Tíminn - 07.04.1977, Blaðsíða 31
'aaniu.nit
Fimmtudagur 7. aprll 1977
31
kvikmyndahúsanna
Nýja bíó með gamanmynd
Æskufjör
í listamannahverfinu
Æskufjör f listamannahverfinu
heitir myndin, sem Nýja bfó tekur
til sýninga um páskana. Þetta er
gamanmynd með alvarlegu ívafi.
Söguþráður myndarinnar byggist
á lifi ungs manns, Larry
Lapinsky, sem búinn er að vera I
leiklistarskóla f New York og bfð-
ur stöðugt eftir hinu mikla tæki-'
færi, sem fólgið er í að fá hlutverk
I kvikmynd, ef þess er nokkur
kostur.
Eins og nafn myndarinnar gef-
ur til kynna, þá er mikið um fjör f ■
myndinni, sérstæðar persónur, og
koma fyrir spennandi atburðir
fyrir unga menn, sem eru nýflutt-
ir að heiman frá mömmu og
pabba. Höfundur handritsins og
jafnframt leikstjóri er Paul
Mazursky, en hann er auk þess
framleiðandi ásamt Tony Ray. 1
aðalhlutverkum eru Lenny Bak-
er, Shelley Winters, Ellen Greene
og Lois Smith.
Orrustan um Midway 1
Laugarásbíói
Páskaframlag Laugarásbiós að
þessu sinni er kvikmyndin Battle
of Midway eða Orrustan um
Midway. Myndin er framleidd á
vegum The Mirisch Corporation f
samvinnu viö Universal Pictures,
og eru leikarar ekki af verri end-
anum þar sem Charlton Heston,
Henry Fonda, James Coburn,
Glenn Ford og Robert Mitchum-.
Þetta er stríösmynd og fjallar
hún um bardaga milli Banda-
rfkjamannaog Japana i sfðari
heimsstyrjöldinni. Hún gerist
stuttu eftir árás Japana á Pearl
Harbour, og eru Bandarfkjamenn
mjög uggandi um hvert muni
verða næsta árásarmark þeirra.
Þeim berast njósnir um að
Japanir hafi I hyggju að eyði-
leggja hernaöaraðstöðu þeirra á
Midway, og eins og nafn myndar-
innar gefur til kynna stendur
aöalstyrinn um að verja hana.
Það kom lfka I ljós, aö þessi orr-
usta réð í raun og veru úrslitum I
strföinu á Kyrrahafinu, þvi að
Japanir guldu gífurlegt afhroð f
henni, og báru ekki sitt barr eftir
þaö.
ALLIR MENN
FORSETAN S
Páskamynd I Austurbæjarbfói f þátt tveggja bandarfskra blaða-
ár verður „Allir menn forset- manna f að ljóstra þvfupp. Mynd-
ans”. Það þarf sjálfsagt ekki að in hlaut fern óskarsverðlaun viö
fjölyrða um þessa mynd, það hef- sfðustu veitingu, og kusu samtök
ur ekki svo lítið verið um hana kvikmyndagagnrýnenda í Banda-
rættog ritað, en fyrir þá sem ekki rikjunum hana beztu mynd 1976.
vita, fjallarhún Istórum dráttum Meö aöalhlutverk fara Robert
um Watergate—hneykslið og Redford og Dustin Hoffman.
James Bond í Tónabíói
Live and let die
Kvikmyndin, sem Tónabíó
býður sýningargestum upp á
núna um páskana heitir Live
and let die. Er þetta æsi-
spennandi leynilögreglu-
mynd, þar sem enginn annar
en kappinn James Bond er
aðalsöguhetjan.
1 stórum dráttum fjallar
myndin um þaö aö þrfr
menn, einn af fulltrúum
Breta hjá Sameinuðu
þjóðunum og tveir starfs-
menn brezku leyniþjónust-
unnar hafa látizt eða horfið.
Allt gerðist þetta á einum og
sama sólarhringnum og
þykir meira en lftið dular-
fullt, sér I lagi er þess er
gætt, að þeir voru allir aö
vinna að sama verkefninu, —
að fylgjast með forseta
eyjunnar San Monigue, dr.
Kananga sem brezk og
bandarisk yfirvöld hafa
grunaðanum græsku. Það er
þá sem James Bond, eða
Roger Moore, kemur í spilið
og æsist þá leikurinn til
muna. En ekki þykir ástæða
að rekja efnisþráðinn frekar
hér, heldur láta biógestum
eftir ánægjuna.
Með helztu hlutverk f þess-
ari mynd fara Roger Moore,
Yaphet.Kotto, Jane Seymor,
Clifton James og Julius W.
Harris. Framleiðendur eru
Harry Saltzman og Alber R.
James Bond f frfftu föruneyti.
Broccoli en leikstjóri er Guy
Hamilton, tónlist eftir
George Martin og Tom
Mankiewicz gerði kvik-
myndahandritiö. Upphafs-
sönginn i myndinni syngja
Paul og Linda McCartney.
Happdrætti
Your
er
að skoða 2 DAS- hús, sem bæði eru vinningar á næsta
happdrættisári.
Hæðabyggð 28, Garðabæ
- aðalvinningur ársins.
Verðmæti 30 milljónir.
Dregið út í 12. flokki.
Sýnt með öllum húsbúnaði.
Furulundur 9, Garðabæ
- dregið út strax í júlí.
Verðmæti 25 milljónir.
Húsin verða til sýnis alla virka daga kl. 18.00-22.00 en um
helgar og á helgidögum kl. 14.00 - 22.00.
Lokað föstudaginn langa.
Happdrætti
DAS
A