitnisglampi í
augum hennar. — Þetta var sannarlega vandlega
kvatt! sagði hún og brosti, þegar hún sá vandræðasvip-
inn á kafrjóðu andliti Pennýjar. — Svona hef ég aldrei
séð Mike gera áður!
— Það var að minnsta kosti ekkert ástúðlegt, sagði
Penný þurrlega. Hann gerði þetta bara vegna þess að
hánn vissi að ég myndi reiðast.
— Æ, láttu ekki svona! Fanný hló. — Þú ætlast þó ekki
til að ég trúi því? Hún andvarpaði. — Þetta minnir mig
á okkur Will fyrir tuttugu árum, hvort sem þú trúir því
eða ekki!
Pennybrosti. — Willerennþá bálskotinn í þér, Fanný
og þú veizt það. Þið eruð mestu fyrirmyndarhjón.
Penny var þakklát fyrir að samræðurnar snerust ekki
lengur um Mike. Alla leiðina upp í þorpið var Fanný að
segja henni sögur frá yngri árum þeirra Wills saman.
Hvers vegna hafði Mike kysst hana þarna svo allir
sáu? Penny f ékk nægan tíma til að hugsa um það næstu
dagana, sem virtust hver öðrum lengri. Var þetta til-
raun til að segja henni aðhann hefði þráttfyrir allt ekki
verið ástfanginn af Júlíu? Hugsaði hann ef til vill svo-
litið um hana? En hvers vegna hafði hann þá skipt sér
svona lítið af henni? Æ, allar þessar spurning-
ar Penny hélt að höf uðið á sér myndi klof na af öllum
þessum hugsunum. Ef hann var nýbúinn að missa kon-
una, sem hann hafði elskað, færi hann varla að kyssa
aðra svona rétteftir jarðarförina. Hann gat ekki verið
þannig.
Stundum þegar hún sat og hugsaði á þessa leið, varð
hún svo glöð, að henni fannst hún myndu geta dansað
og sungið. En loksttókst henni að vísa allri óskhyggju á
bug og finna sér eitthvað að gera. Will varð steinhissa
þegar hún bauðst til að hjálpa honum í verzluninni, en
þar sem hann gat sér þess til að henni leiddist, þáði
hann boðið með þökkum. Hún fékk meira að segja
áhuga á garðyrkjustörf um og hjálpaði Fannýju og inn-
fæddu drengjunum að blúa að blómabeðunum.
Fjórða morguninn vaknaði Penny snemma og það
fyrsta sem henni datt í hug, var að nú væru Mike og
hinir komnir aftur á heimleið. Þeir kæmu eftir tvo
daga. Enn var of snemmt að fara á fætur, svo hún lá
kyrr í rúminu og lét sig dreyma um allt sem gæti gerzt,
þegar þær kæmu. En svo settist hún snögglega upp.
Hvað átti hún að segja við Mike, þegar þau hittust aft-
ur? Myndi hann hæða hana og gera leiðinlegar athuga-
semdir um kunningsskap þeirra Roys?
Hún var óróleg allan daginn og undir kvöld, þegar
hún hafði ekkert annað að gera, ákvað hún að bezt væri
að byrja að pakka saman dótið. Fanný hafði sagt, að
liklega færu þau eftir nokkra daga, þvi Mike kæmi með
nýjan yfirmann.
Ég ætti að koma bókunum hans pabba fyrir fyrst,
hugsaði Penný, þegar hún hafði losað töskurnar. Mike
sagði að ég gæti sótt þær, þegar ég vildi. Nú voru aðeins
fáir eftir á plantekrunni og það var óvenju hljótt, þegar
Penny gekk yf ir torgið að kofa Mikes. Hún mundi hvar
hann hafði lagt bækurnar og dótið og líka hversu nær-
gætinn hann hafði verið, þegar hann sýndi henni það.
Það var eitt af þeim fáu skiptum, sem Pennýju hafði
fundizt samband þeirra náið. Hún leit forvitnislega í
kring um sig, þegar hún opnaði dyrnar. Nú var ekki allt
i jafn mikilli röð og reglu og í fyrra sinnið, þegar hún
kom. Á skrif borðinu úði og grúði af skjölum og möpp-
um og bókhald Wills fyllti tvo stóla.
Ég býst við að hann þurf i að taka þetta allt með sér,
þegar við förum, hugsaði Penny og stundi þungan. Svo
virtist, sem Mike hefði yfirgefið kofann í flýti. Hún
gakk að skrifborðinu og ýtti til bréfum, sem virtust
vera að detta á gólf ið. Hún greip andann á lofti, þegar
hún kom auga á bréf, sem Mike hafði greinilega verið
að skrifa. Hann hlaut að hafa verið truf laður, því hann
hafði ekki einu sinni lokið setningunni.
Það var ekki naf nið og heimilisfangið á bréf inu, sem
olli þessum viðbrögðum Pennýjar, heldur rithöndin.
Þessa djarflegu skrift mundi hún þekkja hvar og hve-
nær sem væri...auðvitað, því hún hafði hlakkað til að f á
bréf með þessari skrift í tvö ár...! Svo það þá Mike
sjálfur, sem hafði skrifað Tapajoz undir bréfin! Henni
gat ekki skjátlast aftur. Hún f letti hratt gegn um skjöl-
in á borðinu og loks fann hún undirskrift Mikes á einu
bréfi. Hún rannsakaði hana vandlega, en lagði síðan
f rá sér allar bækurnar á stól og settist á gólf ið. Hugsan-
irnar þyrluðust um í höfði hennar. Nú kom allt heim og
saman. Mike hafði áreiðanlega starfað við Tapajoz-
ána með f öður hennar. Ekki var víst að þeir hef ðu verið
þar saman allan tímann, en þeir höfðu orðið vinir hérna
við Tigero. Mike vissi sjálfsagt, að faðir hennar vildi
skrifa henni reglulega. En hvers vegna hafði hann gert
gys að henni, þegar hún sagði honum að hana langaði til
að hitta þennan pennavin sinn? Það var eins og allt félli
saman og gleðin hvarf. Ef til vill hafði Mike orðið f yrir
vonbrigðum með hana? Átti hann von á að hún væri
öðruvísi? Slíkt gat gerzt. Hann hafði varað hana við og
sagt henni, að ef til vill vildi maðurinn ekki gefa sig
f ram og hann hafði ráðlagt henni að gleyma þessu öllu.
Aldrei hafði henni fundizt hún jafn ein og yfirgefin.
Hún þurrkaði tárin, sem voru tekin að streyma niður
vanga hennar óg gekk að skápnum í horninu. Þaðan tók
hún bækur föður síns og muni og án þess að lita f rekar i
„Wilson er á leiöinni hingaö.
Pabbi. Þú ættir aö láta þér detta
eitthvaö sniöugt i hug til aö kæla
ofsann i karlinum”.
DENNI
DÆMALAUSI