Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. april 1977 Langar, léttar slæður Nú keppast tízkuteiknarar við að uppf inna not '" fyrir hinar löngu, léttu slæður sem eru notað ar með öllum vorfatnaði. Slæðu er vafið um hálsinn, og síðan er öðrum endanum slegið aftur á bak eins eru mikið notaðar minni slæður í hálsmál á kjólum eða drögtum, eða við blússur og peysur. Stórar slæður eru einkum notaðar við kvöldklæðnað, og er þeim ýmist brugðið yfir höfuð i líkingu við ind- verskan sari-klæðnað, eða jafnvel eru slæð- urnar bundnar um mittið, eða þá notaðar upp á gamla móðinn yf ir axlirnar við f legna kjóla. Við sjáum hér myndir af fyrirsætunni Marinku, sem notar stóru slæðurnar á sér- stæðan hátt, en hún notar þær fyrir „alklæðn- að", a.m.k. stillir hún sér þannig upp fyrir Ijósmyndarann, en líklega fer hún ekki á skemmtistaði í þessum klæðnaði, — jaf nvel er vafamál að hún fengi inngöngu í „náttfata- partí"! En hvað um það, þessar slæður klæða hana Marinku Ijómandi vel. Fyrirsætustarfið er aðeins aukastarf hjá henni, en raunveru- lega er hún afgreiðslu-stúlka á vínbar, — og hef ur próf upp á það. Þessar slæður, sem hún klæðist hér eru eftir frægan teiknara sem heitir Celia Birtwell og teiknar mynstur fyrir silkiframleiðanda. Einkum hafa þessar stóru slæður hennar, sem fyrirtæki er heitir Quorum framleiðir, aukið hróður Celiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.