Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 38
■■■■ { kópavogur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■14 Bókasafn Kópavogs hefur um nokk- urt skeið haldið úti sýningarköss- um úr gleri á öllum þremur hæðum safnsins og boðið almenningi að sýna muni sem safnað hefur verið í gegnum árin. Hrafn Andrés Harð- arson bæjarbókavörður segir þessa starfsemi hafa skemmtilega skírskot- un í hlutverk bókasafnsins, sem sé að safna bókum og vekja athygli á inni- haldi þeirra. Þá býðst fyrirtækjum og verslunum tækifæri til að kynna varning sinn í kössunum. Hrafn segir þessa þjónustu hafa vakið mikla athygli og að ýmislegt hafi verið sýnt í kössunum. ,,Þetta kostar ekki neitt enn sem komið er, hefur verið vinsælt og það hefur ýmislegt verið til sýnis, til dæmis fingurbjargir, bækur og leðurmunir auk þess sem við tókum þátt í rúss- neskum dögum og vorum með safn af rússneskum dúkkum, svokölluðum matrúskum,“ segir Hrafn. Ýmis starfsemi fer fram innan bókasafnsins og segir Hrafn að reglu- lega sé reynt að standa fyrir kynn- ingum og fyrirlestrum sem hafi skír- skotun í þann efnivið sem finna megi í bókunum á safninu. Sem stendur fer fram röð fyrirlestra um mismunandi trúarbrögð. ,,Í fyrsta fyrirlestrinum kom Þórhallur Heimisson með erindi þar sem hann fór yfir hlutina og dró upp mynd af því hvernig þetta liti út landfræðilega og hvernig trúarbrögð- in dreifðust um heiminn auk þess sem hann tók fyrir einkenni helstu trúarbragða,“ segir Hrafn. Á næstu fyrirlestrum verður svo fjallað nánar um algengustu trúarbrögðin hvert fyrir sig en fyrirlestrunum lýkur 22. mars næstkomandi með umfjöllun um Zen-Búddisma. Barnastarf er eitt af mikilvægustu hlutverkum Bókasafnsins. Vikulega er safnið með lesstund fyrir börn- in en þar eru þeim meðal annars sagðar sögur. Hrafn segir að þótt öll börn séu velkomin í sögustundina sé algengast að leikskólabörn komi í fylgd leikskólakennara þar sem fátítt sé að börn séu heima hjá foreldrum sínum að degi til. Bókasafnið er í nánu samstarfi við Náttúrufræði- stofu Kópavogs sem er í sama húsi. Sá háttur hefur verið á að börnunum hefur verið boðið upp á fræðslu hjá Náttúrufræðistofu og hafa skoðað þar uppstoppuð og lifandi dýr en fært sig síðan yfir á bókasafnið þar sem lesn- ar hafa verið sögur um sama efni og fjallað var um í fræðslunni. Þá hafa Bókasafnið og Náttúrufræðistofa staðið að því að koma uppblásnum hval, sem ber heitið Valur, fyrir á túninu fyrir framan safnið börnun- um til gamans og yndisauka. Á vor- dögum er svo væntanlegur sérstakur flugdrekadagur í samvinnu við leik- skólana þar sem keppt verður í gerð og hönnun flugdreka og mögulega í drekaflugi. Bókasafn Kópavogs var stofnað árið 1953 og fagnaði því fimmtíu ára afmæli árið 2003. Svo skemmti- lega vill til að bókasafn bæjarins er tveimur árum eldra en bærinn sjálfur en það var stofnað sem lestrarfélag valinkunnra Kópavogsbúa þegar bærinn var enn bara hreppur. Jón úr Vör var fyrsti bæjarbókavörður en Hrafn tók við þegar Jón lét af störfum þannig að í rúm fimmtíu ár hafa aðeins tveir aðilar gegnt stöðu forstöðumanns Bókasafns Kópavogs. ,,Við skulum ekkert vera að rifja upp hvað ég er búinn að vera lengi í þessu starfi,“ segir Hrafn og hlær. Hann telur að lestur hafi ekki minnk- að þrátt fyrir að útlán bókasafna hafi dregist saman. ,,Fólk les mun meira í dag en nokkurn tíma áður. Við sitjum yfir blöðum, tímaritum og vefnum og allt krefst þetta mikils lesturs. Einnig kaupir fólk sér bækur í auknum mæli í dag því það hefur meira milli hand- anna. Sumir vilja bara kaupa bæk- urnar og henda þeim svo að lestri lokum. Það kemur þó ekkert í stað- inn fyrir bókina. Menn hafa verið að reyna að búa til stafræna bók en það hefur aldrei tekist. Maður getur ekki fundið hjólið upp aftur, það kemur ekkert í staðinn fyrir það,“ segir Hrafn brosandi að lokum. Heillandi fingurbjargir og rússneskar trédúkkur Bókasafn Kópavogs er í hjarta bæjarins og býður upp á fjölbreytta og spennandi starf- semi. Reglulega er staðið fyrir kynningum og fyrirlestrum sem standa öllum opnir. Mikið af skemmtilegum munum er til sýnis í sýningarkössum bókasafnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þessi skemmtilega stytta er til sýnis á Bókasafni Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bókasafnið stendur reglulega fyrir áhuga- verðum fyrirlestrum sem standa öllum opnir. UngFreisting er áhugaverður klúbbur sem samanstendur af matreiðslu-, bakara- og fram- reiðslunemum í Menntaskólanum í Kópavogi. Klúbburinn á rætur sínar að rekja til Freistingar, sem er félag þeirra sem lokið hafa námi í sömu greinum. Um helgina hélt UngFreisting glæsilega matvælasýningu í Hag- kaupum í Smáralind þar sem vörur frá Ferskum kjötvörum, Snæfiski, Sælkeradreifingu, Lambhaga og Íslandsnauti voru í boði. Stefán Cosser, matreiðslunemi og með- limur í UngFreistingu, segir sýn- inguna ekki tengda náminu í MK á neinn hátt. ,,Við erum klúbbur sem hittist mánaðarlega og ákváð- um við að halda þessa sýningu til þess að gera félagið okkar sýni- legt,“ segir Stefán. ,,Þessi sýning er ekki tengd skólanum að öðru leyti en því að við fáum aðstöðu hjá skólanum.“ Þegar blaðamann bar að garði var sýningin komin á fullt. Sumir sýningarhaldaranna ungu höfðu þá unnið í yfir sólarhring sleitu- laust. ,,Það liggur gífurleg vinna að baki þessari sýningu og það sama má í raun segja um kokka- starfið yfir höfuð. Vinnan er mikil og launin eru ekki góð en þetta er algjörlega þess virði,“ segir Stefán, sem tekur þátt í alþjóðlegri mat- reiðslukeppni fyrir Íslands hönd á Nýja-Sjálandi um miðjan mars. Stefán segir keppnina vera eina þá virtustu meðal matreiðslunema í heiminum. Keppnin gengur út á að keppendur fá körfu með hráefnum og hafa fjóra klukkutíma til þess að elda fyrir sex manna dómnefnd. Á sýningunni um helgina buðu matreiðslunemarnir gestum upp á miklar kræsingar. Má þar nefna skelfisk á nýbökuðu brauði í sætri chillí-sósu, krónhjartarbóg í karrí sem er villibráð að asískum hætti og tvær tegundir af nautafille. Spek- ingslegir framreiðslunemar buðu gestum einnig að smakka rauðvín og hvítvín og mátti augljóslega sjá að þeir vissu sínu viti í vínfræðum. Gestir gátu að lokum dýft banana- bitum eða jarðarberjum í glæsileg- an brunn sem var fullur af fljótandi súkkulaði. Ásamt þeim kræsingum sem gestir gátu bragðað á var á sýn- ingunni góðgæti frá öllum heims- hornum. ,,Við erum með alls konar sushi, austurlenskt þema, kalda rétti, akurhænur, lynghænur, nautakjöt, lambakjöt og svínakjöt auk þess sem við skreyttum allt glæsilega,“ segir Stefán og bendir á ísstyttu sem prýðir sýningarborðið. UngFreisting á heiður skilinn fyrir skemmtilegt og vel heppnað framtak. Súkkulaðibrunnur og krónhjartarbógur UngFreisting er félag nema í matvæladeild Menntaskól- ans í Kópavogi. Félagið hélt glæsilega matvælasýningu í Hagkaupum í Smáralindinni um síðustu helgi. Stefán Cosser tekur þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni fyrir Íslands hönd á Nýja-Sjálandi um miðjan mars. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.