Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 19. mai 1977 19 m.a. engjastykki á Bjarnanes- -sandi og Skógey. Næsta býli viö Brekku er kirkjuhjáleigan Brattageröi meö álika landstærö og Brekka og lágu tún býlanna saman. Ariö 1921 losnaöi Brattageröi úr ábúö og sóknarnefndin sem átti oröiö eignarrétt á býlinu, gaf þaö falt til kaups. Þessa hjáleigu keypti Bjarni þá þegar og lagöi undir ábýlisjörö sina, svo að þeg- ar báðar jarðirnar höföu verið sameinaðar i eina var þarna komin viöunandi landstærö. Kaupverö Brattageröis áriö 1921 var ákveðið sex þúsund krónur, sem var mikið verö á þeim tima, og söluskilmálar voru þeir, að tveir þ-iðju hlutar skildu greiöast þá þegar, en einn þriöji hluti á næsta ári. Til þess að greiða jörö- ina að fullu, greip Bjami til þess ráös, að selja meginhluta bú- stofnsins og mest allt heyið, sem um sumariö aflaöist, en aö hafa eftir aðeins eina kú og 15 ær. Abýlisjörðina Brekku keypti Bjarni svo 1929, en þegar áriö 1926 hafði hann byggt steinhús á býl- inu Brattageröi og fengið lög- heimild fyrir að breyta nafni beggja býlanna i nafniö Brekku- bæ, sem það nú heitir. Ekki verður fram hjá þvi geng- iöaðgeta þess aðBjamistóð ekki einn i þessum stórræöum. A jóla- dag áriö 1926 kvæntist hann mik- illi ágætis konu, Ragnheiöi Sig- jónsdóttur frá Fornustekkum, fæddri 11. april 1892. Hefur á hjónabandi þeirra sannazt að maðurinn einn er ei nema hálf- ur, en með öörum er hann meiri en hann sjálfur. Börn þeirra hjóna eru: 1. Sigriður, gift séra Gisla Kol- beins, presti i Stykkishólmi. 2. Sigjón, söngstjóri og skóla- stjóri tónlistarskólans á Höfn. 3. Baldur, sjómaöur á Höfn, ó- kvæntur. Býli sitt á Brekkubæ hafa þau hjónin hýst vel og ræktað land jarðarinnar, svo aö nú má jörðin að vissu marki teljast stórbýli. Þegar bók Halldórs Laxness, „Sjálfstætt fólk” kom út var Bjarni á Brekkubæ einn þeirra bænda sem þóttihallaö á viröingu stéttarsinnar af skáldinu. Vel má þó vera aö ýmsir þættir i skap- gerö Bjarna i Brekkubæ séu að nokkru hinir sömu og þeir sem Laxness hefur gert einna litrik- asta i lýsingunni á Bjarti. Er þar einkum hugsað til hins sameigin- lega dagdraums þeirraBjarna og Bjarts um að verða „sjálfstætt fólk” með konungstign á eigin óð- ali, aö ógleymdri ástinni á móður jörð og mætti islenzkrar moldar. Þessari traustu taug bóndans við jörð sina eru gerð mjög góð skil i myndinni „Móðir Jörð” Einars Jónssonar frá Galtafelli, þar sem maðurinn liggur við móðurbrjóst og teygar að sér lifs- mátt frá brjósti jarðar. Skáldið Jóhannes úr Kötlum segir, i kvæðinu um Karl föður sinn, að hann brjóti ekki heilann um gátur né geim, en gangi að mokstri og slætti. Þessu hefur verið öfugt farið um þau hjónin i Brekkubæ. Arlega hefur nokkrum fjármunum verið varið til aukins menningarlifs. Auk endurnýjunar og viðhalds á hljóðfærum heimil- isins, hefur jafnan verið bætt þar við heimilisbókasafn, sem nú er orðið bæði stórt og vandað, og bækurnar hafa ekki eingöngu verið keyptar til að fylla bókahill- ur, heldur til að lesa þær og nema af þeim þau lifssannindi, sem þær hafa að geyma. Við lestur þeirra mun ofthafa tekizt að auka degi i æfiþátt, aðrirþegarstóðu á fætur. A fyrstu áratugum aldarinnar urðu merk straumhvörf i kirkju- og trúarlifi Islendinga, þar sem bókstafstrú kirkjunnar var hafn- að og nýguðfræðileg trúarviðhorf ruddu sér til rúms. Ung ,að árum hrifust þau hjónin af frjálslynd- um trúarviðhorfum, einkum kenningum dr. Helga Pjeturss um lifsgeislann og lifsorku mannssálarinnar, sem næði lit fyrir sjónsvið okkar. Margur hef- ur helgað sér ómerkari trú. Þegar þau hjónin höfðu komið húsakosti jarðarinnar og ræktun i viðunandi horf, hóf Bjarni skóla- göngu að nýju með þvi aö fara til Reykjavikur i janúarmánuði 1929, i fylgd með Þorleifi Jónssyni alþingismanni i Hólum, sem þá var á leið tU alþingis. Komst hann þar með aðstoð Þorleifs I Hólum i tónlistarnám og æfingu i orgel- spili hjá Sigurði Birkis, söng- málastjóraþjóðkirkjunnar.og dr. Páll Isólfssyni, tónskáldi. Uröu Bjarna kynnin við þessa merku tónlistarmenn mjög lærdómsrik og eftirminnileg. Annar merkur tónlistarviö- burður varð einnig i lifi Bjarna á Brekkubæ, sem á vissan hátt er tengdur tónlistarnámi hans en það var heimsókn tveggja góðra gesta, Helga tíallgrimssonar og sonar hans, dr. Hallgrims Helga- sonar tónskálds, sem komu að Brekkubæ og fóru vitt um land þeirra erinda að safna og radd- setja alþýöutónlist. Út frá þeirri heimsókn spunnust náin kynni og samstarf á milli dr. Hallgrims Helgasonar og Bjarna i Brekku- bæ. Þeir feðgar héldu hljómleika i Bjarnaneskirkju. Annar mætur tónlistarmaður, Skúli Halldórs- son, tónskáld heimsótti Bjarna einnig. A milli tónskáldshjónanna og Brekkubæjarhjónanna tengd- ust vináttubönd. öllum þessum tónlistarmönn- um, svo og öðrum mætum sam- ferðamönnum, telur Bjarni sig og þau hjón standa i þakkarskuld við. Góöar hafa gjafirþeirra ver- ið, en vinátta þeirra þó mest virði. Þá átti hann einnig mikii sam- skipti viö Elias Bjarnason kenn- ara i Reykjavik, sem jafnan var honum hollvættur, ef útvega þurftihljóðfæri fyrir hann sjálfan eða aðra, og telur hann sig standa i mikilli þakkarskuld við þann mæta mann. Kona Bjarna, Ragnheiður Sig- jónsdóttir, veiktist fyrir nokkrum árum og hefur siðan dvalizt á sjúkrahúsi, nú siðast á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Höfn. Þann 11. april s.l. átti hún 85 ára af- mæli, en þau hjón sameiginlegt 50 ára hjúskaparafmæli á jóladag siðastliðinn. Sú var forn feðrastrú að halir gengju að loknu lifsstarfi inn i fell landsins og hnjúka til samvistar við vætti þess og verndardisir. Svo nánum böndum hefur Bjarni i Brekkubæ og kona hans verið tengd hornfirzku mannlifi og um- hverfi þess, að vafalaust myndu þau una þvi vel, ef þau mættu taka mynd þess með sér inná æðri lifssvið. A þessum merku timamótum i lifi þeirra hjóna er þeim vottuð viröing og þökk vina og sveitunga fyrir góða samfylgd á gengnum áratugum. Torfi Þorsteinsson. 60 ára: Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri Einn af þekktustu og reyndustu kaupfélagsstjórum landsins Odd- ur Sigurbergsson, á Selfossi er sextugur i dag, en hann er fæddur 19. mai 1917 á Eyri i Fáskrúösfiröi i Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbergur Oddsson og Oddný Þorsteinsdótt- ir. Oddur ólst upp i stórum hópi systkina. Gerðist hann snemma mannvænlegur og tápmikill og sótti fram til manndóms og for- ystu á vettvangi samvinnuhreyf- ingarinnar þvi hann fór ungur til náms i Samvinnuskólanum i Reykjavik, sem lengi bæði áður og siðar var stjórnað af hinum þjóðkunna samvinnuleiðtoga og stjórnmálaskörungi Jónasi Jóns- syni frá Hriflu. Engum dylst sem Oddi kynnist, að hann hefur mótazt mjög af þeim krafti og kyngi sem Jónas beitti viö að efla hugsjón sam- vinnunnar með nemendum sin- um. Áriö 1941 brautskráðist Oddur úr Samvinnuskólanum og hélt þá þegar aftur heim i átthaga sina og gerðist starfsmaður hjá Kaupfé- lagi Fáskrúðsfirðinga og var þar við störf I eitt ár, en siðan var hann eitt ár hjá heildverzlun As- björns Ólafssonar i Reykjavik. Þá fór hann og starfaði þjú ár við rikisbókhaldið i Reykjavik, en gerðist svo bókari hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar á Hvolsvelli um tveggja ára skeið. Þá losnaði kaupfélagsstjórastaöan hjá Kaupfélagi V-Skaftfellinga i Vik og tók Oddur það starf aö sér og stýrði þvi kaupfélagi með mikilli farsæld frá 1948 til 1964 að hann réðist sem forstöðumaður Hag- deildar SIS. Er óhætt að segja að Vestur-Skaftfellingar söknuðu Odds þegar hann fór frá kaupfé- laginu, sem hafði undir styrkri hendi hans eflzt og aukið starf- svið sitt. Árið 1966 varð Kaupfélag Ar- nesinga, sem er eitt af stærstu og umfangsmestu kaupfélögum landsins, að finna sér nýjan kaupfélagsstjóra, þar sem sá er þar hafði veriö hvarf að öðrum störfum. Var nú leitað til Odds og hann beðinn að taka hiö vanda- sama kaupfélagsstjórastarf að sér. Eftir nokkra umhugsun lét hann tilleiðast, og mun flestra manjia mál að þar hafi vel til tek- izt og giftusamlega, að fá svo þrautreyndan kaupfélagsstjóra. Um það leyti sem Oddur tók við þessu starfi hófust miklir erfiðleikar i efnahagsmálum hjá þjóðinni. Verðlag á útflutnings- vörum féll á erlendum mörk- uðum, gjaldeyrir gekk til þurrðar og gripið var til gengisfellingar, sem þá eins og ævinlega olli óvissu og rýrnun peninga. Við þetta bættist kalt tiðarfar og kal i túnum bænda. Urðu tvö, þrjú næstu árin bændum og raunar þjóðinni allri þung i skauti. Þessi fyrstu ár Odds I kaupfélags- stjórastarfinu hjá Kaupfélagi Ar- nesinga reyndu mjög á þrek og hæfileika hans, en með föstum tökum tókst aö komast fram úr erfiöleikunum, og strax þegar tók að rofa til var hafizt handa um ýmsar umbætur og framkvæmd- ir. Erþar stærst i sniðum bygging bifreiða- og vélaverkstæðis, þess hins mikla sem reist var og er eitt hið stærsta hérlendis. Starf- semi kaupfélagsins er fjölþætt bæði i verzlun, iðnaði og þjónustu og veitir fjölda fóiks atvinnu. Mun sú starfsemi öll vera með þvi um- fangsmesta, sem rekin er af kaupfélagi á Islandi. Það er þvi i mörg horn aö lita hjá kaupfé- lagsstjóranum, enda ann hann sér engrar hvildar, en hyggur til enn frekari framkvæmda strax og fært verður. A engan er hallað þó sagt sé, aö Oddur muni vera i hópi hinna mestu iöjumanna. Fellur honum helzt aldrei verk úr hendi og gerir oft litinn mun á nótt og degi, helgum dögum og virkum og þyk- ir þeim sem bezt til þekkja, að hyggilegra væri að draga heldur úr ferðinni fremur en sækja störf- in með sliku ofurkappi. Slikum eljumönnum sem Oddi hættir oft til að gera allharöar kröfur til annarra, og mun honum þannig farið að ekki vorkenni hann mönnum aö vinna, en er þó tillits- 90 ára Snæbjörn Jónsson fyrrum bóksali Snæbjörn Jónsson var fæddur aö Kalastöðum á Hvalfjarðar- strönd 10. dag maimánaðar 1887, sonur Jóns Þorsteinssonar bónda þar og konu hans, Sesselju Jóns- dóttur. Snæbjörn Jónsson er maður, sem þjóðin á miklar þakkir að gjalda, fyrir allt hans mikla starf i þágu islenzkrar bókmenningar, sem unnið var á langri starfsævi af fórnfýsi hins viösýna, vökula fræðimanns, og það var unnið af frábærri elju, áhuga og ötulleik og hafa m.a. komið frá hans hendi i seinni tið gagnmerkar þýðingar úr ensku, birtar i timaritinu „Heima er bezt” á Akureyri. Fjarri mun, að ævistarf Snæ- bjarnar hafi verið metið að verð- leikum, en hiklaust má fullyrða, að hann er enn i dag ógleymdur fjölda mörgum, fyrir ritstörf hans, — fyrir þýðingar á bókum höfunda, sem hann hafði miklar mætur á, en þeirra meöal eru skáldsögurnar Tess of D’Urber- ville.eftirThomas Hardy og Skip, sem mætast á nóttu, eftir Beat- rice Harraden. Fyrrnefnda sagan kom út tvivegis, hin þrivegis, enda urðu þær með afbrigðum vinsælar. Auk þess var Snæbjörn landskunnur fyrir kennslu- og fræðibækur. Má i þvi sambandi minna á samstarf hans við Sir W.A. Craigie, orðabókarhöfund- inn heimskunna, en milli þeirra rikti mikil vinátta og gagnkvæm virðing. Meðal kunnustu bóka, sem Snæbjörn þýddi er Ferðabók Henderson’s, og svo margt annað merkra bóka, sem engin tök eru að nefna hvað þá meira, við nú- verandi aðstæður, en um þær margar er það að segja, að liklegt má þykja, að þær verði þvi betur metnar sem lengra láur, svo fremi að aftur fari aö sækja i þaö horf, að áhugi vaxi að nýju fyrir þvi, sem raunverulegt gildi hefir. Loks skulu nefnd hin mörgu og um margt merku ritgerðasöfn Sn. Framhald á bls. 23 samur húsbóndi, og er ekki á hæl- um starfsfólks sins með aðfinnsl- ur eöa eftirrekstur. Til þess er tekið og oft i það vitnað af þeim, sem kunna um að dæma, hversu mikill kunnáttu- maöur Oddur er um bókfærslu og afburða afkastamikill á þvi sviði. Er vinna hans á þvi sviði sérstak- lega vönduð og hefur heyrzt, aö færsla og uppsetning á reikn- ingum Kaupfélags Árnesinga hafi vakið athygli ýmissa sem kenna bókfærslu, og að reikningarnir séu hafðir til fyrirmyndar viö kennslu.Oddur hefur einsog flest- ir menn, sem «iikið kveöur aö og mikla ábyrgð takast á hendur, verið af ýmsum umdeildur og sumar ákvarðanir hans gagn- rýndar enda hefur hann ekki tam ið sér að vera jámaður og gera allt eins og allir vilja. Eins og flestir góðir forystumenn tekur Oddur sigrum sinum meö hóg- værö og litillæti, en ef hann verö- ur að þola mótlæti og ósigur þá er hann einnig orðfár um slikt og lætur sem ekkert hafi gerzt. Þegar til átaka kemur I starfi eöa leik þá reynir fyrst á menn. Skáldið segir aö „öldurót og orrahrið er til bóta á hverri tíð”. Liklega verða flestir forystumenn að reyna eitthvað af sliku. Oddur er vel máli farinn á fundum og lætur ekki hrekjast þótt öldur risi. A siðari árum hefur heilsa Odds nokkuö látið undan á köflum fyrir ofurkappi hans viö erfið störf og vandasöm, en honum hefur fariö eins og frægum manni, sem mælti hin fleygu orð „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir”. Nú eru sex áratugir að baki og mikil störf Odds vitna um viljasterkan og heilladrjúgan mann, sem margir eiga mikiö að þakka. Samvinnumenn eru þar i mikilli þakkarskuld, ekki sizt i Arnessýslu. Oddur hefur stýrt kaupfélagi þeirra i tæp ellefu ár, með glæsibrag. Hann hefur mörg fleiri trúnaðarstörf fyrir sam- vinnuhreyfinguna en kaupfélags- stjórastarfiö. Hann er formaöur útgerðarfélagsins Meitilsins i Þorlákshöfn, i stjórn Vinnumála- sambands samvinnufélaganna, i stjórn Oliufélagsins h.f. og i stjórn Samvinnutrésmiöjanna sem þrjú kaupfélögin á Suður- landi reka og hann átti þátt i aö stofna. öll þessi félagsmálastörf rækir Oddur af áhuga og kemur þekking hans og reynsla þar aö góðu gagni. Eftir er að telja stærsta þáttinn i Hfsgæfu Odds, en þaö er kvon- fang hans og hjónaband. Hann kvæntist 27. marz 1943 Helgu Einarsdóttur bónda Keldhólum, Vallahreppi i Suður-Múlasýslu. Helga er góöum hæfileikum gædd. Hefur hún mikið yndi af góðri tónlist og myndlist. Hún er húsmóðir af beztu gerð og hefur byggt upp fagurt heimili, sem er griðastaður, girtur véböndum friðar og hvildar. Eiga gestir þar jafnan góðu að mæta i ranni þeirra hjóna. Eina dóttur eiga þau og tvö barnabörn. Oddur gefur sig litt að fjöl- menni, en nýtur sins góða heimilis með konu sinni og gleöst viö heimsóknir dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. 1 hópi góðra kunningja og vina er Oddur glaður og reifur. Nú er hann á ferðalagi erlendis með fjölskyldu sinni og verður sú ferð honum vonandi til hvildar og hressingar,en hann hefur sjaldan tekið sér sumarfri um ævina. Vinir Oddsóska honum heilla á komandi árum, þakka farsæl störf á liönum árum og vonast til að mega njóta starfskrafta hans á ókomnum árum, en sjö- undi áratugurinn hefur mörgum manni oröið drjúgur til mikilla afreka. Megisvo verða i lifi Odds. Þórarinn Sigurjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.