Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. mai 1977 n Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. ERLENT YFIRLIT Begin rák Breta frá Palestínu Saxnkomulagshorfur öll ástæða er til að ætla, að i fyrradag hafi mjög þokað til samkomulags i kjaradeilunni, þar sem rikisstjórnin lagði fyrst fram tillögur um ráðstafanir til að greiða fyrir lausn deilunnar, en sáttanefndin lagði siðan fram tillögur um hækkun launa. Aðalefnið i tillögum sáttanefndarinnar er á þessa leið: öll laun hækki nú þegar um 15 þúsund krónur á mánuði og 1. janúar næstkomandi um 6 þúsund krónur. Ný visitala taki gildi hinn 1. september næstkomandi og verði fyrst i stað 850 krónur fyrir hverja visitöluprósentu, en breytist siðan i pró- sentuhækkun 1. marz 1978. Hinn 1. desember næstk. komi sérstök verðuppbót eftir á, ef mán- aðarlegar verðhækkanir sýna, að launþegar hafa ekki náð fullum verðbótum, og munurinn er meiri en 2% á þriggja mánaða timabili. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum búvörufrádrætti i hinni nýju visitölu og verður hún að þvi leyti hagstæðari launþegum en sú, sem nú gildir. Sérkröfur verði afgreiddar með launahækkun, sem svarar til 2 1/2%. Hinir nýju kjarasamningar gildi til 1. nóvember 1978. Samkvæmt þessu myndu grunnlaun, sem nú eru 70 þús. krónur á mánuði, vera orðin 91 þús. krónur um áramótin, en við það bætist svo 2-3% kaupmáttaraukning, sem rikisstjómin lofar að beita sér fyrir með lækkun skatta og verðlags. Þá heitir rikisstjórnin þvi að beita sér fyrir margvis legum ráðstöfunum á sviði lifeyrismála, verð- lagsmála, húsnæðismála og dagvistunarmála, sem allar horfa almenningi til hagsbóta, en þó mest þeim, sem lakast eru settir. Umrædd fyrir- heit rikisstjórnarinnar em bundin þvi skilyrði, að væntanlegar launabreytingar hafi ekki i för með sér meiri almenna kaupmáttaraukningu milli ár- anna 1976 og 1977 en 6-7% i heild og ámóta aukn- ingu milli 1977 og 1978. Þetta er gert til að koma i veg fyrir launabreytingar, sem myndu leiða til stórfelldrar verðbólgu. Við þessa 6-7% kaupmátt- araukningu myndu svo bætast 2-3% kaupmáttar- aukning af völdum ráðstafana rikisstjórnarinn- ar. Samkvæmt tillögum sáttanefndar og rikis- stjórnar myndi þessi almenna kaupmáttaraukn- ing dreifast þannig, að hún kæmi aðallega lág- launafólkinu til góða, en yrði i reynd sáralitil hjá þeim, sem hæst laun taka. 1 fyrstu virðist hafa gætt nokkurs misskilnings hjá fulltrúum Alþýðusambandsins um tillögur rikisstjórnarinnar og þær verið skildar á þann veg, að almenn launahækkun mætti ékki nema meira en 4% kaupmáttaraukningu. Þetta orsak- aði harðari gagnrýni af hálfu þeirra en ella. Það liggur i augum uppi, að sú launahækkun, sem felst i tillögum sáttanefndar, verður mikil byrði fyrir atvinnuvegina, en margar greinar þeirra standa ekki of vel. Þó ganga tillögur sátta- nefndar ekki eins langt og margir launþ. hefðu kosið, en hér verður að taka tillit til þess, að laun- þegar græða ekki á kauphækkun, sem leiðir til verðbólgu og atvinnuleysis. Hér verður að reyna að brúa bilið og taka tillit til allra aðstæðna, erfiðleika atvinnuveganna og verðbólguhættunn- ar annars vegar og örðugra kjara láglauna- manna hins vegar. Þetta hefur sáttanefndin reynt að gera og rikisstjórnin einnig. Þvi hefur málum nú þokað svo áleiðis, að hægt ætti að vera að fara að gera sér vonir um lausn deilunnar, án þess að til verkfalla komi, sem myndu verða til tjóns fyrir alla úr þessu. Mótmælir nú leiðsögn Bandarikjanna ÞEGAR þetta er ritaö, eru úr- slit þingkosninganna i Israel ekki endanlega kunn, en þaö er hins vegar ljóst, aö Likud- flokkurinn, sem hefur veriö andstæöastur samningum viö Araba, veröur stærsti flokkur- inn og aö formaöur hans, Menachem Begin, veröur næsti forsætisráöherra Isra- els. Hann hefir lýst yfir þvi, að hann ætli að beita sér fyrir samsteypustjórn allra flokka, nema kommúnista. Taliö er hæpiö, að Verkamannaflokk- urinn, sem hefur verið stærsti stjórnmálaflokkurinn i tsrael til þessa og farið með stjórn- arforustuna frá upphafi, fall- istá aö taka þátt i stjórn undir forustu Begins, en sennilegt er aö Begin takist samt aö mynda meirhlutastjórn, en þaö getur þó orðiö erfiöleikum bundiö. Margir munu telja, að eftir þessi úrslit horfi verr um friðarsamninga milli Israels- manna og Araba, en Likud- flokkurinn hefur t.d. lýst sig ófúsan til aö láta af hendi landsvæðið vestan Jordanár, sem Israelsmenn hertóku 1967. En menn geta breytt um afstööu, þegar þeir þurfa aö bera ábyrgö. Sennilega á sigur flokksins heldur ekki rætur aö rekja tilþessarar stefnu hans, nema aö takmörkuöu leyti, heldur miklu fremur til óánægju meö Verkamanna- flokkinn, en haröar innan- flokksdeilur þar og spillingar- mál veiktu mjög stööu hans. Kjósendur hafa þvi viljað fá breytingu og talið þaö likleg- asta ráöið aö fela Begin for- ustuna. ÞÓTT Israelsmenn deili nú hart á skæruliöasamtök Pal- esti'nu-Araba, má meö mikl- um rétti segja, aö þau séu eftir liking af þeim skæruliðasam- tökum Gyðinga, sem hröktu Breta frá Palestinu á fyrstu árunum eftir siðari heims- styrjöldina og lögðu grund- völlinnaö stofnun ísraelsrikis. Þessi samtök, sem gengu und- ir nafninu Irgun beittu hinun mestu hermdarverkum gegn brezka hernum i Palestinu. Foringi þeirra var sá maður, sem nú tekur stjórnartaum- ana i ísrael. BEGIN f æddist 13. ágúst 1913 i Brest-Litovsk. Hann var strax á barnsaldri frægur fyrir mælsku. Hann er sagöur hafa verið 12 ára gamall, þegar hann flutti ræðu á 5000 manna Gjaideyrismái Rabih-hjónanna veikti Verkamanna- flokkinn BEGIN hefur veriö hjartaveill að undanförnu og var lengst- um rúmfastur meðan á kosningabaráttunni stóö. Þó tókst honum einstaka sinnum aö láta heyra til sin, einkum siðustu dagana fyrir kosning- arnar. Það hefur bersýnilega haft áhrif. 1 kosningabaráttunni lagöi Begin ekki sizt áherzlu á, aö Israel léti ekki Bandarikin segja sér fyrir verkum. Eitt helzta vigorð hans var: Svör- um Bandarikjunum meö nei (Say no to America) Eftir þvi að dæma, getur sambúö hans og Carters orðið erfiö. Ekki er ósennilegt, aö þaö hafi styrkt stöðu Begins, aö Carter hefur átt vinsamlegar viöræöur við ýmsa Arabaleiötoga aö undanförnu, m.a. farið alla leið til Genf til viöræöna viö Assad Sýrlandsforseta. Þ.Þ. Begin útifundi og hlaut mikiö lof fyr- ir. Hann var fimmtán ára aö aldri, þegar hann gekk I her- ská æskulýðssamtök pólskra Gyöinga, sem m.a. höföu vopnaburö um hönd. Rússum þótti hann þvi tortryggilegur, þegar þeir hertóku Pólland 1939. Þeirlétu taka hann hönd- um, og var hann siðar sendur tilSiberiu. Kona hansfór þá til Palestinu, og hefur verið þar siöan. Ariö 1941, eöa eftir aö Þjóöverjar höföu ráöizt inn i Rússland, samdi Stalin viö pólsku útlagastjórnina i Lond- on um aö láta alla pölska fanga lausa, og var Begin einn þeirra. Hann gekk þá i útlaga- her Pólverja, en áöur haföi honum tekizt að finna systur sina, og voru þau hin einu stórrar fjölskyldu, sem ekki létu lifið i gasklefum Þjóö- verja. Begin fór á vegum út- lagahersins til Irans, og siöar tilPalestinu. Hann hefur veriö búsettur þar siöan. Hann gerðist þar brátt leiðtogi i leynisamtökum Gyðinga, er siöar beittu hryöjuverkum gegn brezka hernum þar, þeg- ar þeim þóttu Bretar ætla aö veröa of þaulsetnir. Bretar urðu fyrir svo miklu mann- tjóni af völdum hryöjuverka- manna, aö segja má meö viss- um rétti, að þeir hafi flúiö frá Palestinu. A þessum árum var hið versta samkomulag milli Bens Gurions, sem var leiö- togi hinna opinberu samtaka Gyöinga, og Begins, sem var leiötogi hryöjuverkasamtak- anna. Begin fór ekki dult meö þá skoöun, aö Ben Gurion væri hreinnsvikari, þegarhann var aö semja viö brezk yfirvöld. Ósamkomulag þeirra hélt á- fram, eftir aö Begin var kos- inn á þing 1949, en þar hefur hann átt sæti siöan. Hann hef- ur allan þennan tima veriö helzti talsmaöur stjórnarand- stööunnar þar, nema á árun- um 1967-1970, en þá átti hann sæti i rikisstjórninni, sem ráö- herra án sérstakrar stjórnar- deildar. Hann tók sæti i stjórn- inni 1967, þegar styrjöld viö Araba vofði yfir, en fór úr henni 1970, þegar Golda Meir hafði lýst stuöningi viö friöar- tilraunir, sem Rogers utan- rikisráöherra Bandarikjanna beitti sér fyrir. Begin hefur getið sér þann oröstir aö vera snjallasti ræöumaöur, sem átt hefur sæti á þingi Israels. Hann flytur oftast rökfastar ræður i þinginu, þar sem hann skirskotar meira til skynsemi þingmanna en tilfinninga. A fjöldafundum er hann yfirleitt i allt öðrum ham, þvi aö þar leikur hann á tilfinningar á- heyrenda sinna. Begin er grannur vexti, enda jafnan veriö hófsamur á mat og drykk. Þó vikur hann i ýmsu frá ströngustu venjum Gyöinga. Hann er jafnan vel klæddur, en berst litiö á I lifnaöarháttum aö ööru leyti. Hann býr enn i sömu litlu ibúðinni, sem er hálfgerö kjallaraibúö, og hann bjó i, þegar hann var skæruliðafor- ingi og fór huldu höföi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.