Tíminn - 15.04.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 15.04.1977, Qupperneq 11
Föstudagur 15. aprfl 1977 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur í Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýsingasími 19523. Verðiiausasölu kr. 60.00. Áskriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Viðræður við EBE Þær fregnir bárust frá höfuðstöðvum Efnahags- bandalags Evrópu nokkru fyrir páska, að samþykkt hefði verið að Olav Gundelach færi til Reykjavikur, ásamt brezkum ráðherra, og ræddi við islenzku rikisstjórnina um veiðiréttindi fyrir brezku togarana. Áherzla mun þó ekki hafa verið lögð á, að þessum viðræðum yrði hraðað, þvi að is- lenzkum stjórnvöldum hefur enn ekki borizt form- leg beiðni um slikar viðræður. Af hálfu islenzku rikisstjórnarinnar hefur hins vegar verið lýst yfir þvi, að hún myndi ekki hafna slikum viðræðum, ef farið væri fram á þær. I tilefni af þessari yfirlýsingu rikisstjórnarinnar hefur Þjóðviljinn reynt að vekja úlfaþyt, og reynt að túlka þetta sem merki um undanlát af hálfu stjórnarinnar. Slikt er þó hreinn útúrsnúningur. Ólafur Jóhannesson viðskiptamálaráðherra hefur áréttað bæði i viðtali við Timann og Þjóðviljann, að eins og ástatt sé, hafi Islendingar ekkert aflögu og þvi sé ekki um neitt að semja. Þetta virðast ráðamenn Efnahagsbandalagsins ekki skilja nægilega. Það er þvi siður en svo ástæða til að hafna tækifæri sem slikar viðræður myndu gefa til að útskýra þetta nánara fyrir þeim. Þá gæfist að- staða til að lýsa þvi enn betur fyrir þeim, hvernig ástand þorskstofnsins raunverulega er og hverrar varúðar verður að gæta i þeim efnum. Það gæti jafnvel verið gott fyrir Islendinga sjálfa að þetta yrði enn einu sinni rifjað upp á áberandi hátt, þvi að vafasamt er, hvort þeir eru ekki sjálfir að ganga of nærriungþorskinum. Margir fróðir menn telja t.d. að flotvarpan sé slikt drápstæki, að hana ætti að banna, a.m.k. um skeið, þvi að hún leiki ungþorskinn sérstaklega illa. Islendingar þurfa þvi ekki aðeins að gá að séí i samskiþtum við aðra, heldur einnig að ihuga enn betur, hvernig þeir haga eigin veiðum. Þótt Islendingar fylgi fast fram fiskverndar- stefnunni, eiga þeir aldrei að neita viðræðum um þessi mál. Þvert á móti eiga þeir að nota hvert tækifæri til að útskýra málstað sinn. Það er svo enn óútrætt við Efnahagsbandalagið, hvernig haga skuli fiskvernd á mörkum fiskveiðilögsögu þessara aðila. Aðeins hefur verið byrjað á viðræð- um um þetta, en það er sameiginlegt hags- munamál beggja, að þeim sé haldið áfram, en þær þarfnast verulegs tima, þar sem taka þarf tillit til ýmissa fræðilegra atriða, sem er að verulegu leyti verkefni fiskifræðinga að fjalla um. Hyggileg ákvörðun Það er vafalitið hyggileg ákvörðun rikisstjómar Spánar að leyfa starfsemi kommúnistaflokksins og þátttöku hans i væntanlegum þingkosningum, enda var það mat allra lýðræðisflokka Spánar, að kommúnistar væru liklegir til að njóta meira fylgis, ef þeir væm i banni. Reynslan frá Portúgal sýnir, að það hefur ekki orðið kommúnistum til framgangs að starfsemi þeirra hefur verið leyfi- leg. Fróðlegt verður hins vegar að sjá, hvaða áhrif þetta hefur á stefnu spánskra kommúnista. Meðan þeir voru að berjast fyrir þvi að fá leyfið tóku þeir að ýmsu leyti aðra afstöðu en portúgalskir kommúnistar, t.d. til Nato og Rússa. Nú er að sjá, hvort þetta helzt óbreytt eftir leyfisveitinguna. Þ.Þ. Joseph C. Harsch: Brésnjef hefur ástæðu til ótta Því valda þjóðabrotin í Sovétríkjunum i eftirfarandi grein rekur Harsch sennilega mikilvæg- ustu ástæðuna fyrir þvf, að ráðamenn Sovétrfkjanna hafa tekiö mannréttinda- yfirlýsingu Carters miður vei, en hún er sú, að innan Sovétrikjanna búa fjöl- mennir minnihlutaþjóð- flokkar. Sovétmönnum hef- ur hingaö til gengið furðu vel sambúöin við þessa þjóðflokka, m.a. með þvf að veita þeim allmikla hlut- deild I stjórn hinna einstöku rfkja innan Sovétrfkjanna. Samt getur sú hætta vofað yfir, að þjóðernishreyfing risi upp meðai þessara þjóðahópa. YFIRLÝSINGAR Carters um mannréttindi hafa greini- lega komið við kaun á Kreml- búum. Leonld Brésnjef kann ekki að meta þær. Hann hefur látiö álit sitt I ljós I ómildum orðum. Hann hefur rikari ástæður til þess en almenning- ur á Vesturlöndum gerir sér grein fyrir. Þær eru, svo vitnað sé i timaritið Economist í London: „Rússar eru á góðri leiö með að verða minnihlutahópur I Sovétríkjunum — til samans eru þjóðabrotin að vaxa þeim yfir höfuð”. Þá er Carter talar um brot á mannréttindum í Rússlandi, hefur hann fyrst og fremst i huga, eins og flestir þeir, sem á mál hans hlýöa, þær tvær og hálfa milljón Gyðinga sem I Rússlandi búa, en heildar- fjöldi Ibúa Sovétríkjanna er um 275 milljónir manna. Gyðingar eru næst minnsta þjóðarbrotiö þar i landi. Fá- mennastir eru Tadzhikar, 2.1 milljón. Brésnjef óttast þá óánægju, sem orðiö hefur vart meðal þjóðernishópa, sem eru langt- um fjölmennari en Gyöingar. Ef Gyðingar væru þeir einu sem létu á sér kræla, væri Brésnjef ekki verulega illa staddur. Hættan er sú, að óánægja þeirra smiti út frá sér, og verði gengið að kröfum þeirra á einhvern hátt, gætu aðrirhópar fyllzt óheppilegum hugmyndum. LIKLEGT er að frásagnir erlendra aðila geri meira úr óánægju sovézkra rikisborg- ara en efni standi til.En jafnvel þótt Rússar komist I minni- hluta miðaö við aðra hópa sameinaða, þá eru í Rússlandi tvær aðrar þjóðir af slavnesk- um uppruna, Okralnumenn, sem telja um 40 rnilljónir, og Hvltrússar, sem eru um 10 milljónir. Þessar þrjár slav- nesku þjóðir eru til samans rúmlega 180 milljónir, — stór meirihluti I heildarlbúatölu 275 milljóna. Slavar verða þvl vissulega I meirihluta I Sovétrlkjunum um ófyrirsjáanlega framtið. En þar eru jafnframt tæpar 100 milljónir manna af öðru bergi brotnir, sem halda fast I eigin menningararfleifö og trúarbrögð, og hafa mikil áhrif I þeim löndum sem þeir byggja. Eina svæðið þar sem Rússar eru I meirihluta er Stór-Rússland sjálft. Annars staðar eru það Moldavar, Lit- háir, Uzbekanar — og svo mætti lengi telja. Engu aö slö- ur eru Rússar allsstaðar I helztu valdastööum. Menn eru ekki á eitt sáttir I rlki Brésnjefs. Gyðingar eru að vlsu óánægöir, en þeir eru aðeins brot af þeim hópi sem illa unir hlutskipti slnu. Lithá- ir, Lettar og Eistlendingar telja til samans fimm milljón- Brésnjef ir. Þeir eru kristnir. Þeir hafa mátt þola miskunnarlausar tilraunir Rússa til þess að af- má þjóðareinkenni þeirra, aílt frá þvl lönd þeirra voru innlimuð árið 1945. Þeir eru þess mjög fýsandi að losna undan þungum hrammi rúss- neska bjarnarins. Múhameðstrúarmennirnir I Mið-Asíu eru ennþá fjölmenn- ari, allt að þvl 40 milljónir. Hvergi I Sovétrlkjunum er viðkoman örari en meðal þeirra. Þeir hafa ekki lotið rússneskum yfirráðum nema I rúmlega eitt hundrað ár. Sókn Rússa inn I lönd þeirra i Mið- Asiu hófst kringum 1840, og lauk um 1890. Þessar þjóðir hafa ekki gleymt fornri frægð. Sú var tiö að forfeður þeirra riktu yfir voldugum keisara- dæmum. Þeir eiga harma að hefna. A ÝMSU hefur gengiö I Bandarlkjunum varöandi samruna hinna ýmsu þjóöar- brota, þó eru Bandarikjamenn sem ein þjóð, ef miðaö er við Sovétmenn. 1 Bandarlkjunum er enginn hagsmunahópur sem mundi yfirgefa þau eða stofna sjálfstætt riki, þótt tækifæri gæfist. Að sönnu hafa Ibúar Nantucket, Martha’s Vinyard og Elisabetareyja þaö á orði aö segja sig úr lög- um við Samveldiö Massachu- setts. En óánægja þeirra á ekkert skylt viö stjórnmál, heldur stendur deilan um ferðamannatímabilið næsta sumar. Ibúarnir minnast heldur ekki á viðskilnað viö Bandarikin I þessu hjali slnu. 'Hvergi vottar fyrir alvarlegri biturð þjóðernisbrota, eða áhuga á aöskilnaöarstefnu innan Bandarikjanna. Þess vegna reynist Bandarikja- mönnum erfitt að skilja hinar óllku aðstæður I Sovétrlkjun- um. Sovétmenn eru ekki steyptir I eitt mót — þeir eru ekki ein þjóð. Stjórnkerfinu þar eystra er þannig háttað, að þar rlkir stærsti þjóðernishópurinn yfir ótal minni hópum. Rússar njóta I öllu hins bezta. Eru líkur til þess aö þjóöar- brotin leysist upp? Enginn getur svarað þvi. Moskvubúar álita þá hugmynd hreina óráösdrauma fjandmanna sinna. Engu að siöur bregöast þeir skjótt við ef einhvers staöar örlar á þjóöernis- hræringu, og kæfa hana I fæðingu. Þeir llta ekki á nein- ar þær yfirlýsingar Banda- rlkjaforseta sem vináttuvott, sem valdið geta ólgu meöal hinna ýmsu þjóðarbrota. Carter staöhæfir aö engin tengsl séu milli afskipta hans af mannréttindamálum, og áhuga hans á samningum við Sovétmenn um vopn og við- skipti. En Kremlbúar geta varla litið á þær staðhæfingar sem fallið hafa, sem annað en árás á stjórnmálaheiður Sovétrlkjanna. Það virðist óllklegt aö nokkrar framfarir verði I samskiptum Banda- ríkjamanna og Rússa meöan stjórnvöld eystra álita Carter vera aö reyna að koma af staö vandræöum innanlands, vilj- andi eða óviljandi. Þeir eiga sinn Akkilesarhæl. (H.Þ.þýddi)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.