Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 14. febrúar 2006 5 Dagur helgaður dýrlingnum Valentínusi á rætur sínar að rekja til miðalda. Dagurinn komst hins vegar í það horf sem við þekkjum hann í dag á síðustu öld. Flest þekkjum við Valentínusar- daginn og vitum að stendur fyrir rómantík og ást. Íslendingar hafa flestir fengið þessa vitneskju úr bandarískum og breskum kvik- myndum þar sem þessi hefð er hvað mest áberandi. Hefð þessi, sem sækir fyrirmynd sína langt aftur til miðalda, hefur leitt af sér einn af stærstu neysludögum ársins en alls er talið að um einn milljarður ástarkorta sé seldur um heim allan á þessum degi. Aðeins á jólunum eru seld fleiri kort. Aðrar vörur eins og blóm og súkkulaði seljast einnig grimmt. Þess má til gamans geta að 80% af öllum seld- um kortum á Valentínusardaginn eru talin vera keypt af konum. Í byrjun fimmtu aldar hóf kaþ- ólska kirkjan að halda Valentínus- ardaginn hátíðlegan. Var þá þegar farið að halda upp á hann þann 14. febrúar. Árið 1969, þegar kaþ- ólska kirkjan endurskoðaði alm- anak sitt, var dagurinn hins vegar strokaður út af dagatalinu sem almennur hátíðisdagur tengdur dýrlingi. Dagurinn þótti byggður á of óljósum heimildum og þóttu þær bera of goðsögulegan keim. En þó að kirkjan hafi tekið daginn út voru kaupmenn ekki á því og sala á rómantískum kortum og tilheyr- andi hefur aukist jafnt og þétt. Ekki er vitað fyrir víst hver hinn eini sanni sankti Valentínus var. Þrír koma til greina en vin- sælast er að kenna Valentínus- ardaginn við mann nokkurn sem kenndi að herbergi og rúm hjóna væri helsti helgistaður ástarinnar og rómantíkur. Hann var einarður stuðningsmaður kristinnar trúar og var tekinn af lífi fyrir þær sakir. Á miðöldum byrjuðu menn að tengja daginn við rómantík og ást. Hið hefðbundna snið dagsins með kortum og öðru slíku tók að myndast í byrjun síðustu aldar. Síðan hefur tilstandið undið upp á sig og orðið sífellt útbreiddara að halda daginn hátíðlegan. steinthor@frettabladid.is Dagur ástar og rómantíkur Sankti Valentínus eins og hann lítur út á helgimynd úr kristnum sið. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Rósir, kerti og kort ÍSLENDINGAR GETA LÍKA VERIÐ RÓMANTÍSKIR OG LÁTIÐ VAL- ENTÍNUSARDAGINN LÍFGA UPP Á TILVERUNA. Þar sem nú er orðið um seinan að senda elskunni Valentínusar- kort í pósti þetta árið er hér með bent á www.vefkort.is en þar eru Valentínusarkort meðal þess sem í boði er. Þau kosta heldur ekkert. Kertaljósin klikka ekki á Valentínusardag- inn fremur en aðra daga. Rauðar rósir túlka rómantíkina betur en flest annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.