Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 24
28644 PTMJj.l 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tíma hé fyrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu Sölumaóur: Finnur Karlsson Valgarður Sigurösson ^•^*""*** heimasimi 4 34 70 lögf rædingur ■^“■■■“^ HREVFILL Slmi 8 55 22 áburðardreifari góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig f yrir sáningu Guöbjörn Guöjönsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 8, 85295 Eyrarbakki var I eina tfð einn nafntogaðist kaupstabur landsins, og eru gömlu kaupmannshúsin þar til vitnis um þá tima. Þa6 sýnir þá grósku, sem þar var á nftjándu öld, aö þar hefur barnaskóii starfað lengst samfleytt —125 ár. Honum var komið á fót, þegar frelsisaldan fór um landið um miöbik nftjándu aldar. Brýnast, að skyldunám- inu verði lokið heima F.I.Reykjavik. — Barnaskólinn á Eyrarbakka mun á þessu ári lialda upp á 125 ára afmæli sitt, en skólinn liefur starfaö óslitiö allt frá stofnuu áriö 1852. Aö sögn Óskars Magnússonar skólastjóra er brýnast á þessum tiinamótum 4iö gefa börnunum kost á aö stunda ulli sitt skyldunám á staönum, en til þess hafa þau orö- iö aö setjast í niunda bekk á Sel- fossi. Hafa Eyrbekkingar og Stokkseyringar sameinast um þetta markmið. t skólanum eru nú 120 nemendur og er fjöigunin um 13 á ári. Barnaskólinn á Eyrarbakka hefur starfaö i þremur húsakynn- um. Er fyrsta húsið fyrir löngu horfiö. Frá aldamótum og til 1913 starfaði skólinn i gamla gistihús- inu svokallaða, en þaö hús er nú verið að lagfæra. Núverandi skólahúsnæði er siðan 1913, en er orðið æði þröngt um allan barna- fjöldann að sögn skólastjórans. Veitir þvi ekki af stækkuninni, sem fyrirhuguð er innan tiðar. Það var fyrir forgöngu Guð- mundar Thorgrimsen faktors að barnaskólinn var upphaflega stofnaður. Tilraunir höfðu verið gerðar með barnaskóla annars staðar, svo sem i Vestmannaeyj- um og i Reykjavik, en þær höfðu farið út um þúfur. Sá skólastjóri, sem hvað lengst starfaöi á Eyrar- bakka, var Pétur Guðmundsson. Framhald á bls. 23 Nú á að leggjarækt við Nauthólsvík Togstreitunni um laugalækinn við Nauthólsvlk er trúlega lokiö, og uröu úrslitin talsvert önnur en áhorföist um tfma. Borgarráö hefur sem sé ákveðiö aö sýna læknum sóma og gera þarna mannsæmandi baöstað. Eins og kunnugt er amaöist æskulýðsráð Reykjavlkur við næturferðum fólks i lækinn, er það kom ölvað úr samkomuhús- um, og voru þess sögö dæmi, aö svo ógætilega hefði verið fariö meö ökutæki viö lækinn, aö viö slysum lá. Var farið fram á það við hitaveituna, að hún hætti að láta heitt vatn renna þarna I skuröinn. Borgarráð tók þetta mál þeim tökum, er forráðamenn hitaveit- unnar visuðu þvi til þess, að þaö fól borgarverkfræðingi að gera teikningar aö fyrirkomulagi, er til frambúðar getur orðið. A aö leysa þetta með það í huga, aö sómasamlegur baðstaöur geti orðið við Nauthólsvik. Úr byggðum Breiðaf jarðar: SVARTBAKUR- INN ER SUMUM TEKJULIND JB-Rvik. Timinn haföi samband viö Kristin Gislason, fréttarit- ara sinn i Stykkishólmi, i gær og spuröist fregna þaöan. Ekki kvaö Kristinn neitt hafa boriö til stór- tiðinda, en sagöi aö lifiö gengi sinn vanagang og fólk sinnt þeim störfum, sem ætið fylgdu þessum árstima. — Grásleppuvertiðin hefur veriö léleg fram til þessa, sagði hann. Það eru um tuttugu bátar, sem róa, flestir litlir, og hefur afli hjá þeim veriö dræmur. Stóru bátarnir eru hættir, vetrarver- tiðin búin og var hún léleg eins og viðast hvar annars staðar á land- inu. Skelveiðin liggur niðri núna, en hún hætti aö mestu, þegar bát- arnir fóru á net. Skelveiöin hófst i fyrra og stendur að mestu allt árið. Voru sex eöa sjö bátar að veiðum framan af, en nokkrir hættu og voru aðeins tveir bátar á ‘ skel i vetur. Annars er skelin slæm um þetta leyti, þvi hún er að fara að hrygna og talsvert af hrognum i henni, en veiðin byrjar liklega aftur i júli eða ágúst, sagöi Kristinn. Kristinn sagði, að kalt heföi verið í veðrieins og annars staöar og gróöurlaust. Þó var rigning og sunnanhvassviöri i gær, þannig að búast má við þvi að fari aö hlána. — Svartbakurinn hefur litið orpiö ennþá. Farið var i eggjaleit um siðustu helgi, og virtist þá sem aðeins einn þriðji fuglsins væri orpinn. Kuldanum er kennt um þetta. — Svartbakur- irm er viða nokkur nytjafugl, og hægt að fá drjúgar aukatekjur af eggjunum, sem að sögn Kristins eru nú seld bæði i Stykkishólmi og til Reykjavikur, á fimmtiu krónur stykkið. Mest sagði hann, að hægt væri að fá af eggjum i Brokey, 1000 egg i einni yfirferð. Einnig þykir mörgum kjötið af ungunum ljúffengt. Hér stendur svartbakurinn hnakkakerrtur, sterklegur fugl og til alls búinn, en færir sumum tekjur. A þessum slóðum er hann aftur á móti vargur I véum, grimmur ungabani. PALLI OG PESI Fólk fær aö baöa sig i læknum framvegis — og viö betri aöbúnaö en nú er. —Volgu, eru menn farnir að kaila staðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.