Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 21
20 ' Fimmtudagur 7. april 1977 Fimmtudagur 7. april 1977 21 TÓNLIST p U UTTD wÆLurnaJm nJb V «■ LÍFIÐ FEGURRA Rætt við Jón Tryggvason, bónda og söngstjóra Jón Tryggvason. — Timamynd: Gunnar. MAÐUR er nefndur Jón Tryggva- son. Hann hefur lengi veriö bóndi aö Artúnum i BólstaBarhlIftar- hreppi i Austur-Húnavatnssýslu, en auk þess hefur hann veriö fé- lagsmálafrömuöur, buröarás i menningarlifi héraös sins og söngstjóri Karlakórs Bólstaöar- hliöahrepps, sem er einhver þekktasti sveitakór á Islandi. Tryggð við heimahaga Ekki alls fyrir löngu var Jón Tryggvason staddur I Reykjavik, og þá var þaö sem fundum hans og blaöamanns Timans bar sam- an. Jón var, eins og vænta mátti, viöræöugóöur og leysti vel og greiölega úr þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagöar, en hittliggur 1 augum uppi, aö ekki er hægt aö koma öllu aö i einni blaöagrein. Til dæmis ákváðum viö Jón aö lengja ekki mál okkar meö þvi aö ræöa um hreppsnefnd- ar-og oddvitastörfhans. Léthann þess sérstaklega getiö, aö þau væru svo lik þvi sem gerist 1 öör- um sveitum, aö ekki sé ástæöa til þess aö fjölyröa sérstaklega um þau hér. Þess geröist ekki heldur þörf. Viö Jón höföum um nóg aö tala, þótt sleppt væri sveitar- stjórnarmálum i Húnaþingi. — Og þá er aö byrja á byrjun- inni, Jón: Ert þú Húnvetningur aö uppruna? — Já.égfæddistaBFinnstungu 28. marz 1917, og varö þvi sextug- ur f gær. Ég ólst svo upp I Finns- tungu, og hef ekki fært mig um set, nema til næsta bæjar, þar sem ég h'ef búiö siöan 1948. Sú jörö haföi veriö i eyöi um nokkurn tlma, en þá var gengiö aö þvl aö byggja hana upp, og þaö geröum viö bræöurnir, Jónas bróöir minn og ég. Söngur var ríkur þáttur hins daglega llfs. — Nú mun þaö mörgum kunn- ugt, sem ég gat um áöan, aö þú hefur lengi veriö tónlistarmaöur og söngstjóri. Ert þú alinn upp viö söng? — Já. Um þaö bil sem ég var átta ára, var stofnaður karlakór i heimahögum minum, og einn stofnendanna var faðirminn, sem var mjög mikill áhugamaöur um söngmál, þótt hvorki léki hann á hljóöfæri né heföi sérstaka söng- rödd. Ég ólst þannig upp viö þessa hluti, og ég gekk I kórinn, sem faöir minn haföi átt þátt I aö stofna, strax og ég haföi aldur til. — Var hljóöfæri á æskuheimili þinu? — Já, þaö var þar orgel. En eina kennslan, sem ég og systkin min nutum á sviöi tónlistar, var sú, að faöir minn fékk eitt sinn mann til þess aö kenna okkur i einn mánuö nótnalestur og meö- ferö nótna. Viö höföum öll boriö þaö dálltiö viö aö leika á orgeliö heima, en auövitaö komumst viö ekki yfir aö læra nema nokkur undirstööuatriöi á þessum eina mánuöi. — Var ekki sungið á kvöldvök- um heima hjá þér, þegar þú varst aö alast upp, eins og siöur var á mörgum bæjum? — Jú, þaö var talsvert mikiö sungiö. A uppvaxtarárum mínum var alltaf lesinn húslestur, aö minnsta kosti á sunnudögum og á föstunni.aöég taliekki um á stór- hátlöum. I sambandi viö húslest- urinn var ævinlega sungiö, svo aö segja má, aö söngur hafi veriö rikur þáttur hins daglega lifs á æskuheimili minu. Æfingar karlakórsins fóru einnig oft fram heima hjá okkur. Kórinn varö aö æfa á þeim stööum, þar sem hljóöfæri voru fyrir hendi, hvort sem húsrými var þar mikiö eöa litiö, en kórinn var ekki heldur fjölmennur, aðeins átta menn, fyrst I staö, eöa eins og tvöfaldur . kvartett. Allir þurftu aö fara gangandi til æfinga, en þrátt fyrir þaö voru þær stundaöar af mikilli atorku og mikilli gleöi. — Starfsemi kórsins hefur ein- göngu fariö fram aö vetrinum? — Já, eingöngu. A þeim árum þótti þaö mikiil viöburöur, þegar haldin var söngskemmtun. Þá var gjarna aö þvi stefnt, aö halda eina eöa tvær slíkar skemmtanir aö loknu vetrarstarfi. Sá siöur er þó aö mestu leyti af lagöur nú. Viö höfum ekki lagt t aö fá til okkar „faglæröa” söngstjóra, heldur höfum viö notazt viö þaö sem viö eigum kost á heima fyrir, og vafalausthefurþaö komiö niöur á árangrinum. Hvernig fer um hina fé- lagslegu þörf mannsins? — Vikjum þá frá þvi um sinn, og snúum okkur aö búskapnum. — Þú hittir nú ekki fyrir neinn stórbónda, þar sem ég er. Artún er litil jörö og hæg, og ég hef aldrei veriö með stórt bú. Ég hef meira aö segja ekki taliö það væri nauösynleg undirstaöa eöa for- senda búskapar, aö búin væru stór, heldur beri bændum aö haga rekstri búskaparins þannig, aö hann sé i samræmi viö jaröimar, sem þeir sitja, og búskapinn sem fyrir er. Reksturskostnaöinn verður aö miöa viö þetta, en þar finnst mér aö véltæknin hafi nokkuö oft fariö yfir æskileg mörk. Iöulega hafa bændur klifiö þrltugan hamarinn, tekiö stóra og dýra víxla, til þess aö eignast ný tæki, sem svo hafa oftreynzt helzt tildýr,þegar ^hólminn erkomiö. — Þú telur þá, aö hægt væri aö ná eins góöri eöa betri afkomu meö minni umsvifum og aukinni hagsýni? — Já, þaö er ég alveg sann- færöurum. Ég held, aö stóru búin hafi ekki gefiö þá raun, sem ætl- azt var til. Aftur á móti halda smáu búin hlut sinum, þegar þau eru nógu vel rekin. 1 sambandi viö þetta langar stétt, svokallaöir landbúnaöar- verkamenn. Nokkrir þessara manna komu hingaö til tslands, og reyndust hinir beztu starfs- menn hér. En þó fór nú svo, aö jafnvel I Danmörku, þar sem landbúnaöur er i hávegum harö- ur, hefur verið hætt viö þetta. — Hvernig hefur þú leyst þessi mál sjálfur? Hefur þú stundaö búskap þinn sem einyrki? — Ég hef verið einyrki I þeirri merkingu, að ég hef ekki haft vinnuhjú, en þó væri alrangt aö segja aö ég hafi staöið einn. Ég var svo lánsamur aö kvænast á- gætri konu, Sigriöi ólafsdóttur frá Eyvindarstööum i Blöndudal. Viö höfum eignazt sjö börn, sem nú eru flest uppkomin. Þaö er sannarlega enginn einn, sem styözt við slika fjölskyldu. Yfir- leitt hef ég tekiö búskap minn fremur létt, og alls ekki viljaö lima mig svo niöur I hann, aö ekk- ert annaö kæmist aö hjá mér. Ég hef ekki taliö þaö nauösynlegt, og þvl slöur æskilegt. Maöurinn þarf aö halda áfram aö vera maöur, hvort sem hann leggiir stund á búskap eöa eitthvaö annaö. Nú er ég vitanlega ekki aö halda þvi fram, aö menn eigi aö vinna daglega störf sin af tómlæti og áhugaleysi. Oöru nær. Allir menn veröa að finna gleöi og llfs- fyllingu i störfum sinum, hver sem þau eru, það er hluti af sjálfri lifshamingjunni. En hin daglega skylda má ekki vaxa mönnum svo yfir höfuö, aö þeir útilokist frá félagslegum sam- skiptum viö annaö fólk. Og þaö er einmitt þaö, sem ég óttast aö veröi ef byggðin grisjast, búin veröa færri og stærri, fólkinu I sveitunum fækkar og mest unnið meö vélum. Þá getur sá timi komið, að menn fáist blátt áfram ekki til þess aö setjast aö á sllkum stöðum, jafnvel þótt þar séu skil- yröi til stórbúskapar. Það er nú einu sinni svo, aö fáir una til lengdar andlegri einangrun, — enda væri ekki heldur sanngjarnt aö ætlast til þess. — Miklu strjálbýli fylgja auö- vitaö margvisleg vandamál. — Já, ég held aö um byggöina gildisama lögmál ogum skóginn. Þaö má ekki grisja hann of mikið, þá fer aö lokum svo aö seinasta tréö fellur. Vist hefur sú stefna verið boöuð aö stækka beri búin. Jaröir hafa lagzt I eyöi, þær hafa veriö nytjaðar frá næstu bæjum, og þannig hefur byggöin viöa grisjazt. Þetta getur auövitaö gengiö um tlma, en smám saman einangrast menn, þegar fækkar i kringum þá og þeirri einangrun una menn ekki um alla framtlö, þrátt fyrir þau átthagabönd og tryggö viö heimahaga, sem flestir hafa tilaðbera.þótti misjafnlega rikum mæli sé. Ég er alveg viss um þaö, fyrir mitt leyti, aö þegar til lengdar lætur haldast þær jaröir illa I byggö, þar sem mjög langt er til næstu bæja. Þess vegna er nauðsynlegt aö búiö sé á sem flestum bæjum, hvaö sem bústærö og búskaparumsvifum líður. Ég held lika, aö i þessum mál- um séu viöhorfin aö byrja aö breytast. Menn eru aö byrja aö gera sér grein fyrir þvl, aö byggö má ekki grisjast óhæfilega, ef ekki á aö horfa til auönar þegar fram I sækir. t þessu fámenna þjóðfélagi okkar, þar sem flestir þekkjast eöa vita deili hver á öörum, á þaö tvimælalaust aö vera eitt af hlut- verkum sveitanna aö veita sem flestum börnum þéttbyiisins tækifæri til þess aö njóta sveita- lifsins. Þaö er hverju mannsbarni andleg og uppeldisleg nauösyn aö kynnast af eigin raun náttúrunni, gróöri og dýrum, og viö eigum aö hefja skipulegan áróöur fyrir þvi aö kaupstaöabörnum gefist meiri tækifæri til sveitaveru en nú er. „ Verksmiðjubúskapur” er ekki aðlaðandi — Þú nefndir áöan stór bú Félagsheimiliö Húnaver. Hér hljómar söngur Karlakórs Bólstaöarhllöarhrepps, og stjórnandi kórsins, Jón Tryggvason, átti mikinn þátt I byggingu Húnavers. annars vegar og litil hins vegar. Þá dettur mér i hug ágætur maö- ur, sem sagöi viö mig fyrir mörg- um árum, aö hann vildi ekki eiga fleiri ær en svo, aö hann þekkti þær allar meö nöfnum. — Vel get ég tekið undir þetta, en hins vegar er ég hræddur um að þarna sé orðin veruleg breyt- ing frá þvl áö viö vorum aö alast upp, þú og ég. Nú keppast bændur viö aö tileinka sér sem mesta tækni og hagræöingu, svo aö hægt sé aö ljúka gegningum á sem skemmstum tima. Þá fer aö veröa lltiö um félagsskap og gagnkvæma vináttu manns og skepnu. Þegar svo er komiö, erum viö teknir aö nálgast þaö, sem ég vil leyfa mér aö kalla verksmiöjubúskap, og hann finnst mér ekki aölaðandi. — Fer mönnum þá ekki lika aö þykja þetta minna gaman? — Jú, þaö óttast ég. Auövitað verða allir menn aö vinna til þess aö framfleyta sér og slnum. É g er ekki að gera litiö úr praktiskri þörf og eölilegri hagræöingu i daglegum störfum. En eins og ég sagði áöan, þá verða menn aö finna gleöi og lífsfyllingu I önn hins rúmhelga dags. AB öörum kosti fara þeir á mis viö þaö sem flestum beztu mönnum hefur orö- iö happadrýgst, sjálfa vinnugleð- ina. Eigum við að virkja Blöndu? — Næst langar mig aö vikja aö máli, sem ég veit, aö þér er hug- leikiö, Jón: Eigiö þiö Húnvetning- ar ekki eitthvert hiö ákjósanieg- asta vatnsfall til virkjunar, Þar sem Blanda er? — Jú.sennilega erhún þaö. En einhvern veginn finnst mér, aö varla muni hafa veriö hugaö aö þessum orkumálum hér á réttan hátt. Þegar unniö er aö uppbygg- ingu landsins i heild, þarf aö huga aö þvi, á hvern hátt sé hægt aö láta verö á rafmagni vera sambærilegt alls staöar á landinu. Naumast er hugsanlegt, aö iönaöur veröi færöur út á land svo heitiö geti, ef teljandi munur er á rafmagnsveröi eftir lands- hlutum. Þetta hlýtur aö kalla á stórvirkjanir, enda eru þær sjálf- sagt hagkvæmar. Blandaereittþeirra vatnsfalla, sem augum hefur veriö rennt til. þegar hugaö hefur veriö aö þess- um hlutum. Fyrir all mörgum ár- um voru gerðar athuganir ■'á þvi aö fara meöhana vestur I Vatns- dal og virkja þar, meö um þrjú hundruö metra falli. Ekki veit ég, en telþóvist, aöþessar rannsókn- ir hafi veriö talsvert kostnaöar- samar, og aö þeim loknum hafi virkjunarkostnaöurinn þótt all- álitlegur. Þótt ekki væri þá fariö aö lita til umhverfismála, eins og nú er gert, kom þó þar, aö viöurhluta- mikiö þótti aö gerbreyta fögrum byggöum og gera þær ef til vill meö öllu óbyggilegar. Allar þess- ar rannsóknir heföi þvi mátt spara, ef ráöamenn orkumála heföu ekki verið haldnir þeirri einsýni, aö I samanburöi viö „hagkvæma” orkuöflun væri nærri ailt annaö hégómi. Og enn er athugunum haldiö áfram, — sem sjálfsagt er, — en mig grun- ar, aö enn séu ráöamenn viö svip- að heygaröshorn og fyrr. Horft er á „hagkvæmni” virkjana, en siöur er litiö til gróöurmýktar og gagnsemi lands, eöa hinna fjöl- mörgu grundvallarbreytinga, sem verða þeim mun stórfelldari sem framkvæmdirnar eru meiri. RUmsins vegna vil ég styöja þessa skoðun mina aöeins einni röksemd, þótt af töluveröu sé aö taka. Miölunarlón fyrirhugaörar Blönduvirkjunar er ákvaröaö um miðbik Eyvindarstaöa- og Auökúluheiða. A þeim uppdrátt- um, sem ég hef séö, og hef ekki ástæöu tilaö halda aö hafibreytzt I neinum meginatriöum, kemur fram, aö lægö sú, sem þarna er I landiö er takmörkuö meö sem allra minnstum tilkostnaöi, og aö þvl loknu látiö flæöa yfir um fimm metra mishæö, sem veröur þá I reynd hækkun þristiklu, en þarna skilst mér, eftir hæöarkort- um aö um tuttugu og þrir gigalitr- ar veröi lokaöir inni og komi aldrei til miölunar. Ekki svo litiö vatnsmagn þaö. — Fjölmargt fleiramættitina til, en þaö yröi of langt mál. Viö erum tæplega nógu góöir tslendingar,ef viö horfum ekki til lands okkar meö þeirri viröingu og þvi stolti, sem veröugt er. A þeim tæknitlmum, sem veriö hafa um nokkurra áratuga skeiö, hefur skyn okkar gagnvart verömætum ruglazt nokkuö. Þetta er i sjálfu sér eölilegt, þar sem ofan á hina öru tæknilegu þróun hefur skefja- litlum áróöri veriö beitt til fram- dráttar allri stóriöju og jafnframt sérhæfingu vinnuaflsins. Þetta hefur raskaö dómgreind okkar, og þvi meira sem viö höfum haft skemmri tima til þess aö aðlaga okkur breyttum timum og aðstæöum. Þó held ég aö öllum sé ljóst, sem á annaö borö hlusta eftir rödd fólksins, aö þetta er aö breytast. Enn hlustar þaö á sömu orð ráöamanna og fyrr: aö þeir séu aö berjast fyrir „mannsæm- andi lifskjörum’*. En þrátt fyrir hina fjárhagslega bættu aöstööu, finnum viö aö eitthvaö er aö. Ráöamenn hafa misreiknaö tæknina i veigamiklum atriöum og þar af leiöandi hefur hún ekki skilað þvi sem til var ætlazt. Auöhringar og fjármálavald hafa i æ rlkara mæli komizt inn á ein- staklinga og heilar þjóöir. Ég er nær viss um, aö aukin andstaöa viö stóriöju yfirleitt, á nú sinn þátt i þvi aö magna and- stööu viö Blönduvirkjun, og' ég tel, aö hún veröi ekki reist á næstu árum, nema til komi ein auöhringastóriöjan enn. Viö íslendingar lifum ekki „á mörkum hins byggilega heims”, eins og stundum er sagt. Og land okkar viljum viö vemda sem hreint land, sem fagurt land, umfram allt annaB. Drottning listanna — Liklega ættum viö, Jón, aö ljúka þessu með þvi aö tala um eitthvaö skemmtilegra en stór- iöju. Viö minntumst áöan á söng- lif i heimahéraði þinu. Hvernig er nú háttaö störfum kórsins, sem þú hefur svo lengi veitt forstööu? — Þau hafa breytzt aö þvi leyti, aö nú eru ekki lengur haldnar söngskemmtanir á vorin, aö loknu vetrarstarfi, þótt fyrir komi þaö endrum og eins. Aösóknin er misjöfn eins og eölilegt er, þar sem fólk hefur nú úr svo mörgu ab velja. Þetta hefur meira og meira færzt I þaö horf aö viö syngjum fyrir sjálfa okkur, og þaö hefur aö vlsu gefizt okkur ljómandi vel. Mér sýnist ekki aö áhugi manna sé neitt minni nú en áöur, þótt æfingar séu ekki stundaöar eins stlft og fyrrum, heldur sé veöur og færi látið ráöa nokkru um þaö, hversu oft er æft, og halda svo eina, tvær eöa þrjár boössam- komur á hverjum vetri til þess að gleöjast meö glööum, og syngja þá um leið fyrir sjálfa okkur og aöra. — Syngiö þiö svo ekki viö ákveöin tækifæri, til dæmis viö útfarir? — Jú, þaö hefur lengi tíökazt hjá okkur. Kórinn hefur ekki aö- eins sungib sveitunga okkar úr garöi, hann hefur átt samleiö meö þeim bæöi i sorg og gleöi. — Og svo er þaö nú þú sjálfur, sem hefur starfaö meö karla- kórnum ykkar svo lengi. Ég þarf vlst ekki aö spyrja hvers viröi hann hefur veriö þér. — Viö skulum segja, aö hann hafi verið mitt hálfa lif. Þaö er aö minnsta kosti ekki fjarri sann- leikanum. Þóttég hafi komið ná- lægt annars konar félagsstörfum, þá hefur söngstarfsemin löngum verið þaö sem sterkast togaði mig til sin. Ég hef oft fundið til þess og saknaö þess, hversu sönglifi hefur veriö litill gaumur gefinn hér á landi. En vonandi stendur þetta til bóta. Tónlistarskólar eru smám saman aö risa á legg úti um landið, þrátt fyrir aö oft hefur reynzt erfitt aö finna hæfa kenn- ara, og enda þótt enn vanti mikiö á aö almenningi hafi skilizt, aö tónlist er hluti af daglegri tilveru okkar. Hún hefur stundum veriö kölluö drottning listanna, mál hennar geta allir skiliö, hver sem þjóötunga þeirra er, og hún á aö geta veriö uppbyggjandi og göfg- andi þáttur i lifi sérhvers manns. — VS mig aö minnast á annaö, sem mér finnst ekki veigalitiö, en sem sárasjaldan heyrist talab um: Ef svo heldur fram sem nú horfir meö véltæknina, ef búin halda á- fram aö stækka, vélunum aö fjölga, en fólkinu aö fækka, hvaö veröur þá um félagslega þörf fólksins sem byggir sveitirnar? Maöurinn lifir ekki eingöngu á beinhöröum peningum. Hann er félagsleg vera, sem veröur aö eiga sér sin hugöarmál, hann veröur aö eiga kost á þvl aö gera fleira en aö stjórna vélunum sin- um, — hversu góðar sem honum kunna að þykja þær. Hann getur ekki sótt alla tilbreytingu og skemmtun I feröalög til sólar- landa, jafnvelþótt fjárhagur hans leyfi honum aö fara þangaö á hverju ári, (sem mun þó vera fremur fátítt, aö minnsta kosti um sveitafólk). , — Einyrki sem hefur stórt bú og vinnur allt meö vélum, veröur auövitaö meö nokkrum hætti ó- frjáls maður, sem varia getur leyft sér aö fara aö heiman eöa veröa lasinn. — Já. Annað hvort hlýtur hann aö veröa eins og ánauðugur þræll, eöa þá hitt, sem ekki er heldur aö- gengilegt, þótt. nokkuð væri rætt um þaö hérfyrr á árum.en þaö er að búin séu svo stór, aö þau risi undir þvl aö greiða verkafólki kaup. Viö höföum fordæmiö frá Danmörku, þar sem varö til heil Séöaf Vatnsskaröi niöur Ævarsskarö. Ef grannt er skoöaö. sést bær Jóns, Artún, fjærst á myndinni, þar sem hann stendur á eyrunum milli Svartár og Blöndu. Næst er BólstaöarhHð, hiö forna höfuöból og kirkjustaöur, en næst okkur er Hliöarrétt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.