Tíminn - 15.04.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.04.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 15. aprll 1977 Steingrímur Hermannson: ■" = • • ÞORUN GAVINN S LAN HF. UNDANFARNA daga hafa oröift miklar umræöur um erfiöleika Þörungavinnslunnar aö Reykhól- um viö Breiöafjörö. Þaö er eöli- legt. Erfiöleikarnir hafa veriö miklir og mi liggur fyrir skýrsla nefndar þeirrar, sem iönaöarráö- herra skipaöi I nóvember sl. til þess aö skoöa máliö. Umræöur þessar hafa yfirleitt veriö málefnalegar. Þó undanskil ég aö sjálfsögöu Dagblaöiö. Þaö- an hefur ekkert sést annaö en skftkast og rógburöur, enda á enginn von á ööru úr þeirri átt. Nafn mitt hefur veriö nefnt i þessu sambandi. Þaö er heldur ekki óeölilegt. Ég hef veriö mikiö tengdur rannsóknum á þörunga- vinnslu hjá Rannsóknaráöi rfkis- ins og hef setiö i stjórn Þörunga- vinnslunnar hf. Mér þykir þvi rétt aö rekja aödraganda þessa máls og gera grein fyrir stööunni, eins og hiin er nú. Forsaga Allt frá síöustu aldamótum og jafnvel lengur hafa menn velt því fyrir sér hvernig nýta megi mik- inn sjávargróöur viö strendur landsins og tilraunir til vinnslu hafa nokkrar veriö geröar. Ein sú merkasta var gerö I Hverageröi á árunum 1939-41. Þangmjöl var þá framleitt viö jaröhita. Liklega var þaö styrj- öldin, sem kom i veg fyrir aö framhald yröi á þeirri vinnslu. Um þaö bil 20 árum síöar var þangmjöl unniö i fiskmjölsverk- smiöju á Eyrarbakka, Mjöliö reyndist hins vegar of dýrt til út- flutnings. Rannsóknir hafa einnig staöiö lengi. Fljótlega beindist athyglin aö Breiöafiröi. Þar er sjávar- gróöur mestur viö strendur þessa lands og jaröhiti einnig fáanleg- ur. A vegum Rannsóknaráös rikisins hófust athuganir á vinnslu þara á Breiöafiröi um 1950. Stóö Þorbjörn Sigurgeirs- son, eölisfræöingur, fyrir þeim. Ariö 1957 hófust athuganir á vegum raforkumálastjóra, siöar Orkustofnunar, á þurrkun þara viö jaröhita. Meö lögum um rann- sóknir I þágu atvinnuveganna frá 1965 var Rannsóknaráöi rfkisins meöalannarsfalin athugun á nýt- ingu náttúruauöæfa landsins. Aö ósk orkumálastjóra kom Rann- sóknaráö þvi inn I þessar athug- anir i april 1968. Siöan færöust þær alveg til Rannsóknaráös og lauk þar meö skýrslu Rannsókna- ráös, „Þang- og þaraþurrkstöö á Reykhólum viö Breiöafjörö”, sem út kom I október 1972. Viö þessar rannsóknir, bæöi á vegum raforkumálastjóra og sfö- ar Rannsóknaráös rfkisins, vann fyrst og fremst Siguröur V. Halls- son, efnaverkfræöingur. Hefur hann unniö feikimikiö starf I þessu sambandi, fullur af bjart- sýni á framtiö slfkrar fram- leiöslu. Siöustu árin vann jafn- framt Vilhjálmur Lúövfksson efnaverkfræöingur aö rannsókn- um þessum. Eftir aö rannsóknirnar komu aö öllu leyti til Rannsóknaráös rlkis- ins var ráöist I viöamiklar til- raunir aö Reykhólum meö þurrk- un á þara viö jaröhita. 1 þvi skyni var geröur tilraunaþurrkari. Gekk á ýmsu I þessu sambandi. Var viö töluveröa erfiöleika aö striöa og kostnaöur varö meiri en áætlaö haföi veriö. Einnig reynd- ust markaöshorfur fyrir þara- mjöl lakari en gert haföi veriö ráö fyrir. Þaö var ekki fyrr en I lok þess- ara rannsókna aö viöhorf breytt- ust. Fyrir milligöngu Siguröar V. Hallssonar náöist samband viö einn stærsta kaupanda þangmjöls og framleiöanda alginsalta I heiminum, Alginate Industries, Ltd. I Skotlandi. 1 nánu samráöi viö þaö fyrirtæki var athyglinni beint aö þangvinnslu. Er skýrsla Rannsóknaráös rlkisins aö veru- legu leyti byggö á upplýsingum þaöan. I lokaniöurstööu skýrslunnar segir: „Lokaniöurstaöan er sú, aö hér sé um aö ræöa athyglisveröan möguleika til nýs iönaöar á grundvelli innlendra hráefna og orkulinda. Sjálfsagt viröist aö gera Itarlega könnun á rekstrar- grundvelli þangmjölsverksmiöj- unnar, sem byggö yröi á ná- kvæmri athugun á afkastagetu og tækjagerö I samráöi viö framleiö- endur”. Jafnframt voru settar fram til- lögur um nánari rannsóknir og tilraunir, m.a. þangskuröartil- raun. Framleiðslurás Framleiöslurásin er I fáum orö- um þannig: Þangiö er slegiö, annaö hvort meö eins konar orfi og ljá, þ.e. handslegiö, eöa meö sérstökum sláttupramma, sem reyndur var á Breiöafiröi sumariö 1973, fékk tilboö frá framleiöendum tækja og geröi aörar nauösynlegar at- huganir til þess aö geta lagt fram endanlega áætlun um þörunga- vinnslu á Reykhólum viö Breiöa- fjörö. Lokaniöurstööur þessa starfs birtust I skýrslu Undirbúningsfé- lags Þörungavinnslunnar h.f. um þangþurrkstöö á Reykhólum viö Breiöafjörö, sem út kom I nóvem- ber 1973. Með þessari skýrslu fylgdi á- ætlun um stofnkostnaö og arö- semi og drög aö frumvarpi til laga um þörungavinnslu viö Breiöafjörö. Hráefni og þangöfl- un er einnig vandlega lýst, mark- aöur talinn tryggöur meö góöum samningi viö Alginate Industries, Bygging verksmiðjunnar Undirbúningsfélagiö haföi á- ætlaö stofnkostnaö viö verksmiöj- una sjálfa kr. 211,2 milljónir, en vegna opinberra framkvæmda kr. 142,1 milljón. Var stofnkostn- aöurinn miöaður viö vinnslu á 24.700 tonnum af blautu þangi, eöa 6.685 tonnum af þangmjöli. 1 lok ársins 1975 var stofnkostn- aöur viö verksmiöjuna oröinn kr. 542 milljónir. Þegar tekiö er tillit til þess aö keyptir voru fjórir sláttuprammar fleiri en gert var ráö fyrir I upphafi og jafnframt tekiö tillit til veröbólgu og gengis- sigs, kemst sú nefnd, sem nú hefur skoöaö erfiöleika Þörunga- vinnslunnar, aö þeirri niöurstööu aö „naumastséum umtalsveröan Þörungavinnslan á Reykhólum. sláttuvélum. Þvl er komiö fyrir I netpokum, sem eru festir viö viö- legufæri. Dráttarbátur sækir pok- ana og kemur þeim til verksmiöj- unnar. Þangiö má geyma I sjón- um I allt aö mánuö. I verksmiöjunni er þangiö fyrst sett I saxara, en slöan skammtaö inn á efsta band 5 hæöa beltis- þurrkara. Þaö flyzt hægt eftir bandinu og fellur slöan niöur á þaö næsta og svo koll af kolli, en heitu lofti er blásiö upp I gegnum böndin. Þegar þaö kemur úr þurrkar- anum er þaö saxaö, en slöan blás- iö út I geyma. Þaðan er þaö flutt I skip, sem flytur þaö ósekkjaö á markaö I Skotlandi. Undirbúningsfélagið 1 samræmi viö tillögur Rann- sóknaráös rlkisins var ákveöiö aö halda málinu áfram og fram- kvæma nauösynlegar tilraunir og athuganir til þess aö hanna mætti þangvinnslu aö Reykhólum. I þeim tilgangi var meö lögum frá Alþingi nr. 107 frá 31. desember 1972 sett á fót hlutafélag til undir- búnings þörungavinnslu á Reyk- hólum. Hluthafar uröu rlkissjóö- ur meö kr. 5 milljónir, Sjávar- yrkjan, sem er félag heima- manna, meö kr. 2,5 milljónir, og nokkrir einstaklingar. Af rlkis- stjórnarinnar hálfu voru skipaöir I stjórn félagsins þeir Vilhjálmur Lúövlksson, efnaverkfræöingur, formaöur, og Þorsteinn Vil- hjálmsson, eölisfræöingur, Af hálfu annarra hluthafa var kosinn Ólafur E. ólafsson, kaupfélags- stjóri. Félag þetta tók upp Itarlegar viðræöur viö skozka fyrirtækiö Alginate Industries, fékk lánaöan yfirlit yfir þjóöhagslega þýöingu og kostnaö viö opinberar fram- kvæmdir fylgdi einnig, og fleira mætti telja. Meginniöurstaöan varö sú, aö þetta fyrirtæki yröi aröbært og mundi veita a.m.k. 10% lág- marksendurheimtu á uppruna- lega fjárfestingu. Þörungavinnslan h.f. í samræmi viö tillögur Undir- búningsfélagsins var fyrirtækiö Þörungavinnslan h.f. stofnaö meö lögum frá Alþingi I lok ársins 1973 og tók fyrirtækiö til starfa á árinu 1974. Þvi var I fáum oröum ætlaö að reisa og reka þörungavinnslu að Reykhólum viö Breiöafjörö I samræmi viö tillögur Undirbún- ingsfélagsins. Langsamlega stærsti hluthaf- inn er rlkissjóöur meö um 75 af hundraöi hlutafjárins, heima- menn I gegnum Sjávaryrkjuna h.f. og hreppsfélög eiga u.þ.b. 5 af hundraöi, fyrirtækiö Alginate Industries á u.þ.b. 14 af hundraöi og síöan allmargir einstaklingar og fyrirtæki u.þ.b. 6 af hundraöi. Hlutaféö er nú oröiö samtals kr. 120 milljónir. 1 stjórn félagsins völdust I upp- hafi frá ríkissjóöi Vilhjálmur Lúövlksson efnaverkfræöingur, forrúaður, Steingrlmur Her- mannsson alþingismaöur og Gunnar Eydal lögfræöingur, en frá öörum hluthöfum ólafur E. Ólafsson fyrrverandi kaupfélags- stjóri og Ingi Garðar Sigurösson oddviti Reykhólahrepps. 1 staö Gunnars Eydals situr nú I stjórn- inni ólafur Guömundsson fyrr- veran di útibússtjóri frá Stykkis-. hólmi. mismun aö ræöa sem hundraös- hluta upphaflegrar áætlunar”. Þvl virðist óhætt aö fullyröa, aö stofnkostnaöaráætlun hafi aö mestu staöizt. Rekstarerfiðleikar Tilraunarekstur hófst um mitt sumar 1975. Þá komu þegar I ljós ýmsir erfiöleikar, sem ég mun nú drepa á. öflunin gekk verr en áætlaö haföi veriö. Reyndust afköst prammanna minni, einkum vegna þess aö þeir reyndust viö- kvæmir fyrir veörum og flóöhæö. í verksmiöju komu fram nokkr- ir gallar, m.a. á saxara, mötun- arbandi, hitaskipti, o.fl., sem var lagfært aö mestu og sumt á kostn- aö framleiöenda tækjanna. Sföar, þ.e. á árinu 1976, kom I ljós aö magn heits vatns reyndist ekki eins mikiö og Orkustofnun haföi taliö tryggt. Þaö olli veru- legum erfiöleikum þegar keyra átti verksmiöjuna meö auknum afköstum. Þeir erfiöleikar, sem I ljós komu I verksmiöjunni sjálfri tel ég aö hafi verið minni háttar og raunar varla meiri en búast má viö þegar sllkt fyrirtæki er sett I gang. Erfiöleikar viö öflun og vegna skorts á heitu vatni voru hins vegar langtum alvarlegri og mun ég ræöa um þá sérstaklega. öflun þangsins Hin gamla og almenna aöferö við öflun þangs byggöist á hand- skuröi. Er þaö slegiö meö orfi og ljá, venjulega I nokkru vatni, eöa sigö á þurru. Þannig hefur þetta veriö gert I Noregi og Skotlandi um langan tlma. Þetta er erfitt starf, ekki slzt aö poka þangiö og koma því frá sér. Lengi hefur veriö leitaö aö vél- rænum leiöum til þess aö slá þang. Hafa ýmsar tilraunir veriö geröar meö slikt. Við athuganir á þangskuröi á Breiöafiröi var handöflun talin hafa ýmsa erfiðleika I för með sér. Tilraunir, sem Siguröur V. Hallsson geröi á Breiöafiröi á vegum fyrirtækisins sumariö 1974 sýndu, aö meöalafköst á mann viö handslátt eru um 1,4-1,5 tonn af þangi á dag, ef þeir þurfa sjálfir aö koma þanginu frá sér. Til þess aö fullnægja þörfum Þörunga- vinnslunnar þyrfti þvl um 100 manns viö þangskurö. Var taliö mjög óllklegt aö sá f jöldi fengizt. Varla er unnt að greiöa yfir kr. 4000 fyrir tonniö. Mánaöarlaun yröu þá um kr. 120.000 fyrir 5 daga vinnu á viku. Menn töldu starfið erfitt og þá upphæö, sem unnt væri aö greiöa, alltof lága. Sigurður V. Hallsson, efnaverk- fræöingur, benti snemma á ýmsa sláttutækni, sem verið var aö reyna m.a. sláttupramma frá amerlsku fyrirtæki. Kemur þetta m.a. fram I skýrslu Siguröar frá marz 1969 og aftur I greinargerö, sem hann skrifaöi' á vegum Sjávaryrkjunnar h.f. I júlí 1972. Skozka fyrirtækiö Alginate Indu- stries mælti einnig eindregiö meö þvl, aö þessi leiö yröi athuguö. Hafði fyrirtækiö keypt eina slíka sláttuvél og reynt hana á heima- miöum. t skýrslu Rannsóknaráös rlkis- ins var lagt til aö gerð yröi tilraun meö sláttupramma á Breiöafiröi. Undirbúningsfélagiö fór aö þessum ráöum og fékk sláttu- pramma lánaöan frá Alginate Industries ásamt manni, sem þaö fyrirtæki taldi reyndastan I þang- skuröi I Skotlandi. Var sá maður viö þessar tilraunir ásamt tslend- ingum á Breiöafiröi I nokkrar vikur. Skilaöi Skotinn niöurstöö- um, sem sýndu mjög góöan árangur, u.þ.b. 23 tonn af þangi aö meöaltali á hverju sjávarfalli (á dag). Yfirleitt er aöeins slegiö I aöfalli. Afköst á klukkutlma voru talin 3,2-3,3 tonn. Undirbúningsfélagiö taldi, aö fengnum þessum niöurstööum, sláttuprammana henta vel viö aöstæður hér og geröi ráö fyrir 7 prömmum. Voriö 1974 var fyrsti sláttu- pramminn keyptur til verksmiöj- unnar og voru tilraunir þá hafnar aö nýju. Þá komu þegar I ljós töluvert minni afköst. Afköstin uröu á dag aö meöaltali 13,8 tonn I staö 23ja, en þó um 2,9 tonn á klukkustund viö slátt. Minni af- köst stöfuöu þvl fyrst og fremst af þvl aö tlmi viö slátt styttist. Þá varö ljóst aö endurskoöa varö fyrri áætlanir um öflun. A vegum félagsins fóru formaöur og Stefán örn Stefánsson verk- fræöingur til Kanada til aö kynn- ast notkun sllkra pramma þar. Einnig voru settar I gang tilraun- ir meö handslátt undir stjórn Siguröar V. Hallssonar, sem fyrr er greint frá. Niöurstaöan varö sú aö ákveöiö var aö bæta viö fjórum prömmum. Aö sjálfsögöu varö af- koma verksmiöjunnar lakari fyrir bragöiö, en þó ekki talin I hættu miðað viö afköstin sumariö 1974. Viö tilraunareksturinn 1975 voru starfræktir 5 prammar. Þá olli þaö ákaflega miklum von- brigöum, aö afköstin féllu enn. Varö dagsaflinn aðeins 9,85 tonn aö meöaltali á dag og á klukkustund 2,09 tonn. Aö þessum niöurstööum fengn- um varö stjórn verksmiðjunnar aö sjálfsögöu ljóst, aö um veru- lega erfiöleika var aö ræöa. Var á engan máta fariö leynt meö þá niöurstööu, hvorki i skýrslum, bréfum, eöa á aöalfundi. Um veturinn var lögö áherzla á aö at- huga á hvern máta mætti auka afköst sláttuprammanna og lengja starfstfma verksmiöjunn- ar. Þá var ákveöiö aö gera tilraun meö þaravinnslu. Var verksmiöj- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.