Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 19. mai 1977 Fimmtudagur 19. mai 1977 13 li i.M'ii i«Kl» SHC 3330 ÍSLANDSMEISTARI _ Mest seldu tæki landsins, engin meðmæli betri. VERÐ KR. 131.179,— ■ Segulband stereo ■ Plötuspilari stereo ■ Útvarp stereo ■ Magnari 50 Wött stereo með fjögurra vídda kerfi. ■ Tveir hátalarar. ALLT í EINU TÆKI BUÐIRNAR Skipliolti 19, við Nóatún Simar: 2:1-800 og 23-500 Klapparstig 20 Simi 19-800 Pöiituiiarsiini 23500 ÓSIGRANDI Hljómplata flóttamannastofnunarmnar Flóttamannastofnum Sameinuöu þjóöanna, sem reynir aö sinna þörfum þeirra tólf milljón flóttamanna, sem nú eru taldir vera I heiminum, hefur nú ráöizt I útgáfu fimmtu hljómplötunnar, og hefur Rauöi kross tslands tek- iö aö sér eins og viö fyrri lít- gáfur, aö sjá um kynningu og hafa umsjón meö sölu plöt- unnar hér á landi. Nefnd, sem starfar aö þessu máli á vegum Rauöa krossins, fór á fund forseta tslands, færöi honum plötuna aö gjöf og kynnti málefniö fyrir hon- um. Fálkinn sér um dreifingu plötunnar. Hún veröur til söiu I hljómplötuverzlunum um land allt frá n.k. mánudegi. A myndinni eru forseti ís- lands, Kristján Eldjárn, Björn Tryggvason formaöur RKl, Mikael Fransson, sem kom til Islands áriö 1956 sem flótta- maöur frá Ungverjalandi, og Auöur Einarsdóttir, deildar- stjóri hjá RKÍ. Minningarrit um vesturíslenzk hjón úr Pingeyjarsýslu Helga Stefánsson frá Arnarvatni og t»uríði Jónsdóttur frá Gautlöndum MINNINGARRIT Helgo Stefótuson ité Amotvatm <*I PyrtSí JonsdóH'ur Steföttison frá GouHóftdum FB-Reykjavíki í vetur kom út hjá bókaútgáfunni Eddu á Akureyri Minningarrit um Helga Stefánsson frá Arnar- vatni og Þuriði Jónsdóttur Stefánssonar frá Gautlöndum, en þau hjón bjuggu i bænum Wynyard i svonefndum Vatna- byggðum Kanada. Arni Bjarnarson bjó bókina til prent- unar og ritaði inngangsorð. 1 inngangsorðum sinum segist Árni Bjarnarson fyrir nokkrum árum hafa fengið i hendur litið minningarrit gefið út i Wynyard um Þingeyinginn Helga Stefánsson. Hann var fæddur i Mývatnssveit hálfbróðir Þorgils gjallanda, en fluttist vestur um haf 1890, þá hálfþrftugur að aldri. Helgi nam land i Norður-Dakota, flutti þaðan til Vatnabyggða, en féll frá eftir margra ára sjúkdómsþrautir aðeins fimmtugur að aldri. Það voru félagar Helga i bindindisfélaginu, sem hann hafði stofnað i Wynyard, sem bjuggu minningarritið undir prentun i upphafi. Var það 71 bls. i denfiibroti, gefið út árið 1920. í ritinu voru fjórar minningargreinar og þrjú erfi- ljóð eftir vini Helga og ná- granna, og einnig nokkrar greinar, sem Helgi hafði sjálfur skrifað um ýmis hugðarefni sin, bindindismál, þjóðræknis- mál, félagsmál og fréttabréf, allt ágætlega vel ritað, þrungið af hugsjónum og góðvild til samferðamannanna. 1 fyrstu hugðist Arni ljósrita minningarritið, en féll siðar frá þvi, og erþaðnú komið á prent hér á Islandi, með nokkrum við- auka. Má þar nefna endur- minningar Sigurbjargar Stefánsson, dóttur Helga og Þu- riðar, um foreldra sina en Sigurbjörg er búsett á Gimli I Manitoba. Þá er i minningarrit- inu erfiljóð og æviminning Þu- riðar Jónsdóttur eftir Sigurð Júl. Jóhannesson, lækni i Winni- peg. 1 minningarritinu er enn- fremur þáttur úr bókinni Að heiman og heim eftir Friðgeir H. Berg, rithöfund á Akureyri, greinin af Blöðum Stephans G. Stephanssonar með inngangi Haralds Bessasonar, prófessors i Winnipeg, Minningar um Helga Stefánsson úr ritinu Skuggsjá i Wynyard og að lok- um æviskrá fjölskyldunnar sem birtist i Vestur-islenzkum ævi- skrám II. bindi. „Það var af ýmsum ástæðum, að ég réðist i að gefa minning arritið út,” segir Arni i inn gangsorðunum. ,,I fyrsta lagi vegna þess framlags til islenzkra bókmennta og mannfræða sem ég tel ritið vera og i öðru lagi vegna þeirra kynna, sem slik rit stuðla vissulega að á milli Is- lendinga vestan hafs og hér heima. Er útgáfa þess i fullu samræmi við þá skoðun mina og störf á undanförnum árum að vinna beri að þvi að sem flest áf sliku tagi vestan um haf komi á prent hér heima, svo okkur verði ljósara en áður, hve stór- an skerf Vestur-íslendingar hafa lagt til þjóðarsögu okkar og bókmennta.” Minningarritið er 130 bls, og i þvi eru nokkrar myndir, m.a. af Helga og fjölskyldu hans. Þegar fjölskyldan ferðast saman og notar fjölskyldu- fargjöld, þá borgar einn fullt fargjald, en allir hinir aðeins hálft. Þannig eru fj ölskyldufargj öld okkar er gilda nú allt árið til allra Norðurlandanna og Bretlands. Fjölskyldufargjöld henta vel jafnt vetur sem sumar, og hvort heldur um er að ræða orlofsferð eða viðskipta erindi. Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn og ferðaskrif- stofumar um þessa auknu ferðamöguleika allrar fj ölskyldunnar. Fullt fargjald fyrir einn, hálft fyrir alla hina. LOFTLEIÐIfí /SLAJVDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.