Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 40

Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 40
r 28644 PT7TO.I 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né f yrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson » heimasími 4-34-70 löqfræðingur n1 fyrirgóóan mut $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Gang. stétt- irnar komnar — slitlagiö biður sumarsins MO-Reykjavik — Það var fjárfest fyrirum 30 millj. kr. i gatnagerð á Stokkseyri á siöasta ári, og var unniö við að undirbyggja hluta af aðalgöt- unni i gegnum þorpiö. Ekki tókst að leggja oliumöl á göt- una i fyrrahaust en unniö verður að þvi I sumar. Gang- stéttir voru hins vegar steyptar og er liklegt aö Stokkseyri sé nú eina þorpið sem státað getur af steyptum gangstéttum áður en búið er aö leggja bundið slitlag á götur. Af öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins má nefna aö ráögert er að byggja fjórar leiguibúðir i sumar, en hins vegar hefur ekki enn verið tekin ákvöröun um aörar framkvæmdir. Fer það m.a. eftir þvi hvernig neyzluvatns- málin leysast og hversu mik- inn kostnað sveitarfélagiö þarf að leggja i við vatnsöf lun- ina. Nýlega lauk hafnarfram- kvæmdum á Stokkseyri fyrir 38-39 millj. kr. Þá var bryggj- an hækkuð og breikkuð, en frekari hafnarframkvæmdir eru ekki ráögerðar. Aðalatvinnufyrirtækið á Stokkseyri er Hraðfrystihúsið, sem að 80 hundraöshlutum er i eigu sveitarfélagsins, en einnig er þar netagerð og nú er verið að byggja þar verkstæði. Stokkseyri „Það gildir líf eða dauða Stokkseyrar ’ ’ hvort brú kemur á Olfusá, segir Vernharður Sigurgrimsson oddviti MÓ-Reykjavik. — Við erum mjög vonsviknir að ekki fékkst nein fjárveiting til brúargeröar yfir ölfusá hjá óseyrarnesi á fjögurra ára vegaáætluninni, sem afgreidd var á Alþingi nýlega, sagði Vern- haröur Sigurgrimsson oddviti á Stokkseyri i samtali við Timann. Þaö geturgiltllf eða dauöa þorps- ins hvort af brúargerö veröur eða ekki, enda byggist atvinna hér aðallega á fiskvinnslu, og nú er svo komiö að meginhluti báta- flota okkar veröur að landa afla sinum i Þorlákshöfn, vegna þess að hér eru svo léleg hafnarskil- yrði. Frá Stokkseyri eru nú geröir út 11 bátar, og Stokkseyringar eiga þriðjung úr togara. Fjórir stærstu bátarnir þurfa allir að landa afla sinum I Þorlákshöfn, svo og tog- arinn. Páll Bjarnason starfsmaö- ur hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyr- ar sagði i viðtali við Timann, að miðað við taxta vöruflutningabila væri flutningskostnaður á aflan- um frá Þorlákshöfn 20 millj. kr. meiri á ári, en hann væri ef brú væri á Olfusá. Þessi kostnaður væri svo mikill, að undir sliku stæði engin fiskvinnslustöð til langframa. Einhver kann að halda, að ó- þarft hafi verið fyrir Stokkseyr- inga að kaupa þessa stóru báta, sem ekki geta landaö þar. En ef þeir hefðu ekki veriö keyptir, væri grundvöllur fiskvinnslu á Stokkseyri brostinn, sagði Páll. Fiskgengd á grunnmið út af Suð- urlandi hefur minnkað hin siðari ár og þvi ófært að treysta á annaö en nokkuö stóra báta. Aðrir geta ekki sótt á þau miö, sem fiskur gengur á. Hraðfrystihúsið er aðalat- vinnufyrirtækiöá Stokkseyri. Þar eru 80 til 100 manns að jafnaöi á launaskrá, og á siöasta ári voru þar unnar um 3000 lestir af bol- fiski. Þá voru frystar 400 lestir af loðnu i frystihúsinu. A sumrin er unglingum frá Sel- fossi ekiö til Stokkseyrar til vinnu i frystihúsinu. Þannig komust 88 unglingarfráSelfossiá launaskrá sl. sumar hjá fyrirtækinu. Arftakarnir ið vatnsöflun leiðir koma til greina Nú sem endranær hefur borið á manneklu á bátaflota Stokks- eyringa. Að þessu sinni hefur kvenfólkiö fremur venju fylkt liði til þess að bjarga málum. Nú eru starfandi þrjár stúlkur sem kokk- ar á bátum Stokkseyringa og má segja að þær séu arftakar kven- skörungsins Þuriöar formanns, þótt ekki séu þær formenn eins og hún var. Eigi að siður er það þakkarvert að ungar stúlkur vilja vera með i harðri baráttu við úf- inn sæ, segir i frétt, sem nýlega birtist I Þjóðólfi. PALLI OG PESI Mó-Reykj^^H — Væntanlega verður ákv^^H tekin strax eftir páska á hj^Kátt neyzluvatns- mál Stokj^^Har verða leyst, sagði Jóh^^B Reynisson sveit- arstjóri i s^Bi viðTimann. Við léturn bor^^H vatni i þorpinu árið 1975 árangur þeirr- ar boruna^^Húr i upphafi, en siðan hefu^Hult aukizt mýra- rauða i vaj^H og er það nú að verða ónotj^Ht Það er þvi ljóst, að úrbætuJPPerður að gera i neyzluvatraHHunum. Verið er m gera samanburð á þremur vaBtostum. Ein leiöin er sú aö sækja vatnið upp i Ingólfs- fjall, og var reiknað meö að þar yröi unnt að fá nægjanlegt vatn úr einni lind. Nú er hins vegar komið i ljds að taka veröur vatniö úr tveimur lindum og eykur það kostnaðinn, ef ákveðið verður að sækja vatnið i Ingólfsfjall. Onnur leið er að sækja vatn upp i Flóa og hin þriðja er sú að koma upp hreinsibúnaöi á vatnið, sem kemur úr borholunni, Sú leið yrði kostnaöarminnst i upphafi, en mjög dýrt yrði að reka slika hreinsistöð i framtiðinni. Kostnaður við að leiða vatnið úr Ingólfsfjalli eöa úr Flóanum verður varla undir 150 millj. kr. hvor leiðin, sem farin er, en nán- ar veröur hægt að segja um þess- ar kostnaðartölur eftir páskana. Annað stórmál á Stokkseyri um þessar mundir er á hvern hátt unnt verði að leiba þangað hita- veitu. Þar koma einnig nokkrir möguleikar til greina. T.d. að leiöa vatnið frá Ba$ka i Olfusi, en þar fékkst mikið af heitu vatni þegar borað var fyrir Þorláks- höfn i vetur. En forsenda þess, að unnt sé að leiða vatnið frá Bakka er að brú komi á ölfusá. Aðrir möguleikar eru einnig fyrir hendi eins og leiða vatniö frá Selfossi eða koma upp fjarhitun, þar sem vatniö yrði hitað upp með raforku og svartoliu. Þessi mál er verið að kanna og stefnt er að þvi aö þau verði leyst i sam- vinnu viö Eyrarbakka, enda hafa þessi tvö sveitarfélög samvinnu um ýmsa málaflokka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.