Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. apríl 1977 11 Auövitaö var þetta söguleg nauösyn eins og tilflutningur þjóöarinnar i landinu og mynd- un stétta. Þaö getur engin þjóö i heiminum tekiö sig út úr og staöiö kyrr. Afleiöingin gat aö- eins oröiö ein: menningarleysi, þaö er þvi I raun og veru tómt mál aö ræöa um þetta. En þetta kom bara of fljótt, um þaö er heldur ekki viö neinn aö sakast, ekki einu sinni einhverja vonda rikisstjórn. Okkur skólamönnum hættir oft viö aö lita á flesta hluti frá sjónarmiöi uppeldisins, og mér dylst þaö ekki, aö þegnskapur og trúmennska eru ekki sterkir þættir i samfélagi okkar nú á timum . Uppeldisskilyröi siö- ustu áratuga hafa heldur ekki greittfyrir þvi. 1 fyrsta lagi áttu þau orö ekki samleiö meö aldar- anda eftirstriösáranna og i ööru lagi hnigu hin ytri uppeldisskil- yröi beint i sömu átt. Og til aö taka eitthvert glöggt dæmi, skulumviö viröa fyrir okkur tvo drengi, annan úr sveit, en hinn úr þéttbýlinu. Sveitadrengurinn elst upp viö fjölbreytt störf, sem hann venst snemma á aö taka þátt i sjálfur. Hann hefur alltaf fullt fangiö af verkefnum. Hon- um eru oft fengin vandasöm störf,aö leysa, sem hann veröur aö leggja sig allan fram um aö leysa. Þar reynir oft bæöi á áræöi og trúmennsku, og hann venst á, aö setja metnaö sinn i aö gefast ekki upp. Enda væri þaöoft verstfyrirhannsjálfan. Hann veröur oft aö vera skjótur aö hugsa og taka ákvaröanir á eigin ábyrgö. Hann veröur viö þaö athugull og skjótráöur og þrautseigur, en um fram allt trúr og traustur. Hann veit, aö honum er treyst, og þaö stækkar hann og magnar. Sviksemi er ósamrýmanleg sveitastörfun- um. Viö þetta allt finnur hann snemma, aö hann er einn af þegnunum i þessu litla riki, sem hann ekki má bregöast i sinu hlutverki. Hann er nemandi i góöum og hollum skóla þegn- skapar og ábyrgöartilfinningar. Hvaö hefur svo kaupstaöa- drengurinn af þessum þroskandi skilyröum aö segja? Hvar reynir á þolrifin i honum. Hvaöa prófraunir i ábyrgöartilfinningu og þegn- skap leggur lifiö fyrir hann? Þær eru miklu færri. Hann hefur engin föst störf á heimil- inu. Allt kemst af án hans. Þaö eina, sem hann þarf aö hugsa um er, auk skólanámsins, aö koma á réttum tima heim til sin til aö boröa og hátta. Þetta er litiö og lélegt hlutverk, og þaö vex enginn af þvi. Þetta hefur samfélagiö séö og reynt á ýmsan hátt aö skapa hlutverk handa þessum börnum og unglingum.enalltslikter meira og minna gervistörf. Þaö er komiö upp tómstundaheimil- um, sem leysir aö einhverju leyti afþreyingarvandamáliö, en hefur ekki upp á aö bjóöa neitt skapandi. Þaö liggurviö aö mér þyki þetta starf ganga of langt. Þaö litur stundum svo út, sem þjóöfélagiö sé aö keppa aö þvi, aö hafa ofan af fyrir allri þjóöinni, og svo er kveinkaö og kvartaö yfir þvi, aö þetta af- þreyingarefni sé ekki nógu skemmtilegt. Sumar þessar kvartanir, sem viö veröum aö hlýöa á I útvarpi og blööum eru svo smáborgaralegar, aö manni dettur stundum I hug hvort veriö sé aö gera alla þjóöina aö keipóttum börnum. Þaö er á vissan hátt stefnt aö þvi, aö gera þorra þjóöarinnar aö dekur- börnum. Eins og fyrri daginn veröur mér hugsaö til skólanna. Eitt- hvaö geta þeir kannski bætt úr þessu meö kröfum sinum um stundvisi, reglusemi, skyldu- rækni og vandvirkni i hvívetna. En þaö nær of skammt. Hér er miklu færra um tækifæri, sem reyna á þegnskapinn, og er þá nokkur furöa, þótt sá skapgerö- arþáttur veröi veikur eins og vöövi, sem aldrei er reynt neitt á. Þetta er alvörumál, miklu meira en margir ætla. Hér er sannarlega veila i uppeldinu, sem þegar er farin aö koma i ljós og er aö veröa aö sjúkdómi. Viö getum kennt þessum börn- um og unglingum öll ósköp, en þaö er ekki hægt aö kenna allt i skólastofu. Sumt veröa nemendurniraö lifa sjálfir.Gull skapgeröarinnar veröur aö minnstu leyti numiö af bókum eöa meö lexium. Þaö veröur aö vinnast úr hinu haröa grjóti reynslunnar sjálfrar og stælast viö eld og is þess lifs, sem ekki er eintómt meölæti og lifsþæg- indi. Ekki eintóm réttindi heldur einnig skyldur. Þaö er ekki holltuppeldi, sem ekkibýö- ur jöfnum höndum upp á rétt- indi og skyldur. Þaö á ekki aö takmarka eöa skeröa réttindi einstaklingsins. Persónulegt frelsi er aöalsmerki lýöfrjálsra rikja, en þaö á jafnframt aö krefjast þess, aö þaö sé ekki misnotaö. Þaö er kannski ekki eins vandmeöfariö meö nokkurn hlut, og frelsiö. Þaö á lika aö gera miklar kröfur til þeirra þegna samfélagsins sem þjóö- félagiö elur upp aö meira eöa minna leyti á sinn kostnaö og þvi meiri, sem til þeirra er meira kostaö. Aldrei hefur þjóöfélagiö lagt fram meira fé og kraf ta til upp- eldis og menningar æskunni i landinu en nú. Þaö má deila um þaö, hvort þaö sé nógu mikiö. Viö getum þvi ekki sætt okkur viö annaö en þessa sjáist greini- leg merki i auknum manndómi og þegnskap. Með hverri nýrri menningar og uppeldisstofnun á aö gera nýjar kröfur til æskunn- ar um manndóm hennar. Okkar fjölmenna skólaæska á ekki aö- eins aö þekkjast af þvi, aö hún veitmikiö, og er frjálsmannleg 1 fasi. Hún á einnig aö búa yfir þeirri þrautseigju og karl- mennsku I hverri raun, sem hef- ur jafnan auökennt hiö óskóla- gengna alþýöufólk á liönum timum. Hún á aö þekkjast á þegnskap I öllum hlutverkum lifsins. Ef viö látum þegnskap og hollustu viö samfélagiö i skiptum fyrir skólalærdóm, eru þaö slæm skipti. En sem betur fer tel ég ekki mikla hættu áþessu. Þjóö, sem hefur barizt svo haröri baráttu fyrir lifi sinu, aö fá dæmi munu vera til um slikt, stendur á hættulegum vegamót- um þegar nútimatækni meö all- ar sinar vélar og lifsþægindi kemur til hennar einn góöan veöurdag og býöur henni þjón- ustusina.Eftirþaöerhættviö aö sú þjóö fari aö lita á vinnuna, erfiöiö, sem eins konar böl, en teljiallt hitt horfa til heilla, sem létt geti af mönnum erfiöi, áhyggjum g ábyrgö. Og þaö er þvi miður ekki hægt aö neita þvi, aö þetta hefur veriö guö- spjall siðustu tima hinnar miklu velferöarsóknar. Þaö er varla ámælisvert þótt þetta fyrirbæri sæki á þjóð, sem hefur Úfaö við þrældóm fram á siöustu tima. En þaö er hættu- legur boöskapur fyrir þá, sem landiö eiga aö erfa, fyrir æsk- una, sem á ef til vill um þaö aö velja aö ganga hinn grýtta veg út I framleiöslustörf þjóöfélags- ins, eöa hinn breiða veginn, sem gerir mönnum mögulegt aö lifa án þess aö vinna, og ég veit enga hættulegri falskenningu en þá, aö iöjuleysi, hóglifi og áhyggju- leysi séu eftirsóknarveröir hlut- ir. Þrátt fyrir allt er þaö vinnan, starfiö, sem er flestum öðrum skólum betri og drýgri til þroska. Verömæti vinnunnar er ekki fyrst og fremst i þvi aö hún er vara, sem hægt er aö selja, heldur af hinu, aö hún er hlut- verk.sem skapar lifsfyllingu og gefur lifinu gildi. Merkur erlendur rithöfundur hefur sagt, aö ætti maöur aö gefa hinum siöustu timum eitt- hvert táknrænt merki, færi vel á, aö þaö væri metrakvaröinn. I heimi metrakvaröans, segir hann eru menn alltaf aö mæla og meta. Þaö er vériö aö meta lönd, hrávörur, vélar o.s.frv.. En ef viö ætlum svo aö leggja metrakvaröann á andleg verö- mæti, á mannléga sál, á guö, þá viröist ekkert af þessu vera til. Mælikvarðinn gripur ekki þær stæröir. Þær fyrirfinnast ekki. Ef til vill erum viö íslending- ar ekki komnir eins langt i heimi metrakvarðans og sumar aörar þjóöir — sem betur fer... — En þaMiggur nærri aö ætla, aö sú hætta liggi ekki iangt frá okkur, fremur en öörum, aö mæla menningu okkar i hestöfl- um og metrum. Annar enn þá frægari snilling- ur, skáldiö Göthe, hefur ein- hvers staöar sagt: „Ef viö ætlum aö deila skyn- seminni I tilveruna, þá gengur þaö reikningsdæmi aldrei upp. Þaö gengur alltaf eitthvaö af, og þessi afgangur er sá leyndar- dómur, sem öll speki heimsins og guöfræöi glimir árangurs- laust viö”. Þaö, sem veröld metrakvaröans vantar i dag er þessi dýrmæta reynsla. Það gagnar ekki heldur þótt alinmál gamla timans væri tekiö upp. Jafnvel þau verömæti, sem viö töldum sigild, svo sem kristin- dómurinn viröast geta falliö i veröi. Ef til vill er þaö einmitt veröfall slikra verömæta, sem gerir menningu okkar snauöari en hún ætti aö vera. A slikum krepputimum neyöir fátækt llfsins mennina til aö ganga um strætiog gatnamót og kaupa sér ódýra lifsgleöi. Kapp- hlaupiö um skemmtistaöina nú á dögum ber ekki vott um mikla innri auölegö. Þegar Gunnar á Hliðarenda hætti viö utanför og reiö aft- ur heim aö búi sinu til aö setjast þar aö eins og frjáls” maöur, vissi hann, aö þaö var i trássi viö lög landsins, sem höföu dæmt hann útlægan um stund. Strengur löghlýðninnar hefur aldrei veriö sterkur i brjósti Is- lendingsins. Strjálbýliö hefur aliö hér upp þjóö meö litt mót- aöa sambúöarhætti og sam- búöarmenningu, og allt, sem heitir agihefur veriö óvinsælt. 1 heimilum og skólum stóö oröiö agi lengi vel i sambandi viö hýöingar og aörar likamlegar refsingar, sem aö maklegleik- um hafa nú fengiö sinn dóm, en i þjóðfélaginu i sambandi viö miösbeitingu ákæruvaldsins og dómsvaldsins, sem þjóöin hefur fengiö nóg af á umliðnum öld- um. Svo, þegar meiri menn- ingarbragur fór aö færast yfir þessa hluti héldu menn i bjart- sýni sinni, aö aginn heyröi aö- eins fortiöinni til. Flestir hlutir áttu aö vera frjálsir. Jafnvel börnin áttu aö fá aö ráöa sér sjálf, bæöi i heimilum og skól- um. En þessi frumstæöi skiln- ingur á frelsi eftirstrlösáranna, sem raunar var eldri, hefur komiö okkur i koll meö auknu agaleysi i þjóöfélaginu. Viö eig- um ekki aö óska eftir aga harö- stjórnar.heldur aga, sem felst i festu og myndugleik i allri stjórn, hvort sem er á heimil- um, skólum eöa I þjóöfélaginu. Okkur skortir aga, sem heimtar þaö, aö lögum og reglum, bæöi skráöum og óskráöum, sé hlýtt, hvort sem er á hærri eöa lægri stööum I þjóöfélaginu. Slikur agierhinn traustastihomsteinn lýðræðisins. Þeir, sem ekki læra snemma aö hlýöa settum lögum heimilanna, skólanna og þjóö- félagsins, eru ekki liklegir til aö veröa hollir þegnar I sinu sam- félagi, þegar út i lifiö kemur. Þeir veröa meö öörum oröum lélegir þegnar, hvar, sem þeir eru. Þvi segir ég: Endurreisn hins þjóölega, fastmótaöa heimilslifs. Sú mótun geturlika fariö fram i þéttbýlinu, er eitt af stærstu verkefnum vorra tima. Viö getum stofnaö skóla, góöa skóla, alls konar hæli og menntastofnanir, sem allt er ómissandi I nútima þjóöfélagi. Enekkertaf þessu geturkomiö i staöinn fyrirgóö heimili. Hvergi nema á góöum heimilum veröur numiö hiö fyrsta stafróf sam- vinnu, samhjálpar, sambúbar- menningar og þegnhollustu. 1 meira en þúsund ár hafa þau verið samvinnuskóli þjóöarinn- ar, og þaö þurfa þau alltaf ab vera, þar sem tvær til þrjár kynslóðir lifa saman og vinna saman. Þaö eru fjörráö viö menningu þjóðarinnar aö kljúfa kynslóðirnar hverja frá ann- arri, þótt þaö sé gert undir alls konar yfirskyni.' Viö höfum undanfarna ára- tugi háö mikla og glæsilega menningarbaráttu út á viö. Stórhugur hinnar frjálsu þjóöar blasir hvarvetna viö augum. En á slikum leysingatimum má þaö aldrei gleymast, aö öll menn- ingarbarátta er tviþætt. Menn- ingarbarátta inn á viö meö hiö eilifa gildi mannsins sem einstaklings fyrir augum, og menningarbarátta út á viö. Kynslóö, sem fæöst hefur inn I samtiö, þar sem allt er I smiö- um verður rótlaus I sinum jarö- vegi nema hún sé tengd traust- um böndum viö fortið sina. Hún veröur aö þekkja lifsbaráttu þjóöar sinnar aö fornu og nýju. Hún veröur aö skilja, aö allar þessar framfarir, sem viö henni blasa, er ávöxtur af samvinnu, samhjálp, þegnskap og fómfýsi genginna kynslóöa. Ég er hræddur um, að skólarnir van- ræki aö gera hinum ungu þetta samhengi ljóst. En sé hér ein- hver eyöa i uppeldi unga fólks- ins veröur aö fylla i hana, og þá kem ég aö þvl úrræöi i þjóöar- uppeldinu, sem hefur fyrst og fremst uppeldisgildi, og þar næst þjóöhagslegt gildi. En það er þegnskylduvinnan. Hug- myndin um þegnskylduvinnu hér á landi er oröin nokkurra áratuga gömul, en aldrei þó veriö dæmd til dauða. Henni skýtur alltaf upp ööru hverju. Hleypidómar og þröngsýni hafa haldiö þessari viturlegu hug- mynd niöri, en hún á þó alltaf einhverja formælendur, og það er trú min, að hugmyndin sigri aö lokum á sinum tima. Hér er ekki rúm tilaö færa rök meö eöa móti þegnskylduvinnu, en ég er ekki I nokkrum vafa um, hvaöa hlutverki hún ætti aö gegna, ef hún kæmist á. Ég þekki ekkert brýnna hlutverk. En þaö er ræktun landsins, bæöi skógrækt og landgræösla. Þaö er stækkun hins byggilega lands, sem alltaf hefur fariö minnkandi. Ég man nú ekki hvaö ráögert var aö ungt fólk fórnaöi landi sinu og þjóö löngum tima i þessu skyni á sinum tima, en þaö skiptir ekki öllu máli. Þótt ekki væri nema einnmánuður, eöa jafnvel ein vika, mætti gera kraftaverk á tiltölulega stuttum tima i ræktun landsins. Sannast aö segja hefur engin kynslóö þegiö meira og gefiö minna en sú, sem hefur veriö aö alast hér upp undanfarin ár. Hvernig væri aö gefaæskunni tækifæri tilaö gefa meira. Éger sannfæröur um, aö þaö stæöi ekki á henni. -------------Ég hóf þessi orð meö tilvitnun i eina hina glæsi- legustu fornsögu vora. Ég ætla að ljúka þeim meö aö hverfa margar aldir aftur i timann til hinnar fornfrægu Spörtu. Spartversk móöir átti fimm syni i striöinu og nú biöur hún 1 ofvæni eftir fregnum þaöan. Loks kemur sendiboöi og segir: „Synir þinir eru allir fallnir.” „Aumi þræll...Var ég aö spyrja aö þvi?” „Viö sigruðum,” sagöi sendi- boöinn. Þá gekk hin hugprúöa móbir til musterisins og færði guöunum þakkarfórn.. Þetta er aö vera góöur þegn sins rikis, þótt aldahaf liggi á milli þessa atburöar og vor, bæöi i hugsunarhætti og tima. \ ii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.