Tíminn - 29.04.1977, Side 24

Tíminn - 29.04.1977, Side 24
28644 v 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né fyrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson heimasími 4-34-70 lögf ræðingur UREYFILL Sfmi 8 55 22 - fyrir gódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ^ i... * Þvrlan, semsaknaft er, er af sömu gerö og sú á þessari mynd, en in inni. HV-Reykjavik. — Við vorum aö bcra saman bækur okkar núna og niöurstaðan er sú aö i dag cr búiö að kemba þetta svæði fram og aftur úr lofti án þess aö nokkuö liafi fundi/.t. Þaö segir þó ekki, aö þyrlan sé ekki á svæöinu, þvl þctta er litill hlutur að miklu leyti úr plasti og gleri og erfitt að sjá hann úr lofti. Viö munum þvi halda áfram leitinni þegar i fyrramálið en siöustu vélárnar eru aö hætta leit núna, sagöi Guö- mundur Matthiasson, hjá Flugör- yggisstjórn i viötali viö Timann , um klukkan hálf ellefu I gær- kvöldi. í gærdag hófst viötæk leit úr lofti, aö litilli þriggja sæta þyrlu, af gerðinni Hughes 269C, sem fór frá Reykjavik á mánudagsmorg- un, áleiöis til bæjarins Foss á Síðu, en til hennar hefur ekkert spur/t siöan flugmaöur hennar fór út af mörkum flugstjórnar- sviös Reykjavikur. t þyrlunni, sem ber skrásetn- ingarmerkiö TF-Agn, eru tveir menn, flugmaöur og einn farþegi. Hún er i einkaeign, keypt hingaö tillands á siöastliðnu ári. Ifún var framleidd hjá fyrirtækinu Hughes Helicopters, þaösama ár, i verk- smiöjum þess i Culver-City i Kali- forniu. Kom hún hingaö beint frá verksmiöjunum, ónotuö meö öllu. Þegar vélin kom hingaö reynd- ist nauösynlegt að láta gera við hana, en hún var skráð þann 19. nóvember 1976 og flughæfnisvott- orð hennar var gefiö út sama dag. — Við munum jafnframt leggja mikla áherzlu á leitá landi, sagði Guðmundur Matthiasson enn- fremur i gærkvöldi og hjálpar- sveitir fara þvi af stað snemma i fyrramálið i þeim tilgangi. Við höfum fengið allmikið af upplýs- ingum frá fólki sem hefur heyrt til þyrlunnar eða séð hana þannig að við höfum getað rakið feril hennar og munum þvi leggja aðaláherzluna á svæðið að fjalla- baki. t'lugmaiastjórn gaf i gær út eft' irfarandi fréttatilkynningu: uSaknað er litillar þriggja sæta þyrlu, af gerðinni Hughes 269C, og ber hún skrásetningarmerkið TF-Agn. Þyrlan, sem er i einka- eign, fórfrá Reykjavikurflugvelli siðastliðinn mánudag, klukkan 10:22 og mun hafa ætlað að fljúga til Vikur i Mýrdal og fleiri staða i V-Skaftafellssýslu. Auk flug- manns var einn farþegi i þyrl- unni. Flugþol hennar var skráö þrjár -klukkustundir og fjörutiu minútur. Flugmaðurinn „lokaði” flugáætlun sinni klukkan 10:29, við mörk flugstjórnarsviðs Reykjavikurflugvallar. Eftir að flugáætlun er lokað annast flugumferðarstjórn ekki lengur viðbúnaöarþjónustu fyrir hlutaðeigandi flug, þ.e. að til- kynna björgunaraðilum, ef við- komandi loftfar hefur ekki komið fram innan þrjátiu minútna frá áætluðum lendingartima. Skylt er að láta flugumferðarstjórn i té flugáætlun fyrir allt blindflug, fyrir alltmillilandaflug, fyrir flug i og úr flugstjórnarsviði (Kefla- vik, Reykjavik, Akureyri, Vest- Þyrlu saknað með tveim mönn- um mannaeyjarogEgilsstaðir), fyrir flug inn í öræfi (hér skilgreint sem svæði, sem eru 25 kilómetra eða meira frá byggðu bóli), far- þegaflug i atvinnuskyni, svo og allt flug, sem flugmaðurinn óskar að verði fylgzt með til að auð- velda leitar- og björgunarstarf. Um klukkan 11.00 i morgun (fimmtudagsmorgun) barst flug- stjórnarmiðstöðinni fyrirspurn um þyrluna og var þá eftir- grennslan þegar hafin og björg- unaraðilar boðaðir út. 1 dag hafa ellefu flugvélar og tvær þyrlur tekið þátt i viðtæku leitarflugi. Upplýsingar um ætlað flug þyrl- unnarhafa borizt frá fjölmörgum aðilum. Svo virðist sem þyrlan hafi ætlaö að fljúga fyrir norðan jökla, þvi að til hennar sást á flugi i austurátt á milli Búrfells og Heklu. Hvöss austan- til norð- austanátt var rikjandi en skyggni gott. Leit úr lofti veröur haldið á- fram fram á kvöld meðan bjart er, og veðurskilyröi til leitar eru góð. Ef nauðsyn krefst verður leit úrloftihaldið áfram strax I fyrra- málið, og þá hefst einnig viðtæk þátttaka leitarflokka flugbjörg- unarsveita, hjálparsveita skáta og Slysavarnafélags Islands”. Þrátt fyrir mikla leit úr lofti spurðist ekkert til þyrlunnar i gær. Af flugþoli hennar má ráða, að hún hafi ekki verið á lofti leng- ur en til rúmlega tvö á mánudag. Engar fyrirspurnir voru gerðar um hana, af hendi aðila á þeim stöðum sem þyrlan ætlaði til, fyrr en I gærmorgun. 1 leitinni i gær tóku þátt tvær Hercules HCl-30 vélar frá Varnarliðinu á Keflavikurflug- velli,svoog ein Jolly Green Giant þyrla þaðan. Þyrla landhelgis- gæzlunnar leitaði á stóru svæði við Heklu og umhverfis Sigöldu i gærdag. Auk þessara véla voru svo margar aðrar við leit, eins og fram kemur i tilkynningunni. , 111,11 —................................. Ólafur Jóhannesson í útvarpsumræðum í gærkvöldi k: Fy] r.lf ■gj ja: m El a di ir] L 11 ksl 0( Lai ) u: Þ n ú u ,s. m Ólafur Jóhannesson MÓ-Reykjavik — Ég hef áður lýst því yfir, aö ég er fylgjandi þeirri stefnu, sem mörkuð var á siðasta þingi Alþýðusambands tslands, að mánaðarlaun hinna lægstlaunuðu hækkil 100 þúsund kr. miðað við verðlag, sem gilti siðastliðið haust, sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra i útvarpsumræðum frá Alþingi i gærkvöldi — Menn geta ekki með góðu móti lifað af lægri launum. Hitt vil ég jafn- framtundirstrika, að ég tel ekki unnt að láta tilsvarandi launa- hækkun ganga i gegnum allt launakerfið. Þeir, sem hafa hærri laun verða að láta sér nægja minna. Það verður sam- kvæmt minu mati að stefna að nokkurri launajöfnun. Síðar i ræðu sinni sagði Ólaf- ur, að hann teldi langsamlega stærsta vandamál okkar eða viðfangsefni nú, að tryggja skynsamlega nýtingu islenzkra fiskimiða og koma i veg fyrir of- veiöi á fiskistofnum i fiskveiöi- landhelgi okkar. Lifsafkoma þjóðarinnar á næstu árum og áratugum ræðst af þvi, hvort sókn i fiskistofnana umhverfis iandið veröur haldiö innan þeirra marka, sem þeir stofnar þola. Auk ólafs töluöu i útvarpsum- ræðunum: Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra, Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, Sverrir Hermannsson (S), Lúð- vik Jósefsson (Ab), Eðvarð Sigurðsson (Ab), Benedikt Gröndal (A), Gylfi Þ. Gislason (A), Magnús Torfi ólafsson (Sfv) og Karvel Pálmason (Sfv). Ræða Ólafs Jóhannessonar verður birt i heild I Timanum á morgun. HV-Reykjavik. —í gærdag kom varðskipið Ægir til hafnar i Reykjavik, með hluta þann af flugvélarflaki, sem skipverjar fundu á floti suður af Reykja- nesi á miðvikudagsmorgun. Þessi brakhluti virðist vera hluti af flugvélarvæng, svo- nefndur flaps, en eins og fram kom i' Tlmanum i gær eru fram- leiðslunúmer og heiti framleið- enda litið máð á honum. Einnig er skýr áletrun ofan á honum, þar sem mönnum er bannað að ganga á honum. Þessi brakhluti er af vél sem framleidd er af Grumman Aro- space Corporation. Islenzka flugöryggisstjórnin sendi þegar upplýsingar um áletrunina, númer og annað, til þeirra verk- smiðja, og bað um upplýsingar um hvaðan þetta væri komið. 1 gær hafði svar ekki borizt, en verksmiðjur þessar framleiða meðal annars mikið fyrir bandariska herinn. Væri mögulegt að þetta væri e.t.v. hluti af ónýtri vél, sem notuð hefði verið fyrir skot- mark. Á myndina hér að ofan sem Róbert tók i gær, liggur flak- hlutinn á þyrluþilfari Ægis, en við hann stendur Gunnar Ólafs- son, skipherra. Ægir til haf n- ar með brakið PALLI OG PESI — Það er ekkert skritið, þó að krakkarnir læri lit- ið i skúlanum. — Hvers vegna 1 ekki? \ O inormal-kúrfa. Þetta er bara ^7*7ó»

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.