Tíminn - 15.04.1977, Page 8

Tíminn - 15.04.1977, Page 8
8 Föstudagur 1S. apríl 1977 Umsiónarmenn:Pétur Einarsson Ómar Kristjónsson Auðæfin í orkulindunum Fáar þjóðir búa við jafn mikla ónotaða orku og við íslendingar. Við eigum enn fjölmörg vatnsföll óvirkj- uð, og i iðrum jarðar leynist mjög mikil orka, sem enn hefur ekki verið beizluð. í þessari orku eru mikil auð- æfi fólgin, og á miklu veltur að við nýtum þau af hagkvæmni og þjóðinni allri til hagsbóta. Samkvæmt orkuspá mun þörf okkar sjálfra fyrir orku á næstu árum vaxa mjög mikið. Bæði þarf að nýta innlenda orku til húshitunar i aukn- um mæli og raforkunotkun til hvers konar heimilisþarfa eykst ár frá ári. Jafnframt eykst orkunotkun ýmiss konar fyrirtækja stórlega með hverju árinu, sem liður, vegna þess að sifellt koma á markað ný tæki, sem þurfa á orku að halda. Þá er nauðsyn að koma á fót nýjum iðnfyrir- tækjum viðs vegar um land til þess að efla þar at- vinnu og auka framleiðslu þjóðarinnar. Á þann hátt einan er hægt að tryggja góð lifskjör um ókomin ár. Það er þvi ljóst, að á næstu árum verðum við að virkja meira af þeim fjölmörgu vatnsföllum, sem óbeizluð renna til sjávar, og nýta þau til að efla og auka framleiðsluna i landinu. Meginhluti raforkuframleiðslunnar fer nú fram á einum stað á landinu og það á jarðeldasvæði. Ákvörðun hefur verið tekin um að virkja þar enn frekar. I þessu er viss áhætta fólgin og ættum við Islendingar að vera farnir að læra það mikið af hamförum náttúrunnar að taka ekki slika áhættu þegar annarra kosta er völ. Ákvörðun þarf þvi að taka um að ekki verði fleiri virkjanir reistar að sinni á Þjórsársvæðinu, þegar lokið verður við að gera virkjun við Hrauneyjarfoss. óþarft yrði þá að leggja i frekari kostnað við rannsóknir á virkjunarstöðum á þvi svæði, en snúa sér i þess stað að rannsókn á öðr- um virkjunarmöguleikum. Stjórnarfrumvarp um virkjun Blöndu liggur nú fyrir Alþingi. Þar er um hagkvæma virkjun að ræða, sem hefur þann stóra kost að vera utan jarðeldasvæða. Jafnframt liggur sú virkjun vel við orkufiutningi til annarra landsvæða, t.d. Vestfjarða og Suðvesturlands. Eðlilegt er þvi að taka ákvörðun um að þar risi næsta virkjun landsins. Þá er nauðsyn að stórauka rannsóknir á virkjunarmöguleikum á Austurlandi með það fyrir augum, að þar komi virkjun næst á eftir Blönduvirkjun. Með þvi móti verður búið að treysta raforkuframleiðsluna gifurlega mikið og með samtengingu landsins i eitt raforkusvæði verður hægt að miðla orku milli svæða eftir þörf- um. Þessi orkuver á að reisa eftir þvi sem raforku- markaðurinn innanlands eykst, og markvisst þarf aðauka hann með þvi að stofnsetja ný fram- leiðslufyrirtæki af hóflegri stærð. Slik fyrirtæki hæfa bezt þeirri byggð, sem fyrir er i landinu, og á þann hátt er framleiðni landsmanna aukin og lifsafkoman tryggð. Magnús Ólafsson Kynning á ungum framsóknarmönnum: Auka þarf þátttöku kvenna í félagsstörfum — sérstaklega nauðsynlegt i fámennu samfélagi, þar sem hver einstaklingur er meira virði en þar sem fjölmennara er. Það þarf að hvetja konur til þess að auka þátttöku sína i félagsstörfum, þvi þær eru ekki siðri við hvers konar félagsstörf en karlar, sagði Sigriður Lauf- ey Einarsdóttir húsfrú á Hesti 1 Borgarf., þegar hún leit inn á ritstjórnarskrifstofu Timans nýlega. Konur hafa áhuga á félagsstörfum og mikla getu til þess að sinna þeim, en vegna aldarandans eru þærí fjölmörg- um tilfellum ragar við að koma sér áfram og taka þátt i félags- störfunum af sama krafti og karlar gera. bað er t.d. alveg fráleitt að i Borgarfirði eru það eingöngu karlmenn, sem stjórna skólamálum, þótt vitað sé að á heimilum eru það kon- umar sem aðallega sinna upp- eldi barnanna. Sigriður Laufey hefur stjórnað bústörfum á fjárrækt- arbúinu Hesti i Borgarfirði um nokkurra ára skeið ásamt manni sinum. Aður voru þau hjón á Hvanneyri. A Hesti er um 1000 f jár á fóðr- um. Þar eru stundaðar ýmsar tilraunir og rannsóknir, og þar eroft mannmargt i heimili, og i mörgu að snúast. Samt sem áð- ur vinnur Sigriður mikið af úti- störfum, og m.a. fer hún hvert haust I göngur. í viðtali við Tim- ann sagði hún, aö nauðsyn væri fyrirhjón i sveit að hjálpastað, og bezt væri aö þau væru bæði jafnvfg á störf, hvort sem þau væru úti eða inni. Konur fá lítil tækifæri Við spuröum Sigriði hvers vegna konur væru ekki virkari i félagsstörfum en raun bæri vitni? — Að stórum hluta eru það uppeldisáhrif, en einnig kemur þar til, að konur fá færri tæki- færi til æfinga i félagsstörfum en karlmenn. T.d. eru fjölmörg félög eingöngu fyrir karla en lokuð konum. Annars er þetta heldur að breytastogkonur aðverða virk- ari i félagsstarfi en áður var. Sh'kt er mjög nauðsynlegt, ekki sizti jafn fámennu samfélagi og okkar, þar sem hver einstak- lingur er miklu meira viröi en þar sem fjöldinn er meiri. Hvernig er félagslif i Borgarfirði? — Félagslif i Borgarfirði er allgott, og t.d. eru Iþróttir mikið stundaðar. Ég tel að fátt sé betra fyrir ungt fólk, en að leggja stund á iþróttir og læra að sigra án þess að ofmetnast og jafnframt að læra að taka tapi með jafnaöargeði. Slikt er mjög mikill og góöur undirbúningur fyrir harða lifsbaráttu. Kenna þarf tjáningu i skólunum Er nægileg áherzla lögö á félagsstörf i skóiunum? — í mörgum skólum er áherzla lögð á að leiðbeina fólki i félagsstörfum, en oftast er þaö aðallega vegna áhuga eín- stakra skólastjóra eða kennara. Þessu þarf að breyta þannig, að kennslu i félagsstörfum verði ætlaður mun stærri hlutur á stundaskrá en nú er. Sérstak- lega þarf að leggja áherzlu á að kenna unglingunum að tjá sig, þvi ef þeir kunna það ekki, stendur þaö þeim fyrir þrifum allt lifið. Einnig þarf að leggja meiri áherzlu á kennslu i tónmennt i skólum, þvi fátt er betur falliö til þess aö gera unglingana opn- ari og félagslyndari. Sigriöur Laufey Einarsdóttir. En úr þvi við erum aö tala um skólamál, vil ég koma þviaö, að nauðsyn er að gæta þess að nemendur séu ekki dregnir i dilka eftir kynferði. Nú er þaö svo, að það er meira krafizt af stúlkum i sumum greinum, eins og t.d. handavinnu, og dæmi hef ég um það, að stúlka óskaði eftir að fá aö læra sömu handavinnu og piltarnir, en var hafnað. Slikt er alveg ófært. Eru einhverjar nýjungar á döfinni i skólamálum i Borgar- firöi? — Ég er nú ekki vel inni i þvi, enda fáum við konurnar litt að fylgjast með þeim málum. Það eru eingöngu karlmenn, sem fjalla um skólamál i Borgar- firði, og hlýtur slikt að teljast mjög furðulegt, þar sem karl- menn sinna uppeldi barna sinna venjulega minna en konan. Og þött þeir geri sitt bezta, eins og ég veit að þeir reyna að gera, er ég þess fullviss að kon- ur væru mun færari til þess að stjórna þessum málaflokki, eins og svo mörgum öðrum. Hlutur bóndakonunnar slæmur Nú höfum viö komið inn á nokkur stórmál, en hvaöa mál fleiri getur þú nefnt, sem nauö- syniegt er aö breyta I þjóöfélag- inu? — Þar er mér ofarlega i huga að bæta verður kjör bænda, sem hafa að undanförnu dregizt aft- ur úr öðrum stéttum hvað kjaramál varðar. Þeir hafa ver- ið of nægjusamir og alls ekki sinnt sinum félagsmálum nægjanlega vel. En þótt hlutur bændanna sé slæmur, er þó hlutur bænda- kvenna enn verri. bær þurfa þvi aðgera verulegtátak tilþess að rétta sinn hlut. Þvi er nauðsyn að þær taki mun virkari þátt i félagsstörfum en nú er. Það telst t.d. til tiðinda ef konur sækja fundi i búnaðarfélögum, eða þá hreppsfundi. Þessu þarf að breyta, þannig aö konumar verði virkar og meira félags- lega þenkjandi. En hvaö segir þú almennt um atvinnuuppbygginguna? — Jafnframt þvi, sem þær at- vinnugreinar, sem fyrir eru, verða efldar, verður að leggja áherzlu á aö auka ýmiss konar smáiðnað viðs vegar um landiö. Ég tel að slik atvinnuuppbygg- ing henti okkar þjóðfélagi betur en fá stóriðjufyrirtæki. Sérstaka áherzlu verður að leggja á að fullvinna þau hráefni, sem við höfum. 1 þvi sambandi má nefna ull og skinn, sem áherzlu verðurað leggja á að fullvinna i landinu. Einnig eigum viö mikla möguleika ónotaða við úr- vinnslu sjávarafurða. Þá má ekki gleyma aö nefna gjaldeyrissparandi framleiöslu. T.d. eigum viö að stórauka inn- lendan fóöuriðnað meö þvi að reisa fleiri heykögglaverk- smiðjur, og fleira mætti nefna i þeim dúr. Loks er svo ástæða til að geta þess, að viða i jörð finnast hrá- efni, sem auðveltættiað vera að vinna verðmæti úr. Félagshyggjan i fyrir- rúmi Hvers vegna ert þú fram- sóknarmaður? — Aðalástæöan fyrir þvi er sú, að ég er félagshyggjumann- eskja og vil byggja á samvinnu og félagshyggju. Þess vegna fylgi ég framsóknarflokknum að málum, enda er framsóknar- flokkurinn eini flokkurinn, sem stuðlar aö framgangi félags- hyggju og samvinnustefnu. Annars verö ég að segja það, að mér finnst stjórnmálabarátt- an alls ekki nægjanlega mál- efnaleg á þessum siðustu tim- um. Hún byggist mikið á hags- munapólitik og oft á tiðum þrasi. Þessu þarf að breyta og gera stjórnmálabaráttuna mál- efnalegri og horfa lengra fram i timann en oft er gert.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.